Tíminn - 08.05.1983, Page 13
,>m JíV jt vro*u'j/xiw
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983.
þeirri þýðingu sem hagsmunaárekstrar
verkalýðsins og auðmanna hefur haft.
Og Marx rak hughyggjumenn á stampinn
og sýndi þeim fram á hvernig hugmyndir
manna stjómast frekar af peningum og
hagsmunum heldur en af einhverri
„hreinni" skynsemi.
Lenínisminn og stalínisminn, sem
Rússar byggðu á keningum Marx, hafa
alið af sér samfélagsgerð sem fáir Vest-
urlandabúar telja öfundsverða. Við
sjáum Sovétríkin oftast fyrir okkur sem
land ófrelsis. í því er áreiðanlega mikið
hæft, en þeir hafa að mörgu leyti góða
almenningsþjónustu, líkt og Norður-
landabúar hrósa sjálfum sér af. Nú er
svo komið að jafnvel ítalski kommún-
istaflokkurinn staðhæfir að marxisminn
dugi ekki lengur til að blása lífi í
stjómmálahreyfingu þeirra, að marxism-
inn eigi ekki lengur skilið að vera
vörumerki fyrir hugmyndafræði kom-
múnismans. I staðinn benda þeir á
Keynes.
Á endastöðinni
Enski hagfræðingurinn John Maynard
Keynes fæddist fyrir 100 árum, já árið
sem Marx dó (hvað segja andmælendur
endurholdgunarkenninga um þá stað-
reynd?!). Keynes varð frægur á fjórða
áratugnum fyrir að mæla vissum ríkisaf-
skiftum í hagkerfi Vesturlanda bót.
Reyndust ráð hans eina lyfið við sjúk-
dómi heimskreppunnar miklu. En Svíar
hafa nokkuð hneigst í áttina til keynes-
isma. Hér er ríkið að mörgu leyti
öryggisnet almennings, og til þess er
ætlast að ríkið geri sitt til að halda
atvinnuleysi niðri. En ríkið er ekki síður
öryggisnet fyrirtækjanna. Ríkið er alltaf
reiðubúið að konta stórfyrirtæki. sem á
í vanda, til hjálpar, - til að forða
uppsögnum.
Ut unt gluggann minn sé ég strætó
bíða á endastöðinni. Á hann er límt
plakat með auglýsingu frá sænska Al-
þýðusambandinu. Þar segir: Frelsi er að
hafa atvinnu. Þetta er dálítið gott hjá
krötunum, finnst mér. Þetta stenst
kannski ekki undir smásjá félagsheim-
spekinga né þeirra sem hafa langskóla-
próf í framboði og eftirspurn. En þetta
á erindi til okkar hér þegar-kratar sitja
einir í ríkisstjóm og samt eru sett ný
met í atvinnuleysinu. í febrúar voru hér
155 000 manns atvinnulausir beinlínis,
en um það bil milljón í viðbót var
atvinnulaus að hluta (með skammtíma-
vinnu o.fl.)
Og hvers vegna er frelsi það aö hafa
atvinnu? Er það vegna þess að atvinnu-
lausir fá ekki laun og skortir þannig
svigrúm til kaupa? Ónei. Frelsi er ekki
fólgið í að kaupa; enda hafa flestir hér
einhverjar tekjur þótt þeir hafi ekki
vinnu. Menn eru ekki settir út og látnir
deyja þótt þá vanti vinnu. Ekki lengur.
Frelsið sem felst í því að hafa vinnu
liggur ekki síður í hinu, að hverjum
manni er það djúpstæð persónuleg nauð-
syn að stunda starf. Einstaklingurinn
þarf starf sem kallar á hann, lætur hann
finna að hans sé þörf. Og maður vill
afkasta einhverju. láta eitthvað af sér
leiða. finna að maður sé til, sé skapandi.
