Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1983, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarínsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur j Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. G rund vallarstef na I stóriðjumálunum ■ Frekari uppbygging orkufreks iðnaðar í landinu í samvinnu við erlenda auðhringa hefur nokkuð verið til umræðu síðustu mánuðina. Á viðreisnarárunum, sem svo voru nefnd, lögðu ýmsir mikla áherslu á, að erlend stóriðja yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf. Samningurinn við Alusuisse um álbræðsl- una í Straumsvík var dæmi um það, sem þáverandi stjórnar- liðar, sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn, töldu að koma skyldi. Bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið voru á móti samningnum við Alusuisse og töldu þann samning slæman fyrir Islendinga. Þar kom margt til - bæði grundvallarspurningar um erlendan atvinnurekstur í landinu og bein hagsmunaatriði íslendinga svo sem eins og raforku- verð. Hátt í tveimur áratugum síðar eru íslensk stjórnvöld enn að reyna að fá Alusuisse til að greiða viðunandi verð fyrir raforkuna, sem álverið í Straumsvík kaupir. Stefnt er að verulegri hækkun raforkuverðsins af íslendinga hálfu. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að verðið tvöfaldist sem allra fyrst og hækki síðan áfram umtalsvert á tilteknu tímabili. Hvort slíkur árangur næst veit auðvitað enginn enn. Fulltrúar íslands í þessum viðræðum munu vafalaust leggja sig alla fram um að ná fram sem mestri hækkun sem fyrst í þeim viðræðum, sem framhaldið verður síðar í þessum mánuði. Það eru meginhagsmunir íslensku þjóðarinnar í Alusuisse- málinu. Þeir stóriðjudraumar, sem suma dreymdi á viðreisnarárun- um, urðu fljótt að engu, og síðustu árin hefur stóriðja af því tagi, sem við þekkjum frá Straumsvík og Grundartanga, ekki beinlínis virst gæfulegir kostir. Engu að síður er stóriðjuum- ræðan enn einu sinni á dagskrá. Ljóst er að framsóknarmenn hafa alltaf talið að fara ætti mjög varlega í uppbyggingu stóriðju í samvinnu við erlenda .auðhringa. Það hefur verið markmið þeirra að tryggja að atvinnureksturinn í landinu væri í höndum landsmanna sjálfra. Framsóknarmenn hafa því ávallt lagt mikla áherslu á nokkur grundvallaratriði, sem ættu að vera forsenda stóiðju- fyrirtækja af þessu tagi hér á landi. Þessi grundvallaratriði hafa verið margítrekuð á flokks- þingum Framsóknarflokksins, nú síðast á flokksþinginu í fyrra. Þar var lögð áhersla á að virkja ætti innlendar orkulindir, hvar sem slíkt gæti verið hagkvæmt, og þá meðal annars með orkufrekan iðnað í huga, en það væri þá meginatriði að íslendingar hefðu virk yfirráð í slíkum iðnaði. Slík virk yfirráð taldi flokksþingið nauðsynlegt að tryggja með eftirgreindum hætti: 1. Að íslendingar eigi meirihluta í fyrirtækjunum. Sú meirihlutaeign getur myndast á nokkru árabili.. 2. Að Islendingar afli sér nauðsynlegrar tækniþekkingar og axli stærri hluta tækniþjónustunnar við orkufrekan iðnað. 3. Að íslendingar taki sjálfir fullan þátt í markaðsmálum, bæði í kaupum á hráefnum og sölu afurða. 4. Að íslensk eignaraðild að orkufrekum iðnfyrirtækjum verði í höndum einstaklinga, hlutafélaga, samvinnufélaga og ríkis, eftir því sem nauðsynlegt reynist. 