Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.07.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1983 ' 9 VÍÐ — UMFERÐIN — eftir Unni Stefánsdóttur, fóstru ■ Að undanförnu hef ég oft velt fyrir mér þeirri umferðar- menningu sem hér ríkir. Okkur bflstjórum er ætlað að aka eftir ákveðnum umferðarreglum s.s. á réttum hraða, stöðva við rautt Ijós og leggja bflum á ákveðnum stöðum o.m.fl. Gangandi vegfar- endum er einnig ætlað að fara eftir ákveðnum reglum s.s. að ganga í kantinum, þar sem ekki eru gangbrautir, en á gangbraut- um þegar þær eru til staðar, ganga yfir gatnamót á grænu ljósi o.s.frv. Hvernig gengur þetta svo allt hjá okkur? VERÐBÓLGAN STRESSAR OKKUR Ég er hrædd um að stjórnmálamenn hafi ekki gert sér grein fyrir því, að ein ástæðan fyrir slæmri umferðarmenningu er e.t.v. verðbólgan. Oft er talað um að kuldinn og erfið skilyrði stuðli að aukn- um umferðaróhöppum, en fleira kemur til. Fólk virðist alltaf vera að flýta sér og það er líka eins gott að kaupa fiskinn, brauðið og bensínið í dag, því það hækkar trúlega á morgun og mcnn verða að komast á alla þessa staði fyrir kl. 18.00 í dag, svo menn tapi ekki. Þannig held ég að stór hluti umferðarslysa starfi beint eða óbeint af því ástandi sem í þjóðfélaginu ríkir, einkum þó bein af- leiðing verðbólgunnar. ELDRA FÓLKIÐ Oft hlýtur að vera erfitt að vera gamall og þurfa að fylgjast með hraðri umferð t.d. á Reykjavíkursvæðinu. Eldra fólkið er oft mjög varkátt, en það eru margar hættur allt í kring. Ég held að meira þurfi að gera af því að leiðbeina og fræða eldra fólkið um það hvernig best sé að haga sér í umferðinni t.d. þá sem gangandi eru. Þaðer varla hægt að ætlast til þess að fólk sem er komið á áttræði- saldur fylgist með öllum umferðarregl- um. Margt af þessu fólki man þá tíð, er fyrstu bílarnir óku um óslétta vegi. Fjöldi ökutækja í umferðinni hefur margþúsundfaldast, frá því þetta fólk var á unglingsárunum. Eftirfarandi frásögn sannar e.t.v. best hvaða hug fólk hafði til bifreiða í upphafi 20 aldar. Maður ók á bifreið sinni og sá hvar kom gangandi maður með pokaskjatta á bakinu. „Má bjóða þér far“, sagði bílstjórinn. „Nei, éger að flýta mér“. sagði sá gangandi. Mundi ekki fleira eldra fólk ferðast óhrætt í umferðinni í dag, ef það fengi markvissa fræðslu og leiðbeiningu um þessi mál.? BÖRNIN í UMFERÐINNI Oft virðist manni sem yngstu vegfar- endurnir séu einna varkárastir í umferð- inni. Af hverju skyldi það nú vera? E.t.v. vegna þess að börn á öllu landinu eru í Umferðarskólanum ungir vegfar- endur, sem er starfræktur á vegum Umferðarráðs, af miklum myndarskap. Ég held að sú fræðsla, sem börnin fá í þeim skóla beri ótvíræðan árangur, sér- staklega ef foreldrar fylgja fræðslunni eftir heima. Einnig fer fræðsla um um- ferðarmál fram á dagvistarheimilum og f* í skólum, en hún er mismikil, fer eftir því hvaða áhersla er lögð á þennan þátt á hverjum stað. Ég hef að undanförnu átt þess kost að vera með fimm og sex ára börnum og ræða við þau um umferð- arreglur og það er ánægjulegt hvað þau eru áhugasöm um þessi efni. Ef þau eru eins dugleg að fara eftir reglunum, eins og þau virðast skynja þær, þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni í umferðinni fyrir þeirra hönd. ENDURNÝJUN ÖKULEYFIS Á tíu ára fresti endurnýja ökumenn ökuleyfi