Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 18. SF.PTEMBER 1983 9 menn og málefni Saga af járnblendi eða spár og raunveruleiki ■ Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga hefur verið í sviðsljósinu síðustu daga, og reyndar stóriðjumál okkar Islendinga almennt. Fulltrúar japansk- ra fyrirtækja hafa verið hér á landi að ræða við íslenska og norska fulltrúa um hugsanleg kaup á hluta af eign Elkem í íslenska jarnblendifélaginu. Erfið fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur þar komið til umræðu, og einnig í fjölmiðlum. Og það er vissuiega ástæða til þess að velta sögu járnblendkiverksmiðj- unnar fyrir sér og sjá hvort kannski sé hægt að læra eitthvað af þeirri reynslu vegna framtíðarákvarðana í stóriðju- málum. Af þeim fréttum, sem berast af vélakaupum í kísilmálmverksmiðju, sem ekkert liggur fyrir um að muni reynast hagkvæmt fyrirtæki, virðist ekki vanþörf á, að stjórnmálamenn fari að líta á stórframkvæmdir af þessu tagi af kaldri skynsemi í stað þess að vera alltaf að byggja sér einhverja misjafnlega heppilega minnisvarða. Fyrst kannað 1971-1974 Magnús Kjartansson, þáverandi iðn- aðarráðherra, skipaði viðræðunefnd um orkufrekan iðnað árið 1971 og vann hún að viðræðum og samninga- gerð við erlenda aðila um þátttöku í uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nefndin ræddi m.a. ítarlega við banda- ríska fyrirtækið Union Carbide um eignaraðild að járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. Skýrsla nefndarinnar fylgdi svo með stjórnarfrumvarpi um járn- blendiverksmiðjuna, sem lagt var fram á Alþingi veturinn 1974-1975. Þar var í stórum dráttum gert ráð fyrir þeirri verksmiðju, sem síðar var byggð í samvinnu við Elkem, og mikil bjart- sýni ríkti um markað og markaðsverð, eða svo vitnað sé í skýrslu nefndarinn- ar: „Ferrosilikon er nær eingöngu notað í stálframieiðslu og jarnsteypum, og er markaöurinn því eðlilega háður sveifl- um í þessum framleiðslugreinunt. Eins og kunnugt er hefur stálframleiðsla stöðugt fariö vaxandi í heiminum á undanförnum árum, en að vísu með nokkrum sveiflum. Gert er ráð fyrir, að árið 1974 verði framleitt meira stál heldur en nokkru sinni fyrr í sögunni. Nú er gert ráð fyrir áframhaldandi eftirspurnaraukningu eftir ferrosili- koni, ekki einungis vegna mikillar aukningar í stálframleiðslu, en áætluð aukning á yflrstandandi ári í Vestur- Evrópu er um 5% á ári, heldur einnig vegna þess að ýmsar járnblendiverk- smiðjur eru orðnar gamlar og tækni- lega úreltar og þannig staðsettar, að þær verða ekki endurbyggðar á ný“. Um verðið á framleiðslunni sagði m.a.: „I samræmi við aðra hráefnismark- aði, sem háðir eru sveiflum, hefur verð á ferrosilikoni einnig verið breytilegt. Síðan 1970 hefur verðið þó verið á uppieið og á árinu 1973 og það sem af er árinu 1974 hefur verð hækkað stórkostlega... ferrosilikon er í flokki þeirra hráefna og hálfunninna iðnaðar- vara, sem hækkað hafa mest í verði á undanförnum árum og almennt er talið, að verð á því muni ekki lækka aftur, þar sem framleiðslukostnaður er svo mjög háður orkuverði, en auk þess munu auknar mengunarvarnir stór- hækka framleiðslukostnað í eldri verk- smiöjum." Það vantaði sem sé ekki bjartsýnina 1974, og um s'amningsaðilann þáver- andi, Union Carbide, sagði m.a.: „Það er enginn vafl á því, að ekkert fyrirtæki í heiminum er jafnsterkt á öllum sviðum málmblendiframleiðsiu og sölu, og því er samvinna við fyrir- tækið mikilvæg trygging fyrir því, að öruggir markaðir fáist fyrir það ferros- ilikon, sem hér yrði framleitt". Hvers vegna hætti Union Carbide við? Þetta „sterkasta" fyrirtæki í heimi” á öllum sviðum málmblendifram- leiðslu" dró sig út úr þessum samning- um og hætti við