Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Frystihúsid á Patreksfirði: Engin lausn í sjónmáli Búast má við uppsögnum eftir helgi ■ „Það er þungt í okkur hljóð- ið núna, það eru engin teikn á lofti um að það sé neitt að greiðast úr ástandinu,“ sagði Hjörieifur Guðmundsson for- maður Verkalýðsfélagsins á Patreksfirði í samtali við Tímann í gær. „Það er að vísu vinna í frystihúsinu í dag og var landað hér fiski frá Bíldudal en togarinn liggur við bryggju og fæst ekki afgreiddur með olíu og engin merki þess að hægt verði að sigla.“ Hjörleifur sagði að rúmlega 100 manns störfuðu hjá húsinu og skipunum svo að augljóslega væri það gífurlegt atriði fyrir fólk í bænum að þessum rekstri yrði komið í eðlilegt horf. Engum hefði ennþá verið sagt upp störfum og benti það til þess að ráðamönnum fyrir- tækisins þætti enn ekki fullreynt um fyrirgreiðslu. En ef ekki rættist úr mætti búast við því að fólki yrði sagt upp kauptryggingu sinni eftir helgina. Hjörleifur sagði ennfremur að afli báta væri nú góður fyrir vestan og eins væri nú eins og undanfarin ár samstarf um miðlun afla milli vinnslustöðvanna á Vestfjörðum. En það væri ljóst að þetta nægði engan veginn til að standa undir rekstri frystihússins á Patreksfírði. - JGK Ráðgjafaþjónusta Kaupþings h.f. um erlend viðskipti: Nýtt blað um efna- hags- og gengismál ■ Fyrirtækið Kaupþing h.f. hefur hleypt af stukkunum ráðgjafarþjónustu fyrir fyrirtæki sem stunda utanlandsvið- skipti. Þessi þjónusta beinist að því að gefa viðkomandi fyrirtækjum sem gleggstar upplýsingar um stöðu lána- markaða, horfur um þróun gengis hinna ýmsu gjaldmiðla, vexti og lánakjör og því um líkt. I þessu skyni hefur fyrirtækið hafið útgáfu vikurits sem nefnist „Vís- bending,“ og er þar Ijallað um erlend viðskipti og efnahagsmál, birtar nýjustu upplýsingar um stöðu gjaldmiðla og spár um framtíðarþróun þeirra, svo og spár um efnahagsþróun innanlands. „Það verður æ þýðingarmeira fyrir fyrirtæki að hafa glöggar upplýsingar um þessi efni,“ sagði Baldur Guðlaugsson, stjórnarformaður Kaupþings h.f. á blaðamannafundi í gær. „Þaðgeturskipt sköpum fyrir þau svo dæmi sé tekið að þegar erlend lán eru tekin sé valinn réttur gjaldeyrir sem lánið skal greiðast á. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu gengistapi að undanförnu, en slíkt mætti ef til vili forðast ef nægilegar upplýsingar eru fyrir hendi um líklega þróun á gengismörkuðum. Það er takmark okkar með ráðgjafarþjónustunni og útgáfu vikuritsins að stuðla ?ð því að fyrirtækin geti tekið sem réttastar ákvarðanir í þessum efnum.“ Dr. Sigurður B. Stefánsson hagfræð- ingur, sem starfað hefur hjá Þjóðhags- stofnun mun ritstýra „Vísbendingu." Hann sagði að upplýsingar og spár um hagþróun erlendis væru fengnar frá ■ Sigurður B. Stefánsson ritstjóri Vísbendingar og Baldur Guðlaugsson stjómar- formaður Kaupþings h.f. Tímamynd Árni Sæberg blöðum og ráðgjafarfyrirtækjum erlend- is, en að byggt væri á eigin athugunum hvað umfjöllun um innlenda hagþróun varðaði. Það kom fram í máli Sigurðar að nú er hægt að semja um lán víða erlendis þannig að lántakinn geti breytt um þann gjaldmiðil sem lánið skal greiðast í meðan á lánstímabili stendur. Aðspurður vegna frétta um mikið geng- istap islenskra fyrirtækja í kjölfar sterkr- ar stöðu dollarans, kvaðst Sigurður álíta að stærri lán opinberra stofnana væru tekin með þessum skilmálum en ef til vill gengdi öðru máli