Tíminn - 17.08.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 17.08.1983, Qupperneq 6
f / / VEHMJR GERD NY UTGAFA AF „HVERIUM KLUKKAN GLYMUR"? ■ Það er altalað í Hollywood þessa dagana, að bráðlega verði gerð ný mynd eftir sögu Ernst Hemingways, sem hlaut nafnið „Hverjum klukkan glymur“ í íslenskri þýðingu, en fræg mynd var gerð eftir henni árið 1943 með Ingrid Bergman og Gary Cooper í aðalhlut- vcrkum. Þessi orðrómur hefur þó ekki fengist staðfestur og svarar vxntanlegur framleið- andi, Sandy Howard, aðspurð- ur um sannleiksgildi þessa orðróms: - Hef ekkert um málið að segja. Það, sem þykir frcttnæmast við þessa myndargerð, ef af verður, er það að Sophia Loren er sögð hafa látið tilleiðast að taka að sér hlutverk í mynd- inni. F.kki er það þó hlutverk Ingrid Bergman í frumútgáf- unni, sem hún kæmi til með að fara með, heldur hlutverk sígaunakonunnar Pilar, sem er engin snoppufríð yngismær. Þykir sumum, sem Sophia hafi gerst heldur lítillát, þegar hún féllst á að taka hlutverkið að sér, en kunnugir halda því fram, að hún sé komin á það stig, að hún vilji allt til vinna að komast aftur í fréttir fyrir annað en skattamál sín og hjónabandsvandræði, en þau mál hafa aðallega haldið nafni hennar á lofti að undanförnu. Þar að auki á hún að hafa komið sér út úr húsi hjá ýmsum kvikmyndaframleiðendum með kenjum og skyndilegum óútskýrðum fjarvistum. En nú er vonandi að hún fari aftur að ná sér á strik og víst er um það, að þó að hún sé orðin 48 ára, er hún enn fögur og fönguleg kona. ■ Ingrid Bergman er mörg- um ógleymanleg í hlutverki Maríu í „Hverjum klukkan glymur“ ■ Hin upprunalega Pilar var ekki sérlega smáfríð, Hér er hún að spá í lófa Gary Coopers og er auðséð, að þar sér hún eitthvað ógnvænlegt. ■ Sophia Loren er sögð ætla að taka að sér hlutverk Pilars í nýrri útgáfu af myndinni. ERTONYCURT- ISENNÁBKXLS- BUXUNUM? ■ Undanfarin ár liafa verið Hann sýnir a.m.k. þann lífs- lífsreyndari enjafnvelárafjöld- Tony Curtis erfið og satt best vilja að vera nú rétt einu sinni inn segir til um. Hann er þrí- að segja leit helst út fyrir það á liúinn að krækja sér í þá cinu giftur, en öll hafa hjónaböndin tímabili, að hann væri endan- réttu. endað með ósköpum. Samt lcga búinn að vera. Eitthvað Núverandi vinstúlka Tonys hefur hann gefið í skyn, að virðist hann nú vera að heitir Andria Sevio og er að- hann sé reiðubúinn nú til að hressast, þó að lítið sé um eins tvítug að aldri. Tony sjálf- gera fjórðu tilraunina og hafí atvinnutilboð. ur er orðinn 58 ára og margfalt Andria orðið fyrir valinu. Þess vegna þóttust vinir hans vissir um, þegar þau skutu upp koll- inum í Nice fyrr í sumar, að nú væri stóra stundin upp runnin. En nú voru farnar að renna tvær grímur á Tony. - Ekkert brúðkaup í bili, sagði hann. - í þetta skipti ætla ég í brúð- kaupsferðina fyrir brúökaupið, bætti hann við og rauk með sinni heittelskuðu til Cannes, þar sem þau tóku lystisnckkju á leigu. Þar er meiningin að kynnast ögn betur og gá hvort þau þola hvort annað í þeim þrengslum og einangrun, sem þau verða að búa við um borð. Ef þau standast prófíð, má vel vera að brúðkaupsklukkurnar hringi með haustinu. Ekki er þess getið, að And- ria hafí verið spurð álits á gangi mála. ■ Tony og Andria á leið um borð. viðtal dagsins „ÞURFUM 50 ÞÚSUND Á ÞESSA SÝNINGU” segir Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Idnsýningar ’83 ■ „Ég er mjög bjartsýnn á að sýningin gangi vel og að hún verði vel sótt, miðað við hve undirbúningur hefur gengið vel“, sagði Bjarni Þór Jórisson framkvæmdastjóri Iðnsýningar ’83 sem opnar nú á föstudag og lýkur 4. september. „Flest fyrirtækin eru komin vel af stað með uppsetningu bása sinna,“ sagði Bjarni. Aðspurður sagði hann að um 120 fyrirtæki væru á sýningunni. „Undirbúningur að sýning- unni hófst um síðustu áramót og nú er þetta loks að skríða saman. Við þurfum 50 þúsund gesti á sýninguna til að endar nái saman og ég trúi ekki öððru en að svo verði," sagði Bjarni. „Við skiptum fyrirtækjunum niður eftir deildum, þetta er bransaskipt eins og það er kallað. Þ.e. matur, drykkur og sælgæti er saman. Fataframleið- endur mcð sameiginlegt svæði ■ Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnsýningar ’83. Tímamynd: Ari

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.