Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 8
8 mmm MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1983 mhhsi Úlgefandí: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjórl: Sigurour Brynjóllsson. Ritstjórar: Þórarinn Pórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, B jarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jánsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Porsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sfmi: 86300. Auglýslngasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Vanstjórnin í orkumálunum ¦ Það er ljóst orðið, að mikil vanstjórn hefur ríkt í orkumálum þjóðarinnar á undanförnum árum. Fjárfesting hefur verið mikil og skipulagslaus og því safnazt stórfelldar skuldir erlendis. Sparnaðar virðist ekki hafa gætt nægilega í stjórnun þeirra fyrirtækja, sem hér koma mest við sögu. Afleiðingarnar eru að koma í ljós í sífelldum hækkunum orkuverðsins til innlendra neytenda. Þó virðist enn fjarri því, að þar séu öll kurl til grafar komin. Sum orkufyrirtækin, eins og Landsvirkjun og Hitaveita Reykjavíkur munu fara fram á stórfelldar hækkanir eftir áramótin. Þess ber að gæta, að orkusamningurinn, sem upphaflega var gerður við álverið, á sinn pátt í þeim ógöngum, sem orkumál landsins eru komin í. Alverið í Straumsvík hefur á undanförnum árum verið mesti styrkþegi landsins og er það enn. Þungur skattur hefur veriðlagður á allalandsmenn svo að hægt væri að borga niður verðið á orkunni til álversins. Við þennan smánarsamning hefur það svo bætzt síðustu árin, að þegar þörfin hefur verið mest fyrir það að fá orkuverðið til álversins hækkað, missti ráðherrann, sem fór með orkumálin, Hjörleifur Guttormsson, öll tök á málinu. {stað þess að einbeita sér að því að knýja fram hækkun á orkuverði til álversins, eyddi Hjörleifur bæði tíma og fjármunum í skýrslugerðir um skattamál fyrirtækisins og tilheyrandi samningaþóf. Hækkun orkuverðsins var alveg lálin mæta afgangi. Skattamálunum átti að sjálfsögðu að vísa strax til gerðardóms, og beina síðan kröftunum að því að knýja fram hækkun orkuverðsins. Sök Hjörleifs Guttormssonar í orkumálunum er meiri en sú ein, hversu slælega hann gekk fram í því að fá hækkun á umræddu orkuverði. Skipulagsleysið í fjárfestingum og gífurleg skuldasöfnun erlendis síðustu árin skrifast að verulegu leyti á reikning hans. Við stjórnun orkumálanna skorti hann nauðsynlega yfirsýn. Það átti sinn þátt í því, hvernig fór í fjárfestingarmálunum Stjórnarandstaðan átti líka sinn drjúga þátt í þessu. Hún rak áróður fyrir orkuframkvæmdum um landallt, ásamt kröfum um stórvirkjanir í þágu svissneska álhringsins og fleiri auðhringa. Þetta studdi að því að rugla Hjörleif í ríminu. Það er hollt að rifja þessa mistakasögu alla upp til þess að læra af henni. Nú verða að koma til skjalanna önnur og jákvæðari vinnubrögð. Orkuframkvæmdir verða að sjálfsögðu að halda áfram, en stjórnast af meiri yfirsýn en áður. Það sjónarmið verður að ráða meira en áður, að ekki er hægt að gera allt í einu. Það verður að fylgja markvissri áætlun, sem m.a. tekur mið af því, að ekki sé stofnað til erlendra skulda meira en hófi gegnir. Landsvirkjun á ekki að geta farið sínu fram eins og stjórnendum hennar sýnist og heldur ekki Hitaveita Reykja víkur. Það verður að samræma fyrirætlanir og framkvæmdir þessara fyrirtækja. Óneitanlega hefur Hitaveita Reykjavíkur þar mikinn rétt, því að illa yrði þjóðin sett, ef heita vatnið þryti, sem hún þarf að nota. Taka þarf upp miklu strangara eftirlit með starfrækslu opinberra