Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. JÚLI1983 f réttir ÞYRFTl LOGGILD- INGU A STARFINU” Rabbad við brunaverðina Baldur Baldursson og Sigurjón Kristjánsson ■ „Það kom fram í könnun sem gerð var á vegum borgarinnar að talsverður meirihluti brunavarða er því fylgjandi að aldursmörkin verði lækkuð. Við teljum að hér sé á ferðinni öryggismál - líkam- legt ástand brunavarða verður að vera gott. Enda hefur það um árabil verið óskráð regla hjá slökkviliðinu að menn yfir 40 ára aldri fara ekki í ýmis erfið verkefni, eins og til dæmis reykköfun. Það þýðir í reynd með óbreyttu fyrir- komulagi, að erfið verkefni færast á færri hendur.“ Þetta sögðu brunaverðirnir Sigurjón Kristjánsson og Baldur Baldursson í viðtali við Tímann. Nýlega fjallaði borgar- ráð um eftirlaunaaldur brunavarða í slökkviliðinu í Reykjavík. f gögnum sem fyrir lágu kom fram að í öllum höfuðborgum Norðurlanda gilda sér- stakar reglur um eftirlaunaaldur bruna- varða.í Helsinki, Oslo og Stokkhólmi" eru þeir látnir hætta sextugir og halda fullum eftirlaunum. f Kaupmannahöfn eru brunaverðir hvattir til að hætta um sextugt með ýmsum ívilnunum. En í Reykjavík gilda sömu reglur um slökkvi- liðsmenn og aðrar starfsstéttir hjá hinu opinbera. „Okkur finnst 60 ár eðlilegur aldur til að láta af störfum, þó að auðvitað hafi margir eldri menn staðið fullkomlega fyrir sínu hjá okkur,“ segja brunaverð- irnir. „Samkvæmt kjarasamningi hætta menn 55 ára í sjúkraflutningum. Á sama tíma geta þeir farið fram á að sleppa við næturvaktir. Reyndin hefur þó verið sú, að fæstir hafa beðið um það - einfaldlega vegna þess að næturvaktirnar gefa meira í aðra hönd en dagvaktir og menn hafa ekki efni á að sleppa þeim. En það er nauðsynlegt að menn geti farið í sem flest.“ - Nú eru mörg störf á vegum slökkvi- liðsins sem ekki krefjast þess endilega að menn séu í eldlínunni. Geta ekki eldri menn sinnt þeim? „Það er auðvitað margt sem fullorðnir menn geta sinnt alveg jafn vel og ungir. En ef svo heldur áfram sem horfir verður meðalaldurinn í slökkviliðinu í Reykja- vík orðinn allt of hár eftir nokkur ár og þá verða allt of margir sem eiga að sinna tiltölulega fáum störfum. Einnig má benda á til dæmis að það þarf margra ára þjálfun til að verða góður eldvarnaeftir- litsmaður og því yngri sem menn hefja störf við eldvarnareftiriit því betra.“ - Nú er mikið talað um neyðarbíl, sem verið hefur í notkun um nokkurt skeið. Hver er reynsla ykkar af honum? „Það er óhætt að fullyrða að hann veitir mun meiri þjónustu en litlu bílarn- ir. Hann í mörgum tilfellum flytur slysa- varðstofuna á slysstað og við höldum að allir séu sammála um nauðsyn þess að halda rekstri hans áfram. Það kemur líka til að með neyuðarbílnum eru að jafnaði fjórir sem fara á slysstað, tveir sjúkraflutningamenn, læknir og hjúkr- unarfræðingur. Átta hendur geta veitt miklu meiri aðstoð á slysstað en fjórar. Það hafa komið fram hugmyndir um að breyta fyrirkomulaginu á rekstri bílsins, þannig að ráðnir verði á hann sérstakir menn, sem ekki eru úr slökkvi- liðinu í Reykjavík. Það teljum við af og frá. Við búum yfir langri reynslu af sjúkraflutningum og það á við um þá eins og svo margt annað að það tekur mörg ár að þjálfa mannskapinn. í vetur sem leið fengum við mjög góða tilsögn í næstum öllu sem upp getur komið í svona bíl. Það kemur sér líka mjög vel á hinum bílunum og einmitt þess vegna meðal annars væri fráleitt að aðskiija þetta. Það sem vefst fyrir sumum, er að það þurfa að vera tveir menn frá okkur á slysavarðstofunni meðan neyðarbíllinn er í notkun. Vegna skorts á mannafla í slökkviliðinu eru þessir menn á auka- vöktum. En það vill gleymast í þessari umræðu að bíllinn sparar heilmikið í kerfinu. Það kemur iðulega fyrir að farið er beint af slysstað á sjúkrahús og þar með sparast vinna á slysadeild. Einnig kemur fyrir að sjúklingum er ekið beint heim; þeir fara ekkert á sjúkrahús eða slysadeild. Á litlu bílunum verðum við að fara með alla sem slasast, burtséð frá hvað þeir eru lítið slasaðir, á slysavarð- stofu.“ Brunaverðirnir Baldur Baldursson og Sigurjón Kristjánsson. Tímamynd Ari. -Var ekki talað um það einhvern tíma að fækka yrði á bílnum, þið kæmuð í stað hjúkrunarfræðings? „Það stóð til upphaflega. Fram- kvæmdin strandar á því að okkur skortir réttindi. Eina svarið við því er náttúru- lega að settur verði á stofn einhverskon- ar sjúkraflutningaskóli, sem gæfi okkur réttindi til að sinna ýmsum verkefnum hjúkrunarfræðinga. Þannig fyrirkomu- lag tíðkast í mörgum löndum, en það þýðir eðlilega að allir sem sjúkraflutn- inga stunda, hvort sem er í afleysingum eða föstu starfi, verði að sækj a skólann. í framhaldi af þessu þyrfti að fá löggildingu á starfi brunavarða og sjúkraflutningamanna. Eins og málum er háttað núna geta menn hlaupið í starf brunavarðar beint af götunni. Að vísu þarf að gangast undir einhvers hæfnis próf og hafa meirabílpróf, en það er allt og sumt.“ -Sjó. Skeljungur h.f. SheHstöðin Kleppjámsreykjum ómlegasta bensínstöðin á íslandi! Nýja Shell-stööin Kleppjárnsreykjum er engin venjuleg bensín- stöö. Aö sjálfsögöu er þar á boðstólum allt sem tilheyrir Shell-stöð; s.s. bensín, olíur, bifreiðavörur, gas, grillvörur, öl, gos og fleira góögæti, en aö auki er fjölbreytt úrval pottablóma og græn- metis á mjög góðu verði. Ennfremur ýmsar vörur til blóma- ræktunar. Shell-stöðin Kleppjárnsreykjum er miðsvæðis í Borgarfirði, skammt frá Reykholti og Deildartungu. Hún er því tilvalin áninga- staður í skoðunarferðum um héraðið. Vegalendirfrá helstu sumar- húsabyggðum eru: Bifröst Húsafell Munaðarnes u.þ.b. 31 km. Skorradalur - 32 km. Svignaskarð - 26 km. Vatnaskógur 22 km. 25 km. 40 km.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.