Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar — bls. 9 til 12 Þriðjudagur 16. ágúst 1983 187. tölublað - 67. árgangur Siöumula 1S-Posthoif 370Reykjavik-Ritstjórn86300- Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Greidsluerfidleikar fólks farnir ad segja til sín í dómskerfinu: RÚMLEGA 70% AUKNING A,INN- HEIMTU-OG SKULDAKRÖFUMALUM hjá Borgarfógetaembættinu - Sjaldnast hægt að koma neinum vörnum við ■ Gífurleg aukning hef- ur orðið á innheimtu- og skuldakröfum hjá Borgar- dómaraembættinu í Reykjavík það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Ef miðað er við þau mál sem þingfest höfðu verið fyrir réttarhlé í lok júní og mál sem þingfest voru allt árið í fyrra má jafnvel búast við að þessi aukning nemi rúmlega sjötíu prósentum, ef sama hlutfall helst út allt árið. Að sögn Eggerts Óskarssonar borgardómara höfðu tæplega 7500 mál verið þingfest frá jan- úarbyrjun til júníloka á þessu ári en allt árið í fyrra voru þingfest 8660 mál. „Yfír 90% af öllum þingfestum málum hér eru inn- heimtumál og aukningin á mála- fjölda felst fyrst og fremst í aukningu skuldamála. Af þessu má síðan marka að aukningin í innheimtukröfum er gífurleg" sagði Eggert. „Megnið af þessum málum er sjálfsagt þess eðlis að ekki er hægt að koma fram vörnum, það er að segja víxilmál og hreinar skuldakröfur," sagði Eggert enn- frentur. „Málshöfðanir stafa því af greiðsluerfiðleikum fólks fyrst og fremst en ekki vegna þess að það hafi uppi einhverjarvarnir. Ég held að yfir línuna líti þetta þannig út án þess að farið sé í saumana á einstökum málum.“ - GSH ■ »» íís,:»« '!»,* ■ ■ Kántrísöngvarinn Hallbjörn Hjartarson slö heldur betur i gegn á Laugardalsvellinum á sunnudag, er hann kom syngjandi inn á leikvanginn fyrir leik KR-inga og Skagamanna í fyrstu deild karla, sitjandi hvítan fák. Timamynd Röberl METAÐSÓKN HJÁ ÍA- KR OG HALLBIRNI ■ KR-ingar fengu metaðsók að leik sínum og Skagamanna á Laugardalsvelli á sunndag. Um 3 þúsund manns voru á vellinum, og er það tíu sinnum meðalað- sókn að leikjum KR í fyrstu deild í sumar, og fleira en í öllum sex heimaleikjum liðsins í sumar samanlagt. Mannfjöldinn virtist að mestu vera kántríaðdáendur og Skaga- menn, því kántrístjörnunni Hall- birni Hjartarsyni var mjög ákaft fagnað er hann tróð upp á vellinum fyrir leik og í hálfleik. Kom hann inn á leikvanginn ríðandi hvítum hesti og söng lög sín af innlifun. Aðdáendur liðs Skagamanna létu og mjög að sér kveða í áhorfendastúkum. Margt var um að vera á íþróttasviðinu um helgina. Auk leiks KR og ÍA í toppbaráttu fyrstu deildar var leikið til úrslita í Bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu, þar sem Breiðablik sigr- aði Akranes 3-1. Þá luku bestu frjálsíþróttamenn heims keppni á Heimsmeistaramótinu í Hel- sinki, og leikið var til úrslita á Sumarmóti Handknattleiks- sambands Islands. Fyrsta leik- helgi var í fyrstu deild Vestur- Þýsku knattspyrnunnar þar sem Atli Eðvaldsson skoraði fyrir Dússeldorf. Um þetta og fleira er fjallað á íþróttasíðum Tímans í dag, sjá bls 9, 10, 11 og 12. - SÖE Þingvallastrætismálið á Akureyri ÚTBURÐARKRÖF- UNNI HAFNAD! — á grundvelli aldagamalla aðfararlaga ■ í fógetarétti á Akureyri í gær var úrburðarkröfu á hcndur hjónunum á Þingvallastræti 22 hafnað á forsendum 12. greinar aðfaralaga frá árinu 1887. Þá var einnig úrskurðað að dómur Hæstaréttar um að hjónin skyldu fara úr íbúð sinni hafi verið rétt birtur á sínum tíma. Sigurður Eiríksson fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri kvað upp úrskurðinn. 