Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 11
Hörður Hilmarsson Val: -OPIÐBRÉF til aganefndar KSI Rcykjavík 15. ágúst 1983 Aganefnd KSÍ! ■ Tilcfni bréfs þessa cr brottvísun undirritaús af leikvelli s.l. laugardag (13/8) í 1. dcildarleik Vals og l’róttar á Valsveliinum að Hlíðarenda. Éftir að sá atburður átti sér stað var það min fyrsta hugsun, að fá að verja mál mitt munn- lega er það kæmi fyrir nefndina. Mér varð þó fljótlcga Ijóst að engin von væri til að ég slyppi við refsingu fyrir nefnda brottvísun, en málinu yrði e.t.v. skolið á frest og óumflýjanlegt lcikbann kxmi til framkvæmda viku síðar. Slík frestun yrði cngum til góðs og allra sí/t mér og félagi ntínu, Val. Eigi að síður er'mér það kappsmál að mitt sjónarmið í þessu máli komi fram, og því fer ég fram á að bréf þetla verði lesið af nefndarmönnum í aganefnd KSÍ þegar fjallað verður um meintan útafrekstur minn í umræddum leik. Það er ckki ætlun mín að bera í bætifláka fyrir þá leikmenn sem sífeilt gagnrýna ákvarðanir dómara, því vitað cr að það er ckki til ncins. Sjálfur átti ég á tímabili oft erfitt mcó að sætta mig við það, sem cg taldi slaka dómgæzlu, en hef á síðastliðnum árum gcrt mcr far um aö sitja á mcr og sýna hvorki t orði né verki óánægju með störf dömara í þeim leikjum sem ég hef vcrið þátttakandi í. Tcl cg (og fleiri) að mér hafi orðið töluvcrt ágengt í þeim efnum, þótt vissulega meigi ftnna örfáar undantekn- ingarþar sem meðfæddirskapsmunirog/ eða áunnin réttlætiskennd hafa tekið völdin af góðum ásetningi og fyrirfram jákvæðu viðhorfi til dómara. Vegna þessa er þaö þcim inun erfiðara að sætta sig við að vera rckinn af lcikvelli í 1. skiptiö í 1. deildarleik með tilheyrandi lýsingum í fjölmiðlum, lýsingum scm ekki gefa rétta mynd af því sem fram fór. Upphafið að viðskiptum mínum við Baldur Scheving dömara leiksins var smávægilegt brot undirritaðs á Þorvaldi Þorvaldssyni, leikmanni Þróttar, brot sem Baldur dæmdi réttilcga aukaspyrnu á. Eftir afsökunarbeiðni til leikmannsins hljóp ég í átt að cigin marki, en sparkaði kncttinum á leiðinni til .baka nákvæm- lega á þann stað þar sem aukaspyrnan skyldítckin. Hef égheyrt frá áhorfanda að ég hafi spyrnt óþarflega fast og það hafi e.t.v. verið orsök þess að Baldri þótti ástæðá til aö sýna mér gult spjald. Ekki vcit cg hvqrt rétt sS, og enn síður vissi ég það þá fyrir hvað dómarinn var að sýna mér gula spjaldið. Varð mcr þá það á, að spyrja hæstvirtan dómarann í nieslu rólcghcitum fyrir hvað hann værl að áminna mig. Brást Baldur hinn'versti við þcssari saklausu spurningu ( sem ■ Hörður Hilmarsson. sjálfsagt var sctt fram á röngum stað og tíma) stjakaði viö mér og sagði mér að þegja. Nú, það má brýna dcigt járn svo það bíti ogég svaraði í sömu mynt, þ.e. sagði dómaranum að gcra slíkt hið sama. Vissulega óyfirvegað, barnalegt og hcimskulegt, en ég veit ekki hvaðan dómara kcmur vald til að lirinda mönnum og segja þeim að 'þegja og ætlast til að því sé tekið með bros á vör. Ef Baldur hefði verið eins rólcgur og yfirvegaður og dómarar í íþróttum þurfa að vera, hefði hann einfaldlega getað svarað spurningu minni eða sagst svara henni eftir leikinn. Það gerði hann ekki og er þetta ekki í fyrsta skipti sem dómari skapar illdeilur með því aö æsa upp (,,provokera“) leikmann, en það er önnur