Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1983, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1983 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur i Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (Iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja 1 Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. . Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Viöskiptin við Sovétrlkin ■ Um þessar mundir eru^ liðin 30 ár frá undirritun viðskiptasamningsins milli íslands og Sovétríkjanna. í blaðaviðtölum, sem nýlega hafa birzt við nokkra þeirra, sem hafa mesta þekkingu á hvernig viðskipti hafa þróazt á grundvelli samningsins, kemur glöggt í ljós, að þau hafa verið hagstæð báðum löndunum. Tildrög samningsins voru þau, að Bretar höfðu sett löndunarbann á íslenzkar sjávarafurðir vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 mílur. íslendingar urðu því að leita nýrra markaða og hvíldi það mjög á utanríkisráðherranum, Bjarna Benediktssyni. Þetta bar m.a. þann árangur, að 1. ágúst 1953 var undirritaður í Moskvu viðskiptasamningur íslands og Sovétríkjanna, sem fól í sér stóraukin viðskipti milli landanna og leysti ísland undan oki löndunarbannsins. Ýmsir óttuðust þá, að hér væri aðeins um bráðabirgðavið- skipti að ræða, sem ættu rætur að rekja til löndunarbannsins. Svo hefur ekki orðið, heldur hafa viðskiptin haldizt áfram, án þess að stjórnmál hafi blandazt inní þau. Arna Finnbjörnssyni, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, farast þannig orð í áðurnefndu blaðaviðtali um þessi viðskipti: „Viðskiptatengslin við Sovétríkin hafa verið traust ög árviss allt þetta þrjátíu ára tímabil. Að vísu hafa orðið nokkrar sveiflur í útflutningnum, sem orsakazt hafa af mismunandi aflabrögðum og samsetningu afla. Síðari árin hafa viðskiptin sífellt verið að aukast vegna þarfa íslendinga fyrir stærri markaði en fyrr, einkum fyrir karfaaflann. Sovétríkin kaupa nú meira af þessum fiski af íslendingum en nokkurt annað land og sama má segja um grálúðu, flatfisk og fisk þann, sem fluttur er út heilfrystur. A síðastliðnu ári nam heildarútflutningur freðfisks frá Islandi til Sovétríkjanna 23.500 tonnum. Útflutningur á þessu ári er þegar orðinn svipaður og allt árið í fyrra, þannig að við vildum selja þangað verulegt magn til viðbótar síðari hluta yfirstandandi árs.“ Vilhjálmi Jónssyni forstjóra Olíufélagsins farast svo orð: „Þessi samningur var ómetanleg hjálp fyrir íslendinga í þeirra fyrsta landhelgisstríði við Breta, sem lauk á árinu 1956 með fullum sigri íslendinga í þessum fyrsta áfanga í baráttu þeirra í hafréttarmálum. Allt frá þessum tíma tel ég, að það hafi verið mjög mikilvægt, svo ekki sé meira sagt, fyrir íslenzkt efnahagslíf að geta selt til Sovétríkjanna íslenzkar sjávarafurðir og iðnaðarvörur og um leið tryggja íslandi verulegan hluta af þörfum landsins fyrir olíuvörur. Að því er snertir vörugæði, þá hafa engin vandamál komið upp og olíuvörur frá Sovétríkjunum ávallt staðizt þær gæðakröfur, sem um hefur verið samið í olíusamningum. Mér virðist að forráðamenn og starfsmenn Sovétnefteexport hafi ávallt lagt sig fram um að mæta óskum íslenzku olíufélaganna og sýnt liðlegheit í öllum viðskiptum.“ Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, víkur m.a. að því, að viðskipti SÍS við Sovétríkin hafi reynzt iðnaðarfyrirtækjUm þess hagstæð. Hann segir síðan m.a. um sölu sjávarafurða: „Er óhætt að fullyrða, að freðfiskviðskiptin við Sovétríkin eru íslenzkum sjávarútvegi afar þýðingarmikil. Má marka þessa þýðingu af því, að Sovétríkin hafa hin síðari ár verið annar stærsti freðfiskmarkaður íslendinga.“ Þórhalli Asgeirssyni, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneyt- inu, farast þannig orð: „Ég er þeirrar skoðunar, að sovézk stjórnvöld sem og þau íslenzku hafi gætt þess vel og vandlega að framkvæma gerða viðskiptasamninga. Það er einnig skoðun þeirra íslenzkra aðila, sem skipt hafa við Sovétríkin, að sovézk viðskiptafyr- irtæki hafi reynzt áreiðanleg í viðskiptum og hafi framkvæmd þeirra á gerðum samningum jafnan verið óaðfinnanleg.