Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 8
8 _____fgmmm________ skrifað og skrafað LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guömundur i Magnússon, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Siguröur Jónsson. Ritstjorn skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvóldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaöaprent hf. Kjartan tekinn í kennslustund ■ Þaö er von, að Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans telji það miður farið, að nauðsynlegt var að taka Svavar Gestsson í kennslustund til þess að reyna að forða honum frá því að fara með söguvillur og söguskekkjur vegna vanþekkingar. Enn cr ekki annað að sjá en að Svavar hafi tekið þcssu vel, en Kjartan Ólafsson er þrár og á það því til að lemja höfðinu við steininn heldur en að gefast upp. Hann gengur því fram á ritvöllinn í Þjóðviljanum í gær og reynir að réttlæta söguvillur og söguskekkjur Svavars félaga síns. Þetta gerir það nauðsynlegt, að Kjartan sé tekinn í nokkra kcnnslustund. 1. Kjartan reynir að bera á móti því, að mest af þeim verðhækkunum, sem valda því að kjörin hafa skerzt, hafi orðið til í tíð þeirrar stjórnar, sem Alþýðubandalagið tók þátt í. Fyrir þessu liggja þó skjallegar heimildir. Samkvæmt tölum sem Þjóðviljinn hefur birt og væntanlega eru ekki rangar, hafa útgjöld meöalfjölskyldu í Reykjavík aukizt vegna verðhækkana um 87% frá ágúst 1982 til júlí 1983. Kaupið hefur hins vegar ekki hækkað nema um 48%. Langmest af framangreindum veröhækkunum höfðu orðiö fyrir stjórnarskiptin í maímánuði síðastliðnum. Þær verð- hækkanir, sem hafa orðið í júnímánuði í ár, hafa langflestar rakið rætur til orsaka, sem höfðu orðið til fyrir stjórnarskipt- in, t.d afurðaverðshækkunin, sem varmesta hækkunin í júní. Kaupgjaldið hefur ekki hækkað til jafns við verðlagið af þremur áslæðum. Fyrsta ástæðan er sú, að vísitölubætur voru skertar af fyrrverandi ríkisstjórn 1. desember síðastliðinn. Önnur ástæða er bótaskerðingin 1. júní síðastliðinn. Þriðja ástæðan er sú, að vísitölukerfið var óhagstætt launþegum og mældi þeim minni kauphækkun en verðhækkanirnar námu. Kjartan hlýtur að loka bæði augum og eyrum, ef hann gcrir sér ekki þær staðreyndir Ijósar, að kjaraskerðingin, sem um eraðræða, hefurað meginhlutaorðið til fyrir stjórnarskiptin. 2. Það ætti ekki að þurfa að scgja Kjartani Ólafssyni það, að Alþýðubandalagið hefur iðulcga staðið að lagasetningu, sem skert hefur vísitölubætur. Ef hann hefur ekki gert sér þetta ljóst, er honum bent á að kynna sér töflu, sem nýlega birtist í Félagstíðindum Starfsmannafélags ríkisstofnana, en hún er yfirlit um skerðingu á vísitölubótum frá því í maí 1979 og til maí 1983. Til skýringar stendur m.a. undir töflunni: „í febrúar 198.1 er krukkað í kaupið með sérstökum bráða* birgðalögum.“ „I ágúst 1982 og í nóv. 1982 er enn krukkað í kaupið með bráðabirgðalögum.“ „í 14 skipti virka ákvæði Ólafslaga til skerðingar,“ en þau voru sett með atbeina Alþýðubandalagsins. 3. Kjartan þykist vera stórhneykslaður á framkvæmdum hersins á Keflavíkurvelli, sem unnið verður að á þessu ári. Þessar framkvæmdir, sem fela fyrst og fremst í sér endurnýj- un, voru leyfðar í tíð fyrrv. stjórnar, án þess að Alþýðubanda- lagið beitti neitunarvaldi hins svokallaða leynisamnings gegn þeirn eða hreyföi nokkrum alvarlegum mótmælum í ríkis- stjórninni. Alþýðubandalagið beitti sér eingöngu gegn flug- stöðinni, sem er framkvæmd í þágu Islendinga, en ckki hersins. Skattar íslenzkra aðalverktaka sýna, að framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli hafa utn langt skeið ekki verið meiri en á síðastliönu ári. Þá minntist Alþýðubandalagið ekki á, að þetta væri andsnúið byggðajafnvægi. 