5. íslensk lögsaga verði í öllum ágreiningsmálum. Þannig benti flokksþing Framsóknarflokksins í fyrra á þau grundvallaratriði, sem hafa verður að leiðarljósi, ef efnt verður til samvinnu við útlendinga um ný stóriðjufyrirtæki. Samkvæmt yfirlýsingum núverandi iðnaðarráðherra er hann á öndverðri skoðun m.a. að því er snertir meirihlutaeign íslendinga í slíkum fyrirtækjum, en þar er auðvitað um grundvallarstefnuatriði að ræða. Margt annað skiptir miklu máli þegar ákvörðun er tekin í stóriðjumálum, þar á meðal orkuverð, mengunarhætta og staðarval, sem skoðast verður mjög vel í hverju tilviki, ef ljóst er að grundvallarstefnumiðunum sé fullnægt. -ESJ. skrifad og skrafad Allt gerir þetta að verkum að almenningur getur og mun fá fulla og opinskáa vitneskju um gang mála og málflutning stjórnar sem stjórnarand- stöðu. Enginn vafl er hcldur á því að þingmenn, og þá ekki síður þingmenn stjórnarliðs- ins, munu í vetur verða miklu tregari í taumi, sjálfstæðari í afstöðu sinni, en þeir hafa áður verið. Það leiðir af þeirri þróun, sem verið hefur í fjölmiðlum, prólkosningum og mvndun núverandi ríkis- stjórnar.“ Lánamál húsbyggjenda ■ Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV, ritaði leiðara fyrir helgina um málefni húsbyggj- enda og þá sérstaklega lána- málin. Þar segir Jónas: „Áratugum saman hefur ríkt hér á landi pólitískur meirihlutavilji fyrir sjálfs- eignarstefnu í húsnæðismál- um. Stefnt hefur verið að því að gera sem flestum kleift að eignast þak yflr höfuðið og þurfa ekki að sæta leigu- kjörum. Stefnan hefur náð þeim árangri, að mikill meirihluti þjóðarinnar býr í eigin hús- næði. Þar eð tæplega þriðj- ungur þjóðarauðsins er hús- næði, felst jafnframt í þessu dreifing þjóðarauðs, sem er meiri en víöast annars staðar. Sjálfseignarstefnunni fylg- ir ekki aðeins, að auðurinn færist í fleiri hendur. Hún býr líka til auð, sem ekki var til. Fólk leggur harðar að sér en ella til að eignast húsnæði og brennir síður fé í misþarfri neyzlu. Um leið færist ábyrgðin á fleiri herðar. Að meðaltali er mun betur gengið um íbúðir í sjálfsábúð en leiguíbúöir. Ending þessa þriðjungs þjóð- arauðsins verður því meiri, sem mcira er um sjálfseignar- íbúðir. Þessi ágæta stefna er að bila, af því að stjómvöldum hefur ekki tekizt að koma húsnæðislánum í rétt horf til að mæta breytingunni, sem verðtrygging fjárskuldabind- inga hefur í för með sér. Fólk hefur ekki ráð á að byggja. Fyrir kosningarnar í vor vantaði ekki loforðin frá stjórnmálaflokkunum um 80% lán til 40 ára í stað 20% lána til 26 ára, sem nú er reyndin. Þvi miður fólst ekki neinn veruleiki á bak við loforðin. Samt cr hægt að efna þessi loforð með því að nota fé, sem nú fer til að stuðla að of mikilli fjárfestingu á öðrum sviðum. Einnig með því að láta alla aðila sæta sömu verðtryggingu og húsbyggj- endur þurfa að gera. Með lögum stelur Seðla- bankinn fyrir hönd stjórn- valda fjórðungi alls fjár, sem kemur í bankana, og kallar frystingu. I raun eru þessir peningar notaöir í niður- greidd lán til forréttindaaðila í þjóðfélaginu. Hið mikla niagn þjófnað- arins sést af því, að niður- greiddu lánin voru í fyrra með neikvæðum vöxtum upp á 24%. Þetta jafngilti 430 milljón króna verðbólgu- gróða handa skjólstæðingum stjórnvalda og Seðlabanka. Þjófnaðurinn stuðlar að al- gerlega óþarfri fjárfestingu í hefðbundnum landbúnaði kúa og kinda í togarafjárfest- ingu, sem er orðin miklu mciri en fískimiðin standa undir og sem dregur hastar- lega úr