saga. Að sjálfsögðu er ég undirritaöur sjálf- um mér sár fyrir að hafa brugðist við á þann hátt sem ég gerði, en það er auðvelt að vcra rólegur upp í stúku eða heima í stofu, erfiðara að sætta sig við ýmislcgt í hita leiks. Og skaplaus væri ég ckki í íþróttum, þannig að þegar ég möglunariaust sætti mig viö að vera ýtt til og sagt að þegja að tilefnislausu mun ég snúa mér alfarið að Legokubbunum. Að lokum skal það tckið fram að ég bcr engan kala til Baldurs Scheving frekar en annarra íslenzkra knattspyrnu- dórmtra. Þeir eru allir ágætismenn sem inna af hendi afar vanþakklátt cn tíma- frekt starf í sjálfboðavinnu og standa sig oftast með sóma. Því mun ég áfrant rcyna í þeim leikjum sem ég hef einhvcr afskipti af, að auðvelda þeim störf sín frekar cn hitt. Virðingarfyllst Mcð iþróttakvcðju Hörður Hilmarsson ■ Hildigunnur Gunnarsdóttir fckk fyrir nokkru úthlutað styrk úr minningarsjóði Áslaugar Einarsdóttur, til framhaldsnáms í íþrótta- og uppeldisfræðum mcð fimlcika scm scrgrein, í kcnnaraháskóla Stokkhólmsborgar. Myndin er tekin þcgar Hildigunn- ur tók við styrknum úr hcndi Lovísu Einarsdúttur formanns fimlcikasamhands íslands. ■ Ragnar Margeirsson, langbesti maður íslenska liðsins í gærkvöld með hörkuskot að sænska markinu. Þetta var besta færi íslendinga í leiknum, byggt upp af Suðumesjamönnunum Óla Þór og Ragnari. Bemt Ljung markvörður Svía þurfti að hafa sig allan við að verja, en þar var á ferð frábær markvörður, þrátt fyrir að vera ekki markvörður nr. li Svíþjóð. Sá er Thomas Raveli, og hann sat á bekknum í leiknum. - Tímamynd Róbert [sagt eftir leikinn . . . Sagt eftir leikinn. . . Sagt eftir leik| I ■ Jóhannes Altason, þungbuinn a bekk íslenska liðsins. „Ægilega ódýr mörk“ ■ „Ég er að sjálfsögðu óánægður með leikinn“, sagði Jóhannes Atlason land- liðsþjálfari eftir lcikinn. „Þeir fengu strax í upphafi tvö ákaflega ódýr mörk, og strákarnir náðu sér ekki eftir það. Svíamir byrjuðu með látum, og léku betur. En það hefði ekkert verið óraun- hæft að staðan hefði verið 1-1 í hálfleik, við fengum mjög gott færi, þegar Ragnar komst á auðan sjó. - Ég var ánægður með liðið sóknarlega séð í fyrri hálfleik, en varnarlega séð í síðari hálfleik. Sví- arnir voru með miklu skipulegra lið, og á því unnu þeir. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem hingað hefur komið lengi, á því er enginn vafi. Nú sér maður hvar við stöndum í komandi Evrópu- leikjum.“ ■ Lars Amesson, ekki óhress með frammistöðu sinna manna. „Höfum jafnara lið“ ■ „íslenska liðið var svipað og ég átti von á“, sagði Lars Arnesson þjálfari Svía eftir leikinn. „Islendingar leika af hörku, og gerðu það nú. Munurinn í þessum tveimur liðum liggur aðallega í hve miklu jafnara lið við höfum. Ég er ánægður með úrslitin í leiknum, en það var að sjálfsögðu niðurdrepandi fyrir íslenska liðið að fá svona ódýr mörk á sig, eins og þau tvö fyrstu. Tommy Holmgren var bestur okkar, en í íslenska liðinu bar Margcirsson, nr. 9 af. Þá var Lárusson nr. 4 mjög sterkur, og menn fóru ekki framhjá honum, þó þungur væri. -En við eigum sterkara lið, þetta lið væri hægt að styrkja með fjórum leikmönnum sem leika á meginlandinu, og aðalmarkvörðurinn var á bekknum“. 