um minni lán einstakra fyrirtækja. Einnig töldu þeir Sigurður og Baldur að vera mætti að fyrirtækjunum væru ekki ljósir þessir möguleikar, mönnum hætti við að líta á gengisbreyt- ingar sem naftúrulögmál sem ekki væri á valdi einstakra fyrirtækja að bregðast við á einn eða annan hátt. Tvö eintök eru komin út af „Vísbend- ingu“ og mun blaðið koma framvegis út á miðvikudögum og einvörðungu verða selt í áskrift. Þetta blað mun vera hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi. - JGK íslenskur markaður með bætta aðstödu á Keflavíkurflugvelli: Veitti tvo 70 þús. kr. styrki til iðnhönnunar ■ Fyrirtækidíslenskurmarkaðurh.f. bauð fréttamönnuni tii Keflavikurflug- vullar nýlega til að kynna stafsemi sína þar, en verslunarhúsnæði fyrirtækisins í ilugstöðinni hefur nýlega verið endur- bætt verulega. Við þetta sama tækifæri voru jafnframt afhentir styrkir sem íslenskur markaður ákvað á'síðasla aðalfundi sínum að veita til náms eða starfs í iðnhönnun. Ófeigur Hjaltested framkvæmda- stjóri Islensks markaðar sagði í upp- hafi blaðamannafundarins að stórauk- inn farþegafjöldi Loftleiða h.f. á flug- leiðinni yfir Norður Atlantshaf á 7. áratugnum hefði verið heisti hvati þess að ráðist var í stofnun fyrirtækisins á árinu 1970. Menn hefðu gert sér ljóst að hin aukna umferð um Keflavíkur- flugvöll skapaði ný tækifæri til kynn- ingar og sölu á íslenskum iðnaðar- og landbúnaðarvörum. 25 aðilar stóðu að stofnun íslensks markaðar þar á meðal stór fyrirtæki eins og S.Í.S., Álafoss h.f., Sláturfélag Suðurlands, Osta- og smjörsalan s.f., Glit h.f., Nói, Sírtus h.f. og Heimilisiðnaðarfélag íslands. Frá árinu 1970hefuríslenskurmarkað- ur rekið verslun á KeQavíkurflugvelli. ófeigur Hjaltested sagði að rekstur- inn hefði yfirleitt gengið þokkalcga, þó hefðu verið nokkrar sveiQur frá ári til árs og héldist það í hendur við fjölda farþega sem fara um KeQavíkurQug- völl. Þeim fór mjög fækkandi á árunum upp úr 1970, fjölgaði aftur nokkuð á árunum 1976-1979 en þá fækkaði þeim aftur vcrulega. Á árunum 1981-1982 fjölgaði þeim aftur að mun og horfur eru á að framhald verði þar á á þessu ári. En þótt sveiQur hcfðu verið í rekstri verslunarinnar hefði hún gengt ómetanlegu hlutverki í kynningu þeirra vara scm hún hefur á boðstól- um. Það cru íslensku ullarvörumar sem frá upphafi hafa notið mcstrar hylli viðskiptavina verslunarinnar og er svo enn. Má þar nefna hinar sígildu lopa- peysur, rýjateppi og ýmsan iéttan uilarklæðnað, sem hefur verið að vaxa í sölu að undanförnu. Þá hefur sala á íslenskum matvælum einnig farið vax- andi, einkum kjötvörum og öðrum landbúna,ðarvörum svo sem ostum, en þær vörur eru mun ódýrari í verslun- inni en á almcnnum markaði, þar sem þær eru seldar á KeQavíkurflugvelli með fuliunt útflutningsbótum. Frí- hafnarverð er annars ekki á vörum íslenska markaðarins og þar geta ein- ungis verslað brottfararfarþegar eða transít farþegar. Á síðasta rekstrarári voru seldar vörur fyrir um 2.2 milljónir Banda- rtkjadala hjá fyrirtækinu en um 90% af sölu verslunarinnar hefur verið í er- lendum gjaldeyri. Þetta svarar til rúm- lega 60 milljón króna á núverandi gengi. Mun láta nærri að þessi sala skapi 50-60 ársstörf í framleiðsluiðn- aði en hjá íslenskum markaði starfa að meðaltaii um 25 manns. Er þá enn ógetið þess þáttar starfseminnar sem felst f umfangsmikilli póstverslun, en fyrirtækið gefur út vandaðan pöntun- arlista, sem dreift er