Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 2
2 . 4 t - HMMTUDAGUR 18. 'ÁGtlST 1983 fréttir Sýning og námskeið um stærð- fræðikennslu ■ Dagana 20.-24. júní sl. var haldin aö Flúðuni ráðstcfna stærðfræði- kennara fr^ Norðurlöndum og sóttu hana rúmlega 30 kennarar frá Dan- mörku. Finnlandi, Svíþjóð og ís- iandi. í tengslum við sýninguna var haldin sýning á náms- og hjálpar- gögnum í stærðfræðikennslu í ) kennslumiðstöð Námsgagnastofnun- ar að Laugavegi 166 í Reykjavík. Á sýningunni cru- sýnishorn af nýju námsefni í stærðfræði frá um 20 útgefendum í Danmörku, Svíþjóð og Finnlajidi, en hinir þátttakendurn- ir útveguðu efni. Þá eru á sýningunni gamalt og nýtt námsefni innlent, s.s. námsspil, rökleikir og þrautir og er þetta einkum ætlað fyrir nemendur á grunnskólastigi. í tengslum vi<\ sýniriguna verður nú í ágúst efnt til sérstakrar dagskrár fyrir stærðfræðikennara í kcnnslu- miðstöðinni. Haldin verða tvö vinnu- kvöld um efnið og ber það heitið „Hvernig nýtum við umhvcrfið og áhuga nemenda í stærðfræðikennsl- unni? Hvernig nýtist stærðfræðin í lífmu?“ Fyrri fundurinn verður haldinn mið- vikudaginn 24. ágúst kl. 20:00-22:30 og er einkum ætlaður nemcndum 1.-4. bekkjar. Leiöbeinandi verður Guðný Helgadóttir kennari. Scinni fundurinn verður haldinn fimmtudag- inn 25. ágúst kl. 20:00-22:30 og er hann ætlaður kennurum 5.-9. bekkjar. Aöalleiðbeinandi veröur Anna Kristjánsdóttir. Einnig gefst kennurum 5.-9. bckkjar kostur á að koma í kennslumiðstöðina til að vinna að verkefnagcrð í stærðfræði undir leiðsögn Önnu Kristjánsdóttur og Kristjáns Guöjónssonar. Sýningih er vcröur opin tii 2. scptcmbcr og er hún opin mánudaga lil föstudaga frá kl. 13:00-18:00. ÞB 1% gatna ómalbikaðar ■ Á síðasta ári voru lagðir 11.3 km af nýjum malbikuðum götum og 1.1 km malbikaðir afeldrigötum. Liigð- ir voru 1.5 km af nýjum malargöt- um. 1 árslok 1982 var samanlögð lengd gatna í Rcykjavík um 288.4 km. Þar af voru malbikaðar götur 268.4, en maiargötur 20.0 km. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkom- inni ársskýrslu gatnamálastjóra í Reykjavík. Af þeim malargötum sem í notkun. eru, eru 17.1 km. bráðabirgðagötur sem ciga að leggjast niður samkvæmt aðalskipulagi, þannig að malargötur sem eftirerað malbika eru 2.9 km. Á því aðeins eftir aö malbika um 1% gatnakerfisins í borginni. - JöK Skyndihjálp kennd í grunnskólum ■ Rauði kross fslands og mcnnta- málaráðuncytið hafa komiö sér sam- an um að stcfnt verði að því að koma á kennslu í almcnnri skyndihjálp í efstu bekkjum grunnskólanna. Til undirbúnings því gaf Rauði krossinn út íslenska þýðingu bókarinnar Skyndihjálp sem var rituð af Uffe Kirk hinum danska. Er ætlast til að hún vcrði lögð til grundvallar 18 kennslustundum í skyndihjálp. Rauði krossinn hcfur gefið eintök bókarinnar, nemcndurn í þeim grunnskölum sem tóku upp kennslu í skyndihjálp á síðasta skólaári. Verð- ur þaö væntanlega einnig gcrt á næstá skólaári í þeim grunnskólum scm taka þá upp kennslu í skyndi- hjálp. 