Tíminn - 17.08.1983, Síða 7

Tíminn - 17.08.1983, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit ■ Hannelore og Kirk Douglas hafa verið gift í 30 ár og segjast aldrei hafa átt leyndarmál hvort fyrir öðru eða átt í rifrildi á öllum þessuin tíma. Kirk Douglas er fyrirmynd- areiginmaður ■ Konum þykir Kirk Douglas jafn ómótstæðilegur í dag og fyrir 30 árum. Einkum virðist péturssporið, sem á ekki lítinn þátt í frægð hans, hafa mikið aðdráttarafl. Þó að Kirk sé orðinn 66 ára hafa vinsældir hans hjá veikara kyninu ekki dvínað hið minnsta. Auðvitað kann Kirk vel að meta þessa aðdáun kvenna. Samt sem áður hefur honum tekist að þræða hinn mjóa veg dyggðarinnar. I heil 30 ár hefur hann verið giftur einni og sömu konunni, Hannelore. Og það, sem meira er, þau hjón halda því fram, að aldrei á öllum þessum 30 árum hafí þau liald- ið einhverju leyndu hvort fyrir öðru og aldrei hafí þau rifíst. Þetta kann einhverjum að þykja ótrúlegt. En jafnvel þó að þau hafi ýkt eitthvað örlítið, þykir með ólíkindum, hversu vel hjónaband þeirra hefur enst í borginni Hollywood, sem er annáluð fyrir háa skilnaðar- tíðni íbúanna. og húsgögn og innréttingar eru saman með svæði o.s.frv. Svo létum við reisa hér fyrir utan 250 m2 einingahús, einangrað þar sem stóriðjan verður. ÍSAL, Járnblendið, Sementið, Fyrir- tæki í sjávarútvegi og járnsmiðj- ur," sagði Bjarni. Verður eitthvað um skemmti- atriði eins og tíðkast á svona sýningum? „Jú, jú. Við verður t.d. með glæsilegustu tískusýningar sem fram hafa farið hér í samvinnu við fataframleiðendur. Hvorki meira né minna en 35 manns vinna við hverja sýningu og smíðaður hefur verið stór sýn- ingapallur, sá stærsti er hefur verið sérsmíðaður fyrir tískusýn- ingar hér á landi. Auk þess erum við með 3 ljósameistara úr Þjóð- leikhúsinu, þannig að það er ekkert til sparað," sagði Bjarni. „Auk þess erum við með vél- mennið Friðþjóf ísleif Ingibergs- son, FÍI en hann verður á svæð- inu allan tímann, mönnum til sjálfsagt mikillar gleði," sagði Bjarni. „Happagestur verður valinn flesta dagana og hann fær vegleg verðlaun og svo erum við með ýmis rammíslensk skemmtiatriði í bígerð," sagði Bjarni Þór að lokum. Aðgangur verður krónur eitt- hundrað fyrir fullorðna, en fjörutíu krónur fyrir 6-12 ára börn og frítt fyrir yngri en sex ára. Opnunartími er á virkum dögum frá 15-22 en um helgar frá 13-22. -Jól. Hindrar krafa Strauss uppsetningu eldflauga? Nýtt viðhorf til eldflauga Breta og Frakka NÝ TORFÆRA hefur myndazt í vegi þess að hafizt verði handa um uppsetningu meðaldrægra bandarískra eldflauga í Þýzka- landi fyrir áramótin, ef sam- komulag næst ekki milli risaveld- anna um takmörkun þeirra fyrir þann tíma. Að þessu sinni er það ekki friðarhreyfingin, heldur enn áhrifameira afl, sem hefur komið til skjalanna. Hin nýja torfæra er Franz Josef Strauss. Málið er ekki þannig vaxið, að Strauss hafi snúizt gegn uppsetn- ingu eldflauganna. Hann vill hins vegar setja skilyrði fyrir uppsetn- ingunni, sem búizt er við að Bandaríkin séu ófús til að fallast á. Eins og samningum milli Bandaríkjamanna og Vestur- ■ Franz Josef Strauss heyra vopnabúnaði Nató, eins og Rússar hafa haldið fram, og byggt á þá kröfu sína, að kjarna- vopn Breta og Frakka verði talin með, þegar risaveldin semja um takmörkun meðaldrægra eld- flauga í Evrópu. Nefndin byggir þessa niður- stöðu sína á sáttmála Atlants- hafsbandalagsins frá 1949. Sam- kvæmt honum ber þátttökuríkj- unum að koma til aðstoðar því þátttökuríki, sem hefur orðið fyrir árás, og skal framlag þeirra fara eftir því hvers eðlis árásin er. Samkvæmt þessu myndi Bret- um og Frökkum bera skylda til að beita kjarnavopnum gegn árásaraðilanum, ef hann hefði beitt kjarnavopnum í árásinni. Bretar og Frakkar geta ekki undanþegið kjarnavopn sín ■ Enn veldur Strauss Kohl áhyggjum Þjóðverja nú er háttað, verða eldflaugarnar að öllu leyti undir stjórn þeirra fyrrnefndu. Banda- ríkjamenn ákveða það einir, hvort gripið verður til þess að beita eldflaugum. Vestur-Þjóð- verjar hafa ekki neitt um það að segja. Margaret Thatcher hefur feng- ið því framgengt í samningum við Bandaríkjamenn, að með- aldrægu eldflaugarnar, sem ráð- gert er að þeir setji upp í Bretlandi, verða að því