Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAiGUR 18/ ÁGÚST 1983 3 fréttir Hradfrystihúsið á Hellissandi sem brann til kaldra kola ígærdag: „HEFIIR VEITT 60% ÞEIRRAR ATVINNU SEM HÉR ER AD FÁ" — segir Auðunn Ólafsson, sveitarstjóri Neshrepps ■ „Þetta er auðvitað geysilegt áfall fyrir þorpið, þar sem þetta er eina frystihúsið á staðnum og hefur veitt um 60% þeirrar atvinnu sem er hér að fá í byggðarlaginu. Hér hafa verið um 60-70 manns í vinnu þegar mest er að gerast og síðan er auðvitað ýmislegt sem tengist því“, sagði Auðunn Bjarni Olafsson sveitarstjóri Neshrepps, í samtali við Tímann í gær. ■ Auðunn Bjarni Ólafsson sveitar- stjóri Neshrepps utan Ennis. Tímamynd Ari „Þetta er ef til vill öllu meira áfall þegar hugsað er til þess að hér hefur verið óvenju mikil bjartsýni í fólki undanfarið og fólk hefur verið að byggja umfram það sem það hefur gert áður. Þegar þetta kemur svo upp á verður áfallið heldur stærra en annars hefði verið. Og maður er satt að segja ekki farinn að gera sér grein fyrir hvað tekur nú við.“ - Er hraðfrystihúsið alveg ónýtt eftir brunann? „Öll hraðfrystilína er ónýt, það er ekki hægt að sjá ncina heila brú í henni. Það tókst að verja saltfiskverkunina en frystigeymslur og verkunarsvæðið fyrir hraðfrystiiðnaðinn er allt farið. - Hefur ekki nýlega verið bætt við húsið og það endurbyggt? „Það er ekki langt síðan bætt var við frystigeymslurnar og það var stór áfangi. Síðan hefur stöðugt verið að betrumbæta húsið. - Hcfur nokkuð verið athugað hvaða ráða er hægt að grípa til? „Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því. Það verður hreppsnefndar- fundur í dag og þar verður þetta mál tekið fyrir, en það er enginn farinn að gera sér grein fyrir hvað tckur nú við.“ - GSH ■ Um 20 lestir af fiski voru í móttökunni og eyðilagðist allt í eldinum. Tímamynd Ari. ■ Slökkviliðið hressir sig á kaffi þegar stund gafst en konur á Hellissandi voru óþreytandi við að færa björgunarmönnum hressingu. Tímamynd Ari - segir Ómar Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri á Hellissandi ■ „Ég held satt að scgja að slökkvi- starfið hafi gengið vcl miðað við allar aðstæður og ég er ánægður með að þegar upp er staðið skyldu ekki hafa orðið nein slys á mönnum. Það var mikil sprengihætta hér útaf ammoníaki og gaskútum og öðru þessháttar,“ sagði Ómar Lúðvíksson slökkviliðsstjóri á Hellissandi í samtali við Tímann í gær. „Eldurinn kom upp um kl. 9.30 og við komum á staðinn skömmu síðar. Þá logaði ekki uppúr þekjunni en stuttu seinna stóð allt í björtu báli. Gamla frystiklefaloftið var einangrað með sagi og þama var einnig gömul umbúðageymsla 'sem eldurinn komst í mjög fljótlega og það varð ekki við neitt ráðið. Það björguðust þó roðfletti- og flökunarvélar og það tókst að varna því að eldurinn kæmist í beinaverksmiðjuna og söltunar- stöðina hér fyrir neðan en hefði hann verið að sunnan eða suðaustan hefði það allt farið líka.“ „Ég held að við höfum verið lánsamir að þetta gerðist á þessum tíma en ekki t.d. að vetrarlagi. Ef lækurinn hér hefði t.d. verið frosinn hefði ekki verið að sökum að spyrja, það þarf mikið vatns- magn undir þessum kringumstæðum. Það skorti því ekki vatn en þetta var þannig bygging að það var tómt mál að tala um að verja hluta af henni því þetta varð allt að einu eldhafi á skömmum tíma.“ „Tjónið hér er alveg gífurlegt,“ sagði ómar ennfremur, „sérstaklega fyrir svona lítið þorp þegar það missir burðar- ás atvinnulíísins. í stærri stöðum er það ef til vill ekki eins tilfinnanlegt tjón þó eitt fyrir tæki lamist en hér er það öllu alvarlegra, sérstaklega þar sem Hrað- frystihúsið hefur haldið uppi atvinnulíf- ■ Ómar Lúðvíksson slökkviliðsstjóri á Hellissandi. Tímainynd Ari „TJÓNIÐ HÉR ER ALVEG GfFURLEGT” ■ Slökkviliðið dælir vatni inn í húsið og fremst freistar reykkafari inngöngu. Tímamynd Sigurjón

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.