Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 6
TOFRASMYRSLIÐ LÆKN- AÐI ELIZABETH TAYLOR ■ Það hafa heldur bet- ur orðið umskipti á högum Elizabeth Taylor upp á síðkastið. Breyt- ingarnar, sem hafa orðið á henni að undanförnu, hafa komið vinum henn- ar ánægjulega á óvart og bandarískir læknar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Allt frá því um áramót hefur útlit Elizabeth þótt bera það með sér, að hún gengi ekki heil til skógar. Þá hafa áköf hósta- tilfelli gefið til kynna, að ekki væri allt með felldu. Skömmu eftir afmæli sitt í febrúar gekkst hún undir læknisrannsókn í Los Angeles. Þar felldu lækn- arnir þann úrskurð, að skuggar sæjust á lungum, en þeir treyst- ust ekki til að segja nánar um hvað væri þar að ræða, nema að undangengnum uppskurði. Elizabeth, sem hefur ekki ver- ið heilsuhraust um dagana og oft átt læknum og þeirra að- gerðum líf að launa, hikaði nú við. Hún ákvað að leita á náðir náttúrulækninga að þessu sinni. Vinur hennar og vonbiðill, mexíkanski lögfræðingurinn Victor Luna lét ekki sitt eftir liggja í leit að bata henni til handa. Hann gerði fyrirspurnir í heimalandi sínu, en þar hafa afkomendur Aztekanna við- haldið gömlum siðvenjum og setja enn traust sitt á lækninga- mátt jurta og olía, sem unnar eru úr þeim. I lítilli borg, Orizaba, skammt frá Vera Cruz, fann hann loks það, sem hann leit- aði að. Þar var honum sagt frá geitahirði einum, sem gerði smyrsl úr efnum úr kaktusum og jurtaolíum. Þessi smyrsl voru sögð gera kraftaverk. Victor Luna sendi sinni heittelskuðu óðar tvær dósir af þessu töfrasmyrsli. Þegar Elizabeth gekkst undir læknis- skoðun tveim vikum síðar, ætl- uðu læknarnir ekki að,< trúa sínum eigin augum. Skuggarn- ir, sem áður höfðu sést á lungunum, voru nú horfnir með öllu. Læknamir kunnu enga skýringu á því, sem gerst hafði. Elizabcth er nú eins og ný- sleginn túskildingur. Hún lætur ekki lengur fara í taug- amar á sér, hvaða útreið leiksýning hennar og Richards Burton á Einkalífi hefur fengið. Nú er hún full lífsvilja aftur og ætlar að takast á við ný verkefni, sem bíða hennar, s.s. þátttöku í sjónvarpsþáttum og aðalhlutverk í sýningu 'á Broadway, en þar er ætlunin að mótleikari hennar verði Ryan O’Neal. Og nú er hún reiðubúin að giftast vonbiðlin- um þolinmóða Victor Luna. ■ Elizabeth Taylor er nú aftur heil heilsu og hefur tekið gleði sína á ný. Það er ekki síst að þakka þrautseigju vonbiðils hennar, Victors Luna, sem hún er nú sögð loks hafa gefið jáyrði sitt. En á meðan hún var sem veikust varð hann að þola henni alls konar kenjar. M.a. henti hún í hann demantshring, sem hann hafði gefið henni, og öskraði á hann: - Hypjaðu þig burt. Fyrsta ást hollenska krónprinsins? ■ Nú er hollenski krónprins- inn, Willem Alexander orðinn 16 ára og kominn með hvolpa- ■ -Ég þekki þessa stelpu svo sem ekki neitt, sagði prinsinn og roðnaði upp í hársrætur. vit að því er fregnir frá Hol- landi herma. Ástæðan til þessa orðróms er sú, að til prinsins sást á flugsýningu í Holiandi með ungri Ijóshærðri dömu. Þau brostu hlýtt hvort til annars og settu sig ekki úr færi með að snerta hvort annað án minnsta tilefnis. En hver var stúlkan? Prinsinn varðist allra frétta og sagðist hrcint ekkert þekkja hana. Hann hefði bara rekist á hana á sýningunni. Og hann roðnaði upp fyrir haus. Þrautseigir fréttasnápar vora ekki á þeim buxunum að gefast upp við svo búið. Þeir báru myndir af unga fólkinu undir hvem þann, sem á vegi þeirra varð, ef vera kynni, að einhver bæri kennsl á stúlkuna. Ekki leið á löngu uns mynd af þeim var lögð á borð fyrir framan Martin nokkurn Schröder, forstjóra hollensks flugfélags, sem alveg granda- laus svaraði: -Þetta er 17 ára dóttir mín Paulette. Hún og prinsinn hafa þekkst óralengi. viðtal dagsins „MIKIL GROSKA ER NUI AMERÍSKRI MYNDHSr — segir myndlistarkonan Ölöf Kristjánsdóttir Wheeler frá ísafirði. ■ Ólöf Kristjánsdóttir Wheeler frá Isafirði. ■ Þessa dagana stendur yfir sýning á verkum Ólafar Kristjáns- dóttur Wheeler frá fsafiðri. Ólöf hefur verið búsett í Bandaríkj- unum undanfarin ár og haldið nokkrar sýningar þar. Blaða- maður leit inn á sýningu Ólafar sem hún heldur nú í Nýja Gallerí- inu að Laugavegi 12 og spurði hana fyrst hvenær hún hafi byrj- að að mála. „Ég byrjaði að mála fyrir um 17 árum síðan, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á myndlist frá því ég var unglingur í gagnfræða- skólanum á ísafirði, en þar lærði ég hjá ágætum teiknikennara sem hét Gunnar Klæng. Það var svo nokkru seinna sem ég fór á kvöldnámskeið í Handíða- og Myndlistaskólanum hér og fékk nokkra undirstöðu þar einkum hjá Erni Þorsteinssyni. Þá vil ég geta þess að ég lærði töluvert hjá hinum mikilvirka rithöfundi og listamanni Steingrími Sigurðs- syni einn vetur“. Síðan ferð þú út til Ameríku og heldur áfram þar? „Já, ég fór til Ameríku og innritaði mig í mjög virtan skóla þar. Nafn þess skóla er Americ- an River Collage og er staðsettur í Sacramento í Kaliforníu. Þar lærði ég alla undirstöðutækni í. málaralist en ég einbeitti mér þar töluvert að nokkuð nýrri tækni sem þar er að ryðja sér til rúms og heitir „Mixed media“, eða blönduð tækni. Á þessari sýningu má sjá nokkrar myndir sem ég hef unnið eftir þessari tækni og mér virðist fólk hér hafa áhuga á þeim myndum. Það kom mér nokkuð á óvart að hér er alls ekki eins mikil hreyfing í myndlist og í Ameríku. Þar er nú mikil gróska í myndlist og fjöldi fólks er að sýna þar allar tegundir myndlistar. Ég var t.d. í New Orleans nú fyrir skömmu og það var einstaklega ánægjulegt að sjá alla þá merki- legu hluti sem þar eru að eiga sér stað í myndlist“. Hvernig myndir málarðu svo aðallega? „Ég mála eiginlega allar gerðir mynda, þó heilla blómaog lands- lagsmyndir mig alltaf mest. Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.