arðsemi útgerðar. Samhliöa er stundaður í sama skyni ýmis annar þjófn- aður, sem felst í eyrnamerk- ingu fjármagns til sjóða og stofnana, er lána í offjárfest- ingu eða styrkja hana hrein- lega, svo sem raunin er á í hinum hefðbundna landbún- aði. Með Seðlabankafrystingu, neikvæðum vöxtum, eyrna- merkingu fjármagns, útflutn- ingsuppbótum og öðrum beinum styrkjum soga yfir- völdin peninga til starfsemi, þar sem þcgar er búið að Ijárfesta of mikið, - og gera hina ríku ríkari. Leysa mætti vanda hús- byggjenda með 80% lánum til 40 ára, - lánum, sem þeir geta staðið undir, þótt verð- tryggð séu. Það má gera með því að taka aðeins hluta þess fjár, er stjórnvöld sóa í þá vitleysu, sem hér hefur veríð lýst. Þar með væri á nýjan leik tryggður viðgangur stefnunn- ar, er framar öðru hefur gert íslendinga að sjálfstæðum eignamönnum og dreift þjóð- arauðnum i fleiri hendur, - það er sjálfseignarstefnunnar í húsnæðismálum.“ Efnahagsaðgerðir og viðbrögðin við þeim Ellert B. Schram, alþing- ismaður og ritstjóri, skrifar um helgina um efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaástandið og segir þar m.a.: „Svo fór og að fyrstu vik- urnar og fram eftir sumri var ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar tekið með aðdáunar- verðu æðruleysi. Ríkisstjórn- in hefur fengið frið og fólk hefur bitið á jaxlinn. Scgja má með sanni að enginn aðili eða hagsmunasamtök hafí lagt stein í götu þessarar stjórnar eða komið í veg fyrir að hún hafl getað fylgt þeirri leið sem í upphafi var valin. Verkalýðshreyfingin hefur látið sitja við mótmælin ein og stjórnarandstaðan hefur hvorki haft tækifæri né getu til að hindra stefnu stjórnar- innar. Ef forskriftin er rétt, sem fyrir lá, þegar efnahagsað- gerðirnar voru ákveðnar, ætti verulegur bati að verða sjáanlegur þegar nær drcgur áramótum. Þjóðhagsstofnun hefur nú þcgar spáð því aö verðbólgan komist niður undir 30% um áramót. O- neitanlega verður það um- talsvcrður árangur, ef rétt reynist. En blikur eru á lofti. Endurteknar og risavaxnar hækkanir opinberra gjalda hafa komið mönnum í opna skjöldu. Ljóst er að mörgum opinbcrum fyrirtækjum hef- ur verið haldið í bóndabeygju og þau hafa fleytt sér áfram með erlendum lántökum eða lengri skuldahölum. Fjár- hagsstöðu þeirra varð að leysa, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Því gerðu menn sér grein fyrir, enda óðs manns æði að reka opjnber þjónustufyrirtæki lengi með mörg hundruð miiljón króna halla. Engan óraði hins vegar fyrir slíku flóði gjaldskrár- hækkana sem raun hefur á orðið. Þær hafa komið jafn- flatt upp á þingmenn stjórn- arliðsins sem alian almenning og er þeim jafnmikill þyrnir í augum og hverjum öðrum. Verðbólga verður ekki tal- in niður með þvf einu að skerða kaupgjald. Hún mæl- ist í pyngju heimilisins, hvort heldur útgjöldin felast í mat- arkaupum, bensínverði, sím- gjöldum eða rafmagni og hita. Launþegar eru tilbúnir að taka á sig nokkra kjara- skerðingu um nokkurt skeið ef þeir hafa vissu eða trú á að hemill sé hafður á öðrum þáttum efnahagslífsins. Ef stíflan brestur á einum stað er hætt við að aðrir varnar- veggir gefl sig. Biðlund al- mennings og þolinmæði er takmörkunum háð og hér með er varað mjög alvarlega við gegndarlausum og óhugn- anlegum gjaldskrárhækkun- um hins opinbera.