Tíminn - 17.08.1983, Side 13

Tíminn - 17.08.1983, Side 13
Verður hægt að bæta heilasköddun? ■ Lengi hefur veriö talið aö heila- sköddun sé ólæknanleg, en það hefur nú komið í Ijós að hægt er að bæta heila- sköddun með réttum efnasamböndum og í sumum tilfellum með því að græða nýjar frumur í heilann. Það hefur komið í Ijós í tilraunum með dýr að endurvöxtur fruma getur bætt upp andlega starfsemi og auk þess bætt minnið. Hópur vísindamanna við Clark há- skóla í Worcester í Bandaríkjunum hefur unnið að því að endurbæta minni í rottum, sem höfðu orðið fyrir heila- sköddun. Ur þeim höfðu verið teknir stórir hlutar úr þeim stað í heilanum, þar sem minnið er. Það tók því þessar rottur 18 daga eða meira að læra að komast út úr völundarhúsi til þess að ná sér í vatnssopa. Venjulegar rottur læra þetta á tveimur og hálfum degi. Veiku rottunum voru fyrst gefin eggja- hvítuefni, sem höfðu áhrif á taugavöxt- inn. Síðan var grætt í heila þeirra heilavefur á stærð við títuprjónshaus, en heilavefurinn var tekinn úr heila heil- brigðra rottufóstra. Notaðar voru fóst- urfrumur vegna þess að í þeim er mikið af vaxtarfrumum og þær samhæfast auð- veldlega nýju umhverfi. Árangurinn af tilrauninni var sá að heilasködduðu rott- urnar lærðu nú að komast út úr völundar- húsinu á 8ló degi. Þetta er að vísu mun lengri tími en það tók heilbrigðu rotturn- ar, en þó greinilega um framför að ræða. Þessar rannsóknir benda til að meiri möguleikar eru á að hægt sé að bæta heilasköddun en áður hefurverið haldið. Að sömu niðurstöðu hafa fleiri vísinda- menn komist. Tilraunir hafa farið fram á Elísabetar spítalanum í Washington með að græða fósturfrumur í rottur, sem hafa sjúkdómseinkenni, sem líkjast Parkinsonsveiki í mönnum. Frumurnar, sem græddar eru í rotturnar, geta fram- leitt dopamíne, en það er nauðsynlegt efni í heilanum, sem vantar í sjúku rotturnar og einnig í heila þeirra sjúk- linga, sem þjást af Parkinsonsveiki. Vísindamennirnir telja því, að verði svipuðum aðferðum beitt við menn, geti á næstu 5 til 10 árum verið hægt að lækna Parkinsonsveiki. Á sama hátt verði hægt að lækna ýmsa aðra heila- og mænu- sköddun m.a. MS (multiple Sclerosis) En áður en hægt er að gera slíkar tilraunir, verður að leysa ýmis siðferðileg vandamál í sambandi við að nota fóstur til slíkra tilrauna. Það mun þó kannskc ekki nauðsynlegt, því að ef til vill er hægt að taka frumur, sem framleiða dopamine úr sjúklingnum sjálfum. Einnig reyna vísindamenn að framleiða þau efni á vísindalegan hátt, sem gefa fósturfrumum hina læknandi eiginleika, þ.e.a.s. þegar þeir hafa komist að því hvaða efni er þar um að ræða, en þær tilraunir taka vafalaust nokkur ár. ÞRIR EINEGGJA OG EINN STAKUR Mörg börn í einu Tveir strákar og tvær stelpur ■ Þessir hamingjusömu foreldrar gátu varla trúað því að þau væru svo lánsöm að eignast fjögur myndarleg börn í einu. Hjónin eru ensk og konan hafði tekið frjósemislyf í fimm ár, þegar hún loks varð ófrísk og eignaðist fjórburana, sem eru tvær stúlkur og tveir drengir. ■ Taeko Hane, 32 ára gömul kona í Japan, eignaðist nýlega þessa myndar- legu fjórbura, sem allireru drengir. Þrír drengjanna eru eineggja, þ.e. orðnir til úr einu frjóvguðu eggi. Slík