Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1983, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 Neytendafélag Reykjavíkur: MÓTMÆUR STÓRLEGA AUKNIIM GJALDTÖKUM BANKASTOFNANA ■ „Á sama líma og bann er lagt við launahækkunum í landinu og landslög banna breytingar á álagningarreglum og greiðslukjörum í óhag neytenda ganga bankarnir á lagið og auka stórlega gjald- töku sína.“ Svo segir meðal annars í frétt frá Neytendafélagi Reykjavíkur, þar sem mótmælt er harðlega aukinni gjaldtöku sem samvinnunefnd banka og sparisjóða hefur ákveðið á bankaþjónustu. Einnig er í fréttinni fordæmd sú aðferð sem bankarnir notuðu við setningu nýrra reglna um gjaldtöku. Er því haldið fram að viðskiptamenn banka hafi ekki verið taldir þess verðir að fá vitneskju um hækkanirnar, heldur hafi þeim verið „lætt inn bakdyramegin," eins og segir í fréttinni. Loks er dregið í efa að vinnubrögð bankanna í þessu tilviki séu í samræmi við ákvæði laga um bann við samkeppn- ishömlum til að koma í veg fyrir sam- tryggingu einokunaraðila. „Auk þess virðist hér um að ræða augljóst brot á bráðabirgðalögum um verðlagsmál,“ segir í fréttinni. TíminnsnerisértiIÞórðarÓlafssonar, forstöðumanns bankaeftirlits Seðla- bankans. Hann sagði að tal um brot á bráðabirgðalögum um verðlagsmál frá í vor fengi ekki staðist þar sem tilkynning um aukna gjaldtöku bankanna hefði birst í Lögbirtingarblaðinu þremur dögum áður en bráðabirgðalögin voru sett. Síðan hefði orðið ein breyting á gjaldskrám bankanna og hún hefði verið til samræmis við hækkun á póstburða- gjöldum, sem gengið hefði í gildi um síðustu mánaðamót. „Miðað við það skipulag sem banka- kerfið býr við tel ég alls ekki óeðlilegt að bankarnir taki upp nýja gjaldaliði. Til að standa undir rekstri bankanna er notað- ur vaxtamunur á innlánum og útlánum. Vaxtagjöld eru náttúrulega fyrst og fremst vextir af innistæðum en vaxtatekj- urnar kom hins vegar af útlánum. Ef litið er á kerfið í heild þá er það mikið meira en að taka á móti innlánum og lána út, það er ýmis önnur þjónusta sem bank- arnir veita eins og allir vita. Til að greiða þessa þjónustu, ef hún er ekki innheimt sérstaklega, þyrfti annað hvort að lækka innlánsvexti eða hækka útlánsvexti," sagði Ólafur. - Sjó. Ævintýramynd í Regnboganum ■ Regnboginn frumsýnir í kvöld ævin- týramyndina „The Beastmaster", sem Don Coscarelli leikstýrir eftir eigin handriti. Með aðalhlutverk í myndinni fara Marc Singer, Tanaya Roberts, John Amos og Rip Thorn. í frétt Regnbogans um myndina segir: „Hér er á ferðinni ævintýramynd eins og þær gerast hvað bestar-bæðispennandi, viðburðarík, áhrifamikil og hæfilega sennileg. í fáum orðum lýst er sögu- þráður myndarinnar um baráttuna milli hinna góðu og vondu afla - eins og vera ber í ævintýramynd, eru það hin góðu öflin, sem hafa frægan sigur í lokin—eftir harðvítuga og mjög tvísýna baráttu. Þá segir að þeir Paul Pepperman og Don Coscarelli, höfundar myndarinnar, hafi kornungir byrjað starf við kvik- myndir. Frægasta mynd þeirra til þessa sé Phantas, sem hlotið hafi frábærar viðtökur. Midstjórn ASf: Mótmælir útboðs- Mark Green og Ted Knell. Tímamynd G.E. Stillans var slegið upp í höggmyndasalnum þar sem unnið var að því að taka mótin af myndinni. Frummyndin er fóðruð með