leyti undir sameiginlegri stjórn Bandaríkjamanna og Breta, að þeim verður ekki beitt, nema með samþykki Breta. Bretar geta beitt neitunar- valdi, ef Bandaríkjamenn vilja nota eldflaugarnar gegn hugsan- legum eða orðnum óvini. Eld- flaugarnar verða því aðeins not- aðar, að það sé talið samrýmast hagsmunum Breta að mati þeirra sjálfra. Franz Jósef Strauss hefur nú óvænt skorizt í deilurnar um eldflaugamálin í Vestur-Þýzka- landi með því að setja fram kröfu ufn að Vestur-Þjóðverjar fái sams konar neitunarvald og Bretar að þessu leyti varðandi þær eldflaugar, sem verða stað- settar í Vestur-Þýzkalandi. Þessi krafa Strauss hefur hlot- ið góðar undirtektir hjá stjórnar- andstöðunni eða sósíaldemó- krötum, en hins vegar hefur hún komið Kohl kanslara í opna skjöldu. Kohl hefur þegar tekið afstöðu gegn því að Vestur-Þjóðverjar krefjist slíks synjunarréttar. Bandaríkin séu ófús til þess að veita þeim slíkan rétt. Frá sjón- armiði þeirra gildi öðru máli um Breta, þar sem þeir eiga sjálfir kjarnavopn og ráða notkun þeirra. Þeir vilji eðlilega láta sama gilda um erlénd kjarna- vopn í Bretlandi og sín eigin kjarnavopn. Þá heldur Kohl því fram, að þetta muni hafa slæm áhrif á Rússa, sem muni túlka slíkt vald Vestur-Þjóðverja á þann veg, að Vestur-Þýzkaland sé orðið kjarnavopnaveldi. En það er ekki víst, að Kohl veitist létt að hamla gegn Strauss. Margir þekktir menn hafa þegar lýst stuðningi við kröfu hans. Meðal þeirra er mikilsmetinn lögfræðingur, Wolfgang Dau- bler, sem hefur sagt, að Þjóð- verjar geti ekki látið erlendan ríkisleiðtoga eða forseta Banda- ríkjanna vera einan um að taka ákvörðun, sem getur haft tortím- ingu mikils hluta þýzku þjóðar- innar í för með sér. Þessi röksemd er vissulega sterk. Strauss er því ólíklegur til að falla frá kröfu sinni. Það getur orðið erfitt fyrir Kohl að leyfa uppsetningu eldflauganna, nema kröfu Strauss verði fullnægt. Bandaríkjunum mun hinsveg- ar meira en óljúft að fallast á hana. En gæta verður þess, að Strauss getur haft líf stjórnarinn- ar í hendi sér, ef í hart fer. Orðrómur hefur oft gengið um, að Strauss vilji losna við Frjálslynda flokkinn úr stjórn- inni og kjósi heldur samvinnu við sósíaldemókrata. Hin breytta stefna hans að undan- förnu gæti bent í þá átt, að hann vilji opna þennan möguleika. ÞAÐ ER engan veginn útilokað að krafa Strauss geti tafið upp- setningu eldflauganna einhvern tíma, en líklegt verður þó að telja, að Bandaríkin .'sjái sitt óvænna og láti undan henni. Annars geti þetta orðið til að koma í veg fyrir uppsetningu eldflauganna í ótiltekinn tíma. Annað hefur hins vegar gerzt nýlega, sem gæti stuðlað að því, að viðræðum risaveldanna um takmörkun meðaldrægu eld- flauganna þokaði í rétta átt. Sérstök nefnd á vegum full- trúadeildar Bandaríkjaþings hefur komizt að þcirri niður- stöðu, að telja verði kjarn- orkuvopn Breta og Frakka til- þessu ákvæði Natósáttmálans, þótt þau séu ekki undir stjórn Nató, heldur sérstakri stjórn Breta og Frakka. Bretar og Frakkar hafa hins vegar haldið því fram, að vegna þess, að kjarnavopn þeirra séu undir sérstakri stjórn, eigi þau ekki að teljast tilheyra vopna- búnaði Nató. Þá tilgreinir nefndin ýmis skjöl, þar sem tekið er fram, að á stríðstímum skuli kafbátar Breta, sem búnir eru eld- flaugum, sameinast flota Banda- ríkjanna. Þótt nefndin styðji að þessu leyti kröfu Rússa um að telja eldflaugar Breta og Frakka með, þegar samið er um takmörkun eldflauga í Evrópu, telur hún þessar eldflaugar ósambærilegar við SS-20 eldflaugar Rússa. Eld- flaugar á kafbátum jafnist ekki á við eldflaugar, sem staðsettar eru á landi. Að sjálfsögðu verði að taka tillit til þess. YFIRLEITT er litið svo á, að þessi niðurstaða nefndarinnar ætti heldur að geta auðveldað, að risaveldin nái samkomulagi um takmörkun meðaldrægu eld- flauganna. A.m.k. væri stórum steini rutt úr veginum, ef sam- komulag næðist um hvernig ætti að meta brezku og frönsku eld- flaugarnar. Tíminn til þess að ná sam- komulagi styttist nú óðum, en talað hefur verið um, að við- ræðum verði lokið um miðjan nóvember, hvort sem samkomu- lag tekst eða ekki. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Hi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.