Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 5 menningarmál POMM POMM ASTIN! — Stúdentaleikhúsið sýnir Elskendurna í metró Stúdentaleikhúsið sýnir Elskendurna í metró eftir Jean Tardieu. Þýtt hefur Böðvar Guðmundsson. Leikmynd, búningar Karl Aspeiund o.fl. Lýsing Lár- us Björnsson, Egill Arn- arsson. Leikhljóð, tónlist Kjartan Ólafsson. Leik- stjóri Andrés Sigurvins- son. ■ Heyrt á frumsýningarkvöldi, síðast- liðinn sunnudag: „Fannst þér ekki gaman?“ „Jú. En ef þú spyrðir mig hvað hefði verið hér á seyði þá yrði ég áð svara alveg blátt áfram: Ég veit það ekki.“ „Svoleiðis er það líka í rnetró." Þetta var sem sé sigld manneskja, hin fyrri, nema hún hafi sett samasem-merki milli metró og SVR. En svarið er glúrið: Svoleiðis er það í metró. Það var snjallt af Jean Tardieu að láta leik sinn gerast í metró því eðli mannlegra samskipta - í öllum sínum kulda, frústrasjónum og misskilningi - birtist sjaldan skýrar en í einöngruðum metró-kerfum stórborg- anna. Yfirborðsmennskan kristallast neðanjarðar. Og það ætti að vera með öllu óþarft að taka fram að vitanlega er skírskotun þessa leikrits miklu víðari - höfundurinn á náttúrlega við mannfélag- ið, mennina, í heild sinni, eða ætti ég að segja ...massa. Jean þessi Tardieu er vísast lítið þekktur hér á landi og svo mun vera víðar. Esslin kallar hann leikskáld leik- skáldanna, mikilvægan brautryðjanda sem hafi með tilraunastarfsemi sinni sýnt fram á hvað gera mátti með leiksvið- ið (og ekki síður hvað ekki mátti gera), en segir að mörg verka hans séu heldur ekki mikið meira en tilraunastarfsemi. Hann var annars samtímamaður absúrd- istanna, fór jafnvel af stað á undan þeim flestum og í verkum hans (sem flest munu vera afar stutt) koma fyrst fram ýmsar þær hugmyndir, sitúasjónir, til- raunir sem síðar áttu eftir að gera sig gildandi í verkum Ionescos, Genets og þeirra fugla. Elskendurnir í metró er í hópi þekktustu verka hans og eftir sýninguna úti í Stúdentaleikhúsi er ég ekki í vafa um að það stendur fyllilega fyrir sínu. Mannleg samskipti; Tardieu kannar þau gegnum sjóngler tungumálsins, eða er hann ef til vill að rannsaka tungumálið með þvf að gaumgæfa hvernig fólk notar það sín á milli? Altént: hlusið vel. Það eru elskendur í metró sem í upphafi vilja renna saman í eitt; síðar kemur í ljós að það er ekki auðvelt fyrir mig að vera þú, hvað þá fyrir þig að vera ég og svo framvegis; hún leggur á flótta og hann eltir. Milli þess sem þau eigast við sjáum við aðra farþega metró-kerfisins á ferð og flugi - þar er misjafn sauður og hver og einn virðist tala sitt eigið mál og svo tala allir þvers og kruss og á skjön. Hin Ijóðræna mállýska elskendanna virðist ekki ætla að duga þeim neitt betur- hún dugar hins vegar sem mál uppi á sviði. En sem sagt: hlustið vel. Þó ekki sé ég kunnugur þessu verki á frummáli sínu er það trúa mín að Böðvar Guðmundsson hafi þýtt það öldungis listavel og vek þá einkum athygli á samræðum elskend- anna skömmu fyrir hlé. Þetta verk skiptist nokkuð í tvö horn, fyrir og eftir hlé. Fyrri partur gerist á brautarpalli og þar er sem sé alls konar fólk að hendast fram og til baka; í síðari hlutanum er Hann að reyna að komast til elskunnar sinnar gegnum mannþröng- ina í lestarvagni og sú hætta er stöðugt yfirvofandi að þau glati sálu sinni af nánum kynnum við grímuklæddan massann. En allt fer vel að lokum... Fyrri hlutinn er settur upp um allt hús - meðan áhorfendur bíða þess að komast í sæti sín eru leikarar á þönum uppi á svölum, síðan er leikið í öllum hornum og úti líka. í þessum fyrri hluta er margt prýðisvel gert, flest atríðin konunglega skemmtileg (svo sem samtal tveggja herramanna og síðar tveggja útlendra kvenna og túlks) en ég er samt ekki frá því að þessi fyrri hluti hefði geta orðið enn sterkari. Hann er leikinn á töluvert ýktan hátt sem vekur oft verðskuldaðan hlátur en dregur stundum úr inniföldum fáránleikanum. Það er eftir hlé sem sýningin rís virkilega hátt; með sam- ræðum Hans við lestarfarþegana og skeytasendingum elskendanna. Með logandi trén í augsýn verður ekki veikur punktur í þessum parti og þarna verður ekki aðeins fáránléikinn, heldur beinlín- is hryllileikinn óhugnanlega ljós. Þarna hefur leikstjórinn Andrés Sigurvinsson unnið ekki svo lítið afrek - þetta er, frómt frá sagt - eitthvert