fjórburafæð- ing er nær einstæð. I legi móðurinnar hafa tvö egg frjóvgast og annað síðan orðið að þremur einstaklingum. Móðirin hafði engin frjósemislyf tekið og átti fyrir 4 ára son og tveggja ára dóttur. Foreldrarnir eru bæði yfir sig ánægð með fjórburana og þakka guði fyrir slíka hamingju. Einu erfiðleikarnirsem komu í hug hinna hamingjusömu foreldra voru þeir að erfitt yrði að þekkja drengina í sundur svona fyrst í stað. Drengirnir heita Akira (gáfaður), Tsuyoshi (sterkur), Makoto (heiðar- legur) og Takeshi (hraustur). ■ Davíð, Nicoletta, Jason, Emma, Grant og Elísabet eru fyrstu sexburarnir, sem vitað er um að hafi allir lifað. Þau eru nú 10 ára gömul. Sexburarnir eiga tvö eldri systkini 14 og 16 ára. Þeir búa með foreldrum sínum og systk .um í Cape Town í Suður-Afríku. Þau sjást hér á myndinni með móður sinni, sem segist þakklát forsjóninni fyrir að hafa gefið sér svo yndisleg börn. Eldhúshornið Salatsósur Þúsund eyjasósa Saxið smátt 1 harðsoðið egg, 1 lítinn rauðan piparávöxt, 6 grænar olívur og 1 lauk. Blandið þessu saman við 4 kúfaðar matsk. majones, 1 sléttfulla matsk. tómatsósu, 1 matsk. edik og krydd. Jógúrtsósa Skerið smátt [/i lítinn lauk. Blandið saman við hreina jógúrt (200 gr.) bætið í Vi tesk. sykri, !4 tsk. karrýdufti og 2 matsk. af smátt söxuðum myntu- blöðum. Piparrótarsósa með valhnetuni Skerið smátt ca. 70 gr. valhnetur. Blandiðsaman við 1 kúfaða matsk. af piparrótarsósu (horseradish sósu), 2 matsk. af majónesi og 200 gr. af hreinni jógúrt. Kúmensósa Þeytið saman ca. 120 gr. af rjómaosti og 4 matsk. mjólk. Blandið saman við Vi tsk. sykri, 2 tsk. kúmeni og kryddi. Salatsósur eru góðar með öllu grænmeti og best er að búa þær til fyrirfram og geyma í ísskápnum, þar til þær eru bornar fram. Hrísgrjónaréttir Hrísgrjónaréttur með fleski 200 gr. hrísgrjón, salt og pipar eftir smekk, 50 gr. smjör, 4 harðsoðin egg, skorin í bita, 4 steiktar eða soðnar flesksneiðar, skornar í bita, 4 pylsur, soðnar og skornar í bita. 1-2 matsk. péturselja (persille) Hrísgrjónin eru soðin, þar til þau eru mjúk. Vatnið látið renna af þeim og þau krydduð eftir smekk. Smjörið hrært saman viðogeinnigeggjunum, fleskinu, pylsunum og péturseljunni. Allt hitað og síðan borið fram með grófu brauði. Kjúklingar með hrísgrjónum 6 kjúklingalæri, 3 kjúklingabrjóst, (tekin í helminga) 6 matsk. olívuolía, 1 stór laukur, eitt hvítlauksrif, 400 gr. hrísgrjón 1 dós niðursoðnir (tómatar eða 4-5 tómatar skornir smátt) Vi 1. kjúklingasoð örlítið saffron, 150 gr. baunir (frosnar) 150 gr. rækjur (frosnar) Olían er hituð og kjúklingastykkin brúnuð. Laukur- inn er skorinn niöur og brúnaður. Þá er bætt við mörðum hvítlauk og hrísgrjónum og steikt í þrjár mín. Þá er kjúklingastykkjunum bætt í, einnig tómötum kjúklingasoðinu og saffron. Suðan látin koma upp og er rétturinn soðinn í 15 mínútur. Þá er baununum og rækjunum bætt út í og rétturinn soðinn í 10 mínútur í viðbót. Kýr óskast Óska eftir góðum mjólkurkúm eða kvígum komn- um að burði. Upplýsingar veitir Einar Helgason Hálsi Öxnadal (sími um Akureyri) Iþróttakennara vantar við grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-8619 og 93-8637.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.