Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. JULI1983 ■Wimm fréttir Sýslumadur Skagfirðinga rann sakar upprekstur þriggja bænda: FÉÐREKIÐ OF FUÓH Á flFRÉTT? ■ „Ég vil ekki beinlínis kalla þetta kæru, en það var óskað rannsóknar á upprekstri þriggja bænda fyrir þann tíma sem búið var að heimila upprekstur Ijár á afréttinn.Meiningin er að sjá hvað út úr rannsókn komi áður en lengra verður haldið“, sagði Halldór Jónsson, sýslumaður Skagfirðinga spurður um mál sem nú veldur talsverðum deilum í Rípurhreppi í Skagafirði og hvert fram- hald þess verði. Rípurhreppur á upprekstrarleyfi á Staðarafrétt, ásamt fleiri hreppum. Vegna þess að talið er að gróður hafi komið um mánuði síðar í ár en venjulega kvað Halldór upprekstrarfélögin hafa ákveðið að bændum væri ekki heimilt að reka nema helming kinda sinna á fjall fyrr en eftir 15. júlí s.I.. Tilgangurinn er að létta beitarálagið á afréttinum vegna hættu á gróðurrýrnun sökum ofbeitar. bað var svo oddviti Rípurhrepps ásamt öðrum hreppsnefndarmanni sem kærði þrjá sveitunga sína fyrir að hafa'ckki hlítt settum reglum. Sýslumaður kvað þessa þrjá bændur hafa verið yfirheyrða, en viðurkenning þeirra lægi ekki fyrir að því er hann best vissi. Ekki kvað hann búið að ræða til hlítar hvað verði meira gert í mSlinu, en það komi væntanlega í ljós á næstu dögum. _ HEI. Bátsferð 800 unglinga úr vinnuskólanum út íViðey: Engar varúd- arrádstafanir! ■ Það hefur vakið nokkuð umtal að engar varúðarráðstafanir voru gerðar þegar 800 nemendur vinnuskólans voru selfluttir út í Viðey í vikunni á tveim bátum. Bátarnir voru drekkhlaðnir í ferðunum, en unglingarnir voru ekki með björgunarvesti og enginn bátur var til taks ef illa færi. Tíminn hafði samband við Hannes Hafstein hjá Slysavarnarfélaginu og hann sagði að margir hefðu hringt til sín og bent á þetta. Hannes sagði að e.t.v. hefði ekki verið ástæða til að setja alla í bjargvesti, þó það hefði vissulega gefið gott fordæmi. Hins vegar hefði verið full ástæða til að snúa sér til Slysavarnarfé- lagins og fá björgunarflokk Ingólfs til að vera tilbúna með slöngubáta ef eitthvað færi úrskeiðis. Mjög auðvclt er að ná mönnum upp í slöngubáta ef þeir hafa fallið útbyrðis og þetta hefði því verið sjálfsögð varúðarráðstöfun. - GSH. Evrópumótið í bridge: Frakkar hafa tryggt sér sigur á mótinu ísland í 15. sæti ■ íslenska liðið á Evrópumótinu í bridge vann sinn fimmta sigur í röð þegar það vann Noreg 11-9Í21. umferð. I 20 umferð unnu íslendingar ísraels- menn 20-t-l og komust þá í 13. sæti en hröpuðu aftur niður í 15. sæti eftir Þjófnaður á eir- vfr frá RARIK: Fallið frá kröfu um varðhald ■ Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fallið frá kröfu um gæsluvarðhald yfir tveim birgðavörðum hjá Rafmagnsveit- um ríkisins, sem tengdust þjófnaði á fjórum tonnum af eirvír úr birgða- geymslum Rafmagnsveitunnar við Ell- iðavog. Aðsögn Hallvarðs Einvarðsson- ar rannsóknarlögreglustjóra hefur rann- sókn þessa máls gengið mjög vel og því var ekki talin þörf á frekara gæsluvarð- haldi af hálfu RLR. leikinn við Noreg. Frakkar hafa nú tryggt sér sigur á mótinu í opnum flokki og höfðu 66 stiga forustu þegar tveir leikir voru eftir. í 21. umferð unnu Frakkar Svisslend- inga 20-1 og ítalir unnu Líbanonmenn 16-4. Pólverjar unnu Svía 15-5 og Danir unnu Hollendinga 14-6 svo nokkuð sé nefnt. Staðan á mótinu að óloknum tveim umferðum var þessi: 1. Frakkar 346; 2.1'talir 284; 3. Norðmenn 259,5; 4. Hol-. lendingar 257,5; 5. Þjóðverjar 244; 6. Austurríki 241; 7. Ungverjar 233,5; 8. Pólverjar 231,5; 9. Belgar 229,5; 10. Svíar 228,5; 11. Bretar 225; 12. Danir 220,5; 13. írar 206; 14. ísraels- menn 204; 15. ísland 200,5; 16. Rúmenar 190,5; 17. Líbanon 184,5; 18. Tyrkir 180; 19. Finnar 160; 20. Luxemburg 147,5; 21. Sviss 141,5; 22. Spánverjar 117,5; 23. Portúgalir 116; 24. Júgóslavar 103,5. í kvennaflokki eru Frakkar og Hol- lendingar efstir með 133 en Bretar eru í þriðja sæti með 118. í gærkvöldi spiluðu íslendingar við Finna og í dag spila þeir við Hollendinga í síðustu umferðinni. í kvöld verður lokahóf og verðlaunaafhending en von er á liðinu heim á morgun. ■ Orkurcikningar dæmigerðrar vísitölufjölskyldu fyrir s.l. þrjú ár. í upphafi tímabilsins - 