2. deild kvenna íknattspyrnu: Egilsstaöastúlkur uppíl. deild! Fara þrju liö upp af landsbyggðinni? A-riöill: Höttur frá Egilsstöðum tryggði sér sigur í A-riðli 2. deildar kvenna á þriðjudagskvöldið þegar liðið sigraði Súiuna frá Stöðvarfirði, 7:1. Að vísu á Höttur yfir höfði sér kæru en hún er þess eðlis að varla verða tekin stig af liöinu, heldur er líklegt að félagið verði dæmt til greiðslu sektar vegna þess að notaöur var of stór knöttur í einum heimaleik liðsins. Þessi sigur Hattar var mjög öruggur og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri að sögn tíðindamanns blaðsins. Mörk Hattarstúlkna gerðu: Arney Magnúsdóttir 3, Hera Ármannsdóttir 3 og Anna Hannesdóttir. Að þessum leik loknum er aðeins eftir leikur Aftureld- ingar og Fylkis í Ariðli en öllum leikjum er lokið í B-riðli. Höttur : Súlan FH : Fram . . , Staðan: Höttur . FH .... Fylkir .. Fram . . Súlan . . Afturelding B-riðill: Hveragerði...............10:0 Hveragerði...............12:0 Þór KA Staðan: Þór........... 8 7 1 0 43:6 ÍBÍ .......... 8 5 1 2 40:7 KA ........... 8422 45:9 Hveragerði .... 8 2 0 6 6:41 Haukar........ 8 0 0 8 0:54 Næsta ár verður liðum í 1. deild kvenna fjölgað úr 6 í 8 og því er Ijóst að Höttur og Þór leika í henni næsta ár. Jafnframt eiga liðin að leika til úrslita þann 21. þessa mánaðar um það hvort þeirra verður íslandsmeistari. Vegna fjölgunar liðanna leika liðin sem urðu nr. 2 í riðlakeppni 2. deildar til úrslita um það hvort liðið tekur sæti neðsta liðsins í 1. deild. í þessu tilfelli eru það ÍBÍ og FH/Fylkir. Þannig gæti hæglega farið svo að þrjú lið utan af landi leiki í 1. deild kvenna á næsta ári, af þeim 8 scm þar keppa á næsta ári. Ef Fylki tekst að sigra Aftureldingu með a.m.k. 4 ntarka mun í síðasta leiknum nær Fylkir hagstæðara marka- hlutfalli en FH og tryggir s" til að leika við ÍBÍ. , Öldungamót í Leiru Opið öldungamót i golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru á laugardag. Það er Grandos kaffi sem gefur verðlaunin. Keppt verður með og án forgjafar, 18 holur, í tveimur flokkum, 50-54 ára, og 54 ára og eldri. Keppnin hefst klukkan 9 árdegis, og er skráð í Golfskálanum í Leiru í síma 92-2108 til föstudagskvölds kl. 20 SILFURFATI — komu Svíum á skrið og tap íslands var 0-4 þegar upp var staðið. Saenska liðið öruggt og heilum gæðaflokki ofar því íslenska ■ Tvö útsölumörk í lægsta verðflokki komu Svíum á skrið gegn Islendingum í knattspyrnulandsleiknum í gærkvöld, og eftir það var leikurinn leikur í höndum Svía. Aðeins hálft íslenska liðið starfaði rétt í hvorum hálfleik leiksins, sóknar- helmingurinn í fyrri háifleik og varnar- helmingurinn í þeim síðari. Aðeins einn leikmaður íslenska liðsins lék í sania gæðaflokki og Svíarnir, Ragnar Mar- geirsson, helst virtust hinir þjást al feimni. Manni fannst í raun að þetta liti bara vel út í byrjun, þar sembeygurinn af atvinnumannaleysinu og sterku liði Sví- anna hafði gert mjög vart við sig fyrir leikinn. íslenska liðið byrjaði frísklega og leikurinn fór fram á vallarhelmingi Svía að mestu, þar til á 9. mínútu þegar fyrsta alvöru sóknarlota Svíanna hvolfd- ist yfir sem íslensk sumarlægð. Svíar komust upp vinstri kantinn, þaðan kom fyrirgjöf nálægt marki, sem Þorsteinn Bjarnason markvörður missti af á klaufalegan hátt. Boltinn barst út á fjærstöngina þar sem Thomas Sunesson skaut föstu skoti í Sigurð Lárusson. Af Sigurði fór boltinn til Tommy