Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 4
GRJOTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA KVORT KÝST ÞÚ GATEÐA GRIND? , „r 1 • Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreiða! Ásetning á staðnum Kverkstæðið nastðs Lögtaksúrskurður Að beiðni sveitarsjóðs Bessastaðahrepps úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fasteignagjöld- um, álögðum 1983, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum geta farið fram á ábyrgð Bessastaðahrepps, en á kostnað gjaldenda að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði 8. júlí 1983, Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Lögtaksúrskurður Að kröfu sveitarsjóðs Bessastaðahrepps, úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum, en ógreiddum útsvörum, fasteigna- og aðstöðugjöldum, álögðum 1982 og fyrr. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði 11. maí 1983 Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Auglýsing frá Æsku- lýðsráði ríkisins. Stuðningur við nýjungar og tilraunir í æskulýðsstarfi. Æskulýðsráð ríkisins auglýsir hér með eftir umsóknum um stuðning við einstök verkefni á sviði æskulýðsmála samkv. heimild í 9. gr. III. kafla laga um æskulýðsmál. Að þessu sinni er styrkveitingin einungis miðuð við nýjungar og tilraunir í æskulýðsstarfi. Landssamtökum æskulýðsfélaga hafa verið send umsóknareyðublöð vegna þessara styrkveitinga en eyðublöð er einnig hægt að fá hjá Æskulýðsráði ríkisins, Hverfisgötu 6. Umsóknir þurfa að hafa borist Æskulýðsráði fyrir 1. september 1983. Æskulýðsráð ríkisins Hross í óskilum ( Ölfushreppi er í óskilum brún hryssa ómörkuð. Brúnn hestur markaður. Mógrár hestur dökkur á fax og tagl. Mark: Heilrifað og gagnbitað vinstra. Rauður hestur glófextur sokkóttur. Hrossin verða seld á uppboöi 5. ágúst kl. 4 síðdegis að Auðsholti hafi eigendur ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjóri Ölfushrepps Bakka Milli 50 og 60 manns atvinnulausir á Akranesi: Viðrar ekki einu sinni tii votheysverkunar Margir bátar bundnir við bryggju Akranes: Atvinnuleysi hefur aukist all verulega á Akranesi í sumar og eru nú milli 50 og 60 manns skráðir þar atvinnulausir, að því er fram kom á fundi Verkalýðsfélags Akraness ný- lega. Af þeim atvinnulausu eru m.a. sagðir nokkrir sjómenn á sama tíma og bátar séu bundnir við bryggju og ekki gerðir út. Fundurinn skoraði því á atvinnu- málanefnd bæjarins og atvinnurekend- ur á Akranesi að vinna að því að lagt verði kapp á það að láta atvinnutæki bæjarbúa ganga, svo aukið atvinnu- leysi komi ekki til viðbótar þeim launaskerðingum sem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar hafi lagt á launafólk. Haldi fram sem horfir með atvinnu- ástandið virðist stefna í vandræði á Akranesi, segir í samþykktinni. _ HEI ■ „Við heitum Monsi og Búlla og erum 2 mánaða. Fædd í Reykjavík, en enim nú að fara í sveitina okkar. Verðum bæði á sama bænum í Rangárvallasýslu hjá alveg ágætis fólki og hlökkum við mikið til. Við biðjum kærlega að heilsa öllum krökkunum okkar sem voru svo góð að passa okkur stundum og fóru með okkur í gönguferð þegar veðrið var gott, Verið þið öll blessuð og sæl. Tímamynd: GE. Hlíf í Hafnarfirði: 25-30% kaup- máttarrýrraun frá júní til áramóta Hafnarfjörður „Með bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar ásamt gengis- sigi og gengisfellingu er augljóst að kaupmáttur launa fer hraðminnkandi og mun á tímabilinu frá 1. júní s.l. til áramóta rýrna um 25-30% ef ekkert verður að gert, segir m.a. í ályktun slmenns félagsfundar í Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði frá 21. júlí s.l. Hlíf skorar á verkalýðshreyfinguna