Tíminn - 06.01.1984, Page 2
■ „Þetta er gífurlegt tjón, þó erfitt sé
að átta sig á því til fulls í augnablikinu
því maður er eiginlega alveg vankaður
eftir að hafa horft upp á þessi ósköp,"
sagði Birgir Jónsson, á Akranesi, sem
missti fiskverkunarhús sitt í rúst í
gærmorgun. í húsinu sagði hann hafa
verið töluverðar skreiðarbirgðir, veið-
arfæri og fleira. Skreiðina taldi hann
örugglega meira og minna skemmda,
enda skreiðarpakkar á víð og dreif út
um allt, allt að 200 metra í burtu frá
húsinu. Með endilöngu húsinu sjávar-
megin voru hjallar, sem Birgir sagði að
allir hefðu farið eins og eldspýtur út í
buskann.
„Þc.tta var alveg hrikaleg aðkoma og
ekki lagaði að það var myrkur og
éljagangur. Manni datt hclst í hug
loftárásir á stríðsárunum, sem maður
hefur lesið lýsingar á", sagði Birgir.
Hann kvað menn ekki muna til þess að
brim þessu líkt hafi orðið áður á
Akranesi. „Ég var á lciðinni niður eftir
í morgun þegar þessi holskefla kom,
svo ég sá ekki sjálfur þegar húsið fór.
En einn sjónarvottur sagði mér að
aldan hafi farið yfir húsið og brotið
dottið ofan á þakið. Þetta er nánast
óskiljanlegt, því það cru klettar þarna
fyrir framan scm þó voru búnir að
brjóta ölduna niður."
Á öðru húsi sem Birgir kvaðst eiga
neðar með götunni varð einnig
stórtjón. Gafl fór þar inn og húsið fyllti
af sjó. Þar sagði Birgir 4-5 tonn af
helmingurinn fór alveg í rúst en endinn á hinum hangir uppi að hluta. Skreiðarpakkar
eins og eldspýtur út í buskann. Á götunni framan við húsið (næst okkur á myndinni)
Tímamynd Róbert.
■ Fiskverkunarstöð Birgis Jónssonar. Húsið var byggt í tveim áföngum. Eldri
úr húsinu bárust hundruð metra í burtu og hjallar sem voru með hlið hússins hurfu
var ekki manngengt í gærmorgun, heldur var hún eins og straumhörð á yfir að líta.
„MANNI DATT HELSTI HIIG
LOFTARASIR A STRÍDSARUNUM”
— segir Birgir Jónsson, sem missti fiskverkunarhús sitt í rúst á Akranesi í gær
saltfiski sem örugglega sé allur meira
og minna skemmdur. „Sjórinn var svo
djúpur þar inni í húsinu í morgun, að
ég fór uppyfir klofstígvél".
Á þessu 'stigi kvaðst Birgir ekki vita
hvernig eða hvað verði af uppbygg-
ingu. „Við ætlum að ráðast í það á
morgun - ef við þorum vegna veðurs -
að rífa brakið ofan af þessu og svo
verður maður bara að sjá til. Það
verður allt reynt til að koma fiskverk-
uninni af stað aftur, en tíminn verður
bara að leiða í ljós hvernig það tekst",
sagði Birgir.
-HEI
Menn frá
Viðlaga-
tryggingu
meta tjón-
ið sem varð
á Akranesi
— „skemmdir á
tryggðum eignum
verda greiddar’%
segir ffram-
kvæmdastjóri
Vidlagatryggingar
■ „Skemmdir á tryggðum eignum
verða greiddar, þ.e. skemmdir á hús-
unum og því lausafé sem í þeim er,"
sagði Ásgcir Óksfsson. framkvæmda-
stjóri Viðlagatryggingar í samtali
við Tímann i gæikveldi, er hann var
spurður hvað af skemmdum þeint sem
orðið hafa á Akranesi ogSuðurnesjum
í óveðinu í gær og fyrrinótt yrði bætt
af Viðlagatryggingu.
Ásgcir sagði að nákvæmar upplýs-
ingar' af tjóni væru ekki farnar að
berast, en Ijóst væri að mesta tjónið
hefði orðið á Akranesi. Hann sagði að
menn frá Viðlagatryggingu færu áleiðis
upp á Akranes í dag, til þess að meta
tjónið.
Aðspurður hvort tjón það sem af
hlytist yrði þá að fullu bætt, sagði
Ásgeir: „Tjónið verður bætt sam-
kvæmt reglunt, það er best að segja
það ekkert öðru vísi." Sagðist Ásgeir
ekkert vita hvort eitthvert tjón hefði
orði sem ekki yrði bætt, um slíkt væri
ekkert hægt að segja fyrr en aðstæður mðurstöður lægju fyrir, einkum vegna fyrir utan þyrftu menn frá Viðlaga- byrjað á Akranesi, þar sem mest tjón
hefðu verið skoðaðar. Hann sagði að þess að um mörg hús væri að ræða á tryggingu að fara á fleiri staði, þar sem hefði borðið.
ugglaust myndi líða dálítill tími þar til Akranesi, og miklar skemmdir. Þar minna tjón hefði orðið, en það yrði AB