Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.08.1983, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 21 heimilistíminii ■ í fréttabréfi Verslunarráðs íslands, Viðskiptamálum, kemur fram að frjáls verðmyndun hefur reynst vel, en um síðustu áramót var ákvörðun verk- smiðjuverðs gefin frjáls í nokkrum grein- um innlendrar iðnaðarframleiðslu, í þeim greinum, sem eiga í samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. Álagning á þess- ar vörur var hins vegar áfram bundin við visst hámark, sem verðlagsyfirvöld ákveða. Lausleg athugun Verðlagsstofnunar á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag hefur komið út, sýnir að verðhækkanir á innlendu framleiðslunni með frjálsri álagningu hafa verið minni en á erlendú samkeppnisvörunni í allflestum tilfell- um. Sumsstaðar var um lítinn mun að ræða, en þar sem samkeppni er virkust var munurinn verulegur. Athugunin var gerð 20. júlí s.l. og sýnir hún verðbreytingu frá áramótum w—* mtæm ~~ > r — .m- ' ' i'ii 'iiiii(iinira^inJB » m f 11 lanÉtlHI Frjáls verðmynd- un reynist vel til þess tíma. Eftirfarandi tafla sýnir helstu niðurstöður: Af hálfu verðlagsyfirvalda verður áfram fylgst með verðþróun á þeim vörum, sem hafa verið gefnar frjálsar. Ef að líkum lætur, mun sú reynsla, sem þegar er fengin, hraða því, að frjáls verðmynd- un verið tekin upp á fleiri vörutegund- um. Niðursoðnar og niðurlagðar vörur Drykkjarvörur (öl undanskilið) Sælgæti Hreinlætisvörur Kex Innlframl. Erl.samkeppnisv. 52% 55% 30-50% 60-70% 53% 60% 40% 71% 54,3% 45,5% KARFAKYNNING Á UEKIART0RGI ■ Bæjarútgerð Reykjavík stendur fyrir karfakynningu á Lækjartorgi dagana 16.-20. ágúst í tilefni af Reykjavíkur- viku. Á karfakynningunni má kaupa karfa á hagstæðu verði, heill karfi kostar kr. 10 stykkið, en karfi mun vera mjög góður steiktur heill (sjá uppskriftir í eldhúshorni), karfaflök kosta 15 kr. rúmlega 300 gramma poki (tvö flök) og einnig fæst karfahakk, sem kostar 15 kr. hver poki (V5 kíló). BÚR hefur mjög fullkomnar hakkavélar og er því fisk- hakkið algjörlega beinlaust. Einnig er hægt að kaupa saltfisk og hákarl hjá BÚR á Lækjartorgi, en Bæjarútgerðin verkar skyrhákarl, sem er mjög vinsæll. í dag er síðasti dagur karfakynningar- innar og því ekki seinna vænna að fá sér karfa eða saltfisk í soðið. Rit um skipu lagsmál ■ Nýkomið er út ritið Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins og er það 2. tbl. 4. árg. 1983. Það er gefið út af Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins og kemur út fjórum sinnum á ári. f blaðinu nú er m.a. grein um þróun skipulagsmála í Hafnar- firði eftir Einar I. Halldórsson, aðal- skipulag Hafnarfjarðar 1980-2000 eftir Björn Hallsson, einnig Hafnarfjörður, miðbær eftir Sigurþór Aðalsteinsson. Þá má nefna grein um skipulag umferð- armála á höfuðborgarsvæðinu eftir Zop- honías Pálsson, síma- og sjónvarpssam- bönd á höfuðborgarsvæðinu eftir Ólaf Tómasson, landnotkun, landnýting og umferð eftir Gest Ólafsson eg skipulag landnotkunar og umferðar eft . l’órarin Hjaltason. ÉTÉ SKIPULAG.S- Höfuóborgarsvaeóisins i i A I 2/83 fWAL ^ AMn Ar.l'niT Eldhúshornið Fylltur heill karfí m/beikoni, eplum og tómötum 1 frekar stór karfi 2 tsk. fínt salt 1/4 tsk. pipar safi úr hálfri sítrónu 100 gr. beikon 1 epli, helst súrt 3 meóalstórir tómatar eða háifdós niðursoðnir tómatar 1 skorpulaus hcilhveitibrauösneið gróft salt til að nudda fiskinn með að utan Karfinn er slægður og tálknin tekin úr. Salti og pipar stráð inn í karfann og sítrónusafa hellt irin í. Látið bíða í 10-15 mín. Beikonið saxað smátt og soðið í potti í 7 mín. við vægan hita og tekið síðan upp úr feitinni. Afiiýðið tómatana og eplið og kjarninn tekinn úr eplinu. Saxað smátt og soðið í beikonfeitinni í 7 