að standa einhuga saman og brjóta á bak aftur þau öfl sem ætla sér með mannréttindabrotum að rýra enn nú meir lág laun verkafólks. Jafnframt samþykkti Hlíf að segja uppkaup- og kjarasamningum við at- vinnurekendur þannig að þeir falli úr gildi 31. ágúst 1983. - HEI Snæfeilsnes: „Af heyskaparhorfum er ekki hægt að segja neinar góðar fréttir. Það er ekkert lát á rigningunni - þótt það hafi kannski einstaka sinnum stytt upp part úr degi notast það ekki neitt þegar allt er rennandi blautt,“ sagði Kristján Þórðarson í Ölkeldu í Staðarsveit spurður hey- skaparfrétta þar úr sveit. Kristján kvað slátt ekki hafinn nema á einstaka bæ og þá í vothey. En sums staðar séu túnin líka svo blaut að menn komist ekki um þau með véiar og verkfæri. Jafnframt kvað Kristján grassprettu fremur lé- lega vegna kulda og nokkuð sé unt kal í túnum. - HEI Samn- ingum sagt upp á Akra- nesi Akranes: Verkalýðsfélag Akraness samþykkti nýlega á félagsfundi að segja upp öllum samningum við at- vinnurekendur, eins og mjög mörg verkalýðsfélög í landinu hafa gert að undanförnu. Fundurinn mótmælti jafnframt harðlega og afdráttarlaust kjaraskerð- ingum þeim sem í bráðabirgðalög- unum felast og þeim félagslegu árásum sem verkalýðshreyfingin verður fyrir með því að af henni sé tekinn frjáls samningsréttur fyrir lífskjörum sínum. Þá segir að verðbólgan hafi aldrei verið magnaðri en þá tvo mánuði sem liðnir séu frá því kaupránið var framið, sem vera skyldi takmark og ráð gegn verðbólgunni. Þurfi kaupmáttur því að hækka um 40% um næstu áramót ef nást eigi aftur sá kaupmáttur er launþegar bjuggu við á síðasta ári. Fundurinn telur að nú beri að spyrna við fótum og hnekkja þeim ólögum sem hér hafi verið sett. Verkalýðs- hreyfingin hafi áður hrundið ólögum og muni enn takast að finna leið til að vernda rétt félaga sinna, beri hún gæfu til að standa sameinuð að væntanlegum aðgerðum. - HEI Kirkjubæjarklaustur: Fjölbreytt þjónusta við ferðamenn Kirkjubæjarklaustur: Upplýsinga- þjónusta fyrir ferðamenn hefur nú tekið til starfa á Kirkjubæjarklaustri og hugmyndin að hún verði starfrækt til mánaðamóta ágúst/september. Að sögn Valgeirs Inga Ólafssonar er þarna um tilraun að ræða til þess að veita ferðamönnum aukna og betri þjónustu en áður hefur verið. Starfsemin er til húsa í Félagsheimil- inu Kirkjuhvoli og er opin alla daga frá kl. 8,30 til 10,30 á morgnana og aftur frá kl. 20,00 til 21,00 á kvöldin. Auk þess verður hægt að ná sambandi við framkvæmdastjórann í síma 99- 7645 á öðrum tímum. Auk þess að veita ferðamönnum upplýsingar hefur Upplýsinga- þjónustan umsjón með tjaldsvæði sem nýlega hefur verið tekið í notkun við Kleifar, ca 1 kílómetra frá Klaustri. Jafnframt sér Upplýsingaþjónustan um hestaleigu í styttri eða lengri ferðir, sölu veiðileyfa í nokkrum ám og vötnum á svæðinu milli sanda, bílferðir inn á hálendið, leigu á svefnpokaplássi í Kirkjuhvoli og herbergjum til gisting- ar á einkaheimilum. - HEI Nýr verkalýðskór í Borgarnesi Borgarnes: Tillaga um stofnun kórs félagsmanna og annarra áhugamanna á félagssvæðinu sem nýlega var borin upp á fundi í Verkalýðsfélagi Borgar- ness var samþykkt á fundinum. Þriggja manna undirbúningsnefnd var kosin til þess að vinna að undirbúningi og framgangi málsins. Tónlistarkennar- arnir Björn Leifsson og Ingibjörg Þor- steinsdóttir hafa boðist til að æfa hinn nýja kór Verkalýðsfélags Borgarness. í samtali við formann V.B., Jón Agnar Eggertsson, kom fram að hann taldi ekki ólíklegt að.heimsókn Ála- fosskórsins á 1. maí hátíðarhöldin í Borgarnesi s.l. vor hafi átt nokkurn þátt í tilurð fyrrnefndrar tillögu. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.