Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 4
4 Sveit 27 ára móöir meö 6 ára barn óskar eftir ráðskonu- stööu í sveit í vetur. (Algjör reglusemi) Vön sveitastörfum. Upplýsingar í síma 91-24937. m Starfsmaður Leiöbeinandi óskast til starfa á áfangastöð fyrir geösjúka, sem rekin er í Kópavogi. Um er aö ræöa 3-4 tíma starf eftir kl. 17 alla daga. Til greina kemur að deila starfinu milli tveggja. Umsóknar- frestur er til 23. ágúst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 41570. Félagsmálastjóri Ættarmót Afkomendur Þjóðbjörns Björnssonar og Guöríöar Auðunsdóttur frá Neðra-Skarði Leirársveit, ráö- gera að halda ættarmót aö Hótel Borgarnesi laugardaginn 27. ágúst ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar í símum hjá Margréti 93-7155 Fanney 93-7554 Kristínu 93-1278 Halldóru 93-1749 Vigdísi 91-38089 Steinunni91-74145 Margréti 91 -71093 Lilju 91-41788 Hrönn 93-1462 og gefur Lilja upplýsingar um rútuferðir úr Reykja- vík. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viðhald samvirki Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur Iföðlur í sérflokki Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa ver ió. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöölurnar eru án sauma og na hátt upp á brjóst, fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaöur sem sokkur og hægt er að nota hvaöa -skófatnaö sem er við þær. Latex-gúmmíiö sem þær eru steyptar úr er afar teygjanlegt þannig aö vöölurnar hefta ekki hreyfingar þínar við veiöarnar og er ótrúlegt hvaö þær þola mikið álag. Ef óhapp veröur, má baeta vöölurnar með kaldri límbót. Viögeröarkassi fylgir hverjum vöðlum. Þaer vega aðeins 1,3 kg og þreytast veiöimenn ekki á að vera í þeim timun- um saman. Fáanlegar í öllum stærðum. JOPCO HF. Vatnagörðum 14 — Símar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavik. ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 — spjallað við saumakonur á Saumastofunni Kleifar, Kirkju- bæjarklaustri Jens á Bæjum á Snæf jallaströnd: Myrkur um miðjan dag og haustkalt rökkur — Óhugnaður að líta út og vera ekki búinn að heyja tuggu“ Norður-ísafjaröarsýsla: „Þaö er eigin- lega oröið sumarlaust, komið haust, myrkur um miðjan dag og haustkalt rökkur. Það er óhugnaður að líta út á kvöldin og vera ekki búinn að heyja nokkra tuggu", sagði Jens Guðmunds- son á Bæjum á Snæfjallaströnd er við spurðum hann um hcyskaparhorfur þar um slóðir. Um þetta leyti kvað hann menn venjulega vera hálfnaða méð heyskap eða vel það, en nú sé ekki komið stingandi strá í nokkra hlöðu, sem allar séu galtómar eftir harðindin s.l. vor. „Það hefur ekki komið hér þurr dagur í langan tíma, sem hægt er að kalla því nafni. Ekki sést hér sólarglæta og ekkert hægt að gera í heyskap. Að vísu eru menn farnir að slá svolítið, en það þýðir ekkert þegar ekki er hægt að þurrka nokkurt strá og varla hægt að hirða í vothey vegna bleytu", sagði Jens. Sprettu sagði Jens misjafna - sums staðar nokkuð góða, cn lélega þar sem kalið er. Víða sé töluvert um stein- dauða kalbletti. Spurður hvað hey- skapur taki langan tíma, sagði hann að hægt væri að Ijúka heyskap á mánuði í góðri tíð. „í mörg ár höfum við lokið heyskap fyrir ágústlok, þá taka við haustverk, kuldi og sólarleysi. Það er því ekki að búast við miklum heyskap eftir þann 11^13“ Lítur þá ekki út fyrir að menn verði að fækka bústofni, jafnvel töluvert í haust? „Haldi tíðarfarið áfram svona held ég að það sé einsýnt hvað gera verður. En ég held að það hugsi það nú enginn maður til enda ennþá - það er ískyggilegra en maður lætur sér detta í hug, ef til þess þyrfti að koma“. -HEI ■ Blaðamanni þótti verðugt myndefni að sjá þessar ungu stúlkur, er starfa hjá hótel Eddu á Klaustri, burðast fram og til baka með stóra svarta plastpoka, ýmist á höfði eða baki. Aðspurðar sögðust þær fara margar ferðir á dag og þetta væri „æði puð“, en annað væri ekki að hafa, þrátt fyrir þá tækniöld sem við nú lifum á. F.v. Birna Lárusdóttir, Aðalbjörg Jónsd., Soffía Kristinsd. og Jóna Jónsdóttir. Tímamynd: Birgir. „Við vinnum þeg- ar verkefni fást“ ■ Halldóra Árnadóttir, verkstjóri saumastofunnar, fremst og Inga Þórarinsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti. Tímamynd: Birgir. ■ „Við vinnum þegar verkefni fást“, sögðu saumakonurnar á saumastof- unni Kleifar, Kirkjubæjarklaustri, en saumastofan er eitt þeirra fyrirtækja sem berst fyrir tilverurétti sínum í veikburða atvinnuuppbyggingu dreif- býlisins. Nú sem stendur starfa sex konur við saumaskapinn en ef verkefni væru næg og vinna stöðug gætu þar starfað átta manns. Verkstjórinn, Halldóra Árnadóttir frá Holti sagði að það jaðraði stundum við að konurnar ynnu kauplaust. Allar voru þær sam- mála um það að mikilvægt væri að hægt yrði að halda þessu fyrirtæki gangandi og nú sem stæði væri góð samvinna við prjónastofuna í Vík. „Það er ákaflega hollt að geta farið þó ekki sé nema tíma og tíma að heiman í annað umhverfi, bæði fyrir mig og heimilisfólkið," sagði Inga Þórarins- dóttir, sem varla mátti vera að því að líta upp frá saumavélinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.