Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 4
4 Kjarnaborun Tökum Ur steyptum veggjum fyrir huröir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 Sími 44566 RAFLAGNIR ■ BilaleiganÁS CAR RENTAL 29090 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kyöldsími: 82063 Bllaleiga Carrental £ % Dugguvogi23. Sími82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og geröir fólksbíla. gerið við bílana Saekjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa verið. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöðlurnar eru án sauma og na hátt upp á tprjóst, fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaður sem sokkur og hægt er að nota hvaða skófatnaö sem er við þær. Latex-gúmmíiö sem þær eru steyptar ur er afar teygjanlegt þannig að vöðlurnar hefta ekkl hreyfingar þinar við veiðarnar og er ótrulegt hvaö þær þola mikið álag. Ef óhapp verður, má bæta vöölurnar með kaldri límbót. Viðgerðarkassi fylgir hverjum vöðlum. Þær vega aðeins 1,3 kg og þreytast veiðimenn ekki á að vera i þeim tímun- um saman. Fáanlegar í öllum stærðum. JOPCO HF. Vatnagöröum 14 — Simar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavík. vy- t \ i \ ‘(i i i, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Góður afli á Vestfjörðum i juli: Guðbjörgin með878tonn Vestfirðir: Afli var almennt góður á Vestfjarðamiðum í júlímánuði, bæði hjá togurum og bátum. Botnfiskaflinn í júlí var 8.437 lestir sem er 309 lcstum meira en í sama mánuði í fyrra. Uppistaðan í afla togaranna var þorskur. Þetta kcmur fram í yfirliti Fiskifélags íslands á ísafirði. Aflahæstu togararnir í mánuðinum voru Guðbjörgin á ísafirði með tæp 878 tonn í fjórum sjóferðum, Páll Pálsson frá ísafirði rúm 672 tonn í 4 ferðum og Bessi frá Súðavík nieð tæp 638 tonn, einnig í 4 sjóferðum. Til ísafjarðar bárust í júlí 3.149 lestir af botnfiski, sem er 438 lestuni mciri afli en í sama mánuði 1982. Til Þingeyrar bárust 864 lestir, miðað við 374 lestir í júlí í fyrra og til Súðavíkur 744 lestir sem er 242 lestum meira en í júlí í fyrra. Til annarra verstöðva barst nú víða töluvert minní botnfiskafli en í fyrra í júlí. Botnfiskafli frá áramótum á Vest- fjörðum var orðinn 48.748 lestir í júlílok, sem er 4.312 lestum minna en á sama tíma 1982, eða tæpum 9% minni afli en þá. - HEI ■ Aö mörgu er að hyggja, jafnt utan dyra sem innan, hjá þeim sem eru að undirbúa opnun nýs hótels. Við sjáum hér gestgjafana (eigendur) hins nýja Gestgjafa, Mary Sigurjónsdóttur og Pálma Lorens gera hreint fyrir sínum dyrum daginn fyrir opnunina - og auðvitað í rigningu eins og flestir hafa mátt búa við á Suðurlandi í sumar. (rnyndir Guðm.S.) Gestgjafinn — glænýtt hótel í Eyjum Vestmannaeyjar: Pálmi Lorens, veit- ingamaður í Vestmannaeyjum opnaði þar nýtt hótel, Gestgjafann, laugar- daginn 6. ágúst sl. Hótelið er í nýju húsi sem Pálmi hóf framkvæmdir við fyrir tveim árum. Á neðstu hæðinni er Skemmtistaðurinn Skansinn, sem opn- aður var á s.l. vetri, en 14 gistiherbergi með möguleika á 40 rúmum á tveim efri hæðunum voru tekin í notkun fyrir rúmri viku sem fyrr segir. Þótt mögu- leikar hafi verið á að fá gistingu í Eyjum á undanförnum árum mun Gestgjafinn eini staðurinn þar sem hægt er að gefa nafnið hótel. Hefur aðstaða fyrir ferðamenn til gistingar í Eyjum því mjög batnað með opnun Gestgjafans. Pálmi kvað hótelið hafa verið fullt strax fyrstu helgina og þegar liggja fyrir nokkrar fullbókaðar lielgar, en svo séu líka stórar eyður á milli. Það sé heldur ekki óeðlilegt svona í byrjun, það taki tíma að vinna upp nýjan stað. Nýtingin verði örugglega betri þegar fram : sækir og fólk fari að átta sig á að komið sé nýtt og gott hótel í Vestmannaeyjum. Varðandi erlenda ferðamenn hafi hann og verið heldur seinn til að ná í þá þetta sumarið. Spurður um erlenda ferðamenn í Eyjum kvað hann mjög mikið um að þeir komi þangað í útsýnisferð, eina dagsstund eða svo, þannig að hann sjái lítið af þeim. Skemmtistaðinn Skansinn sagði Pálmi ganga Ijómandi vel. Þar eru dansleikir föstudaga og laugardaga og taldi hann tæpast grundvöll fyrir fleiri böll. Hins vegar mætti huga að meiri fjölbreytni í skemmtanalífinu. „Við erum hér t.d. með jassklúbb og sæl- kerakvöld, sem cru þá fyrir afmarkaðri hópa. Og svo reynir maður auðvitað alltaf að velta fyrir sér einhverju nýju“, sagði Pálmi. - HEI Nýja hótelið á opnunardaginn. Rækjubátar á Vestfjarðamiðum tvöfalt fleiri en í fyrra: Rækjuaflinn yfir þre falt meiri en Vestfirðir: 36 rækjubátar á Vestfjarða- miðum öfluðu 1.057 lesta af rækju í júlímánuði s.l. borið saman við 18 rækjubáta með 399 tonna afla í júlí á síðasta ári. Rækjuaflinn í sumar var orðinn 2.014 tonn í júlílok en var 622 tonn á sama tíma í fyrra. Lang aflahæsti rækjubáturinn í júlí er Ingólfur GK sem leggur upp í Bolungavík, með 72,3 lestir. Aðrir bátar með yfir 40 tonna rækjuafla í júlí eru: Vonin KE og Valur frá Súðavík með 48,2 tonn hvor, Þrosteinn GK með 46 tonn og Ingibjörg frá Hólmavík með 40,5 tonn. Tíu bátar hafa aflað milli 30 og 40 tonn af rækju hver. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.