30. maí 1980 - kostaði hvert tonn af heitu vatni 1,57 kr. og af rafmagni (30,18 aura) 43 aura með vcrðjöfnunargj. og söluskatti. Fiskvinnslutaxti með fullu starfsaldursálagi var þá 17,11 kr. á tímann. Á þrem árum hækkuðu orkutaxlarnir 12 sinnum. Hitaveitan hækkaði 1. árið um 51,9%, annað árið 56,1% og 3. árið 69,4%, eða samtals 302%. Rafmagnið hækkaði 1. árið 56,5%, annað árið 73,7% og þriðja árið 86,6%, eða samtals 407% þessi þrjú ár. Á sama tímabili hækkuðu vcrkamannalaun um 231,8%, eða úr 17,11 kr. í 56,77 kr. á tímann. Rafmagns- og hitaveituverð hækkað 600-800% á þremur árum, en kaupið adeins 258%: ORKUVERB HÆKKAR MARGFALLT Á VIB LAUN VERKAFÚLKS í dag þarf verkamaður að vinna viku lengur fyrir orkureikningnum en fyrir þremur árum ■ Verð á heitu vatni frá Hita- veitu Reykjavíkur hefur hækk- að um 662,9% frá 1. júní 1980 til dagsins í dag, rafmagnsverð- ið frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur um 804,6% en kauptaxtar verkafólks um aðeins 258,4% á sama tíma. ■ Fyrir um þrem árum dugðu dag- vinnulaun verkamanns/konu til kaupa á 87 tonnum af heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur, nú fær hann/hún aðeins tæp 41 tonn af heitu vatni fyrir dag- vinnulaunin. Ekki verður dæmið hag- stæðara þegar litið er á rafmagnsreikn- ingana þessi þrjú ár. í upphafi þeirra dugðu dagvinnulaunin til greiðslu á rúmum 318 kílówattsstundum (kw) af rafmagni frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, en nú fær hann/hún aðeins rúm 126 kw. fyrir dagvinnulaunin. Þetta þýðir með öðrum orðum að ýerkamaðurinn/konan sem dugði tæp- lega fjögur daglaun (30,!7klukkust.) til greiðslu 2ja mánaða orkureikninga frá veitustofnunum Reykjavíkur fyrir dæmigert „vísitöluheimili" sumarið 1980 þarf nú að bæta rúmum viku- launum við, eða grciða tæplega 9 dag- laun (70,87 klukkustundir). Álestrarreikningar fyrir orkunotkun og verð síðustu þriggja ára hjá dæmi- gerðri „vísitölufjölskyldu" slæddust nýlega íhendurblaðamanns. Umerað ræða hjón mcð tvö börn (konan vinnur úti) sem búa í litlu húsi í Smáíbúða- hverfi í Rcykjavík. Meöal orkunotkun þeirra á hvcrju tveggja mánaða tíma- bili reyndist 145 tonn af heitu vatni og 670 kw af rafmagni. Reikningar þessir sýna að vísu að- eins þróun undanfarinna þriggja ára (álestur einu sinni á ári) áður en „holskeflur" síðustu tveggja mánaða riðu yfir. Þeir þóttu samt nokkuð athyglisverðir í Ijósi þess, að á undan- förnum árum hefur vcrið hamrað mjög á bágunt fjárhag Hitaveitu Reykjavík- ur - fólk mætti eiga von á því að sitja skjálfandi í einhverju kuldakastinu, sem allt átti að vera bölv... vísitölunni að kenna.. Hitaveita Reykjavíkur fengi ekki „nauðsynlegar" og „eðlilegar“ gjaldskrárhækkanir vegna þess að þær hækkanir reiknuðust inn í framfærslu- vísitöluna. Samkvæmt þcssuni reikningum kernur hins vegar í Ijós að taxtar Hitaveitunnar hafa hækkað röskan fimmtung (21%) umfram launahækk- anir áður en bráðabirgðalög núverandi ríkisstjórnar voru sett, og taxtar raf- veitunnar um tæp 53% umfram laun. Þessar umframhækkanir blikna þó í samanburði við þá „huggun" sem ork- ustofnanir höfuðborgarinnar hafa fengið síðustu tvo mánuði. Frá því í maí hefur Hitaveita Reykjavíkurfeng- ið að hækka verð hverrar kílówatts- stundar um 78,4%, þ.e. úr 2,18 kr. í 3,fj9 kr. þegar verðjöfnunargjald og söluskattur er reiknað með. En samtals hækka þau gjöld rafmagns- reikningana um 42,5%. Á sama tíma hafa laun verkamannsins/konunnar einungis hækkað um 8%. -HEI Nefnd um skipan gjald eyris og vidskiptamála ■ Matthías Á Mathiesen, viðskipta- ráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða lög og reglur um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála. Á blaða- mannafundi í gærkom fram að endur- skoðunin sem um ræðir muni meðal annars beinast að því að draga úr viðskiptahömlum og rýma reglur um gjaldeyrismeðferð. í nefndina hafa verið skipaðir: Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar Sambandsins, Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, Jónas Haralz, bankastjóri, Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formaður FÍL og Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri. -Sjó - GSH. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.