fyrirtækja og stofnana á þessu sviði. Það er spor í áttina, að Sverrir Hermannsson hefur nú farið að ráðum Steingríms Hermannssonar og falið sérstöku ráðgjafar- fyrirtæki að kanna rekstur þeirra orkufyrirtækja, sem heyra undir iðnaðarráðuneytið. Þetta eitt er þó ekki nóg. Þessu verður að fylgja vel eftir. Hér þarf Alþingi sjálft að grípa í taumana og framkvæma jafnhliða rannsókn á sínum eigin vegum. Alþingi hefur verið alltof tómlátt í þessum efnum og treyst í blindni á framkvæmdavaldið. Vanstjórninni í orkumálum verður að linna. Nú þarf ný vinnubrögð. Annars fer illa. Þ.Þ. skrifað og skrafað ¦ Árásir Morgunblaðsins á stuðning samvinnuhreyfingarinnar við íþróttastarfsemina í landinu verður í það minnsta ekki íþróttahreyfingunni til framdráttar. Æðiskast Morgunblaðsins ¦ Morgunblaðið hefur fengið eitt af þessum sér- kennilegu æðisköstum, sem virðast grípa menn þar á bæ með vissu millibili. Að þessu sinni er það stuðningur Sam- bands íslenskra samvinnu- félaga við íþróttahreyfinguna í landinu, sem verður fyrir barðinu á hamagangi Mogga- manna. Sambandið hefur sem kunnugt er undanfarið ár styrkt íþróttahreyfinguna myndarlega með svonefnd- um íþróttastyrk Sambands- ins, sem er auglýstur til um- sóknar á hverju ári. Samtök íþróttafólks geta sótt um þennan styrk, en yfirleitt fær aðeins eitt samband hann ár hvert og er þá gerður sérstakur samningur þar að lútandi hverju sinni. Það eru þessir samningar, sem hafa komið Moggamönnum svo mjög úr andlegu jafnvægi, að öllum öðrum blöskrar. Kjartan P. Kjartansson birtir í Morgunblaðinu í gær athugasemd frá Sambandinu við þessi móðurssýkisskrif Moggamanna. Þar fekur hann í upphafi hvernig íþróttastyrkur sambandsins kom til, og segir þar m.a.: ,,a) Upphaf styrkveitingarinnar mun að rekja til umsóknar Körfuknattleikssambands ís- lands haustið 1979, en uni málið er gerð svofelld bókun í framkvæmdastjórn Sam- bandsins, fimmtudaginn 8. nóvember það ár: „5. Mála- leitun körfuboltalandsliðsins hefur borist Sambandinu. Samþykkt að vísa málinu til félagsfulltrúa Sambandsins til umsagnar." b) Þegar umsögn félagsfulltrúa lá fyrir var málið aftur á dagskrá í framkvæmdastjórn- inni þann 18. mars 1980 og þá gerð svofelld bókun: „Sam- þykkt var að veita körfu- knattleiksliði Islands fjárstyrk að fjárhæð 5-6 millj. króna og skyldi þessi viðurkenning veitt á blaðamannafundi sem Sam- bandið boðaði til af þvt' tilefni. Þessi slyrknr skyldi gilda í eitt ár, en jafnframt féllu niður aðrir hliðstæðir styrkir, sem Sambandið hefir veitt á sviði iþróttamála. Samþykktin næði þó ekki til þegar gefinna lof- orða á þessum vettvangi. Ef þessi styrkveiting gefst vel, að áliti Sambandsins, er áformað að skipta um að ári og veita þá annarri íþróttagrein styrkinn fyrir það ár." c) Þar sem styrkurinn fyrir árið 1980 tæmdist körfu- boltalandsliðinu nokkuð seint var ákveðið að það skyldi valið á ný úr hópi umsækjenda um styrkinn fyrir árið 1981. Varð það bókað á framkvæmda- stjórnarfundi í Sambandinu, þriðjudaginn 27. janúar 1981 og var styrkurinn að fjárhæð 90 þúsund krónur (þ.e. 9 mill- jónir g. króna)." Reglur um veitingu íþróttastyrksins Kjartan rekur síðan, að stjórn Sambandsins samþykkti 4. mars 1981 reglur um íþróttastyrkinn. Þær eru svohljóðandi: „l.gr. Tilgangur með veitingu íþróttastyrks Sambandsins er að efla iþróttastarfsemi í landinu, sem ein af menn- ingarþáttum þjóðfélags- ins, og auka þekkingu ísl. íþróttafólks á samvinnu- málum og samvinnustarfi. 2.gr. íþrótiastyrk Sambandsins geta hlotið sérsambönd og/ eða landssambónd er starfa að íþróttamálum. 