sín. Við það tækifæri þarf viðkomandi að sýna gamla skírteinið, augnvottorð, sakavottorð og leggja fram tvær nýjar myndir af sér. En er þetta nú nægjanlegt? sagði: „Ég hitti mann um daginn, sem er búinn að hafa ökuleyfi í 18 ár og aka bifreið í 14 ár, hann sagði: Ég verð að viðurkenna, að ég veit ekki hvað öll umferðarmerkin þýða“. E.t.v. eru fleiri ökumenn en þessi annars ágæti bílstjóri, sem ekki hafa fylgst nægjanlega vel með þýðingu hinna ýmsu merkja og merkinga í umferðinni, sem komið hafa á undanförnum árum. Ágætu yfirmenn umferðarmála, hafið þið leitt hugann að því að endurþjálfun bílstjóra (einhverskonar próf) á 10 ára fresti er e.t.v. það sem koma þarf hið fyrsta. KONUR OG UMFERÐA- MÁLAFUNDIR Klúbbarnir öruggur akstur hafa unnið mikið og þarft starf á undanförnum árum og lagt sitt að mörkum til að bæta umferðarmenningu okkar. Oft heyrir maður fundi klúbbanna auglýsta í út- varpi, en aldrei hef ég heyrt konu auglýsta sem frummælanda á þessum fundum. Ekki veit ég betur en að konur séu um helmingur bílstjóra í landinu og ekki hef ég trú á öðru en að þær hafi sitthvað fram að færa um þessi mál eins og karlmenn. Eru þær kannski svona hógværar, að þeim finnst ágætt'að láta karlmennina um þessa fræðslu eða hafa þær gleymst? NORRÆNT UMFERÐ- ARÖRYGGISÁR Þetta ár er helgað umferðinni á Norðurlöndum og er það vel. Margt hefur verið gert á liðnum árum til að bæta umferðarmenningu okkar. En bet- ur má ef duga skal, segir máltækið. Ég vona að þetta Umferðaröryggisár verði sem flestum einstaklingum og félögum hvatning til að gera stórátak í þessum málunt. Það er marg sannað, að hægt er að gera stóra hluti, ef fólk vill og leggur sig fram. STÖNDUM ÖLL SAMAN, BÆTUM UMFERÐARMENNING- UNA. Unnur Stefánsdóttir fóstra Gjaldeyrisskatturinn frá sjónarmidi ferdamála — eftir Heimi Hannesson, formann Ferðamálaráds íslands ■ „Það er skylda stjórnvalda að við- halda aldrei neinu því skipulagi eða laga- setningum, sem stríða gegn sanngirnis vitund mikils meiri hluta borgaranna“. Það er skylda stjórnvalda á hverjum tíma að vega og meta, hvort breyttar forsendur, nýjar aðstæður eða önnur atriði gera það að verkum, að eðlilegt má telja að endurmeta gildandi lög. Það er ekki síður skylda stjórnvalda að meta það hverju sinni, hvort það sé einhver sjálfsagður hlutur, að skattar eða önnur gjöld, sem lögð eru á borgarana, haldist óbreyttir án þess að tillit sé tckið til breyttra aðstæðna eða nýrra sjónarmiða. Ef til vill er þó ein skylda hvað ríkust í þessum cfnum, en það er sú skylda allra stjórnvalda að viðhalda aldrei neinu því skipulagi, hvort sem það er lagasetning eða skattlagning, sem stríðir gegn skýrri sanngirnisvitund mikils meiri hluta borg- aranna. Að undanförnu hafa farið fram tölu- verðar opinberar umræður um svokall- aðan gjaldeyrisskatt á ferðamannagjald- eyri, og hefur sú skoðun komið víða fram, m.a. af hálfu Ferðamálaráðs íslands, svo og af hálfu fjölmiðla, að timi sé til þess kominn að afnema þennan skatt, eða a.m.k. minnka hann verulega. Hefur fjármálaráðherra gefið til kynna, að hann kynni að vera fús til endurmats í þessum efnum, og er þess að vænta, að afstaða hans og ríkisstjórnarinnar í heild skýrist hið fyrsta. Það er auðvitað öllum ábyrgum mönnum ljóst, að sameigin- legur sjóður landsmanna þarf á sínu að halda og eftirgjöf