4. Kjartan Ólafsson gerir sér áreiðanlega Ijóst, að Fram- sóknarflokkurinn átti þess ekki kost eftir síðustu kosningar að mynda stjórn, án Sjálfstæðisflokksins. Stjórn fjögurra eða finun flokka með Sjáífstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu var ekki raunhæfur möguleiki. Hins vegar gat komið til greina að Alþýðubandalag eða Alþýðuflokkur eða báðir flokkarnir mynduðu stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Hvorugur þcirra vildi það. Þeir löldu það vænlegra vegna fyrirsjáanlegra erfiöleika að vera í óábyrgri stjórnarandstöðu. Orkuþjófnaður ■ Það var forvitnilegt að;” lesa erindi eftir Ingólf Hrólfsson, hitaveitustjóra Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar, í Sveitastjórnar- málum, sem gefin eru út af Sambandi íslenskra sveitar- ’ félaga. í erindi þcssu fjallar Ingólfur um orkustuld í land- inu, en hljótt hefur verið um slík aflirot. I erindinu segir Ingólfur, að það hafi ekki vcrið gerð á. því scrstök úttekt. hversU' mikið sé um orkustuld íj landinu. Hitaveiturnar hafi annaðhvort ekki bolmagn til rcglubundins eftirlits cða hafi ekki talið ástæðu til slíks. þannig. að þau tilfclli. sem upp komist. finnist oftast fyr- ir tilviljun. Alltaf annað slag- ið skjóti einstök tilfelli upp kollinum, og alvarlegast sé þegar faraldur grípi um sig eins og kunn séu dæmi um. Aðferðir við orkustuld En hvernig fara mcnn að því að stela orku? Ingólfur rekur það í erindi sínu, og segir þá m.a.: „Gróft má flokka þjófnað- artilfellin í fernt: a) Hóseigandi tengir hús sitt sjálfur við hitaveituna, án þess að láta vita eða biðja um tengingu. Þetta gerist helst í nýjum húsum, þar sem hitaveitu- lögn hcfur verið lögð inn í hús, áður en það er tilhúið til hitunar. Húseigandi tcngir hitakerfið síðan sjálfur og ætlar sér þannig að spara sér upphitun á byggingartíma. Þessi tegund lirota er sú cina, sem citthvað verulega ber á hjá Hitaveitu Reykja- víkur. b) Farið er inn á lagnir fram- an við mælagrind. Þessi brot eru sjaldgæf, en jafnframt einna alvarlcgust. Til að fara inn á lagnir á þennan máta þarf nokkra vcrkkunnáttu og talsverða fyrirhöfn. Þetta er ófram- kvæinanlegt, nema mcö því að fara í brunn hitaveitu og skrúfa fyrir heimæð, méðan á verki stendur. Því má ætla, að þetta sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli og þá til þjófnaðar í stórum stíl. c) Hemlunárbúnaði breytt, þannig að húscigandi fær meira vatn en hcmill cr stillt- ur fyrir. Fiktað er við rennsl- ismæli þannig, að hann telji ekki rétt. Fátítt mun vera, að átt sé við rennslismæla á þcnnan hátt. Algengasta þjófnaðar- aðferðin er að breyta heml- unarbúnaðinum þnnnig, að ná megi meira rennsli í gegn- um hann. Víðast er hemlun- arbúnaðurinn byggður upp af Danfoss AVD loka ásamt „blendi", Blendið er stuttur cirbútur með þröngu gati. Sjálfvirki lokinn mælir þrýsti- fallið yfir blendiö og lokar fyrir, verði þrýstifalliö og þar með rennsliðof mikið, miðað við stillingu. Hægt er að hafa áhrif á hemilinn með ýmsum hætti án þess að rjúfa innsigli, séu þau frágengin á vcnjulcgan máta. Auðvclt er að fara með skrúfjárn eða annað áþekkt verkfæri inn i lokann og færa til gorm, sem þar er. Það hefur sömu áhrif og að skrúfa lokann til. Með þvi að skrúfa til eða losa upp á samsetningarskrúfum lok- anna má cinnig auka rcnnslið. Þá er einnig hægt að losa eða færa til þrýsti- skynjarana með sömu afleið- ingum. Ovarinn hemill cr því auðveld bráð fvrir áhuga- saman orkuþjóf. d) Neysluvatn í hemlasölu- kerfi notaö til annars en til almennra neysluvatnsnota. Ef vel á að vera, þarf lágmarksrennsli til neyslu- vatnsnota að vcra margfalt á við hámarksrennsli til húshit- unar. í hemlasölukerfum er neysluvatn ýmist óskammtaö eða seldur ákveðinn há- marks$kammtur. Hvor að- ferðin sem valin er, brevtir litlu gagnvart þjófnaði. Það er veruleg frcisting að tengja frá ncysluvatnslögn inn á hitalögn og lækka þann- ig skammtinn, seni keyptur •'er til hitunar. Þessa tengilögn er hægt að fela innanhúss. Erfitt getur því reynst að hafa upp á slíkum þjófnaði, nema með því að fvlgjast með því, hvort húscigandi kaupir óeðlilega lítið vatn. Nú á seinni tímum hefur það færst mjög í vöxt, að húseigendur komi sér upp gróðurhúsum, hcitum „pottum" og jafnvcl sund- laugum. Flestir ætla sér að nota afrennslisvatn húsa sinna til upphitunar, en átta sig ekki fyrr en allt er tilbúið á því, að það tekur fieiri klukkutíma að fvlla litla sundlaug með afrennslisv atn- inu einu, kalt er í gróðurhús- ’inu, þegar mest á riður, o.s.frv. Þá er gripið til þess aö skella slöngu eða jafnvel lögn við neysluvatnið. í þessu sambandi hlýtur að vakna sú