“ Allir eru þessir menn þeirrar skoðunar, að það sé íslendingum hagkvæmt, að viðskipti við Sovétríkin haldist og aukist eftir því, sem aðstæður leyfa. Vissulega hafa íslending- ar notið góðs af frumkvæði þeirra, sem beittu sér fyrir viðskiptasamningnum við Sovétríkin 1953. - Þ.Þ ___________________ skrifað og skrafad ■ í „Degi“ á Akureyri var um daginn fjallað í forystugrein um svo- nefndan orkuiðnað hér- lendis og þá umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu um það efni. Segir þar, að það sé „ekki langt frá því að í þessari umræðu gæti nokkurrar múgsefjunar, þar sem orkuiðnaður sé lausnarorð, sem allan vanda leysi.“ í framhaldi af þessum orðum segir leiðara- höfundur „Dags“: ■ Járnblendiverksmiðjan - dæmi um orkufrekan iðnað í landinu. mcnntunar og laga- legrar aðstoðar. 3. Móttakandi verður að berjast við rót hins raunverulega kyn- þáttamisréttis en ekki aðeins lina þjáning- arnar sem það skapar. Gert er ráð fyrir því að aðrir aðilar innan Alkirkjuráðsins sinni þeim verkefnum. 4. Fjárstuðningurinn er veittur í trausti þess að hann verði notaður eins og um var beðið. 5. Suður Afríka hafi Hefðbundnar atvinnugreinar áfram grunnur atvinnulífsins „1. Forsenda orku- freks iðnaðar hlýtur að vera sú að við fáum við- unandi verð fyrir ork- una. Orkan er jú sú auðlind sem við erum að koma í verð. Ekki virðist líklegt, að orkukaupend- ur standi í biðröðum við dyrnar hjá okkur þegar lönd sem liggja nær aðal- markaðssvæðum afurða orkuiðnaðar bjóða nú orku á meira en helmingi lægra verði en við teljum okkur þurfa að fá. 2. Hvert starf í orku- iðnaði krefst það mikillar fjárfestingar (30 sinnum meira en í almennumj iðnaði) að íslendingar hljóta að fara varlega í þessum efnum ef þeir vilja ekki eiga of mikið undir erlendum lána- drottnum og auðhr jngum og stofna þannig efna- hagslegu sjálfstæði sínu í hættu. 3. Það er Ijóst, að þó að ráðist verði í allar þær stórvirkjanir sem nú eru á prjónunum og sú orka, sem frá þeim kemur og ekki fer til almennra j nota, verði notuð til orku- iðnaðar, að þá munu þau j iðjuver ekki veita nema; litlum hluta þeirra sem; koma út á vinnumarkað- inn á umræddum tímaj atvinnu. 4. Þá verður ekki horft i framhjá því að orkuiðn-, aðifylgirundantekninga- j lítið mengun. Að vísu hefur mengunarvörnum fleygt fram á síðustu árum, en engu að síður væri það sjálfsblekking að halda fram að til séu mengunarlaus fyrirtæki á borð við álver. Þess vegna verður öll ákvörð- unartaka að byggjast á undangenginni umhverf-1 isrannsókn. Ef við lítum okkur nær þá má ekki undir nokkrum kringum- stæðum stofna jafn var- anlegri náttúruauðs- uppsprettu og Eyjafjarð- arsvæðinu í hættu vegna hverfulla stundarhags- muna. Með þetta í huga ætti að vera ljóst að orkusala og orkuiðnaður getur' aldrei orðið neinn töfra- sproti í íslensku atvinnu- lífí. En ef haldið verður á þessum málum með gætni og skynsemi þá geta þessar greinar rennt stoð undir atvinnulíf okkar og þar er vissulega þörf meiri fjölbreytni en nú er. Eftir sem áður hlýtur grunnurinn að ís- lensku atvinnulífí að vera hinar hefðbundnu at- vinnugreinar með vaxt- arbroddinn í almennum iðnaði, sem byggi eftir föngum á íslenskum að- föngum og fyrst og fremst á íslenskum dugn- aði og íslensku hugviti.