Tíminn - 18.08.1983, Síða 7

Tíminn - 18.08.1983, Síða 7
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit ■ Nú þjálfar Edward stíft með landgönguliðunum í þeirri von að reka af sér slyðruorðið. Lausmælgi skólasystr- anna batt enda á vinskapinn ■ Þeir þykja ólíkir bræðurn- ir, Bretaprinsamir Andrew og Edward. Andrew er sem kunn- ugt er kvennagull hið mesta og virðist lítið skeyta um allt það umtal, sem skemmtanalíf hans vekur í fjölmiðlum. Edward aftur á móti er hlédrægur og kærir sig ekki um að komast á síður blaðanna fyrir hvaðeina, sem hann kann að taka sér fyrir hendur. Því var það, að þegar skóla- systur vinkonu hans í Ástralíu höfðu spjallað við bresk blöð og sagt þeim frá rómantískum gönguferðum þeirra og blóm- vöndunum, sem Edward hafði fært henni, sagði hann óðar skilið við vinkonuna. April Phillips heitir þessi fyrrum vinkona prinsins. Hún er aðeins 16 ára, dóttir sorp- hirðumanns. Henni þykir að vonum vinkonur sínar hafa leikið sig grátt og kann þeim lítið þakklæti fyrir lausmælg- ina. Það er hins vegar af Edward að frétta, að hann hefur nú ákveðið að reka af sér slyðru- orðið, en hann hefur löngum verið hæddur fyrir að vera hugdeigur og lítill fyrir sér. Til að herða líkama, og vonandi líka sál, hefur hann gengið í konunglega landgöngusveit, sem hefur mjög harða þjálfun á stefnuskrá sinni. Hann æfir nú af kappi með félögum sínum og hefur m.a. náð þeim árangri að sveifla sér á kaðli yfir straumþungt fljót, svona eitthvað í stfl við Tarsan. Þykir það afrek gefa góðar vonir um, að Edward sé e.t.v. ekki alls varnað og eigi kannski eftir að sýna sig vera hið mesta karl- menni. Hann hefur tímann fyrir sér, þar sem hann er ekki nema 19 ára. ■ Edward gaf Apríl PhiUips upp á bátinn eftir að ensk blöð höfðu komist á snoður um vinskap þeirra. hef nokkuð fengist við abstrakt, en þó minna. Nú á síðustu árum hef ég svo verið að fikra mig áfram með vatnslitina og tel mig hafa náð nokkuð góðum árangri þar. Því er ekki að neita að þeir eru mjög erfiðir og það þarf að beita mikilli tækni og aga til að ná árangri á því sviði. Eitt gott ráð í vatnslitamyndagerð er að bleyta pappírinn áður en byrjað er, því að pappírinn fær þá ákveðna mótstöðu. Annars var ég tiltölulega fljót að ná tökum á þessari tækni og ég er nokkuð ánægð með útkomuna. Það er þó sýningargesta að dæma um þessi verk. Önnur nýjung sem ég er nú með hér á þessari sýningu eru þessar flauelsmyndir svo kölluðu en þær eru málaðar með silki- litum. Það er mjög mikið um þessa gerð myndlistar í Ameríku núna og þessar myndir hafa selst hvað best hjá mér núna.“ Ég sé hér að í einu horninu eru eingöngu blómamyndir. Hvernig stendur á því. „Já, þessar myndir eru helgað- ar minningu bróður míns, Svein- björns Kristjánssonar, en hann var mikill knattspymumaður á sínum tíma og spilaði mikið með knattspyrnufélaginu Víkingi. Þess vegna væri ég ákaflega glöð ef liðsmenn þess félags sæju sér færi á því að koma og sjá þessa sýningu hjá mér. Nú, svo er hér önnur blómamynd sem er helguð minningu móður minnar og sést hún á mynd þeirri sem birtist í blaðinu. Ég var stödd í Flórída þegar hún lést og komst ég ekki til jarðarfararinnar og nokkru síðar málaði ég myndina“. Hvað um framtíðina? „Ég er nú á förum til Ameríku aftur en ég ætla að reyna að framlengja þessa sýningu til 3. september. Svogeriégmérvonir um að koma kannski hingað aftur á næsta ári og sýna þá á Kjarvalsstöðum þó erfitt sé að komast þar að. Annars er ég með fleiri járn í eldinum, er m.a. að semja skáldsögu sem heit- ir„Óperan Loretta". Hún kemur væntanlega út í Ameríku fyrir næstu jól“. Hvað kosta svo myndir þínar? „Þær eru allt upp í 30.000, og hefur salan verið nokkuð góð það sem af er“. ■ Mynd þessi var tekin af Andropov