skatta í einhverju tilviki þýðir í flestum tilvikum einhverja tekjuöflun á móti í einu eða öðru formi - nema raunveruiegur sparnaður og niðurskurður komi til. Allt er þetta nokkuð reikningsdæmi. Það verður þó að telja, að mörg rök hnígi að því, að kanna beri í fullri alvöru, hvort ekki eru tök á því að fella þennan skatt niður, og ýmis rök hníga ennfremur að því, að niðurfelling þessa skatts myndi í ákveðn- um tilvikum koma ríkissjóði beinlínis til góða. Til upplýsinga má geta þess, að tekjur ríkissjóðs af þessum skatti voru á árinu 1981 37,3 millj. króna; á s.l. ári voru þær áætlaðar 47 millj. króna, en á þessu ári eru þær áætlaðar 75 millj. króna. Hiklaust má telja, að eftirfarandi atriði mæli með því, að þessi skattur verði felldur niður: 1. Frekar en hitt, leggst þessi skattur á þá, sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. Aðilar í viðskiptalífmu og embættis- menn fá greidda dagpeninga í ferða- lögum, a.m. k. í viðskipta- og embættis- erindum, og kemur skatturinn því ekki við þá í þeim tilvikum. 2. Fjölmargar alþjóðasamþvkktir, sem ísland er bundið af, hvetja til þess að ekkert sé gert til að torvelda ferðalög og önnur sarmkipti trilli bjóða. Gjaldeyrisskatturinn to«.ek r slík ferðalög í raun, þó að viðurkenna beri um leið, að í fjölmörgum þjóð- löndum - sumum býsna stórum - eru slíkar alþjóðasamþykktir ekki virtar í raun. 3. Tvöfalt gengi stríðir gegn margyfir- lýstri stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem ísland á aðild að. íslendingar hafa margs góðs notið hjá þeirri stofnun, og ekki vantar að íslenskir ráðherrar í öllum flokkum hafa á aðalfundum sjóðsins predikað nauð- syn frjálsra gjaldeyrisviðskipta, m.a. til að stuðla að auknum hagvexti og auknum viðskiptum og tengslum þjóða á milli. 4. Ferðalög íslendinga til útlanda eru' þegar orðinn sterkur þáttur í lífs- munstri nútímans. Þau auka skilning, víðsýni og tengsl. Slík ferðalög eru hluti af þeirri gagnkvæmu samvinnu í ferðamálum, sem íslendingar eru virkir aðilar að - á sama hátt og við vinnum að því í atvinnuskyni að fá hingað erlenda ferðamenn til íslands, þar sem margir þættir í þjóðfélagi okkar njóta góðs af. Sama má segja um aukin ferðlög Islendinga um eigið land og nauðsyn þess að bæta hér alla móttöku - jafnt fyrir okkur sjálfa, sem gesti okkar. 5. Ferðalög Islendinga til ýmissa við- skiptalanda okkar, svo sem Portúgals, Spánar og Grikklands, svo að einhver dæmi séu nefnd, hafa beinlínis já- kvæð áhrif fyrir útflutning okkar til þessara landa. Gjaldeyristekjur af íslenskum ferðamönnum eru taldar okkur til tekna í sambandi við kaup þessara landa á útflutningsvörum okkar. 6. Tvöfalt gengi hvetur til rýrari gjald- eyrisskila, dregur úr trú á gjaldmiðli okkar, og dregur þannig annars vegar úr tekjum til ríkissjóðs og rýrir traust erlendra aðila á íslenskum gjaldmiðli. 7. Á sama hátt verður tvöfalt gengi til þess, að færri erlendir útsölustaðir erlendra gjaldmiðla fást til að skrá íslensku krónuna á gengistöflum sínum. 