mín. Brauðsneiðin rifin út í tómat/eplakássuna og beikonið blandað saman við. Látið bíða smástund og kælt örlítið. Fyllið kvið karfans með kássunni og kviðurinn festur saman með stórum stoppunálum. Nuddið grófu salti utan um karfann leggið hann á smurt eldfast fat og setjið lok yfir eða stingið fatinu í steikingarpoka. Sett í heitan bakarofn, við 200 °C, og bakið í 20 mín. Fylltur heill karfí með lauk og gulrótum 1 frekar slór karfi 2 tsk. fint salt 1/4 tsk. pipar safi úr 1/2 sítrónu 2 stórar gulrætur 1 stór laukur 2 msk. matarolía 1/2 tsk. salt í gulræturnar og laukinn gróft salt til að nudda fiskinn með að utan Aðferð eins og hér að ofan nema hér eru gulræturnar og laukurinn bæði rifin gróft og soðin í olíunni í 7 mín. Djúpsteikt karfaflök í pilsnerdeigi(Fyrír 4-5) 400 gr. ný karfaflök salt/pipar/engiferduft safiúrl/2sítrónu 1 dl. pilsner 2 msk. hveiti til að velta fiskinum upp úr 100 gr. hveiti í deigið 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/2 tsk. paprikuduft !egg 2 bollár matarolía til að steikja úr Roðdragið karfafiökin, þvoið og þcrrið með elhúspappír Hellið sítrónusafa yfir fiökin, stráið á þau salt, pipar og engiferi, látið bíða í 10-15 mín. Skerið flökin í 6-8 sm bita. Þeytið eggið með salti, pipar og paprikudufti, hrærið út í það 100 gr. hvciti og pilsner. Hitið olíuna, veltið fiskinum upp úr hveiti - dýfið honum síðan í pilsnerdeigið og djúpsteikið í 3-4 mín. á hvorri hiið. Leggið á eldhúspappír að steikingu lokinni. Karfaflök með ansjósum 1 bikarsýrðurrjómi 4 karfallök salt/pipar safi úr 1 sítrónu 10 ansjósur, eða 2-3 kryddsíldarfiök væn grein söxuð steinselja (persilli) eða 1. insk. þurrkuð steinselja eða kryddsíld (Fyrir 4) 1/2 tsk. timian 1/4 tsk. pipar 2tsk. sinnepsduft 1 egg + msk. vatn 2dl.haframjöl 3msk. olía + lmsk. smjöreða smjörl., til að steikja úr. Byrjið á að sía sýrða rjómann í grisju eöa kaffipappírspoka í 6 klst. Roðdragið karfaflökin, hellið á þau sítrónusafa, stráið á þau sait og pipar. Skerið ansjósurnareða kryddsíldina smátt, klippið steinseljuna, blandið þessu ásamt sjnnepsdufti, pipar og timian í sýrða rjómann. Smyrjiö þessu á karfaflökin, brjótið hvert flak saman langsum, festið saman með tannstönglum. Hitið olíuna og smjörið saman á pönnu. Sláið sundur eggið með vatninu, veltið fiskinum upp úr egginu, síðan haframjölinu og steikið í feitinni í 7 mín. á hvorri hlið. Fjarlægið tannstönglana og leggiö á fat. Uppskriftirnar eru úr bókinni 220 gómsætir sjávarréttir. Eftirfarandi uppskriftir eru teknar úr bæklingi, scm Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur gefið út í sambandi við karfakynninguna á Reykjavíkurviku. Karfaflök m/smálauk, kryddi og gráðostspsu. 5 frekar stór karfailök, salt og pipar, safiúreinnisítrónu, lOsmálaukar, 2 dl mysa, ldl vatn, 1 tsk. sítrónusafi, 1 tsk salt 5 negulnaglar, 3 einibcr (fúst í stórmörkuðum) 1 lárviðarlauf, 2 meðalstórar gulrætur í sneiðum, 1 lítill gráðostur (250 gr) sem geymdur hefur verið við stofu- hita í 3-4 klst. fyrir notkun. ( Roöflettið flökin, og skerið að endilögu. Þvoið þau og þerrið með eldhúspappír. Hellið sítrónusafa yfir flökin, stráið á þau salti og pipar og látið bíða í 10-15 ntín. Afliýðið laukinn og vefjiö flökin utan um þann, festiðsaman með tannstönglum. Setjið mysu, vatn, sítrónusafa, salt, negulnagla, einiber, lárviðarlauf og gulrætur í pott. Suðan látin koma upp og karfarúllurnar lagðar í sjóðandi löginn. Látið vera við suðumark í 10-15 mín. Merjiðgráðostinn-meðgaffli,setjiöhannsíðan í hrærivélarskál og hrærið 2 dl af síuðu fisksoðinu út í. Rúllurnar lagða á fat og ostasósunni hellt yfir. ' Meðlæti: Smátt söxuð hvönn og rifnar gulrætur og rúgbrauð eða kartöflur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.