í 135 þúsund eintökum. Viðskiptavinimir eru víða eins og gcfur að skilja en mest eru viðskiptin við Bandaríkjamenn. Þá rekur íslenskur markaður verslun um borð í M.s. Eddu og hefur þar náðst góður árangur í sölu. Þar nást einnig tengsl við nýjan hóp viðskiptavina, þ.e. þá sem ferðast á milli Englands og Þýskalands með bifreiðar sínar en koma ekki til íslands. - JGK Tómas Árnason forstjóri Framkvæmdastofnunar: Verið að skoða hvernig að rekstr- inum er staðið yfir,“ sagði Tómas. „Þetta fyrirtæki hefur fcngið gífurlega fyrirgreiðslu á undanförnum árum svo að það er ekki hægt að kenna því um erfiðleikana.“ - Nú segja þcir fyrir vestan að uppsagnir geti komið til eftir helgi ef ekki rætist úr. „Já, ég skal ekkert um það segja, það er ekki hægt að setja ncinar skrúfur á menn svoleiðis. Það verður að skoða þessi mál þannig að það sé forsvaranlega staðið að allri fyrir- greiðslu,“ sagði Tómas. - JGK ■ „Það er verið að skoða þcssi.mál öll, bæði hjá okkur og öðrum, en það er ekkert hægt að segja ennþá um aðgerðir,“ sagði Tómas Árnason for- stóri Framkvæmdastofnunar rtkisins, þegar Tíminn spurði hann um Patreks- fjarðarmálin. , „Það er verið að athuga hvernig rekstrinum þarna er hagað og hvernig framleiðslan hefur verið miðað við þáð sem svona fyrirtæki ætti að hafa. í Qjótu bragði virðist sem aOcöstin og framleiðslan sé ekki í samræmi við þau tæki og aðstöðu sem fyrirtækið ræður 87% sölu- aukning SÍS í Bretlandi ■ Söluaukning hjá Sambandsfyrirtæk- inu Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi fyrstu sex mánuði þessa árs varð 87%. Seldar voru afurðir fyrir rétt tæpar fjórar milljónir sterlingspunda, samanborið við 2,1 milljón fyrri helming ársins 1982. í magni varð salan rúmlega fjögur þúsund tonn, og er það ríQega helmingi meira en á sama tíma á síðasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í nýj- asta fréttabréfi SÍS. Þar segir einnig að hjá Sambandsfrystihúsunum hafi heild- arframleiðsla allra frystra afurða frá áramótum og fram til 9. júlí numið 20.430 tonnum, á móti 18.180 tonnum á sama tíma í fyrra, og er það aukning um rúm 12%. Fyrstu sex mánuði ársins Qutti Sjávar- afurðadeild Sambandsins út 23.510 tonn af sjávarafurðum, á móti 19.380 tonnum á sama tímabili í fyrra. Aukningin í magni er því 21%; cif-verðmæti þessara afurða er nú 1.109 milljónir króna á móti 475 milljónum árið áður. Aukningin í íslenskum krónum er því 133%. Samtök um byggingu tónlistarhúss: Talsvert á annad þúsund félags- menn ■ „Taisvert á annað þúsund manns hafa nú skráð sig sem stofnfélaga að Samtökum um byggingu tónlistarhúss í Reykja- vík. Stofninn af þeim hópi eru tónleikagestir á síðustu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í vor, en einnig skráðu sig um 400 manns á Jónsmessuhátíð- inni í Laugardalshöll í sumar,“ sagði Jón Þórarinsson tónskáld í samtali við Tímann í gær. Hann bætti því við að stöðugt bærust í pósti nöfn fólks sem vildi skrá sig í samtökin þrátt fyrir að lítið væri unnið að þessum málum nú. „ En það verður haQst handa af fullum krafti í haust, þegar sumarfríum er lokið," sagði Jón Jón sagði að undirbúningsnefndin hefði átt fundi með skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar um stað fyrir tónlist- arhúsið og hefði upphaQega verið um 12 staði að ræða, en nú væri verið að skoða fjóra kosti sem helst þættu koma til greina. - JGK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.