10 daga námskeið í skyndihjálp liefst nú á laugardaginn í húsnæði Rauða krossins að Nóatúni 21. Er það ætlað þcim er lokið hafa almcnnu skyndihjálparnúmskeiði og vilja fá réttindi til kennslu í skyndihjálp. Aðalkennari vcrður Guðbjörg Andrésdóttir. - Jól. Fjöldi fólks aðstoðaði við slökkvistarfið enn ekki réðist Tímamynd Sigurjón HRÆDDUR UM AD MENN VERDIAD LEITA ANNAД — segir Halldór Kristjánsson starfsmadur frystihússins en honum tókst að bjarga lyftara úr eldsvodanum ■ „Ég veit satt að segja ekki hvað tekur við. Þetta var aðalfyrirtækið í bænum og hér var flest fólk í vinnu. Ég er hræddur um að menn verði að leita eitthvað annað, niðrí Ólafsvík eða bara hvert sem er. Þetta getur jafnvel þýtt að fólk yrði að flytjast héðan í burtu, þetta er allt hrunið" sagði Halldór Kristjáns- son starfsmaður harðfrystihússins í sam- tali við Tímann. Varst þú hér inni í morgun þegar eldurinn kom upp? „Ég var inni í flökunarsa! og varð þá var við lykt sem ég hélt fyrst að væri plastbræla. Þetta virtist vera lítið í fyrstu og maður gerði sér bara ekki grein fyrir hvað þetta var alvarlegt. Þetta jókst svo hratt og þegar ég var kominn út stóð mökkurinn út um allar glufur". „Eg fór svo og náði í reykköfunartæki og komst hér aftur inn og náði lyftaran- um sem er þarna í gangi við slökkvistarf- ið. Það var um það bil það eina sem bjargaðist úr brunanum fyrir utan tvær roðflettingarvélar og eina flökunarvél. Þær sluppu við eldinn en síðan þarf auðvitað að hreinsa þær, og þær gætu hæglega verið ónýtar líka“. - Veistu hvar eldurinn kont upp? „Hann kom upp í vélarsalnum. Þar var gamall frystiklefi við hliðina og veggirnir voru ekki steyptir alveg upp í loft og eldurinn komst í hina klefana gegnum gamla klefann. Verkstæðið skemmdist ekki eins mikið vegna þess að veggirnir þar voru steyptir alveg upp í loft.“ ■ Halldór Krístjánsson starfsmaður Hraðfrystihússins. Honum tókst að ná lyftara út úr húsinu áður en það varð alelda. Tímamynd Ari „ÆVISTARFIÐ HRUNID TIL GRUNNAÁ ÖRFÁUM MÍNÚTUM” —segir Rögn- valdur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Hrað- frystihúss Hellissands ■ „Það er óhætt að segja að þarna hafi ævistarfið hrunið til grunna á örfáum mínútum," sagði Rögnvaldur Olafsson framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands hf í samtali við Tímann í gær. „Tjónið nemur tugmilljónum og þá er óbeina tjónið ekki talið með sem í rauninni er grætilegast", sagði Rögnvaldur. „Það komu hingað matsmenn frá Tryggingarmiðstöð- inni í dag og skoðuðu húsið og þeir dæmdu allt ónýtt.allar vélar og annað innbú. Tvær flökunarvélar eru enn óathugaðar. Síðan eru húsin í rúst og sennilega gerónýtt," „Þetta var annar dagurinn sem unnið var í húsinu eftir mánaðar sumarfri og í hléinu voru allar vélar teknar í gegn og málaðar og þar með var öll sú vinna unnin fyrír gýg. Ég hef ekki tekið ncina ákvörðun uin hvað verður gert hér, hvort húsið verður byggt upp eða ráðist í nýtt. Það eina sem hefur verið ákveðið er að á morgun verður byrjað að hrcinsa til og þá verður e.t.v. hægt að gera sér betur grein fvrir ástandinu". - GSH - GSH ■ Eldurinn blossar upp þak hraðfrystihússins. Tímamynd Sigurjón

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.