þar til gerðu efni og gifsi síðan smurt utan á. Það er síðan tekið burtu og þar með eru komin mót til að steypa eftirmyndina eftir. Tímamyndir GE TAKA MÓTAF FÆÐ- INGU SAlARINNAR — listaverki Einars Jónssonar, sem verdur sídan steypt í brons og sett upp í Vestmannaeyjum ■ Gm þessar mundir eru staddir hér- lendis tveir Bretar frá fyrirtækinu Burl- eighfleld Arts Ltd. við að taka mót af verki Einars Jónssonar myndhöggvara, Fæðing sálarinnar. Síðan verður gerð bronsafsteypa af verkinu hjá fyrirtækinu úti í Bretlandi og verður henni komið fyrir í Vestmannaeyjum. Bretarnir tveir, Mark Green og Ted Knell sögðu að fyrirtækið Burleighfield Arts Ltd. væri eitt af þrem fyrirtækjum sinnar tegundar í Bretlandi en það tekur að sér að gera afsteypur af höggmynd- um. Fyrirtækið hefur séð um flestar afsteypurnar sem nú eru til sýnis í hinum nýja garði umhverfis Listasafn Einars Jónssonar og þess má geta að það vinnur nú að gerð bronsafsteypu af hinu mikla verki Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara, Auðhumlu, sem komið verð- ur fyrir við hina nýju mjólkurstöð Kaup- félags Eyfirðinga á Akureyri. „Þetta er lítil iðngrein", sagði Ted Knell, „og hjá okkur starfa aðeins 20 manns. Þegar um svona stór verk er að ræða eins og Fæðingu sálarinnar þá þurfum við að fara á staðinn og taka mót af verkinu en venjulegra er að við fáum send frumverkin mótuð í gifs. Jú þetta er skemmtilegt safn, það eru smekkleg- ar uppraðanir hér og myndirnar kraft- miklar. Annars segjum við sem minnst um þau verk sem við erum að vinna að, við erum ekki gagnrýnendur og gætum þess að sýna verkunum fyllsta hlutleysi.“ JGK ■ Vandi húsbyggjenda hefur verið mik- ið í sviðsljósinu undanfarið og ráðamenn athuga nú hvað hægt er að gera til úrbóta. í kvöld verður þáttur í útvarpinu í umsjón fréttamanna Ernu Indriðadótt- ur og Rafns Jónssonar þar sem Alexand- er Stefánsson félagsmálaráðherra og Sig- tryggur Jónsson frá baráttuhópnum um hugmyndum ■ Miðstjórn Alþýðusambands fslands telur að áformað útboð á þjónustu þvottahúss, mötuneytis og ræstingu ríkisspítalanna sé „fráleitt skref til auk- ins sparnaðar“.„Það vekur furðuT segir ennfremur, „að ríkisvaldið skuli sem atvinnurekandi sýna það ábyrgðarleysi að ætla sér að ráðstafa stórum vinnu- stöðvum í hendur einkaaðilum, án þess að hugað sé að þeim áhrifum sem slíkt hefði á afkomu og félagslega velferð starfsfólksinsl' Þá minnir miðstjórn ASÍ á, að „ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þjónusta þeirra vinnu- staða sem hér um ræðir fengist ódýrari með öðrum hætti. Jafnframt varar miðstjórnin við því að lykilstofnanir heilbrigðisþjónustunnar séu seldar í hendur einstaklingum. Verkalýðssamtökin hljóta að mót- mæla því harðlega að verkafólki verði sagt upp á jafn veikum forsendum og nú virðist áformað. Miðstjórnin gerir þá kröfu til stjórnvalda að hætt verði við þau áform.“ úrbætur í húsnæðismálum sitja fyrir svörum í útvarpssal. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hlustendur geta hringt í síma 22260 á meðan þátturinn stendur yfir og komið spurningum og sjónarmiðum sínum á framfæri. Þátturinn hefst kl. 22.35 og honum lýkur kl. 23.15. Útvarpið í kvöld: ÞÁTTUR UM VANDA HÚSBYGGJENDA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.