Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 1
Blaðauki um Vesturland fylgir með í dag FJj OG ÍLBREYTTARA BETRA BLAÐ! Fii 18 nmtudagur 18. ágúst 1983 9. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15-Posthoif 370Reykjavik-Ritstjórn86300- Auglysingar 18300- Afgreidsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 ■ Slökkviliðið kom strax á staðinn þegar eldsins varð vart en hann breiddist svo fljótt út að ekki réðist við neitt. Tímamynd Ari Lieberman TUGMILLIÓNA TJÓN í STÓR- ELDSVOÐA A HELUSSANDI! — Ljóst að bætur tryggingafélaga hrökkva hvergi nærri brunatjóninu ■ Tugmilljónatjón varð þegar Hraðfrystihús Hellissands brann til grunna í gær. Öll hraðfrysti- lengjan, frystiklefar, vinnslusal- ur og móttökur eyðilögðust í eldinum og allar vélar í húsinu. í viðbót við verðmætatjón varð ómælt óbeint tjón því hraðfrysti- húsið var aðalatvinnuveitandi á staðnum og veitti um 60% íbú- anna atvinnu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig verður staðið að uppbyggingu en hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis gaf frá sér yfirlýsingu eftir fund í gær þar sem því var lýst yfir að brýnt væri að sem fyrst yrði hafist handa við að endur- byggja hraðfrystihúsið þar sem annars væri yfirvofandi alvarlegt ástand í atvinnumálum byggðar- lagsins. Eldurinn kom upp í vélarsal hússins um kl, 9.30 í gærmorgun en ekki er vitað hvað olli honum þar sem starfsfólk var í kaffi í kaffistofu hússins og í heimahús- um. Eldsins varð vart begar fólk sá reyk sem í fyrstu var talinn stafa af ammoníaki en fljótlega kom í ljós hvers kyns var því eldurinn blossaði mjög fljótt upp. Engum varð þó meint af því starfsfólk komst út áður. Slökkvilið Hellissands kom nær strax á staðinn og síðan kom slökkviliðið frá Ólafsvík og Grundarfirði skömmu síðar auk þess sem fjöldi heimafólks hjálp- aði til við slökkvistörf. Ekki varð þó við neitt ráðið því húsið varð alelda á skömmum tíma. Aust- anstrekkingur bar eldinn áfram og einnig voru allir innviðir og einangrun hússins þurr og eldfim. Slökkviliðinu tókst að verja saltfiskverkun sem var í öðru húsi rétt norðan við hraðfrysti- húsið en hraðfrystihúsið sjálft brann til grunna. Nokkurn veg- inn tókst að ráða niðurlögum eldsins um kl. 14.00 en slökkvi- starfinu lauk ekki fyrr en síðdeg- is í gær. Vinnsla hófst í húsinu á mánu- dag eftir mánaðarfrí og því varð ekki mikið af fiski komið í vinnslu. Um 20 lestir voru þó í ■ Húsið er gerónýtt eftir brunann. Á myndinni sést slökkviliðið dæla vatni í rústirnar. Tímam ARI mótttöku og í frystigeymslum voru nokkur þúsund kassar af unnum fiski og varð þetta allt eldinum að bráð. Þrír stórir bátar auk nokkurra minni báta lönduðu að staðaldri í Hellis- sandi og von var á tveim bátum með afla fyrir helgina, sem nú verða að leita annað. Eins og áður sagði varð verð- mætatjón gífurlegt í eldinum og skiptir tugum ef ekki hundruðum milljóna. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar framkvæmdastjóra er ógerningur að gera sér fulla grein fyrir tjóninu að svo stöddu en þó væri Ijóst að tryggingarfé næði enganveginn að bæta skaðann. Hraðfrystihús Hellis- sands hf. er hlutafélag í eigu einstaklinga. Ekki cr enn búið að taka • ákvörðun um hvenær uppbygg- ing hefst en að sögn Ólafs Rögn- valdssonar skrifstofustjóra verð- ur tekin ákvörðun eftir nokkra daga um hvort húsið verður byggt upp eða ráðist í nýtt hús. , Sjá nánar á blaðsíðu 2-3 - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.