Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 umsjón: B.St. og K.L. Upp komast svik um síðir ■ í 24 ár þóttist Samar La- oag, sem býr í Sendai í Japan, vera lögrcgluþjónn. Hann gekk svo röskiega fram í aö sekta vegfarendur fyrir of hrað- an akstur, aö meö tímanum varð hann vellauöugur. Til skýringar á velmegun sinni fyr- ir vinum og vandamönnum, hækkaði hann sig í tign, og þar með launum, á 6 ára fresti. En upp komast svik um síðir. Samar varð hált á því, þegar eitt fórnarlamba hans reyndist vera óeinkennis- klæddur lögregluþjónn, sem spurði Samar á hvaða lögreglu- stöð hann ynni. Samar kvaðst vera yfirmaður tiltekinnar lög- reglustöðvar, sem rcyndist ein- mitt vera vinnustaður fómar- lamhsins. Laoag var dæmdur til fjög- urra ára fangelsis. ■ Hér fylgist heimsmeistarinn í bréfskák, Tonu Oim með skák á milli L. Pjarnpuu frá Eistlandi og E. Epstein frá Lettlandi. Heimsmeistari í bréfskák ■ Það eru ekki allir, sem vita að til er annar heimsmeistari í skák en Anatolí Karvop, sem einnig er af sovésku þjóðerni. Tonu Oim er 41 árs og býr í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Hann er heimsmeistari í bréfskák. Tonu Oim er alþjóðlegur stórmeistari og hcfur lokið námi við Iþróttaháskólann í Moskvu. Nú er hann þjálfari við íþróttasamband Eistlands og skák er bæði starf hans og tómstundaiðja. Heimsmeistaramótiö í bréf- skák tók fimm og hálft ár. Á þessum tíma vann Eistlending- urinn 10 skákir, gerði sex jafn- tefli og tapaði engri skák og tryggði sér titilinn áður en keppni var lokiö. Danmörku en þar var ég svo heppinn að komast í töframannaklúbb einn góðan. Auðvitað er dýrt að standa í þessu en mér hefur nú einhvern veginn tekist að öngla saman fyrir áhöldum. Það kemur sér því vel að fá svona aukapening þegarégerað sýna“,sagði Hjalli. Hefur verið nóg að gera hjá þér? „ Já og aldrei meira en á þessu ári. Ég hef verið í Hollywood og félagsmiðstöðvunum. Svo fór ég á Litla-Hraun og þar var mjög gaman að sýna: Það má geta þess að Baldur fer alltaf með mér þegar ég er að sýna. Það er jú 20 ára aldurstakmark í „Holly- wood", sagði Hjalli. Hvað finnst vinum þtnum um velgengni þína? „Þeir eru alls ekkert öfunds- sjúkir, ef það er það sem þú meinar. Þeim finnst baragaman að þessu, held ég. Ég sýni þeim líka oft það sem ég er að æfa. Töfrabrögð eru bara æfing og afturæfing. Égæfi migáhverjum degi helst og fer þá í gegnum allt prógrammið sem ég sýni. Nú er ég að æfa upp nýtt prógramm og hyggst notadúfurdálítiðmikið." Kemst nokkuð annað að hjá þér en töfrabrögðin? „Þau taka náttúrlega mikinn tíma en einnig er ég að læra á gítar, var í Gítarskóla Ólafs Gauks, en nú í vetur fer ég í Tónskóla Sigursveins", svaraði Hjalli, Hyggstu einbcita sér að töfra- brögðunum í framtíðinni? „Jú ætli þaö ekki. Stefnan er að verða atvinnutöframaður", svaraði þessi ungi töframaðurog sýndi síðan blaðamanni og ljósmyndara nokkur brögð og það fór ekki á milli mála að þarna er gífurlegt efni á ferðinni. -Jól. Wmmm 7 ■ Jablonski forseti að lesa upp í þinginu tilkynningu um