Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 9
V1IÐVIKUDA,qUR 17, ÁGÚJT 19» 9 á vettvangi dagsins Svavar Gestsson, alþingismaður: ÞAÐ ER LIÐIN TIÐ Nokkrar athugasemdir við varnarræðu Þórarins ■ Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein í Þjóðviljann, sem ég kallaði „Brautryðjandinn" og gerði þá grein fyrir því að Steingrímur Hermannsson hefði sannarlega haslað Framsóknar- flokknum nýja braut. Þórarinn Þórarins- son tók upp þykkjuna fyrir Steingrím. Taldi Þórarinn Steingrím Hermannsson feta troðna slóð í einu og öllu. Ég hé.it fast við mín fyrri ummæli í grein sem ég sendi Tímanum til birtingar. Greinin kom í blaðinu 3. ágúst sl., og svaraði Þórarinn henni samdægurs - en því miður: Þórarinn gat ekki nefnt eitt einasta dæmi um það, að áður hefðu formenn Framsóknarflokksins fram- kvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins með þeim hætti, sem Steingrímur Hérmanns- son er nú að gera sem forsætisráðherra. Til upprifjunar fór ég fram á þetta við Þórarin: 1. í fyrsta lagi ræddi ég um kjaraskerð- inguna og fullyrti að aldrei hefði önnur eins kjaraskerðing átt sér stað og hér er nú skipulögð af ríkisstjórninni, éða: „Ég skora á Tímann að nefna eitt dæmi um aðra eins kjaraskerðingu og þá, sem hér er ákveðin, frá grannlöndum okkar. Ég fullyrði að það dæmi er ekki til í BretlandiThatchers, né í Danmörku Schlúters, né í Þýskalandi Kohls, né í Noregi Willochs né Bandaríkjum Reag- ans." Þarna tíndi ég til alla afturhaldshöfð- ingja á norðvesturhveli jarðarinnar til þess að Þórarinn gæti leitað sem víðast fanga. Þórarinn er þekktur af greinum um alþjóðastjórnmál og honum ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að finna sambærileg dæmi - sérstaklega þegar honum er hjálpað eins og ég reyndi að gera með ábendingum mínum. Og hvað gerist: Þórarinn stendur á gati - hann er rökþrota og getur ekki nefnt eitt einasta dæmi um aðra eins kjaraskerðingu og þá sem hér hefur átt sér stað. 2. í annan stað bað ég Þórarin áð nefna dæmi um það, að samningar hefðu verið bannaðir á sama hátt og nú#. eða: „Getur Tíminn nefnt „eitt dæmi úr Islandssögunni um að frjálsir kjarasamn- ingar hafi verið bannaðir með bráða- birgðalögum með þessum hætti?" Þórarinn Þórarinsson er sem kunnugt er ekki einasta fróður um alþjóða- stjórnmál. Hann er einnig þaulkunnugur samtímasögunni enda hefur hann tekið þátt í henni sjálfur sem ritstjóri í fjóra áratugi. Þrátt fyrir þekkingu sína á samtímasögu gat Þórarinn ekki orðið við beiðni minni um að nefna eitt dænii. Hann stendur enn á gati - hann er rökþrota og getur ekki bent á eitt fordæmi þess, að verkalýðshreyfingin hafi verið svipt mannréttindum á fslandi með sama hætti og nú á sér stað. 3. Þá baðégÞórarin Þórarinsson vinsam- legast að nefna eitt dæmi um að ríkis- stjórn hefði áður með bráðabirgðalögum bannað vísitölubætur á laun í tvö ár. Þórarinn nefnir ekkert fordæmi þessa. Þó er hann sérfróður um sögu Framsókn- arflokksins. 4. Ég bað Þórarin Þórarinsson að nefna eitt dæmi þess, að þing „hafi ekki fengið að koma saman jafn lengi og nú í sögu lýðveldisins. Ég skora á hann að nefna eitt dæmi.