allt saman árið 1976. Þá var norska fyrirtækið Elkem komið inn í myndina, og veturinn 1976-1977 var lagt fram nýtt stjórnar- frumvarp. Þar var samningur við Elk- em um eignaraðild að verksmiðjunni á Grundartanga í stað Union Carbide. I greinargerð með frumvarpinu koma fram ástæður þess að Union Carbide taldi járnblendiverksmiðju á íslandi óhagkvæma. Þar segir m.a.: „í október 1975 var gert hlé á viðræðunum um lánsfjármálin, jafn- framt því sem fulltrúar Union Carbide létu í Ijós um þær mundir verulegar áhyggjur yfir framvindumöguleikum fyrirtækisins í nánustu framtíð. Á árinu 1975 var verulegur samdráttur á markaði fyrir kísiljárn og töldu fulltrú- arnir hugsanlegt að vöxtur eftirspurnar yrði hægari en fyrr hafði verið áætlað, jafnframt því sem fjölgun eða endur- nýjun kísiljárnverksmiðja gæti orðið nteiri næstu árin en fyrri kannanir hefðu bent til. Einnig töldu þeir líkur á hækkandi byggingarkostnaði. Með hliðsjón af þessu var tekin um það sameiginleg ákvörðun á stjórnarfundi í Járnblendifélaginu að endurskoða áætlanir um stofn- og reksturskostnað félagsins og gera nýja markaðsathug- un. Var og ákveðið að fresta fram- kvæmdum við bygginguna að svo stöddu og neyta heimilda til þess í gerðum verksamningum. Snemma árs 1976 lágu fyrir ýmsar niðurstöður af þeim athugunum, sem stjórnin hafði ákveðið, og töldu full- trúar Union Carbide þær staðfesta áhyggjur sínar fremur en hitt. Kváðust þeir reiðubúnir til að standa við allar skuldbindingar sínar samkvæmt gerð- um samningum, en hins vegar væri útlit fyrir að ekki mundi takast að koma verksntiðjunni upp án frekari skuldbindinga af hálfu beggja aðila. Teldu þeir vafasamt að ganga til slíks vegna þess að líkur væru til lakari afkomu fyrirtækisins en við hefði mátt búast, og kæmi allt eins til greina að leggja það á hilluna að svo stöddu." Síðan segir frá því að framkvæmda- stjóri Járnblendifélagsins og skrifstofu- stjóri iðnaðarráðuneytisins hafi farið til Noregs og m.a. rætt við fulltrúa Elkem-Spigerverket. „Virtust þessir aðilar langt frá því að vera svartsýnir á framtíðarhorfur kísiljárnframleiðslu, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika“, segir þar. Og það var sýnilega fyrst og fremst vegna þess að Elkcm spáði jákvæðri framtíð - í stað dapurlegra spádóma Union Carbide, sem samið var við þá um að koma inn í Járn- blendifélagið í stað hins bandaríska fyrirtækis. Þegar litið er á þróun mála síðan þá er auðvitað Ijóst, að svartsýn spá Union Carbide um framtíðarþróun markaðsmála kísiljárnframleiðslunnar hefur reynst rétt en bjartsýn spá Elkem röng. Af því stafar sá vandi, sem við hefur verið að glíma og sem þegar hefur kostað ríkissjóð og þar með skattborgar.ana stórfé umfram það sem gert var ráð fyrir. Spár og raunveruleikinn Það er rétt að taka það fram hér, að það eru spárnar um markaðinn. sem hafa brugðist varðandi járnblendiverk- smiðjuna. Áætlanir um byggingar- kostnað hennar og reksturskostnað hafa staðist, en stórfelldur munur er á því söluverði og því sölumagni, scm Elkem gerði ráð fyrir þegar við það fyrirtæki var samiö, og því sem komiö hcfur á daginn. Það kom frtim hjá forstjóra Járn- blcndifclagsins í blaðaviðtali í vikunni. að í vor heföi verið gerður samanburö- ur á upphaflegu áætlununum og raun- vcrulcgri niðurstöðu. í þcssum samanburði kcmur fram, aö sölumagn verksmiöjunnar til árs- loka 19S2 var áætlað 176 þúsund tonn, en varð í rcynd rúmlcga 112 þúsund tonn. Mismunurinn er 64 þúsund tonn cða 57% af scldu mágni. Heildarsölutekjur til ársloka I9S2 áttu samkvæmt áætluninni aö vera 714,1 milljón norskra króna en urðu í reynd 378,4 milljónir. Mismunurinn cr 335,6 milljónir, scm cr um 89% af samanlögðum sölutekjum. • Rétt er að