“ Baráttan gegn kyn- þáttamis- rétti Um þessar mundir stendur yfir í Kanada heimsþing Alkirkjuráðs- ins, sem svo er nefnt, en innan þess starfa hinar ólíku kirkjudeildir sam- an að margvíslegum mál- efnum. Starfsemi Alkirkju- ráðsins á sviði baráttu gegn kynþáttamisrétti hefur valdið deilum víða, þar sem sumum hefur þótt að ráðið gengi þar lengra en rétt væri. Mun hjálpræðisherinn hafa sagt sig úr ráðinu af þess- um sökum. Séra Bernharður Guðmundsson, frétta- fulltrúi þjóðkirkjunnar, skrifar grein um þennan þátt í starfsemi ráðsins í Kirkjuritið, og gefur þar stutt yfirlit um baráttu Alkirkjuráðsins gegn kynþáttamisréttinu. Fara hér á eftir kaflar úr grein séra Bernharðs. Frá orðum til athafna 1969 „Árið 1969 var sett upp sérstök undirdeild Alkirkjuráðsins sem oft er kölluð PCR (Program to Combat Racism) og þar með urðu nokkur skil í sögu þess. Allt frá upphafí, hafði Alkirkju- ráðið fjallað mikið um kynþáttavandamálið og sent frá sér ýmsar álykt- anir og annað lesefni. Með stofnun PCR var horfíð frá orðum til verka. Kynþáttavandamál eru með einhverjum hætti hvarvetna í heimin- um og ráðið samþykkti að út frá þeim skilningi skyldi að málinu staðið. Lögð skyldi áhersla á baráttuna gegn kynþátta- hatri hvíta fólksins, sem væri hættulegasta form hins svokallaða rasisma, vegna þeirra auðæva og valda sem kúgun annarra kynþátta færir hvíta manninum. Einnig skyldi leggja mikla áherslu á baráttu gegn kynþátta- misrétti eins og það birt- ist í stofnunum hinna fjárhagslegu og pólitísku valdakerfa. Um starfsemi þessarar undirdeildar Alkirkju- ráðsins, PCR, segir séra Bernharður m.a. eftir- farandi: 1. Rannsóknir og út- gáfumál. All miklar rann- sóknir hafa farið fram á aðstæðum ýmissa hópa, svo sem frum- byggja Ástralíu eða svertingja í Suður Afríku. Niðurstöður hafa verið gefnar út í bókarformi og þannig kynntar kirkjum heimsins. Sumar þeirra hafa leitt til mikilvægra ákvarð- ana Alkirkjuráðsins. 2. Verkefnaskrá. Árlega sendir PCR lista til aðildarkirkna yfir þau verkefni sem hinar ýmsu kirkjur vinna að til þess að berjast gegn kyn- þáttamisrétti. Er öðrum kirkjum gefínn kostur á að styrkja viðkomandi verkefni eða stofna til svipaðra á heimaslóðum. Dæmi má nefna: Rannsókn þýsku kirkj- unnar á kynþáttafor- dómum í skólabók- um. 3. Hjálparsjóðurinn. Þessi þáttur starfs- ins hefur yfirleitt hlot- ið alla athygli þeirra sem utan við standa, þannig að fæstir vita um hina þætti starf- seminnar. Hjálparsjóðnum eru ætluð tvö megin verkefni: a. að styðja hópa sem búa við kynþátta- kúgun. b. að styðja hópa sem vinna í þágu kúg- aðra hópa. Til þess að hljóta stuðning frá hjálpar- sjóðnum, verða mót- takendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Takmark hópsins má ekki brjóta í bága við almenna stefnu Alkirkjuráðsins. 2. Fénu skal varið til hjálparstarfs, svo sem heilbrigðisþjónustu, | forgang um stuðning sjóðsins fyrst um sinn.“ Gagnrýnin og svör við henni Síðar í grein sinni segir séra Bernharður m.a.: „Meginhugsunin að baki hjálparsjóðnum er hugmyndin um vald- dreifingu. Upphæðin sem sjóður- inn ræður yfír er mjög lítil tiltölulega og stuðn- ingurinn sem þannig fæst fjárhagslega varla um- talsverður. Hér er hins vegar um að ræða tákn um samstöðu frá hinni alþjóðlegu ekumenisku hreyfíngu með þeim sem búa við kynþáttakúgun, og í því felst mikill and- legur stuðningur. Fjár- munir sjóðsins koma sem frjáls framlög frá ýmsum kirkjulegum samtökum og stofnunum auk einka- aðila, og slíkar gjafír hafa ævinlega áhrif á gefand- ann, hann vaknar til vax- andi meðvitundar um ástand mála. Ekkert eftirlit er með því hversu móttakendur nota fjárstuðninginn. Með því er lögð áhersla á mikilvægi og gildi þess aðila og réttar hans til eigin ákvarðana. Þetta er mikilvæg regla, því að þeir sem búa við kyn- þáttakúgun þekkja fyrst og fremst hið gagnstæða. Gagnrýnin á PCR og sérstaklega hjálparsjóð- inn hefur beinst að tveimur meginþattum. 1. Skorti á eftirliti með notkun fjárins. 2. Stuðningi við frelsis- samtök sem hafa fundið sig tilneydd til þess að grípa til vopna. Þessari gagnrýni hefur verið svarað m.a. með því að benda á síðustu heimstyrjöld. Þá studdu kirkjulegar stofnanir frelsisbaráttu, t.d. Norðmanna gegn nasist- um og sá stuðningur hafí ekki verið ósvipaður þeim sem nú er veittur í löndum Suður-Afríku. Þá er bent á, að eftirlit með gjafafé valdi því að ekki sé lengur um jafn- ingja að ræða, þiggjand- inn er settur skör lægra, og í kirkjulegu starfi er það ósamræmanlegt kristnum mannskiln- ingi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.