3.gr. íþróttastyrkur Sambands- ins er veittur til eins árs í senn og er styrktartíminn almanaksárið. 4.gr. Að jafnaði skal einn aðili hljóta styrkinn hverju sinni, en heimilt er þó að skipta styrkfjárhæð á milli fleiri aðila. 5.gr. Arlega verður auglýst eftir umsóknum um íþróttastyrk Sambandsins. Umsóknir þurfa að hafa borist Sam- bandinu (framkvæmda- stjóra Skipulags- og fræðsludeildar) fyrir 1. ágúst. í september ár hvert verður tilkynnt hvaða aðili hlýtur iþróttastyrk Sam- bandsins á (komandi) næsta ári. 6.gr. Framkvæmdastjórn Sam- bandsins tekur ákvörðun um styrkfjárhæð og úthlut- ar íþróttastyrk Sambands- ins. 7.gr. Styrkveiting veitir Sam- bandinu heimild til að virkja starfsemi viðkom- andi íþróttagreinar til upp- lýsinga um samvinnuhreyf- inguna eftir nánara sam- komulagi við viðkomandi aðila." Engu að leyna Og enn segir í athugasemdum Kjartans: „Á framkvæmdastjórnarfundi þann 29. september 1981 var ákveðið að Handknattleikssam- band íslands skyldi valið úr hópi umsækjenda um styrkinn fyrir árið 1982 og nam fjárhæðin 150 þúsund krónum. Og enn var á l'iimli framkvæmdastjórnarinnar þann 5. október 1982 úthlutað íþróttastyrk Sambandsins fyrir árið 1983 og nú, með vísan til 4. greinar reglugerðarinnar, var fjárhæðinni skipt á milli tveggja sambanda þ.e. til Handknatt- leikssambands íslands 150 þús. krónur og til Frjálsíþróttasam- bands íslands 75 þús. krónur. í öllum áminnstum tilvikum hefir afhending íþróttastyrks Sambandsins farið fram á blaða- mannafundum, en þar hafa blaða- mönnum verið afhent kynningar- orð um styrkúthlutunina og fleira. Þar gafst þeim líka tækifæri til að spyrja aðila spjörunum úr, enda engu að leyna eins og Morgun- blaðið, því iniöur, vænir þó lilut- aðeigandi um. Um þetta geta blaðamenn Morgunblaðsins borið, þeim sem komið hafa til umræddra styrkúthlutana. í- sérstökum framkvæmda- samningi Sambandsins við 11(1 segir svo í 3. grein: „Frjálsíþróttasambandið hei- milar Sambandinu að imta starf- semi og aðstöðu FRÍ og umsvif frjálsíþróttalandsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýsinga og fræðslu um samvinnuhreyfing- una á hvern þann hátt sem Sam- bandið óskar og eðlilegt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem almennt tíðkast og fellur að gildandi lögum og reglum iþrótt- ahreyiingarinnar um auglýsingar íþróttamanna. Það er öllum kunnugt að ekki er sama með hvaða hugarfari lesinn er texti ritaðs máis, en vegna þeirra áþéttisorða sem koma fram í leiðaraskrifum Morg- unblaðsins, laugardaginn 12 þ.m., er skorað á blaðið að finna dylgj- um sínum stað um misnotkun Sambandsins á þeim sem iþrótta- styrksins hafa notið, eða aðila annars staðar í íþróttahreyfing- iiniii, vefjist fyrir blaðinu að finna sök hjá Sambandinu við fyrr- greinda ailila." Breytir ekki velvilja til íþróttahreyfíngar innar I athugasemdinni er lögð áhersla á að þessi ofstækisskrif Morgunblaðsins muni ekki hafa nein áhrif á áframhaldandi vel- vilja Sambandsins til iþrótta- hreyfingarinnar: „Þau skrif sern Morgunblaðið heflr ástundað i garð Sambands- ins um íþróttamál munu ekki hafa áhrif á áframhaldandi velvilja þess í garð íþróttahreyfingarinnar og er þess vænst að aðrir velviljað- ir aðilar lali heldur ekki stóryrðin hræða sig frá að lilúa að æsku landsins, sem líklega á sér hvergi betri samastað en íþróttahreyfing- niia. að heimili og skóla undan- skildum. Nær væri að fá þá sem svoha skrif ástunda til samstarfs við íþróttahreyfinguna svo þeim verði fullljóst það mikla slarf sem þar er unnið og reki ekki fleyg á iinlli