eftirminnileg- asta atriði sem ég man eftir hér - og læt mig engu varða þó Andrés óttist oflof! Fleiri koma við sögu. Karl Aspelund, hefur ásamt fjölmennum hópi aðstoð- armanna, skapað mjög skemmtilega leikmynd sem að vísu verður ekki sér- lega áberandi; búningar og grímur koma sem því nemur sterkar út. Leikhljóð, eingöngu úr mannsröddum, hefur Kjart- an Ólafsson búið til - brillerar. Leikend- ur eru fjölmargir og fara sumir með fleiri en eitt hlutverk: Hafliöi Helgason, Magnús Hákonarson, Erla Ruth Hákon- ardóttir, Ingileif Thorlacius, HansGúst- afsson, Erla R. Harðardóttir, Guðjón Sigvaldason, Rósa M. Guðnadóttir, Magnús Loftsson, Einar Már Sigurðs- son, Bylgja Scheving, Stefán Jónsson, Þóra L. Pétursdóttir, Arna M. Gunnars- dóttir, Halldór Ólafsson, Þröstur Guð- bjartsson, Ingibjörg Björnsdóttir- með fyrrgreindum fyrirvara um ýkjukenndan leikstíl í fyrri hlutanum þykir mér þessi hópur standa sig giska vcl og þá ckki síst þau Þorvaldur ÞorstcinssonogSvanhild- ur Óskarsdóttir í hlutverkum clskend- anna. Ég tók að mér, sem aldrei skyldi verið hafa, að skrifa um leikhús hér í Tíman- um en nú þykir mér mál að linni, og þó fyrr hefði verið! - þetta er hið síðasta af því tagi. Og Elskendurnir í metró er ckki slæmt stykki að enda á: þetta er mctnaðarfull sýning scm fæstir skyldu lata framhjá sér fara. -'J- lllugi Jökulsson skrifar um leikhús fréttir Hafrannsóknarstofnun: ÞRIR MJOG UMFANGSMIKL- IR RANNSÖKNARLÐRANGRAR — Niðurstöður ættu að liggja fyrir fyrri hluta septembermánaðar ■ í þessum mánuði verða farnir þrir rannsóknarleiðangrar á vegum Hafrann- sóknarstofnunar til að kanna útbreiðslu og fjölda fiskseiða á Islandsmiðum, í Grænlandshafi og við Austur-Grænland. Með slíkum athugunum er talið að fyrsta vísbending fáist um hlutfallslegan styrk- leika árgangs ársins 1983, t.d. ýsu, loðnu og karfa. Þá verða um leið gerðar margar aðrar rannsóknir í þessum leið- öngrum. Á tímabilinu 8-26 ágúst mun rann- sóknarskipið Hafþór rannsaka útbreiðslu og fjölda fiskseiða í Grænlandshafi og við Austur-Grænland. Þá verða athug- aðar uppeldisstöðvar karfans við Austur- Grænland, og ennfremur reynt að merkja þorsk í því skyni að fylgjast með væntanlegum göngum milli Austur- Grænlands og Íslands. Á tímabilinu 8.-31. ágúst mun rann- sóknarskipið Árni Friðriksson kanna útbreiðslu og fjölda seiða og ástand sjávar við suður-, austur- og norðaustur- land. í þeim leiðangri verða einnig gerðar magnmælingar á kolmunna og er það framlag Islendinga til alþjóðlegra rannsókna á stærð kolmunnastofnsins í norðaustanverðu Atlantshafi... í leið- angrinum verður einnig könnuð útbreiðsla og fjöldi síldarlirfa er klakist hafa út við suðurströndina eftir hrygningu sumargotssíldarinnar íslensku. Síðast en ekki síst er það eitt af verkefnum þessa leiðangurs að kanna útbreiðslu og mergð loðnu út af norð- austurlandi og austanverðu norðurlandi allt norður undir 69. breiddarbaug. Þriðji leiðangurinn verður farinn á Bjarna Sæmundssyni dagana 15.-31. ágúst. Þá verður hafsvæðið út af norð- vestur og vestanverðu norðurlandi kannað. Auk rannsókna á fiskveiðum verða stundaðar umfangsmiklar sjórann- sóknir, dýrasvif verður rannsakað og síðast en ekki síst lögð mikil áhersla á mælingar á loðnustofninum. Svipaður leiðangur var farinn í fyrra og tókst þá í fyrsta skipti að mæla hve mikið var af eins árs gamalli loðnu hér við land, en þetta verður reynt aftur nú. Ekki er enn komin reynsla á þessar mælingar á ungloðnunni er ef vel tekst til, myndu slíkar mælingar gera Hafrannsóknar- stofnun kleift að leggja fram tillögur um leyfilegan hámarksafla af loðnu miklu fyrr en unnt hefur verið fram til þessa. Þá verður reynt að mæla hve mikið er af eldri loðnu norðvestur af landinu og mun rannsóknarskipið G.O. Sars gera mælingar allt norður fyrir Jan Mayen. Þá mun færeyska rannsóknarskipið Magnús Heinason kanna djúpslóð norð- austur og austur af landinu. í þessum mánuði er r.s. Dröfn við rannsóknir á hörpudiski sem beinast að því að áætla stofnstærð og veiðiþol. Einnig stundar skipið selarannsóknir og reynt verður að merkja hrefnur. Sameiginlegar niðurstöður þessara rannsóknarleiðangra munu liggja fyrir í fyrri hluta septembermánaðar eða fljót- lega eftir að leiðöngrum lýkur. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.