Holmgren sem renndi til vinstri á Mats Jingblad sem þurfti aðeins að ýta knettinum yfir marklínuna í vinstra horninu, 1-0. íslendingar brugðust hraustlega við þessu, og byggðu fljótlega upp sókn sem reyndist hin hættulegasta íslands í leiknum. Óli Þór Magnússon náði bolt- anum í návígi við sænskan leikmann, lenti þaðan í návígi við annan og hélt boltanum, lék áfram og renndi síðan inn á miðjuna til Ragnars Margeirssonar. Ragnar lék á einn Svía, og lét síðan þrumuskot ríða af uin 20 metra færi, og Bernt Ljung markvörður mátti hafa sig allan við að verja. Leikurinn komst eftir þctta í nokkurt jafnvægi, uns næsta holskefla féll á 20. mínútu. Löng sending af miðjunni kom inn á markteiginn ætluð hinum eldfljóta Thomas Sunesson. Þorsteinn Bjarnason markvörður var of seinn út á móti boltanum, kom í hann jafnt og Sunesson og af Þorsteini hrökk boltinn út í vítateiginn til Sten Ove Ramberg sem skoraði örugglega í tómt markið, 2-0. Svíarnir léku af öryggi upp frá þessu, og fóru sér að engu óðslega. íslendingar sóttu líka, en fremur bitlaust. Hættan var mest þegar boltinn kom fyrir íslenska markið, Þorsteinn markvörður var eins ■ Hörkukeppni milli þeirra Elínar Reynisdóttur Ösp og Rúnu Hrafnsdóttur Björk í 60 m hlaupi á frjálsíþróttamóti þroskaheftra í Kópavogi. Tímamynd Róbert og úti á þekju, greip ekki inn í leikinn þegar hann átti að gera það, var heppinn í tvígang að Svíar voru of seinir að athafna sig, eftir að hann átti að vera búinn að góma boltann fyrir löngu. Svíar skoruðu sitt þriðja mark á 28. mínútu, náðu skcmmtilcgri skyndisókn. og Tommy Holmgren gaf glæsilega fyrir markið úr vinstra horninu. Boltinn sigldi út á fjærstöngina þar sem Glenn Hysen stökk hæst og skallaði í netið, glæsilegt mark, 3-0. íslendingar áttu tvö laus skot á markið, Sigurður Jónsson og Svein- björn Hákonarsson, en engin hætta. í lokin á fyrri hálfleik komst svo Sten Ovc inn fyrir, og fast skot hans small í vinklinum á markinu. Síðari hálfleikur var mun betri hjá íslenska liðinu, baráttulega séð. Jóhann- es Atlason virðist hafa talað yfir hausa- mótum liðsins, og mesta feimnin var farin af. Baráttan í lagi.ogtværskipting- ar í hálfleik til góðs. Bjarni Sigurðsson kom í markið, og Gunnar Gíslason inn fyrir Árna Sveins. Gunnar reif upp baráttuna í liðinu, og Bjarni öryggið uppmálað í markinu. Bjarni grcip vel inn í leikinn, var kóngurinn í teignum og átti tvö mjög góð úthlaup gegn manni. Islensku sóknirnar enduðu yfirleitt fyrir endahnút, og aðeins tvö skot af viti á markið, bæði framhjá frá Óla Þór og Ragnari. Svíar bættu svo fjórða markinu við 7 mínútum fyrir leikslok, Jingblad komst einn inn fyrir, Bjarni kom vel út á móti, en Jingblad lék á hann. Ólafur Björnsson komst fyrir Jingblad, en braut á honum og dæmt víti. Úr því skoraði Fredriksson örugglega. Ragnar Margeirsson var besti maður íslenska liðsins, í sérflokki. Óli Þór kom vel út. Gunnar Gísla barðist vel í síðari hálfleik. Viðar traustur og Bjarni mark- vörður tvímælalaust okkar besti mark- vörður í dag. Ramberg og Tommy Holntgren bestir Svíanna, og dómarinn Richardson frá Englandi öryggið uppmálað. - SÖE Frjálsíþróttamót þroskaheftra: Vel heppnað og f jölmennt ■ Frjálsíþróttamót fyrir þroskahefta var haldið um siðustu helgi á Kópavogs- velli. Mótið heppnaðist mjög vel, og er ætlun íþróttasambands Fatlaðra, sem stóð að mótinu að halda það árlega í framtíðinni. Keppendur á inótinu voru 85 frá 6 félögum, og skráningar alls um 260. