Tíminn - 25.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1983, Blaðsíða 4
fAQl T'f'il rv* ■ t fHWWé SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 99Ma bjoða þer armbands- úr á 114 þúsund krómir?” ■ Nu á tímum er mikið talað um hvers konarpeningaáhyggjurlandslýðsins, húsbyggjendur videóaðall vor, mundu nudda á sér hökuna um stund, væri honum boðið til kaups armbandsúr kveinka og mörgum finnst súrt í broti að ekki hækkar kaupið. á áttatíu þúsund krónur. En þeir eru til sem fúsir ganga að slíkum kaupum og þegar þú af tilviljun En það eru sem betur fer ekki allir á horleggjunum á gamla Fróni. Alltaf eru þeir nokkrir sem rekur augun í úlfnlið sem ber úr með nafninu „Cartier“ eða „Rolex,“ þá hefur þú liklega fundið bera sig bara vel og sjálfsagt fleiri en þeir halda, sem mestan hafa uppi barlóminn. Það sannast einn. á því að jafnan eru ýmsir sem kaupa bestu merkin í Volvo og BMW, sjónvarpstækin frá B&O og videó-tæki, sem vissulega eru ekki gefin, enda dálitið „status-symból“, enn hvað komið er. Það er Valdimar Ingimarsson, sem rekur verslunina „Úrog skartgripir" við Austurstræti, sem Eri þrátt fyrir allt þetta eru það þó smáatriðin sem jafnan setja punktinn yfir „i-ið“ og skilja selur „Cartier“ en Franch Michelsen að Laugavegi 39 sem selur „Rolex" og við litum inn hjá sauðina frá höfrunum, ef svo mætti segja. Hætt er við að ýmsireigendurheldri bila bæjarins og þeim og inntum þá dálítið eftir þessum kjörgripum. ■ Valdimar Ingimarsson með „Santos" úrið frá „Cartier." (Tímamynd Róbert) „Stöðutákn hvar sem er segir Valdimar Ingimarsson, sem flytur inn „Cartier” ■ „Við hér byrjuðum að flytja inn „Cartier" um síðustu áramót og höfum orðið vör við að furðulega margir íslendingar þekkja merkið, þótt það hafi ekki verið kynnt hér fyrr,“ sagði Valdimar. „Ástæðan er sjálfsagt sú að menn hafa séð þessi úr auglýst í erlendum tímaritum. Hér höfum við til dæmis eina þekkt- ustu línuna frá „Cartier," en þessi úr sem eru ferköntuð bera nafnið „Santos", og var fyrsta úrið smíðað fyrir franska landkönnuðinn Alberto Santos du Mont árið 1904. Þetta merki er franskt, eins og margir munu vita, og það var franskur úr og gullsmíðameistari, Louis Francois Carti- er sem byrjaði að framleiða þessi úr 1847. Viðskiptavinirnir voru eintómir aðalsmenn og auðvitað Napoíeon III, - hann var meðal viðskiptavinanna. „Car- ticr“ hefur haft miðstöðvar sínar í fínasta verslanahverfi Parísar frá 1853 og sonur gamla Louis Cartier, Alfred, setti upp útibú í London 1902 og í New York 1908. Verslunin í London er við New-Bondstreet og það ætti að segja sína sögu.“ Hvað um verðið? „Nú, ef við tökum „Santos“ úrin, þá eru bæði herraúrið og dömuúrið á sama verðinu, sem er 55.900.00. En af „Carti- er“ á ég hér líka miklu ódýrari úr, svo sem þetta dömuúr, sem kostar „aðeins“ 25.700.00. Loks hefur þú eflaust gaman af að sjá dýrustu úrin í þessu merki. Þau eru úr 18 karata gulli og dömuúrið kostar 70.600.00, en herraúrið kostar 78.900.00. En ef menn vilja hafa meira við og fá úrin skreytt með demöntum, þá er sjálfsagt að útvega þau.“ Hvernig hefur salan gengið ? „Við höfum þegar selt talsvert, því eins og ég sagði þá þekkja margir merkið og vita hvað um er að ræða. Já, ég held að það sé grundvöllur fyrir því hér að hafa slíka lúxusvöru á boðstólum. Á „Cartier“ er lífstíðarábyrgð og um gæðin held ég að ekki þurfi að tala. Loks verður því ekki neitað að hér er um „status-symbol" að ræða. „Cartier“ er „stöðutákn" hvar sem er í heiminum. Þetta fyrirtæki er ekki aðeins í úrun- um, þvt' þeir eru frægir skartgripafram- leiðendur líka og eiga að því er ég best veit stærsta hreina perulega demant í heimi, sem er 107.7 karöt. Þegar Richard Burton gaf Elisabetu Taylor perlulaga demant árið 1979, þá vakti það heims- athygli, þótt sá væri „aðeins" 69.42 karöt. Fyrirtækið er því gamalt og heims- þekkt og mér er sagt að veltan sé 4 þúsund milljónir dollara á ári. Eigenda- skipti urðu árið 1973 og það er dóttir nýja eigandans, ungfrú Natalie Hocq, sem á fyrirtækið núna. Hún er ógift og aðeins 34 ára gömul og ásamt þeim ungfrú Hefner, sem á Playboy og ungfrú Gucci, sem g leður og skartgripa- fyrirtæki „Gucci“, ríkasta unga konan í heiminum. Ég læt þetta fljóta með, ef einhverjir myndarlegir piparsveinar vildu hugsa sér til hreyfings." - AM ■ Lára Axelsson, kona Valdimars, með kvenúrið í „Santos“-línunni. Línan breytist aldrei og á úrunum er lífstíðarábyrgð. (Tímamynd Róbert) í heiminum” ■ Gullblýantur og gullkveikjari frá „Cartier." (Tímamynd Róbert) ■ Dýrustu „Cartier" úrin eru á 70.600 (kvenúrið) og 78.900 (herraúrið).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.