12. grein aðfaralaganna er svo- hljóðandi: „Efmaðurerdæmdur til að víkja af fasteign eður selja dómhafa nokkur umráð hennar, skal fógeti, ef því verður við komið, með útburði eða á annan hátt því líkan þröngva honum til að hlýðnast dómsákvæðinu." „í forsendum úrskurðarins í fógetaréttinum segir: „Þegar út- burður, cins og hcr er krafist, fer fram, ber að beita hinni tilvitn- uðu reglu 12. gréinar aðfaralaga nr. 19, 1887.“ „Við það verður að miða að það sé skilyrði fyrir útburði sam- kvæmt greininni að dómhafi fái þau umráð eignarinnar, sem gerðarþolar eru sviptir. Dóm- hafi, Gríma Guðmundsdóttir, á engan rétt til að taka við um- ráðum húseignar gerðarþola að útburði loknum. Útburður sam- kvæmt þessu tilvitnaða lagaá- kvæði getur því ekki farið fram, og verður dómi að þessu leyti ekki fullnægt eftir efni sínu.“ „Rétt er eins og mál þetta er í pottinn búið að málskostnaður falli niður.“ í úrskurðarorðum stendur að birting dómsins hinn 9. apríl 1983 hafi verið lögmæt, en aðför sem miðar að því að gerðarþolar Ólafur Rafn Jónsson og Danielle Somers Jónsson verði borin út úr íbúð sinni nái ekki fram að ganga. Lögmaður hjónanna á Þing- vallastræti er Gissur V. Kristj- ánsson hdl. en Brynjólfur Kjart- ansson hrl. flutti mál Grímu Guðmundsdóttur. Framfærsluvísitalan: HÆKKAÐ UM 21% FRÁ MAÍBYRJUN ■ Framfærsluvísitalan hækk- aði um 21,45% á tímabilinu frá máibyrjun til ágústbyrjun- ar, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þegar einungis eru teknir liðirnir vörur og þjónusta nemur hækkunin 23,05%.Á þessu tímabili urðu lang mestar hækkanir á liðun- unt hita og rafmagni, 41,5% og á almennum innfluttum mat- vöruni 41%. í heild hækkaði matvöruliður vísitölunnar um 27,6% á þessu þriggja mánaða tímabili. Útgjaldahækkun vegna reksturs eigin bíls er ekki nema hálfdrættingur á viö. orkuna, eða 21,9% á þessu 3ja mánaða bili. Framfærsluvísitalan í ágúst- byrjun reyndist 363 stig miðað við grunntöluna 100 í ársbyrj- un 1981, sem þýðir að síðan ■ hcfur það sem vísitalan mælir hækkað um 263%. Enginn lið- ur hefur á þessum rösklcga 5 misserum hækkað viðlíka og hitinn og rafmagnið, sgm á þessum tíma hefur hækkað um 473%. Hagsfofan reiknaði fram- færsluvísitöluna aukalega í júlíbyrjun, sem kunnugt er, að ósk ASÍ. Á þeim eina mánuði sem leið milli síðustu útreikn- inga - júlíbyrjun - ágústbyrjun - hækkaði vísitalan um 6,63% og 7,07% sé einungis litið á liðina vöru og þjónustu. Á þcssum eina mánuði varð tæp- lcga 26% hækkun á almennum innfluttum matvörum, sjálf- sagt fyrst og fremst af völdum gengisfellingarinnar t júní. í heijd hækkaði matvöruliðurinn um 6,2% á þessum ntánuði, þar sem engar búvöruhækkanir komu inn í vísitöluna á þessum mánuði. - HEI - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.