“ Eru þingmenn tregir í taumi? Ellert fjallar einnig um af- stöðu fjölmiðla og einstakra þingmanna til stjórnarinnar og segir þá m.a.: „Sumir óttast að yfírburðir stjórnarfb.kkanna í þing- mannatölu og fjölmiðlum, gerí þann leik ójafnan sem snýr að hlutlausri umljöliun stjórnmála og stöðu hinnar hefðbundnu stjórnarand- stöðu. Þingmeirihluti stjórn- arliðsins kaffæri andstöðu- flokkana í umræðum og Þjóðviljinn og Alþýðublaðið megi sín lítils í heimi fjölmiðl- anna. Þetta eru óþarfa áhyggjur. Fjölmiðlun og frásagnir af vettvangi stjórnmálanna hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum áratug. Vægi slíkra frétta fer ekki eftir fjölda atkvæða eða blaöa, hvað þá að fylgi kjósenda sveiflist í sömu hlutföllum. Ríkisútvarpið hefur til- einkað sér ákveðinn og hrein- skiptinn stfl í pólitískum frétt- um og gætir þar jafnræðis hver sem á í hlut. Bæði Morgunblaðið og Tíminn virðast og mun gagnrýnni og sjálfstæðari í garð ríkisstjórn- ar og ráðhcrra, þótt þessi tvö blöð verði að teljast málgögn stjórnarinnar. Síðast en ekki síst verður hlutur DV áhrifa- meiri í nafni frjálsrar og óháðrar afstöðu. Seðlabankinn og vaxtamálin Sumum þykir að Seðla- og ráði meiru um gang ýmissa mála en nokkur skynsemi sé í. Haraldur Blöndal, lög- fræðingur, fjallaði um eitt þeirra atriða í blaðagrein fyr- ir helgina. Þar segir hann m.a.: „Seðlabankinn segir að heimilt sé að bæta vöxtum við höfuðstól einu sinni á ári, eða jafnvel einu sinni á mán- uði. Þetta stenst ekki lög og er ævinlega dæmt að slíkt megi alls ekki. Má um það, að óheimilt sé að taka vaxta- vexti, lesa í ágætrí ritgerð dr. Þórðar heitins Eyjólfssonar hæstaréttardómara um vexti. Nú vita seðlabankamenn þetta mætavel. Samt sem áður halda þeir skoðun sinni til streitu og birta tilkynningu eftir tilkynningu þar sem heimilað er að taka vaxta- vexti. Ekki veit ég tilganginn, en vitanlega er svona fram- ferði til þess að hjálpa harð- drægum mönnum, sem svíf- ast einskis til þess að ná eins miklu af fólki í vandræðum og kostur er, að geta bent á paragrafa úr vaxtatilkynning- um Seðlabankans til þess að koma fram óheimilli vaxta- töku. Rétt er að taka fram að sérstakiega hefur reynt á það hvort heimilt sé að reikna vaxtavexti. Hefur verið kveð- inn upp dómur í bæjarþingi Rcykjavíkur af Guðmundi Jónssyni, þáverandi borgar- dómara en nú hæstaréttar- dómara, þar sem hafnað var vaxtavaxtakröfunni. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og bíður dóms.“ Síðar í grein sinni segir Haraldur ennfremur: „Til þess að koma Seðla- banka Islands niður á jörðina og öðrum þá er nauðsynlegt að setja almennar reglur um vexti. Það verður að vera skýrt að skuldir berí samsvar- andi vexti, hver sem skuldin er, því að það á ekki að skipta mann máli hvort skuldin er vegna t.d. vöruút- tektar eða vegna víxils sem samþykktur var vegna sömu skuldar. Það á ekki að vera mismunur á vanskilavöxtum eftir því hver gjaldeyrir skuldarinnar er og bankar eiga ekki að fá að taka hærri vexti en einstaklingar. Og þegar dráttarvextir eru orðnir 5% á mánuði á vitan- lega ekki að mega reikna dráttarvextina fallna þegar í stað, þótt aöeins sé liðinn einn dagur fram yfir gjald- daga, eins og bankar gera, þvert á móti eiga slíkir drátt- arvextir að reiknast hvern dag hlutfallslega. Og síðast en ekki síst verður að setja reglur um með hvaða hætti nienn mega greiða inn á skuldir sínar, inn á höfuðstól eða vexti.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.