Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 mmm fréttir Móðurmálskennarar veita verðlaun í smásagnakeppni: „VERTU EKKI MEÐ SVONA 77 BLA AUGU — eftir Olgu Guðrunu hlaut fyrstu verðlaun, kr.20 þús. .. Olga Guðrún Ámadóttir tekur við verðlaunafénu afSigurði Svavarssyni formanni móðurmálskennara. Tímanrynd Róbert ¦ Samtök móðurmálskennara efndu til samkeppni um smásögur handa börn- um á síðastliðnum vetri. Frestur til að skila sögum rann út 1. júní s.l. og bárust alls 77 sögur. Verðlaunaafhending fór fram í gær í Torfunni við Lækjargötu þar sem saman voru komnir fulltrúar frá samtökunum auk dómnefndar. Veitt voru ein verðlaun að upphæð kr. 20.000. Verðlaunin hlaut Olga Guðrún Árna- dóttir fyrir sögu sína „Vertu ekki með svona blá augu". Formaður samtaka móðurmáls- kennara, Sigurður Svavarsson, flutti ávarp við verðlaunaafhendinguna og sagði m.a. að dómnefndinni hefði verið mikill vandi á höndum við úrskurð sinn. Mjög margar góðar sögur hefðu borist og erfitt hefði verið að gera upp á milli. Megin áherslan hcfði verið lögð á að sagan væri góð út frá bókmenntalegu sjónarmiði, á góðu máli og að hún segði börnunum eitthvað sem máli skipti og væri auk þess góð til kennslu. Flestar þeirra smásagna sem borist hefðu, væru þessum kostum gæddar enda væri nú ráðgert að gefa út 21 sögu sem borist hefði í tveim bókum nú á næstunni. Verður önnur ætluð börnum en hin unglingum. Höfundar þeirra sagna sem út koma eru: Andrés Indriðason. Armann Kr. Einarsson, Ása Sólveig, Benóný Ægis- son, Elías Snæland Jónsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Ólafsson, Herdís Egils- dóttir, Jón Dan, Jórunn Sörensen, Krist- ín Steinsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Oddný Guðmundsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigrún Björgvinsdóttir, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Svanhildur Friðriksdóttir og Pórður Helgason. Auk þessara sagna bárust tvær sögur sem dómnefnd telur mjög góðar en eru taldar eiga frekar heima í sérstakri bók en í smásagnasafni. Það eru sögurnar „Músíkalska músin" eftir Þórunní Gröndal og „Sumarið mcð Aðalsteini" eftir Trausta Ólafsson, sem erof löngtil að birtast í safninu. Eru samtökin mjög ánægð með árangur þessarar samkcppni og telja þetta sýna að nóg sé til af hófundum sem vilja og geta skrifað góðar bókmenntir fyrir börn og ung- linga. -ÞB Islensk framleidsla: VARMO SNJÓ BRÆÐSLURÖR — Reykjalundur f ramleidandi en Þýsk-íslenska verslunar- félagið með söluumboðið ¦ „Með þessu hefst samvinna iðnfyr- irtækis og markaðsfyrirtækis sem ég á von á að verði árangursrík", sagði Guðmundur G. Þór'arinsson hjá Þýsk-ís- lenska verslunarfélaginu á fundi með blaðamönnum er kynnt var ný tegund snjóbræðsluröra sem Vinnuheimilið að Reykjalundi í Mosfellssveit framleiðir og Þýsk-íslenska verslunarfélagið hefur tekið að sér söluumboð fyrir. Snjó- bræðslurörin heita VARMO, en það er skammstöfun á Vinnuheimilið að Reykjalundi, Mosfellssveit. í forsvari fyrir Reykjalund voru heir Jón Ben- ediktsson og Björn Ástmundsson en fyrir Þýsk-íslenska verslunarfélagið þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Magnús Bjarnfreðsson. Snjóbræðslurörin eru framleidd úr hitaþolnu plasti frá fyrirtækinu Huls í V-Þýskalandi. Eru þau fyrst og fremst ætluð fyrir afrennslisvatn, sem má þann- ig nýta til þess að halda auðum gangstétt- um, gangstígum, bifreiðastæðum, heilu götunum og jafnvel íþróttavöllum. Tvær stórframkvæmdir eru nú þegar í gangi hér á landi þar sem VARMO- snjóbræðslurörin eru notuð. Á Akureyri er verið að leggja þau í Hafnarstrætið og þessa dagana er verið að leggja þau í bílastæði við hið nýja stórhýsi Vöru- markaðarins á Seltjarnamesi. Það kom fram á fundinum að sér- stakur bæklingur verður gefinn út með tæknilegum upplýsingum um rörin, með- höndlun þeirra o.fl. Einnig er í undir- búningi að halda námskeið