og félögum hans í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins, þegaratkvæðagreiðsla fór fram í þinginu um þá tillögu að hann yrði kosinn forseti Sovétríkjanna. Fremstireruámyndinni, auk Andropovs, Ustinov varnarmálaráðherra og Tichonov forsætisráðherra. Andropov boðar víðtækar breytingar á því hvernig hinir áætluðu þættir virki, hver áhrif þeir hafi á áætlunina og starfsagann, fram- leiðnina." Um sósíalískan aga sagði Júrí Andropov: „Kjarninn í sósíal- ískum aga er að sérhver helgi sig viðfangsefni sínu. Það er vissu- lega erfiðara heldur en að skrá þá sem koma of seint til vinnu við dyr fyrirtækisins. En þetta er meginatriði. Þettavelturaðsjálf- sögðu á vel skipulögðu hug- myndafræðilegu, pólitísku og upplýsandi starfi. En þetta starf verður að byggjast á nútímalegri skipulagningu vinnunnar, skynsamlegri niðurröðun starfs- fólksins, nægum efnislegum og tæknilegum birgðum, fullkomn- un á öllum sviðum siðferðislegr- ar, og efnislegrar einbeitingar... aðeins samhæfing andlegra, efn- islegra og skipulagslegra þátta getur hafið starfið á hátt menn- ingarstig - sem er bezta trygging- in fyrir aga í framleiðslustörfun- um“. Júrí Andropov fór hlýjum viðurkenningarorðum um hlut gamalla flokksmanna í félags- legu og pólitísku lífi Sovétríkj- anna. Hann lagði áherzlu á að þeir hefðu alltaf notið verðskuld- aðrar virðingar meðal þjóðarinn- ar. Hann sagði í því sambandi: „Gamlir flokksmenn búa yfir óviðjafnanlegri reynslu í að byggja nýtt líf - reynslu sem hefur auðgað allt mannkyn. Sögulegt mikilvægi þessarar reynslu er veganesti sérhverrar nýrrar kynslóðar.“ Þá fjallaði Júrí Andropov um starfið með æskunni. „{ okkar þjóðfélagi", sagði hann „eru engir árekstrar milli kynslóða, milli feðra og sona, eins og stundum er sagt. En það þýðir ekki að hér sé allt slétt og fellt. Yfirgnæfandi meiri hluti ungs fólks í dag“, sagði Júrí Andropov, „eru virkir þátttak- endur í kommúnískri uppbygg- ingu, verðugir erfingjar hug- sjóna feðra sinna. En það er þó einmitt í ljósi þessa að maður verður var við að sviksemi, óvirkni í starfi, og félagslegu lífi, skortur á aga, skýtur upp kollin- um og setur mark sitt á vissan hluta æskulýðsins". „Það er nauðsynlegt að hefja baráttu gegn slíkum fyrirbærum, slíkum tilfmningum", sagði AndropoV“. ÞAÐ virðist orðið augljóst, að Júrí Andropov hyggst koma fram víðtækum endurbótum á skipulagi atvinnufyrirtækja í Sovétríkjunum. Þessar endur- bætur virðast eiga að beinast að verulegu leyti að því að taka vestræn vinnubrögð til fyrir- myndar, án þess að breyta þó því grundvallaratriði, að fyrir- tækin séu opinber eign. Hins vegar verður dregið úr miðstýringu og stjórnendum fyrirtækja veitt meira svigrúm en áður til þess að móta reksturinn. Komið verður á vissri samkeppni milli fyrirtækja. Stefnt verður að aukinni hagræðingu og meiri aga. Sérstök áherzla verður lögð á, að rekstri fyrirtækjanna verði þannig hagað, að réttur maður sé í hverju rúmi, ef svo mætti segja. Þegar mun vera hafið að fram- kvæma sumar af þessum breyt- ingum, en bersýnilegt virðist, að Andropov hyggst læra af þeim mistökum fyrirrennara sinna, að reyna að koma breytingum á samtímis hvarvetna í Sovétríkj- unum. Hann ætlar að þreifa sig áfram og gera vissar tilraunir áður en heildarbreyting verður gerð á kerfinu. Fréttamenn telja, að þessar tilraunir verði fyrst um sinn aðal- lega gerðar í þremur ráðstjórnar- lýðveldum eða í Úkraínu, Hvíta- Rússlandi og Litháen. Aðeins í örfáum greinum munu breyting- arnar ná til Sovétríkjanna allra. í SKÝRSLU sérstakrar hag- fræðingarnefndar, sem falið var að gera úttekt á efnahags- og atvinnumálum Sovétríkjanna og nýlega hefur verið birt, kemur fram mikil gagnrýni á reksur atvinnufyrirtækja. Undir rós er deilt