spurning, hvað er almenn neysluvatnsnotkun á heimili. Einhver orðaði það svo, að það væri allt, sem hún amma hefði látið sér detta í hug að nota hcitt vatn til. Víst er, að áðurnefnd notkun telst ekki til almennra heimilisnota." Hvað er gert? Ef upp kemst um orku- þjófnað, hvað er þá gert? Og hvað ætti að gera? Um það fjallar Ingólfur líka í erindi sínu, og segir þar m.a.: „Hvernig er nú brugðist við, þegar þjófnaður upp- götvast? Ekki erég kunnugur þessu hjá minni veitunum, en hjá þeim stærri er lögregl- an kölluð á staðinn, verði þvi við komið. Með tilkomu lög- reglunnar ætti málið að vera komið úr höndum hitaveit- unnar og fá meðferð sem venjulegt sakamál. Reynslan hefur þó víöast orðið sú, að ef viðkomandi hitaveita ýtir ekki á eftir, gera lögregluyfir- völd ckkcrt frekar í inálinu. Undantekning frá þessu mun vera á Akureyri, en þar hafa fjölmörg mál fcngið formlega sakamálameðferð. Ekki er mér kunnugt um, að kveönir hafi verið upp dómar i þess- um málum, cn reynt hefur verið að ná sáttum. Hitaveita Reykjavíkurhef- ur lengi haft þann háttinn á að bjóða brotlegum notanda sættir. Það hefur verið gert á þann hátt, að hitaveitan áætl- ar notkun viðkomandi aðila og miðar þá við lengsta hugs- anlega tíma, sein misnotkun- in getur hafa átt sér stað. Þeim brotlega er boðið upp á að borga þessa áætlun, að öðrum kosti muni hitaveitan reka máliö fyrir dómstólum. Hingað til hafa allir faliist á þessa málsmeðferð, sumir þó með semingi. Flciri hita- veitur hafa tekið upp svipaö fyrirkomuiag. Þetta fyrir- komulag hefur þann kost, að unnt er að Ijúka máli á skömmum tíma. Málið er gert upp, meðan það erferskt í huga, og niálarekstur sparast. Vandinn er hins veg- ar sá, að hitaveiturnar hafa ekki heimild til þess að refsa ntönnum. Það er hlutverk dómstólanna. Greiðslan, sem mönnum er gert að greiða, verður samt að vera það há, að sá brotlegi finni virkilega fyrir því að aörir notendur viti, að það er al- varlegt mál og dýrt að stela orku. Hjá Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjaröar hefur þetta verið gert þannig, að upphæðin hefur vcrið klofin niður í útlagðan kostnað hita- veitunnar og áætlaðan vatnsstuld. Þetta gefurnokk- urn sveigjanleika og er vel yerjanlegt fyrir dómstólum. I raun á máli þó ekki að Ijúka með þessu, heldur fara fyrir dómara, en svona málalok hljóta að hafa mildandi áhrif á dóma. A þetta hefur aldrei reynt að því er ég best veit. Hvað er til ráða? Ekki er hægt að grípa alla þjófa. Það verður að koma í veg fyrir, að þjófnaður sé reyndur. Viðurlög hafa að sjálfsögðu nokkur áhrif, sérstaklega ef þau eru kynnt rækilega. Breytingar á hemlum má trúlega útiloka að mestu með réttum búnaði. Gerðar hafa verið nokkrar tilraunir með hettur og lok, sem hægt væri að smella á loka og „hlendi", þannig að engu væri hægt að breyta án þess að rjúfa inn- sigli. Ekki hefur enn fundist lausn af þessu tagi, sem full- nægir kröfum um einfald- leika og öryggi. Trúlega má leysa þessi mál með sérsaum- uðum pokum úr góðu efni. Auövelt er að innsigla opin á pokunum, og nota mætti sams konar poka hjá flestum hitaveitum. Sjálfsagt er, að Samband íslenskra hitaveitna hafi forgöngu í málinu. I stjórn Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar hefur verið ákveðið að gefa húseig- endum kost á að kaupa vatn um rennslismæli til sérstakra nota, eins og t.d. til gróður- húsa og sundlauga, enda greiði viökomandi allan kostnað hitaveitunnar. Vatn til húshitunar og almennra heimilisnota verður áfram með óbreyttum hætti. Von- ast er til, að þetta dragi úr misnotkun á neysluvatni, en það er þó tvísýnt og vand- meðfarið. Eg er búinn að velta þess- um málum töluvert fyrir mér að undanförnu og hef komist að þeirri niðurstöðu, að orkuþjófnaður verði að fá meðferð sem venjulcgt saka- mál. Aðrar aðfcrðir kunna að vera viðkunnanlegri og fvrirhafnarminni, en ég er hræddur um, að þær leiði til slappari réttarvitundar, auk þess sem þær samrýmast tæp- ast lögum. Hitaveiturnar geta einnig sameinast um margs konar endurbætur, og verður þar að treysta á Samband ís- lenskra hitaveitna um for- ystu." Svo mörg voru þau orð. - ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.