Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar — Sjá bls. 11-15 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 20. september 1983 217. tölublað - 67. árgangur Siðumúla 15—Postholf 370Reykjavik—Ritstjorn86300- Augtysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306 Stórfelldur niðurskurður á orku- framkvæmdum í Lánsf járáætlun: FRAMKVÆMDUM VIÐ BLÖNDU FRESTAÐ! — Framlag til Landsvirkjunar skorið niður um 50%? ■ Nú stefnir eindregið í það að framkvæmdum við Blðndu- virkjun, og fleiri virkjunarmann- virki verði seinkað, þar sem gert er ráð fyrir verulegum niður- skurði til orkuframkvxmda, í lánsfjáráætlun sem nú er verið að leggja síðustu hönd á. Sam- kvæmt heimildum Tímans þá er rætt um að fresta öllum fram- kvæmdum við Blöndu um a.m.k. eitt ár, og almennt verður miklu frestað í orkuframkvæmdum, til þess að koma í veg fyrir að erlendar skuldir verði auknar. Herma heimildir Tímans að í iánsfjáráxtlun verði gert ráð fyr- ir því að fjárveiting til Lands- virkjunar, sem taldi sig vanta um 1700 milljónir, verði skorin niður um 50%. Þá mun einnig vera gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á lánsfjáráætlun til atvinnuveg- anna, en í ár hafa þeir fengið um 1000 milljónir, og ekki er gert ráð fyrir að þeir geti fengið meira fjármagn næsta ár. „Það eru miklar þrengingar núna, og líklegt að niðurskurður til orku- framkvæmda verði til þess að seinkun verði á Blönduvirkjun, en ég skal ekki segja um það hvort sá niðurskurður þýði árs seinkun eða ekki,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra er Tíminn spurði hann í gær hversu lengi framkvæmdir við Blönduvirkjun frestuðust. Iðnaðarráðherra sagði að vegna niðurskurðar yrði hægt á öllum orkuframkvæmdum, þ.á.m. Kvíslárveitu, en auðvitað yrði lokið við byggðalínu og reynt að halda áfram með þá þætti þar sem fjárhagslegt tjón myndi skapast ef hægt yrði á framkvæmdum, eða hætt við þær. - AB. — og bifreiðin tókst á loft og hafnaði inn í húsagarði ■ Bifreið hafnaði inni í húsa- garðí við Sunnuveg 1 í gær eftir að ökumaður hcnoar hafði sofnað undir stýri. Ökumaður bifreiðarinnar slapp ómeiddur frá þessu óhappi en bifrciðin cr gerónýt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var bifreiðin á leiö- inni norður Laugarásveg þegar ökumaður hennar sofnaði. Við það rakst bdlinn utan í annan bíl og íenti af honum inn í húsagarðinn og hafnaði á stein- vegg í garðinum. Talsverðar skemmdir urðu á garðinum við óhappið. - GSH. ■ Þessi ökuferð ú Laugarásveginum endaði skyndilega inni í ónýt cftir að hafa lent á steinveggnum og kranabíl þurfti til að ná bílnum út úr garðinum. Tímamynd Sverrir. É nh 1 t‘,S' . » v-'xsyJtþ K ■ t ••■tí-.,'* Æ&a' 't-1 .’Áv'Sd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.