“ Þórarinn svarar þessari spurningu með því að minna á árið 1953. Þá var kosið í júní - ekki í apríl eins og nú - og þing kom santan í október. Þá var ríkisstjórn mynduð 11. september og þingið kom því saman einum mánuði síðar. Nú var ríkisstjórn mynduð fyrir maílok - en samt kemur þing ekki saman fyrr en 10. október. Þannig fer þessi tilraun Þórarins út um þúfur. Einhverjir kunna að halda að það sé ánægjuefni að sjá andstæðinga rökþrota. Það er ekki ætíð svo. Það cr þvert á móti dapurlegt, að horfa upp á Þórarin Þórar- insson rökþrota. Það er til marks um að honum er brugðið; ekki einu sinni hann, • sá reyndi og fundvísi áróðursmaður Framsóknarflokksins, getur fundið Steingrími Hermannssyni málsvörn. Það kemur mér út af fyrir sig ekki á óvart, að sú málsvörn er torfundin, en það er athyglisvert, að Þórarinn Þórarinsson skuli ekki hafa fundið svo mikið sem eitt nothæft fíkjublað að bregða fyrir blygð- an Framsóknarflokksins. Það segir sína sögu. Hitt er þó sennilegri skýring, sem ég læt koma fram í lokin, Þórarni til málsbóta, að hann vilji ekki bæta um betur og að hann kæri sig ekki um að skýla Steingrími. Nokkrir Framsóknar- menn hafa þakkað mér fyrir greinina scm ég skrifaði í Tímann 3. ágúst. Þær þakkir benda til þess, að Þórarinn sé ekki eini Framsóknarmaðurinn scm er van- sæll þessa dagana með brautryðjenda- hlutverk Steingríms Hermannssonar í þágu Sjálfstæðisflokksins. Þessum mönnum er ljóst, að Framsöknarflokk- urinn er úr sögunni, sem pólitískur kostur félagshyggjumanna. Það er liðin tíð. gróður og garðar ■ Höfundur Ágúst H. Bjarnason. Eggert Pétursson gerði myndirnar. Út- gefandi Iðunn 1983. Þær gerast nú margar flórurnar, það er gróska í gróðurþekkingu landsmanna. Útkoma Flóru íslands, eftir Stefán Stefánsson árið 1903 var stórviðburður í íslenskri grasafræði. Fjórða útgáfa þeirr- ar bókar, aukin og endurbætt, er í undirbúningi. Árið 1945 kom út ný flóra, „íslenskar jurtir" eftir Áskel Löve, og 1970 „íslenzk ferðaflóra" eftir sama höfund, með meira myndavali en áður, m.a. nokkrum litmyndum. Hefur verið endurútgefin. Hugsað er einnig til að fræða útlendinga um gróðurríki íslands. Árið 1934 kom út í Kaupmannahöfn bókin „The Flora of Iceland and the Faroes". Höfundur C.H. Ostenfeld og Johs. Gröntved. Sú bók er löngu uppseld, en nýkomin er út endurskoðuð Ferðaflóra Áskels Löve á ensku: The Flora of Iceland. í sumar kom út hin mjög nýstárlega bók Islensk flóra með litmyndum. Þetta er falleg bók og mikill fengur að henni. Nothæfnin byggist einkum á litmyndun- um. Þær eru flestar mjög vel gerðar. Fáeinar fremur daufar hvort sem teiknun eða litgreiningu er um að kenna. Höf- undur texta og skipulags bókarinnar fer hér nýjar leiðir, og ryður farsæla braut, að ég hygg. Birtar eru litmyndir af 270 tegundum. Tækninni fleygir fram, fyrri ■ Lengst til vinstri er höfundur bókarinnar Ágúst H. Bjarnason. Myndagerðarmað- urinn Eggert Pétursson er lengst til hægri. Milli þeirra stendur Jóhann Páll Valdemarsson útgáfustjóri Iðunnar. Islensk flóra með litmyndum flóruhöfundar urðu að mestu að notast við svarthvítar myndir. Litmyndirnar gera fært að grípa til hinnar nýstárlegu greiningaraðferðar, þ.e. nota aðallega auðsæja hluti, þ.e. liti blómanna. í aðalgreiningarlykli er tegundunum skip- að niður í flokka eftir lit blómanna - blá, gul, hvít, rauðo.s.frv. Þettaerueinkenni sem allir geta auðveldlega áttað sig á. Innan hvers flokks er litur og fjöldi krónublaða undirstaðan, en þar sem þeim sleppir bætt við öðrum og reynt að gera þá auðskilda. Byrkningar eru vitan- lega greindir á annan hátt en blóma- plöntur. Flestir munu fljótt komast