Tíminn - 17.08.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 17.08.1983, Qupperneq 2
Vinnueftirlitid leggur..... BANN VW NOTKUN GASHÓLKA f STÓIA MEÐ VELTANLEGRI SETU „Þegar byrjadir að innkalla stólana og þeim verður breytt eigendum að kostnaðarlausu/’ segir forsvarsmaður framleiðenda ■ „Við erum þegar byrjaðir að inn- kalla stúlana með veltiásnum og þeim verður breytt hér eigendum að kostnað- arlausu,“ sagði Einar Einarsson hjá Stáliðjunni hf. í samtali við Tímann vegna niðurstöðu rannsóknar Vinnueft- irlits ríkisins á óhappi sem varð á Litla-Hrauni 6. ágúst si. Þar brotnaði stóll með gaslyftuútbúnaði með þeim afleiðingum að vaktmaður féll aftur fyrir sig af stólnum og stimpill úr gaslyftiút- búnaði stólsins skaust með verulegu afli upp í loft. I niðurstöðum rannsóknar Vinnueftir- litsins er þetta óhapp talið stafa af því að við framleiðslu stólsins var notaður gas- lyftibúnaður sem aðeins er ætlaður fyrir stóla af fastri setu. Stóllinn sem brotnaði var hins vegar með setu sem leikur á veltiás þannig að velta má setunni og bakinu afturábak. Einnig segir í niðurstöðunum að stólar á markaði hérlendis með gaslyftuútbún- aði séu flestir með gashólkum frá sama þýska fyrirtækinu. Þeim megi skipta í tvennt. Annars vegar gashólka með gati í hliðinni fyrir stjórnstöng en þetta gat veldur því að hólkurinn verður mun veikari fyrir hliðarátaki og þessi búnaður er því ekki ætlaður fyrir stóla með veltiás. Hins vegar er um að ræða gashólka með sérstökum þrýstihnapp á enda hólksins og er þessi búnaður mun traustari en sá fyrrnefndi og því ætlaður fyrir stóla með veltanlegri setu. Af þessum ástæðum hefur Vinnueftir- litið lagt bann við notkun gashólka af fyrrnefndri gerð í stóla með veltanlegri setu og gerir þá kröfu til framleiðenda að þeir innkalli og geri breytingar á þeim stólum sem seldir hafi verið með fyrr- greindum búnaði. Síðan er tekið fram að flestir skrifstofustólar hérlendis séu með fastri setu og ekki sé kunnugt um að hætta stafi af gasútbúnaði slíkra stóla. Einar Einarsson sagði að líklega væru 4-5000 umræddir stólar til hér á landi. Allir sem eiga slíka stóla eru beðnir um að koma þeim til Stáliðjunnar þar sem skipt verður um hólk eða settur í þá stálöxull í stað gaslyftiútbúnaðarins. ■ Stóllinn sem brotnaði. Undir stólnum sést gashólkurinn sem brotnaði og stjórnstöngin sem stjórnar hækkun og lækkun stólsins. Hækkanir hjá borginni: Sund- laugar um 20% — dagvistargjöld 10% ■ Borgarráð samþykkti í gær 10% hækkun á dagvistargjöldum í Reykjavík og 20% meðaltalshækkun á aðgangseyri að sundstöðum. Leyfð hafði verið 15% hækkun á dagvistargjöldum og flest sveitarfélög sem reka dagvistir munu hafa nýtt það leyfi. Aðgangseyrir að sundstöðum hækkar nú í fyrsta sinn síðan í febrúar. „Kostnaður sundlauganna hefur vaxið vegna lapnahækkana auk þess sem hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar veldur að sjálfsögðu hærri útgjöldum þeirra," sagði Kristján Benediktsson borgarfull- trúi í gær. Hækkanirnarvoru samþykkt- ar með atkvæðum sjálfstæðismanna í borgarráði. - JGK Rússnesk sendinefnd í vináttu- heimsókn ■ I gær kom til Reykjavíkur sendi- nefnd frá borgarstjórn Moskvu í boði borgarstjórnar Reykjavíkur. Þaðer Vla- dimir Bitunov, varaforseti framkvæmda- nefndar borgarstjórnar, sem er formað- ur sendinefndarinnar. I sendinefndinni eru auk hans Valentin Kasjanov,- forseti hverfisnefndar Baumanhverfis og Vasili Korotsjenko, yfirmaður tengsla við er- lendar borgir. Markmið þessarar heimsóknar verður fyrst og fremst að kynnast þróun borgar- búskaparins og munu Moskvubúarnir segja frá því hvernig skipulögð er stjórn á vísindum og menningu í Moskvu. - ÞB ■ Það var stöðug ös við sölutjald B.Ú.R. á Lækjartorgi í gær. Karfakynning á Reykjavíkurviku ■ „Það má segja að þetta sé nokkurs konar framhald á kynningu sem B.Ú.R. var með á karfa á Reykjavíkúr- vikunni fyrir tveim árum. Karfi var þá kynntur á útimarkaðinum þannig að fólki var boðið að bragða á bitum af karfaréttum og sósum. Nú er aðallega verið að kynna karfaflök og heilan karfa. Síðar í vikunni er svo meiningin að gefa fólki kost á að bragða á bitum eins og fyrir tveim árurn," sagði Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri B.Ú.R., þegarblaðið spurði hann um karfakynninguna sem fyrirtækið stóð að á Lækjartorgi í gær. Tilgangurinn er núna eins og þá að vekja athygli fólks, á þessari fiskitegund, sem þykir hnossgæti víða erlendis en er ekki í miklum metum hjá íslendingum, þótt þeir veiði mikið af honum. Þetta tókst mjög vel fyrir tveim árum og eftirspurn eftir karfa óx mikið í fiskbúð- um fyrst á eftir. Og hvort sem það er þeirri kynningu að þakka eða ekki þá hafa veitingahús í Reykjavík aukið mjög framboð á góðum karfaréttum. Fólk tók þessu mjög vel í dag. Það var -mikið keypt af karfa en það var boðið upp á hann á lægra verði en í fiskverslun- um í tilefni þessarar kynningar. Þá voru ' fólki einnig látnar í té uppskriftir að ýmsum karfaréttum sem voru þáðar með þökkum." - JGK ■ Heilan karfa í kvöldmatinn gjörið þið svo.vel. Tímamyndir GE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.