8. Vegna legu landsins hljóta ferðalög héðan og hingað alltaf að vera nokkru dýrari en t.d. ferðalög frá nágranna- löndum okkar í Vestur-Evrópu. Gjaldeyrisskattur gerir því ferðalög héðan óeðlilega dýr, og ef svo heldur áfram sem horfir í gengismálum okkar, er raunveruleg hætta á því, að utanlandsferðir verði í vaxandi mæli forréttindi hinna fáu, og því ekki lengur á færi hins almenna borgara, nema í mun takmarkaðra mæli. 9. Það er öllum Ijóst, sem þekkja til markaðsmálá útflutnings og innflutn- ings, að þar dregur gjaldeyrisskattur- inn aðila í tvo dilka, þar sem ekki er setið við sama borð. Innflytjendur hafa heimild stjórnvalda til að ráð- stafa t.d. erlendum umboðslaunum inn á eigin gjaldeyrisreikninga og nýta þá fjármuni í störfum sínum á , erlendum vettvangi, og þar kemur enginn gjaldeyrisskattur til. Útflytj- endur greiða hinsvegar þennan skatt að fullu, hafa almennt engin erlend umboðslaun og er því álag þetta í raun viðbótarskattur á útflutnings- starfsemi okkar á erlendum mörk- uðum, sem árlega nemur háum fjár- hæðum. Hljóta allir að viðurkenna, að hér er ekki rétt að málum staðið. Með tilvísun til þess, sem að framan er sagt, kom það fáum á óvart, að fyrir skömmu kom fram í opinberri tilkynn- ingu bankanna, að verulegur samdráttur hefur orðið á árinu í sölu á ferðamanna- gjaldeyri. Tekjur gjaldeyrisbankanna af þessum þætti í rekstri þeirra hefur minnkað, og ýmsir kunna að segja, að fagnaðarefni sé, að dýrmæturgjaldeyrir hafi nú loksins sparast. En málið er ekki jafn einfalt. Eins og áður er sagt styður tvöfalt gengi að minni skilum og þar með minni gjaldeyrisforða innan banka- kerfisins og væntanlega minni skatt- heimtu hins opinbera en annars hefði verið. Það er því ekki alveg sjálfgefið, að margrætt 10% álag komi að öllu leyti hinurn sameiginlega sjóði landsmanna til góða. Það er reikningsdæmi, sem aldrei verður reiknað til enda. En það fylgdi frétt bankanna, að þess mætti vænta, að gjaldeyrissala færi vax- andi upp úr síðustu mánaðamótum, þar sem þá yrðu sendir út reikningar vegna þeirra greiðslukorta, sem margir íslend- ingar nota nú í vaxandi mæli og hafa lengi mótað greiðsluhætti erlendis í margskonar fcrðamannaþjónustu. Það verður þó ekki sagt að slík starfsemi hafi verið nýtt mikið af almenningi á íslandi til þessa, enda ekki verið grundvöllur fyrir því - a.m.k. ekki fram að þessu. Styður framangreind tilkynning bank- anna að þeirri niðurstöðu, sem reifuð hefur verið hér að framan, þ.e. að upp á síðkastið hefur þróunin verið í þá átt, að tryggja sérstök réttindi hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Það getur varla verið rétt þróun í þjóðfélagi okkar í dag, og eitt er víst - þessi þróun stuðlar ekki að þeirri alþjóðlegu samvinnu í ferða- málum, sem er hornsteinn allra ferða- málaviðskipta í dag. Nú er tími til endurmats - endurmats á vilja og sanngirnisvitund yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, endurmats á stöðu okkar í fjölskyldu þjóðanna, endurmats á því, hvað í raun kann að þjóna best almannahagsmunum þjóðar- innar - að meðtöldum sameiginlegum kassa hennar - ríkissjóði sjálfum. Niðurstaðan er því sú, að gjaldeyris- skattinn beri að afnema - hluti hans kemur ríkissjóði til tekna með afnámi hans einu saman. Sterk rök mæla með því, að tekna verði aflað með öðrum hætti - allt annað mæli gegn eðlilegri sanngirnisvitund borgaranna - og gegn almannahagsmunum. Rcykjavík 26. júlí 1983 Heimir Hannesson (Aths. grein þessi barst blaðinu til birtingar áður en ákvörðun var tekin um niðurfellingu gjaldeyrisskatts- ins).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.