fyrir pípu- lagningamenn, kynningarfundi fyrir verkfræðinga um þessi rör. Meterinn af þessum snjóbræðslu- rörum kemur til með að kosta ca. 35 krónur út úr búð en það er töluvert ódýrara en innflutt rör kosta. Rörin verða til sölu í flestum byggingarvöru- verslunum landsins. _Jól ¦ Guðmundur G. Þórarinsson, Björn Astmundsson og Jón Benediktsson standa | hér innan um VARMO-snjóbræðslurörin sem verið er að leggja undir bílastæði við stórhýsi Vörumarkaðarins á Seltjarnamesinu. Tímamynd'Ari' Reykjavíkurvikan: KVIKMYNDIR EFTIR ÓSKAR GÍSLASON ¦ Kvikmyndir eftir Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann, verða sýndar í Reykjavíkurviku. Sýnt verður úr kvik- myndinni „Reykjavík vorra daga," frá '46 í Iðnó á fimmtudaginn kl. 20.30. í myndinni bregður m.a. fyrir • svipmyndum frá miðbæ Reykjavíkur. Einnig koma fram í myndinni þekktir borgarar svo sem Sveinn Björnsson forseti íslands og Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Kvikmyndin „Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra", verður svo sýnd í Iðnó sunnudaginn21. ágúst kl. 16.00. - Jól. Úr myndinni „Reykjavflturævintýri Bakkabræðra" eftir Óskar Gíslason. Flugleidir: Ný f lug- vél f áætlun- arflug ¦ Ný gerð flugvélar byrjar áætlun- arilug á leiðuiii Flugleiða hinn 18. ágúst. Það er DC-8-71 en það er flugvél sein liiiin hel'ur verið iivjiiiu breyflum og er breytt þannig að iimaii í henni er breiðþotu innrétting. Er vélin 249 sæta og vegna nýju hreyflanna eyðir hún minna eldsney ti og er bljóðlátari en eldri gerðir. íslenskar áhafnir munu fljúga vél- inni og tekur endurþjáifun á henni aðeíns einn dag sem er bóklegt námskeið. Átta áhafnir verða þjáif- aðar til flugs á þessa vél. Að sögn Leifs Magnússonar fram- kvæmdastjóra Flugrekstrarsviðs er dýrt að breyta ílugvélum i þessa átt, kostar um 15 milljónir dollara. „Fyrir slíka upphæð er hægt að fá breiðþot- ur af ýmsum gerðum", sagði Leifur. Gengið hefur verið frá vetraráætl- un millilandaflugs Flugleiða næsta vetur. Ein meginbreyting hefur ver- ið gcrð frá því scm verið hefur að undanfömu: Ftug tii Glasgow færast af mánudögum og föstudögum yfir á þriðjudaga og laugardaga. f vetur verður ftogið til 3 borga í Ameriku: New York, Chicago og Baltimore. . Til New York verður ílogið á þriðjudögum, fimmtudögum, föstu- dögum og laugardögum. Til Chicago og Baltimore verður svo flogið á sunnudögum. Evrópuflug verður tii Ostó og Stokkhólms á mánudögura og föstu- dögum. Til Kaupmannahafnar verð- ur ftogið alta daga nema mtð- vikudaga. Ttl Glasgow þriðjudaga og laugardaga og tii London vcrða fjór- ar ferðir, á mánudögum, miðviku- dögu'm, föstudögum og sunnu- dögum. -Jól Reykjavíkur víkaíkvöld: Ungt fólk með tón- leíkaog upplestur ¦ Vert er að vekja athygli á tveim listviðburðum Reykjavfkurviku í kvöld. Kl. 20.30 hefst í Gcrðubergi dagskrá í tali og tónum sem nefnist Reykjavi'k fyrr og nú. Flytjendur verða Anna Einarsdótttr, Emil Guðmundsson, Valgeir Skagfjörð og Þórunn Pálsdóttir. Stjórnandi er Helga Bachmann. Á Kjarvalsstöðum kl. 21.00 hefjast tónleikar á Kjarvalsstöðum, ungt tónlistarfólk úr Reykjavík teikur og syngur. Þau sem koma.fram eru Asthildur Haraldsdóttir flautuleik- ari, Haukur Tómasson pfanóleikari, Elísabet F. Eiríksdóttir sópran, Jútíus Vtfíll Ingvarsson tenór, Nfna Margrét Grfmsdóttir píanóteikari, Sigríðúr Helga Geirlausdóttir píanóleikari og Laufey Sigurðardótt- ir fiðluleikari. -5GK • Kópavogur: Ekid á stúlku ¦ Ekið var á 10 ára gamla stúlku á Skemmuveginum í Kópavogi í gær- kveldi klukkan níu. Var hún að koma úr íþróttahúsinu er ekið var á hana. Slasaðist hún ekki alvartegaen þó var hún á stysadeild Borgarspítal- ans í nótt en áttt að f á að fara heim í dag. Á saraa tfma urðu tveir árekstrar annars staðar í Kópavoginum en engin slys urðu þar á möhnum, sem beturfer. -Jól. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.