afnám herlaga Övissa ríkir í Póllandi eftir afnám herlaganna Enn ekki séð hver afstaða Samstöðu verður ■ Lech Walesa við veiðar ásamt syni sínum, en veiðar eru helzta tómstundagaman hans. ■ ÞVI HAFÐI verið spáð eftir heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Póllands, að pólska stjórnin myndi lýsa yfir afnámi herlaga ekki síðar en á þjóðhátíðardag- inn, sem er 22. júlí. Þessar spár reyndust réttar. Daginn fyrir þjóðhátíðardaginn eða 21. júlí tilkynnti forseti Pólands, Henryk Jablonski á þingfundi, að herlög- in væru felld úr gildi. Það á hins vegar eftir að sýna sig, hvort afnám þeirra er sýnd veiði, en ekki gefin. Áður en tilkynningin um afnám þeirra var lesin upp í þinginu, hafði það samþykkt; breytingar á stjórn- skipunarlögum, sem veita ríkis- stjórninni víðtækt vald til að bæla niður hvers konar uppþot eða banna félagsskap, ef það cr talið nauðsynlegt vegna öryggis ríkisins. Ríkisstjórnin getur því gripið til víðtækra öryggisráðstafana, án þess að beita herlögum. Að því leyti er vald hennar víðtæk- ara en fyrir 13. desember 1981, þegar herlög voru látin taka gildi. Það gefur þó nokkrar vonir um, að þessi breyting reynist meira en orðin tóm, að stjórnin hefur reynt að hafa kirkjuna með í ráðum. Nokkurt merki um þetta er það, að hluti frumvarps- ins um breytingar á stjómskipun- arlögunum var dreginn til baka til frekari athugunar og var sagt, að það væri gert aðósk kirkjunn- ar. Sá hluti frumvarpsins var til afgreiðslu hjá þinginu á fimmtu- daginn. Það bcndir hins vegar ekki til, að fullt samkomulag hafi náðst við kirkjuna, að þing- inu barst á miðvikudaginn bréf frá öllum biskupum landsins, þar sem mótmælt var ýmsum þeirra breytinga, sem hafa verið gerðar eða voru fyrirhugaðar. ÞAÐ ÞYKIR heldur góðs viti. að jafnframt afnámi herlaga og breytinganna á stjórnskipunar- lögunum. hefur þingið samþykkt heimildarlög, sem heimila að láta lausa þá menn, sem hafa verið fangelsaðir af pólitískum ástæðum meðan herlögin voru í gildi. Samkvæmt upplýsingum, sem Tadeusz Skora dómsmálaráð- herra gaf nýlega á blaðamanna- fundi, mun koma til athugunar að sleppa alls um 800 manns úr haldi, en ekki er þó víst, að allir þeirra verði látnir iausir. Þessir menn skiptast í þrjá hópa. í fyrsta hópnum, sem í eru um 400 manns, eru þeir, sem hafa verið settir í varðhald en mál hefur ekki verið höfðað gegn eða þeir bíða dóms. I öðrum hópnum, sem telur um 150 manns, eru þeir, sem hafa veirð dæmdir en hafa enn ekki fullnægt dómnum. í þriðja hópnum eru þeir, sem hafa verið dæmdir og eru nú að fullnægja dómunum. Dómsmálaráðherrann taldi líklegt, að 60 af þessum 190 mönnurn yrði ekki sleppt, en skilja mátti á orðum hans að hinir yrðu látnir lausir. Engum mun verða sleppt fyrr en dómstóll hefur athugað mála- vexti og viðkomandi hefur undirritað loforð um, að hann muni ekki gerast brotlegur við ríkið. Stefnt verður að því að sleppa öllum, sem eru yngri en 21 árs. Þá verður konum sleppt. Einnig mun sleppt þeim, sem hafa fengið skemmri fangelsisdóm en þrjú ár. Hjá þeim, sem