Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984
5
fréttir
■ Gunnlaugur Steingrímsson um borð í báti sínum, Knarrarnesi GK. Víst er að
honum tókst með því að ferja menn út í báta að forða enn stærra tjóni.
'VERDUM AÐ VERA
MKKIÁTIR AD EKKI
URÐU MANNSKAÐAR’
segir Gunnlaugur Þorgrímsson,
sjómaður, sem var vitni að
stórtjóni á bátum í Sandgerd-
ishöfn í gærmorgun
■ „Eftir á að hyggja er eiginlega mesta
furða að ekki skyldi hafa farið mikið ver.
Miðað við hvað menn lögðu sig í mikla
hættu verðum við bara að vera þakklátir
að ekki urðu mannskaðar. Auðvitað er
tjónið mikið, sennilega einir þrír smábát-
ar ónýtir, og aðrir, stórir og smáir, meira
og minna skemmdir. Enda var veðrið
hreint kolbrjálað og sjógangur meiri en
elstu menn muna,“ sagði Gunnlaugur
Þorgrímsson, sjómaður í Sandgerði,
þegar Tímamenn hittu hann við Sand-
gerðishöfn í gær.
„Ég var nokkuð heppinn með minn
bát. Hann slitnaði upp og rak upp í
stórgrýtið en mér tókst að komast um
borð, setja í gang og komast frá stórgrýt-
' inu eftir mikið basl. Fyrst um sinn
andæfði ég bara inni í höfninni og gat
ekkert aðhafst til að hjálpa öðrum. En
strax og för að falla út og eitthvað var
fékkst af viðlegubryggjunni gat ég farið
að leggja mönnum lið. Ég sótti að
minnsta kosti eina sex átta menn, vél-
stjóra og skipstjóra af stærri bátunum í
höfninni, og gat ferjað þá um borð í
bátana sína, en þá var ekki enn hægt að
ganga út á viðlegubryggjuna og eina
leiðin að komast í bát utan að bátunum
sem enn höfðu ekki slitnað upp. Það
mátti stundum ekki tæpara standa, þeir
héngu á síðustu spottunum."
- Um hvert leyti komst þú niður á
höfn?
„Ég kom um sjöleytið, en þá var
ástandið alverst. Einir sex smábátar
liggjandi í stórgrýtinu innan við bryggj-
una og þrír stærri bátar að auki. Menn
komust út í bátana en gekk ver að koma
þeim frá - þeir sneru margir þannig að
erfitt var að athafna sig. Það var meðal
annars þess vegna sem Svavar ætlaði að
draga bátana út á vörubílnum með því
að keyra út á bryggjuna.1'
. Gunnlaugur kvaðst ekki viss um
skemmdir á sínum bát, ómögulegt væri
að segja hvort hann hefði marist í
stórgrýtinu. „Ég er þó nokkuð bjartsýnn
því að hann lekur ekkert ennþá að
minnsta kosti," sagði Svavar. -Sjó.
Vörubifreiðastjóri hætt kominn í óveðrinu í
Sandgerðishöfn:
„ÉG VAR ALVEG
BÚINN ÞEGAR ÞEIR
NÁÐU MÉR UPP ÚR”
■ „Ég var alveg búinn þegar þeir náðu mér upp. Mér
var rosalega kalt og líkaminn var allur dofínn og ég átti
í miklum erfíðleikum með andardrátt; var alveg loft-
laus,“ sagði Svavar Ingibergsson, vörubílsstjóri, sem
bjargað var upp úr Sandgerðishöfn í gærmorgun, eftir að
bfll hans, Mercedes Benz, sem vegur á milli sjö og átta
tonn, fór í sjóinn, með hann innanborðs, í samtali við
Tímann á Sjúkrahúsi Keflavíkur í gær.
„Veðrið var alveg rosalegt og sjórinn gekk yfír
bryggjuna þannig að hún sást stundum ekki. Það slitnuðu
margir bátar frá og þá rak upp í grjótið fyrir neðan
hafnarskúrinn. Ég átti einn bátanna, Sóley, sem er lítill
dekkbátur, og var búinn að fara um borð og setja í gang,
en komst ekkert á móti ofsanum. Við gripum þá til þess
ráðs að draga bátana á bílnum mínum út með
bryggjunni. Eg var með þann fyrsta í togi og var kominn
svona 30 metra út á bryggjuna þegar mikið ólag reið yfir
og bfllinn hreinlega sópaðist út út af bryggjunni. Hann
valt aldrei, heldur sökk hægt og hægt niður á hjólin.
„Þeir segja mér að hann sé svo gott
sem ónýtur. Hann sökk alveg, en þeim
tókst að ná honum upp fljótlega eftir
hádegið, en hann er víst brotinn á stöku
stað og viðurinn víða marinn. Bíllinn
kom víst mun betur út úr þessu. Mér
skilst að það sjáist vart á honum, nema
hvað að hann er örlítið beyglaður á
annarri hliðinni."
- Er báturinn tryggður?
„Hann er auðvitað tryggöur, cn trygg-
ingar bæta aldrei svona tjón að fullu. Ég
gæti trúað að nýr bátur kosti um fimni
milljónir með öllu, en cg fæ vart meira
en þriðjung af því. Svo verður vonandi
hægt að bjarga einhverju úr honum - ég
var til dæmis með nýjan loran og nýja
vél og vonast til að hægt verði að bjarga
hvoru tveggja," sagði Svavar.
Hann kvaðst búast við að fara heim af
sjúkrahúsinu um eða eftir helgi. „Annars
líður mér ágætlcga hérna og liggur
ckkert á heim fyrr cn ég hef náð mér að
fullu," sagði Svavar. -Sjó.
■ Bátur Svavars, Sóley GK, sökk í höfninni og er talinn næstum ónýtur.
■ Að minnsta kosti þrír kranar voru við Sandgerðishöfn síðdegis í gær. Voru þeir notaðir til að hífa skemmda smábáta
upp á bryggju, en þeir voru orðnir lekir margir hverjir og óttast var að þeir sykkju í höfninni. Tímamyndir Róbert.
Það auðvitað hvarflaði að mér að
þarna væri ég að lifa mitt síðasta, en ég
reyndi að bægja þeirri hugsun frá mér.
Einbeitti mér þcss í stað að því að vera
rólegur. Ég áttaði mig strax á því að það
þýddi hvorki að opna hurð né glugga fyrr
en nokkur sjór væri kominn inn í bílinn.
Það leið um það bil hálf mínúta, sem
mér fannst heillangur tími, áður en hægt
var að opna rúðu sem ég gat komist út
um. Síðan svamlaði ég í átt að bryggju-
króknum þar sem félagar mínir náðu
mér upp, köldum og hröktum," sagði
Svavar.
„Mér var komið rakleiðis hingað á
sjúkrahúsið, sem betur fer. Hér fæ ég
svo góða umönnun, að ég er búinn að ná
mér ótrúlega þótt auðvitað sé ég hálf
slappur ennþá."
- Hefurðu frétt hvernig bátnum þínum
reiddi af?