hennar og þeirra sem vilja styrkja hana og efla. Hermt er m.a. eftir fyrrverandi formanni HSÍ að íþróttasamb- öhdum sé nauðsyn á að „selja sig". Vonandi er hér rangt haft eftir, en sé svo ekki harmar Sam- bandið slíkt gáleysi i orðavali, lalur þessi ummæli ómakleg og betur ósögð. Ef einhvers staðar er í ákvæðum eða orðavali þau atriði sem íþróttahreyfingin vill breyta eða skoða nánar er Sambandið ekki svo „íhaldssamt" að það bifist ekki við rökum eða óskum viðsemjenda, - en helst vill það láta verk sin og athafnir skýra velvilja sinn í öllum góðum nialiiiii. Þesser vænstaðMorgun- blaðið geti orðið samvinnuhrey- fingunni samstíga á þeim ferli." Samningar við Samvinnuferðir Morgunblaðið er svo blindað í ofstæki sínu að það lætur sér ekki nægja að ráðast á Sambandið, heldur líka á viðskiptasamninga Samvinnuferða við íþróttafélög. Helgi Jóhannsson, sölustjóri fyrirtækisins, svarar þessum ó- maklegu árásum í Morgunblaðinu í gær og segir þar m.a.: „Samvinnuferðir-Landsýn hef- ur gert sína eigin sérsamninga við íþróttahreyfinguna. Þeir samn- ingar eru með öilu óháðir Sam- bandinu og koma íþróttastyrk þess ekkert við. Samvinnuferðir- Landsýn er ferðaskrifstofa ýmissa fjöldasamtaka í landinu og rekur starfsemi sína fyrir ótal verkalýðs- félög og aðildarfélög á sjálfstæð- um grundvelli. Morgunblaðið gefur hins vegar berlega í skyn að KKÍ, HSÍ, og FRÍ hafi undirritað samninga við SL vegna þrýstings frá Samband- imi. Þetta er airangt. Hið sanna er að KKÍ hefur í mörg ár átt föst viðskipti við SL, HSÍ hel'ur starf- að með ferðaskrifstofunni á ann- að ár og FRÍ bættist síðan í hópinn í ár. KKI er ekki handhafi iþróttastyrks Sambandsins lengur og var það ekki er samningar við SL voru gerðir. Iþróttastyrkur Samvinnuhreyfingarinnar er greiddur í peningum og skyldar sérsamböndin á engan hátt til viðskipta við Samvinnuferðir- Landsýn. Samvinnuferðir-Landsýn styrk- ir hins vegar þessi þrjú sambönd á ýmsan hátt, óháð Sambands- styrknum á allan hátt. 1 samstarfs- samningi okkar við sérsamböndin er þeim tryggður myndarlegur stuðningur gegn því einu, að þau beini viðskiptum sínum til Sam- vinnuferða-Landsýnar svo fremi sem ferðaskrifstofan sé í cinii og öllu samkeppnisfær í verði og gæðum þjónustunnar. Sé svo ekki, er þeim frjálst að kaupa ferðaþjónustu hvar sem betur er boðið, án þess að það hafi nokkur áhrif á áframhaldandi samstarf við SL. Samvinnuferðir-Landsýn verður einfaldlega að standast allar samkeppniskröfur og stuðn- ing á ýmsan hátt. Hér er því um verulega Imlníl fyrir íþróttahreyf- inguna að ræða og Samvinnuferð- um-Landsýn þykir vænt um að geta á þennan einfalda og látlausa hátt stutt við bakið á öflugu íþróttastarfi í landinu. Engum kemur á óvart að Morg- unblaðið skuli síðan í laugardags- blaðinu leita til ferðaskrifstofunn- ar Útsýn til þess að fá álit þaðan á samningum Samvinnuferða- Landsýnar. Auðvitað hvarflaði ekki að Mbl. að eðlilegra væri að ræða við þá ferðaskrifstofu sem hliil á að máli og úr herbúðum Utsýnar kom ekki minni yflrlýsing en sú, að kjarnorkustríð væri lijóni eitt miðað við samkeppnina frá Samvinnuferðum-Landsýn! Verður síst reynt hér að fá eðlilegt samhengi í þessa samlíkingu, en heldur finnst okkur hún samt ósmekkleg." Það er auðséð af viðbrögðum Morgunblaðsins við málefna- legum svörum talsmanna Sam- bandsins og SAmvinnuferða, að á þeim bæ telja menn sig vera í heilógu stríði. Og eins og oft vill verða þegar menn blindast þannig af trúarofstæki, þá skiptir sann- leikurinn þá engu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.