hafa verið dæmdir í lengri fangelsisvist. verður tíminn styttur um helming. Meðal þeirra, sem ekki verður sleppt úr haldi fyrst um sinn, munu vera sjö leiðtogar Sam- stöðu og fimm leiðtogar Kor- samtakanna svonefndu. Þeireru bornir sökum fyrir glæpsamlega verknaði, m.a. óhróður um vin- veitt ríki. Þar mun m.a. átt við gagnrýni á stjórnarfar Sovétríkj- anna. Vcrulegur ágreiningur er um það ntilli ríkisstjórnarinnar ann- ars vcgar og kirkjunnar og fylg- ismanna Samstöðu hins vegar, hversu margir hafi verið hand- teknir af pólitískum ástæðum. ÝMSAR breytingar hafa verið boðaðar, sem eiga að gefa til kynna, að herlög hafi verið fclld úr gildi. Þannig verður hömlum Iétt af ferðalögum innanlands og gert auðveldara að ferðast til útlanda. Þar munu þó gjaldeyris- hömlur standa áfram í veginum, nema ferðazt sé til austantjalds- landa. Það mun mikið fara eftir við- brögðum kirkjunnar og fylgis- mönnum Samstöðu, hvort afnám herlaganna leiðir í reynd til auk- ins frjálsræðjs. Vafalítið mun kirkjan gera sitt bezta til að gera ástandið friðvænlegra og stuðla þannig að auknu frjálsræði. Walesa hefur þegar lýst sig andstæðan nýju öryggislögunufn og hefur boðað baráttu gegn þeim á friðsamlegum grundvelli. Þá hefur hann hvatt til þess, að baráttunni fyrir cndurreisn Sam- stöðu verði haldið áfram. Frá þeim foringjum Sam- stöðu, sem farið hafa huldu höfði, hefur það frétzt, að þeir ætli að bera saman ráð sín í byrjun næsta mánaðar, en ýmis- legt bendir til, að þeir hafi meiri samráð við kirkjuna en Walesa. Það er talið, að þeir vilji sjá, hvernig ríkisstjórnin stendur við fyrirheit sín um náðun fanga áður en þeir taka endanlega ákvörð- un. Það getur skipt miklu um af- stöðu þeirra, hvaða föngum verður haldið áfram. Mcðal ann- ars munu þeir leggja áherzlu á. að félagsmönnum hinna svo- nefndu Kor-samtaka, sem hafa verið í haldi, verði sleppt. Sérstaklega gildir þetta þó um formann samtakanna, Jacek Kuron. Hann er sagður heilsu- veill og þurfa á spítalavist að halda. Þá munu þeir vilja fá úr því skorið, hvort þeim foringjum Samstöðu, sem hafa farið huldu höfði, verði refsað, ef þeir gefa sig fram. Stjórnin mun telja sér erfitt að náða meðlimi Kor-samtakanna, því að þau hafa gagnrýnt stjórn- arfar Sovétríkjanna og hafa Sov- étmenn því haft horn í síðu þeirra. Það hafði verið gefið í skyn af hálfu vestrænna ríkja, að þau myndu aflétta viðskiptaþvingun- um, sem þau hafa beitt Pólverja, ef herlög væru felld úr gildi, enda voru þessar þvinganir tekn- ar upp til að mótmæla þeim. Þessar þvinganir voruþó ekki verulegar, nema af hálfu Banda- ríkjanna. Reagan forseti hefur tilkynnt, að þvingununum verði ekki af- létt að sinni, heldur beðið átekta. Flestum fréttaskýrendum kemur þó saman um, að þessar þvingan- ir hafi gert meira ógagn en gagn, því að pólska stjórnin hafi kennt þeim um margt það, sem miður hafi farið. Þess vegna væri heppi- iegt að aflétta þeim sem fyrst, en vel megi tengja það einhverju öðru cn afnámi herlaganna. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.