Jafnvel fábreytt verksmiðjustarf er ekki
gersneytt möguleikanum á að fullnægja1
þessari þörf. Hitt er svo annað mál að
það er engin röksemd á móti kaupkröfu
að starfið sé skemmtilegt. Enda finnst
einum það starf skemmtilegt sem öðrum
leiðist kannski fram úr hófi.
Mér datt svona í hug að minnast á
atvinnuleysið af því að sumir vilja endi-
lega stytta vinnutíma launafólks í svona
fjórar til fimm stundir á dag, og tel ég
óvíst að slíkt sé ráðlegt (frekar að gera
störfin skemmtilegl). Þó á slíkur boð-
skapur auðvitað erindi á Islandi þar sem
flestir vinna tvöfaldan vinnudag og
verkalýðshreyfingin er í raun réttri
‘ennþá að berjast fyrir 10 tíma vinnudegi.
En mér datt þetta líka í hug vegna þéss
að sú hugmynd virðist hafa náð til
íslands og grasserar meðal ungra
íhaldsmanna að helsta ráðið gegn verð-
bólgu og einhverju sem gengur undir
nafninu „ójafnvægi í hagkeríinu" sé
aukning atvinnuleysis. Þeir vilja skera
niður ríkisstarfsemina sem mest og
skeyta engu, frekar en Reagan og félag-
ar, hvort þúsundir manna kunni að
verða verklausar fyrir vikið. Ætli
drykkjuskapur og sjálfsmorð séu ekki
nógu alvarlegt vandamál fyrir þó að
maður fari nú ekki að hlýða glæfraráð-
um þessara ungu fylgismanna atvinnu
leysisins. Svoleiðis piltar hefðu gott af að
glugga í Keynes, mætti segja mér.
mm&B
messur
Bænadagurinn
■ Guðsþjónustur í Reykjavíkurprestakalli
sunnudaginn 8. maí 1983.
Árbæjarprestakall
Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar kl. 2. Hlutavelta fjáröflunarnefndar
Árbæjarsóknar í Safnaðarheimilinu eftir
messu (kl. 3). Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Ásprestakall
Guðsþjónusta Norðurbrún I. kl. 2. Kaffisala
Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall
Bænadagsguðsþjónusta kl. 14 í Breiðholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jón Bjarman messar.
Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Fund-
ur Kvenfélags Bústaðasóknar mánudags-
kvöld. Sóknarnefndin.
Digranesprestakall
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr.
Þorbergur Kristjánssori.
Dóinkirkjan
Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guð-
mundssyni. Organleikari Marteinn H. Friðr-
iksson.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson.
Fella- og Hólaprcstakall
Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu að Keilu-
felli 1, kl. 2. Þetta verður síðasta guðsþjón-
ustan áþessum stað. Sr. Hreinn Hjartarson.
Fríkirkjan i Reykjavík
Alrnenn guðsþjónusta kl. |4. Ræðuefni:
Máttur bænarinnar. Fríkirkjukórinri syngur
við hljóðfærið Pavel Smid. Sr. Gunnar
Björnsson.
Grensáskirkja
Messa kl. 11.00Sr. Michael Harpcr prédikar.
Árni Arinbjarnarson organisti.
Kaffisala Kvenfélagsins kl. 3.00.
Kvöldmessa með altrisgöngu „Ný tónlist" -
Sr. Michael Harper prédikar.
Mánudag og þriðjudag verða samkomur nieð
Sr. Michael Harper í safnaðarheimilinu og
hefjast þær kl. 20.30.
Sr. Halldór S. Gröndal
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa
kl. 2 fyrir heyrnarskerta og aðstandendur
þeirra. Sr. Miyako Þórðarson.
Sýning Sigrúnar Jónsdóttur listakonu á
kirkjuskrúða veröur opnuð í anddyri Hall-
grímskirkju sunnudaginn 8. inaí kl. 15 og
verður hún opin til sunnudagsins 15. maí.
(Sjá nánar í fréttatilkynningu).
Þriðjudagur 10. maí. kl. 10.30, fyrirbæna-
guðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Spilakvöld
kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Miðvikudagur 11. maí kl. 22.00 Náttsöngur.