á lagið með að þekkja fjölda tegunda eftir þessari litmyndabók, og þá er tilganginum náð. Lýsingar einstakra tegunda eru stuttorð- ar en greinargóðar. Auk litmyndanna er lýst 60 tegundum. Alls þá 330 tegundum af um 470, sem nú teljast borgarar í gróðurríki landsins (vaxa villtar). Til að þekkja hinar, sem hér er sleppt, verður að leita í „gömlu" flórurnar með st'na hefðbundnu greiningarlykla. Starir og vatnajurtir urðu dálítið útundan í þessari bók, enda erfitt að semja einfaldan greiningarlykil yfir starirnar. Aftan við lýsingar er oft getið um nytjar af plönt- unum. Sjá og sérkafla um grasnytjar, annan um skýringar á latnesku, vísinda- legu, alþjóðlegu nöfnunum, og þriðja myndaágrip að grasafræði. Undirrituð- um líst vel á bókina við fyrstu athugun, en fullreynt verður úti í náttúrunni sjálfri hve notadrjúg hún er. Hafi höf- undur og teiknari þökk fyrir hana. Það sýnir grósku í grasafræði, sívax- andi áhuga á gróðrinum og aukna tækni, að þessi dýra bók var gefin út og að von mun á annarri með litaljósmyndum af íslenskum blómplöntum. Hinum „Iægri" plöntum er heldur ekki gleyrht og reynt að kynna þær almenningi. Sveppakver Helga Hallgrímssonar er handhægur leiðarvísir um æta sveppi. í undirbúningi munu rit um fléttur, mosa o.fl. deildir gróðurríkisins. í Flóru íslands og Ferðaflórunni er plöntum skipað niður eftir skyldleika og líkingu, en hér er þeim fyrst og fremst raðað eftir blómalit, en síðan er skipt eftir öðrum áberandi einkennum, þ.e. blómskipun, blaðlögun o.fl. Þetta getur valdið nokkrum ruglingi fyrir þá sem eitthvað hafa lesið um skyldleika jurt- anna, en nýja aðferðin er handhæg fyrir byrjendur og mun örva áhuga á íslensk- um villij urtum. Þekking á garðplöntum hefur aukist mjög i seinni tíð, en hinar mörgu „blómakonur" hafa líka augun opin fyrir villigróðri og rækta íslenskar plöntur í görðum sínum, ásamt plöntum frá mörg- um löndum heims. Spurningum svarað ■ Ég sé ckki eftir þeiin tfma, scm ég hefi eytt vegna þess að hafa tekið Svavar Gestsson íkennslustundir. Þótt þær séu ekki orönar mafgar, hafa þær bersýnilega borið nokkurn árangur. Svavar er stuttorðari, gagnorðari og ekki alvcg eins stórorður og í fyrri grein sinni. Kcnnslustundin þarf heldur ckki að vera löng að þessu sinni. Spurningum þcim, sem Svavar bcindi til mín, get ég að mestu svaraö með því, sem ég sagöi í svargrein minni 3. þ.m., en Svavar hefur ekki lesið hana nógu vandlega. Spurning 1: í svargrein minni 3. ágúst sagði á þcssa leiö: „Það er rétt. að hér hefur orðiö að grípa til róttækari efnahagsráðstafana og meiri kjara- skerðingar en hjá frændþjóöum okkar. Hjá þeim hefur ekkí orðið slík rýrnun á þjöðartekjum og hjá okkur og hcldur ekki verið lifað unt efni fram árum saman. Þar hefur ekki myndazt 160% verðbólga og allar efnahagsráðstafanir auðveldari hjá þeim af þeirri ástæðu." Svavar Gestsson veit vel, að ástand- ið hér er ekki neitt sambærjlegt við það, sem er í Brctlandi og Bandaríkj- unum, þar sem margar milljónir manna ganga atvinnulausar. Spurningar 2 og 3: Þeini var í raun svarað í grein minni 3. ágúst, en þar sagði: „Svavar Gestsson grípur til þess . orðaleiks að ég falsi umrnæli hans. Ég tali um lögbindingu á kaupi, þegar hann tali um að banna kauphækkanir. Skilur Svavar ekki, að þetta er eitt og hið sama? Þcgar kaup er lögbundið, cru kauphækkanir ólöglcgar og því óleyfilegt að rcyna að knýja