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum. íþróttasamband Fatlaðra bað fyrir þakkir til allra þeirra sem réttu þeim hjálparhönd við mótið. í eldri flokki karla sigraði Jón G. Hafsteinsson Ösp í 400 og 800 m hlaupum, og varð annar í langstökki. Aðalsteinn Friðjónsson Eik sigraði í langstökki og boltakasti og Ævar Þ Jónsson sigraði í 60 m hlaupi og varð þriðji í langstökki, og Guðmundur Sveinsson Gáska sigraði í boltakasti og varð annar í langstökki. I eldri flokki kvenna sigraði ína Vals- dóttir Ösp í 400 m hlaupi og langstökki, og varð önnur í 60 m hlaupi. Sonja OLÍS-BP-keppnin f golfi: SIGURDUR OG ÍVAR HLUTSKARPASTIR ■ Sigurvegararnir í Olís-BP mótinu í golfi, Sigurður Pétursson GR til hægri og ívar Hauksson GR til vinstri, með verðlaunagripina. ■ Sigurður Pétursson GR og ívar Hauksson GR urðu sigurvegarar á Olís- BP keppninni í golfi, sem haldin var í Grafarholti um síðustu helgi. Olíuversl- un Islands og BP voru bakhjarlar keppn- innar, gáfu glæsileg verðlaun og allir keppendur fengu eitthvað að gjöf frá bakhjörlunum til minningar. Þátttaka var mikil, alls 89 keppendur, en keppt var í cinum flokki, með og án gjafar. I keppni án forgjafar. í keppni án forgjafar urðu úrslit þessi: 1. Sigurður Pétursson GR 149 högg 2. Ragnar Ólafsson GR 149 högg 3. ívar Hauksson GR 149 högg 4. Sigurður Hafsteinsson GR 152 högg Sigurður, Ragnar og ívar urðu þvi að leika bráðabana til úrslita. Strax á 1. holu datt Ivar út, þar sem hann lék „aðeins" á pari, en Sigurður og Ragnar léku báðir einu undir pari. Á 2. holu fór Ragnar á pari en Sigurður lék aftur einu undir pari, og stóð hann því uppi sem sigurvegari. í keppni með forgjöf urðu úrslit þessi: 1. ívar Hauksson GR 149-10=139 2. Frans P. Sigurðsson GR 153-14=139 3. Þorbjörn Kjærbo GS 153-10=143 4. Sigurður Hafsteinsson 152-8=144 Ivar hafði bctra skor á síðustu holum en Frans og féll því sigurinn honum í skaut. Ballesteros vann ■ Spánverjinn Severiano Ballesteros sigraði um helgina á Opna írska meist- aramótinu í golfi, sem haldið var um helgina. Ballesteros lék á 271 höggi, Brian Barnes frá Bretlandi varð annar á 273 höggum og Marchblank þriðji á 276. Ágústsdóttir Ösp sigraði í 60 m hlaupi og varð önnur í langstökki og boltakasti, ;og Hjördís Magnúsdóttir Ösp sigraði í ! boltakasti. I í yngri flokki kvcnna sigraði Rúna H. Hrafnsdóttir í boltakasti og langstökki og varð önnur í 60 m hlaupi, og Elín Reynisdóttir Ösp sigraði í 60 m hlaupi og varð önnur í boltakasti og langstökki. Feyenoord sigraði ■ Feyenoord sigraði um síðustu helgi í alþjóðlega knattspyrnumótinu i Am- sterdam. Feyenoord sigraði Roma frá Ítalíu í úrslitaleik eftir vítaspyrnu- keppni, en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1. Ajax sigraði Manchester United í úrslitaleik um þriðja sætið 1-0 með marki Jespers Olsen. Það varð því ekkert af því að Johan Cryuff léki með Feyenoord gegn sínum gömlu félögum í Ajax, eins og svo margir höfðu beðið eftir. ■ Leikgleðin í fyrirrúmi á frjáls- íþróttamóti þroskaheftra, það er Erla B. Sigmundsdóttir, Björk sem hleypur hér 60 metra í yngri flokki. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.