Fimmtud . messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Á uppstigningardag er einnig ferð
á vegum opins húss til Þorlákshafnar og
Strandakirkju. Lagt verður af stað frá kirkj-
unnikl. 13. Þátttakatilkynnistsafnaðarsystur
í síma kirkjunnar 10745 eða heimasíma
39965.
Landspítalinn
Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Kaflisala kvenfélagsins í
Domus Medica kl. 15. Sr. TómasSveinsson.
Kársnesprestakall
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd.
Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja
Guðsþjónusta kl. 2. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson, organleikari Jón
Stefánsson.Sóknarnefndin.
Laugarnesprestakall
Laugardagur: Guösþjónusta Hátúni 10B, 9
hæð kl. 11.
Sunnudagur: Messa kl 14. Sigríður M. Guðj-
ónsdóttir syngur einsöng.
Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Oppstigningardagur: Messa kl. 14. Sigur-
björn Einarsson fyrrv. biskup prédikar. Hall-
dór Vilhelmsson syngur einsöng. Kaffisala
Kvenfélagsins í nýja safnaðarheimilinu eftir
messu. Fjölbreytt dagskrá. Sr. Jón Dalbú
Hróbiartsson.
Neskirkja
Messa kl. 14. Miðvikudagur, fyrirbænamessa
kl. 18.20, beðið fyrir sjúkum. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Seljasókn
Guðsþjónusta kl. 14 í Ölduselsskóla. Sr.
Ólafur Jóhannsson skólaprestur messar,
fyrirbænasamvera Tindaseli 3, fimmtudags-
kvöld kl. 20.30 . Sóknarnefndin.
Seltjamarncssókn
Guðsþjónusta kl. 11 í Sal Tónlistarskólans.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Safnaðarfélag Ásprestakalls:
Safnaðarfélag Áskirkju verður með kaffisölu
sunnudaginn 8. maí að Norðurbrún 1 að
aflokinni messu sem hefst kl. 14.
Hlíðarendakirkja í Fljótshlið
Messa sunnudaginn 8. maf kl. 14. Organisti
Margrét Runólfsdóttir. Sváfnir Sveinbjarnar-
sjöiimi-laiidsmenn
]5%afeláttnr
í\erttoanöK
JL eru
\ci6ldæði\etiarins
Iqgö til hliðar
Auðvitað fylgir því viss söknuður - þau
hafa jú hlýft við frosti, kulda og sjó-
gusum vetrarins. En ekki klæðist maður
þeim á balli, leikhúsi eða notalegum
veitingastað. Hvað þá á „veiðum í landi“.
Þessvegna býður TORGIÐ og HERRA-
RÍKIN þér í tilefni tímamótanna, 15%
afslátt af hinum glæsilegu SIR jakka-
fötum, SIR - gallinn við hæfi í landi,
gallinn, sem gefur „veiðivon".
Mtni; 27211
rrcnJiriMKI
Snorrabraut. Qæsixe. Hamrabag-KópavogL
MKVang - Hafnarfrói
VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM
SKYRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR.
TOLVUPAPPIR A LAGER.
NY, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL
OG PRENTVELASAMSTÆÐA.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
PRENTSMIDJAN £JUL ».f.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000
iff Útboð
Tilboö óskast í lögn dreifikerfis Hitaveitu í Hafnarfjörð 10. áfanga.
Setberg I fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik
gegn 1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 24. maí 1983 kl. 14
e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
FríkirUjuvegi 3 — Sími 2S800
Caterpillar
varahlutir til sölu, bæði í
jarðýtur, veghefla,
Upplýsingar í síma 32101.
Aðalfundir
Samvinnutrygginga G.T. og Líftryggingarfélags-
ins Andvöku verða haldnir að Hótel Blönduósi
föstudaginn 3. júní 1983 og hefjast kl. 10 f.h.
Dagskrá: Verður skv. samþykktum félaganna.
Stjórnir félaganna.