gcta þess að í upphaflegu áætlununum var gert ráð fyrir að vérksmiðjan tæki til starfa síðla árs 1978, en hún fór ekki í gang fyrr en vórið (979. Þaö hreytir þó litlu um þctta. Samkvæmt upplýsingum Járn- blcndifélagsins var söluvcrð á tímabil- inu fram til síðustu áramóta frá 12.1% til 26.9% lægra pr. tonn í norskum krónum cn áætlað var, cn ef tillit er tckið til raunvcrulcgra almennra verð- breytinga varð hresturinn í söluverði enn meiri eða allt upp í 40.3%. Sá samanburður, scm Járblcndi- félagið telur ráunhæfastan í þessu sambandi, sýnir að sölutekjurnar voru 168,5 milljónum norskra króna minni Elías Snæland Jónsson, ritstjóri skrifar en áætfað var. eða 378,4 milljónir. Mismunurinn nemur um 45% af raun- verulegum sölutckjum. Það cr því sama, hvcrnig söludæniiö cr rciknaö; áætlanir og spár Elkcm brugöust hrapallcga. Og auövitaö voru áætlanir um sölumálin forscnda þess aö járnblcndiverksmiöjan var talin vænlegt fyrirtæki af íslenskum stjórn- völduni. Hvað nú? Ríkissjóöur þurfti sem kunnugt er í fyrra að hlaupa undir bagga með Járnblendiféláginu. Frant hefur komið að stjórnendur fyrirtækisins rcikna með að tapið í ár geti farið upp í 150 milljónir króna. Hvernig verður staðiö undir því? Þurfa skattborgararnir aftur aö konia þar til aðstoðar? Það kemur í Ijós. Viötöl scm hirt hafa verið í blöðum við fulltrúa Japana, sem hér voru að ræða við Járnblcndifclagið og íslcnsk stjórnvöld. sýna, að þeir gera sér glögga grein fyrir stöðu fyrirtækisins og eru ekkert að skafa utan af því. „Frá okkar sjónarmiöi cr fyrirtækiö á barmi gjaldþrots. Þaö hcfur tapaö of miklu og cr á hcljnrþröm", segir einn þeirra. Þeir segja jafnframt í viðtölum, að 'þeir muni „aðcins íhuga þáttlöku cftir aö fyrirtækiö hcfur verið cndurljár- magnaö og cndurskipulagt". Hvað þýðir þetta? Jú, að forsenda fyrir aðild Japana sé að núverandi hluthafar, þar á meðal íslenska ríkið, leggi verulegt fjármagn til viöbótar í Járnblendifélag- ið. Ekkier liægtaðskiljaþaðöðruvísi. Forstjóri Járnblendifélagsins hcfur sagt í blaöaviötölum. að horfurnar hjá vcrksniiðjunni séu mun bjartari en fyrr á árinu. þar sem vcrðlag á framleiðsl- unni fari hækkandi. Við skulum vona að svo sé, en það kemur einnig fram hjá honum, að hanntelur samt sem áður, að allt að 150 milljón króna tap verði á þessu ári. Lærist eitthvað? Það er eins og Isjcndingum sé margt bctur lagiö cn að halda út í stóriðju. Sporin í þeim efnum hljóta vissulega að hræða. Kannski m’á scgja að íslcnd- ingum hafi vcrið vorkunn í þessu tilviki, þar sem erlcnt stórfyrirtæki lagði fram áætlanir, scm íslcndingar höfðu út af fyrir sig litlar aðstæður til að nicta sjálfstætt. Brotthvarf Union Carbidc heföi þó mátt hvetja til meiri varkárni. I þcssari siimu viku og umræðan um járnblcndivcrksmiðjuna og samning- ana við Alusuisse var í fullum gangi, birtust fréttir af cnn einni stóriöju. Kísilmálmvcrksmiðju. Þar kom fram, að þcgar cr búið að gera samning um kaup á vélum í þessa verksmiðju þótt ekkert liggi fyrir um markaðsmálin! Þaö vcit scm sé cnginn hvort nokkurt rckstrarlcgt vit sé í aö koma vcrk- smiöju þessari á laggirnar, cn samt cr búiö aö semja um kaup á vélunum! Það cr einsog mig minni að svona hafi verið staðið að verki áður. Þá var farið út í tiltölulega stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Vélarnar voru kcyptar fyrst, áður en nokkrar mark- tækar rannsóknir höfðu verið gerðar á því, hvort grundvallarforsendur fyrir- tækisins væru í lagi. Rcyndar voru keyptar tvær vélasamstæður, og önnur þcirra liggur enn í kössum, en hin er nýlega farin að skila meira en hálfum afköstum. Kröfluvirkjun heitir sá krói. Ætla menn aldrei að læra? ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.