þær fram. Hérlendis hafa kaupdcilur hvað cftir annað verið leystar með lögbindingu kaupgjalds, sent gilt hefur ákveðinn tíma, eins og lögbindingin nú. Oftast hefur lögbindingin gilt í lengrí tíma en átta mánuði. Ef Svavar efast um þetta, ætti hann að fletta í Þingtíðindum og mun hann þá sannfærast um að þetta er rétt. Lögbindingin nú cr að því leyti frábrugðin fyrri lögbindingúm. sem Alþingi hcfur samþykkt, að hún nær til fleiri aðila. Þar er fylgt fordæmi frænd- v þjóða okkar, sem hafa gripið til alls- herjarlögbindingar sem þáttar í efna- hagsaðgerðum. Norðmenn lögfestu gildandi kaupsamninga í 15 mánuöi í september 1978. og Danir lögfestu gildandi kaupsamninga í tvö ár haustið 1979. Fjgrri fór þó þvf, að ástandið hjá Norömönnum og Dönum væri á þess- um tíma eins uggvænlegt og hjá okkur nú. í báðum tilfellum þýddi lögbinding það, að kauphækkanir voru óleyfilcgar cða bannaðar, svo að notað sé orðalag Svavars." > Spurning 4: Enn get ég vitnað til greinar minnar 3. ágúst, þar sem sagði á þessa leið: „Það gat verið álitamál. hvort kalla átti þing saman í surnar. Vms rök mæltu með því, en önnur ckki. Mikil- vægust voru þau. að ríkisstjórnin þyrfti tíma til að undirbúa frekari aögcrðir, t.d. varðandi fjárntagnskostnaðinn, og ntyndi þinghald tefja þcttnan undir- búning. Betra væri líka, að nokkur rcynsla væri fcngin af aðgeröunum áður en þingið fjallaði um þær, Þessi viðhorf réðu úrslitum. Það er algengt, að nýkosið þing komi ekki saman fyrr cn eftir nokkra mánuði frá kosningum. T.d. fóru þing- kosningar frant í júní 1953. en þingið kom ckki saman fyrr en í októbet." Við þctta get ég svo bætt því, aö árið 1956 gerðist það einnig, að kosið var til þingsins í júní, cn þing kom ekki saman fyrr en í október. Það var þá, en ekki 1953, sent Jörundur Brynjólfs- son lét af þingmcnnsku, en gegndi þó áfram starfi forseta Sameinaðs þings þangaö til þingiö kom saman um haustið. Á þcssum tínta var líka vinstri stjórnin ntynduð, sem gaf út mikilvæg bráðabirgðalög, ef ég man rétt. Alþýðu- bandalagið, sem mun hafa þá heitið Sósíalistatlokkurinn, átti sæti í þcirri ríkisstjórn, hafði ckkcrt við þetta að athuga. Aðsjálfsögðu skiptir það ckki ncinu höfuðmáli. hvort 4 eða 6 mánuðir líða frá kosningum til þinghalds, held- ur fer þetta eftir þeim ástæðum, sem eru fyrir hendi hverju sinni og hvenær kosningar fara fram. Svavar Gestsson cr merkilega íhaldssamur af sósíalista að vera, ef hann telur að ekkert sé hægt að gera, nema forc'læmi sé fyrir því. Mér finnst það ánægjulcgt, að Svav- ar Gestsson gerir ekki athugasemdir nema við þcssi fjögur atriði i grein minni. Kennsla mín hefur borið þann árangur, að Svavar gerir cngár atfiuga- semdir við það, að kjaraskerðingin, sem komið hefur hér til sögu síðustu mánuði, hafi að langmestu leyti orðið til í tíð fyrrvcrandi stjórnar. Hann gerir ckki heldur athugusemdir við það, sem ég sagði um flugstöðina og framkvæmdir varnarliðsins. Ég tel mig ekki þurfa að svara, fullyrðingum Svavars um aö Stein- grímur. Hermannsson gangi erinda -Sjálfstæðisflokksins og FrarAsóknar- flokkurinn sé úr sögunni sent félags- hyggjuflokkur. Svipuð ummæli las égi Þjóðviljanum áður en Svavar fæddist. ' Slíkir sleggjudómar munu gefast Svav- ari Gestssyni jafnilla og Brynjólfi . Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni forðum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.