á miðstýringuna. Þá eru vinnubrögð mjög gagnrýnd og vinnusvik. Mælt er með meira sjálfstæði forstjóra og stjómenda fyrirtækjanna, en þess krafizt af þeim að þeir haldi uppi fullum aga og séu stöðugt vakandi fyrir því að bæta vinnubrögðin. í skýrslu þessari felst óbein ádeila á það fyrirkomulag, sem hefur festst í sessi í valdatíð Brésnjefs, og gefið í skyn að það hafi einkennzt af íhaldssemi og kyrrstöðu. Nokkrar tölur eru nefndar í þessu sambandi. Rakið er að hagvöxturinn hafi farið síminnk- andi síðustu 12-15 árin, en Brésnjef leysti Krústjoff af hólmi 1964. Á skeiði áttundu fimm ára áætlunarinnar (1966-1970) var hagvöxturinn 7.5%, á tímabili níundu fimm ára áætlunarinnar (1971-1975) var hann 5.8% og á tímabili tíundu fimm ára áætlun- arinnar (1976-1980) 3.8%. Á fyrstu árum elleftu fimm ára áætlunarinnar (1981-1982) hefur hann orðið 2.5%. Þetta sýnir gleggst að breyt- inga er þörf. Ýmsar hreinsanir, sem hafa átt sér stað í opinberri þjónustu síðan Andropov kom til valda, hafa ekki bitnað minnst á nán- ustu samherjum Brésnjefs. Sér- staklega mun þetta eiga við um lögregluna. Innanríkisráðherr- anurú, Nikolai Sheheleokov, var vikið úr embætti, en við því tók náinn samstarfsmaður Androp- ovs, Vitaly Fedorchuk, sem áður var hjá KGB. Fyrsti aðstoðarráðherra í inn- anríkisráðuneytinu var einnig látinn víkja, en hann var enginn annar en Júrí Churbanov, tengdasonur Brésnjefs. í kjölfar þessara breytinga á toppnum, hafa orðið miklar breytingar á undirmönnum, en talið er að mikil spilling og mútustarfsemi hafi þrifizt á vegum lögreglunn- ar. EKKI MUNU allir í Kommún- istaflokknum vera hrifnir af þess- um breytingum, og mun það ekki minnst eiga við um hina eldri leiðtoga og gamla samherja Brésnjefs. Þetta getur skýrt það, að 15. þ.m. hélt Andropov sérstakan. fund í Moskvu með gömlum flokksfélögum og átti tilgangur- inn að vera sá að heiðra þá með þessari samkomu. Aðaltil- gangurinn virðist þó hafa .verið sá að finna vettvang fyrir And- ropov til að boða hinar ráðgerðu breytingar og fá stuðning gömlu samherjanna. Andropov flutti við þetta tæki- færi ítarlega ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir fyrirætlunum sínum, og hefur hennar verið rækilega getið í rússneskum fjöl- miðlum. Tímanum hefur borizt stuttur útdráttur úr ræðunni frá APN. Hér fara á eftir nokkur atriði úr útdrættinum, sem gefa til kynna efni ræðunnar (þýðing APN): „Júrí Andropov lagði áherslu á að, þegar maður gaumgæfði það verk sem unnið hefði verið, væri nauðsynlegt að gera sér Ijóst að langt væri frá því að þau viðfangsefni sem síðasta flokksþing hefði lagt fyrir væru leyst. „Og umfram allt“, sagði Júrí Andropov, „við getum ekki ver- ið ánægðir með hve hægt hefur gengið að veita fjármagni til þróunarinnar. Ástæðurnar eru margar. Svo virðist sem við höfum ekki verið nógu áræðnir í að leita nýrra viðfangsefna, ó- sjaldan höfum við gengið hálfa leið í þessum efnum og okkur hefur ekki tekizt að yfirvinna tregðuna sem ríkt hefur. Nú verðum við að vinna upp það sem glatazt hefur. Það mun, meðal annars, krefjast breytinga á áætlunum, stjórnun og efna- hagslegri sjálfvirkni. Við erum skyldugir til að gera slíkar breyt- ingar til að geta stigið inn í nýtt fimm ára tímabil, ef svo mætti segja, full vopnaðir." „Það er því þörf sérstakrar varfæmi í framkvæmd efnahags- mála í svo margslungnu efnahags- kerfi sem okkar er“, sagði Júrí Andropov. „Þess vegna reynum við að undirbúa allar meiriháttar ákvarðanir og gaumgæfa sér- hvert spursmál af nákvæmni. Við gerum víðtækar tilraunir í kyrrþey, án þess að flýta okkur, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Getum ekki verið ánægðir með hve hægt hef ur gengið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.