Tíminn - 06.01.1984, Side 6
€*______________
í spegli tímans
RUSSNESN DANSAHNN OODUNW
HOPPAÐI HOSWAflF AFBRÝMSEMI
■ Jaquline Bisset og ástvinur
hennar Alexander Godunov,
rússneski dansarinn, sem baðst
hælis sem pólitískur flóttamaður
í Bandaríkjunum, voru aðalper-
sónurnar í miklu aflrrýðis-drama
í partíi í Hollywood nýlega. Jaq-
ueline rakst í samkvæminu á
fyrrverandi sambýlismann sinn,
frakkann Victor Drai, sem hún
bjó mcð í sjö ár - en skildi við
þegar hún hitti dansarann og
flóttamanninn.
Nú varð þeim Jaqueline og
Victor skrafdrjúgt þegar þau
hittust og voru þau hin kátustu
og hvísluðust á einhverjum
skemmtilegheitum og hlógu
mikið. Þetta varð of mikið fyrir
Rússann, hann rauk á dyr og
skellti hurðum, en Jaqueline
hljóp á eftir honum til að sleikja
úr honum fýluna. Þá varð Alex-
ander svo reiður, að áhorfendur
sögðu að hann hefði nærri hopp-
að hæð sína í loft upp, þegar
vinkonan fór að biðja um gott
veður.
Reyndar tókst henni að koma
honum í gott skap og þau gengu
aftur til stofu arm í arm. Það
gengur á ýmsu í ástasambandi
þeirra, því að bæði eru þau
skapmikil, dansarinn og leikkon-
an.
Jaqueline er þekkt fyrir að
vera mjög sjálfstæð í skoðunum
og hegðun. Hún hefur aldrei
gifst, en „búið með“. Hún segist
■ Leikkonan og dansarinn komu arm í arm í samkvæmið, þegar
þau höfðu gert upp ágreininginn vegna afbrýðisemi Alexanders
ekki kæra sig um að verða móðir
og ekki að gifta sig. „Ég vil ekki
binda mig“, er viðkvæði hennar.
Hún segir líka, að ástarsambönd
sín endist yfirleitt ekki nema
takmarkaðan tíma, en það virð-
ast vera heitar tilfinningar á milli
þeirra hjónaleysanna. Nýlega
sáust þau í kvikmyndahúsi í Los
Angeles, og þar voru áhöld uin,
hvort væri meira spennandi fyrir
áhorfcndur að horfa á elskend-
urna á tjaldinu eða fylgjast með
ástaratlotum Jaqueline Bisset og
Godunovs í sætum sínum.
„ALLTER
ILUKKUNN-
ARVEL-
STANDI“,
— segja Landon-hjónin
■ Linu sinni lék Michael
Landon yngsta hróöurinn, Litla
Joe, í sjónvarpsþáttunum BON-
ANZA, og síðan fylgdumst við
með honum í hlutverki hinsgóða
hciinilisfööur Charles Ingalls í
„Húsinu á sléttunni". Þá var
altalað, að Landon væri einmitt
hinn dæmigerði góði eiginmaður
og faðir, en Landonshjónin höfðu
verið lengi gift og áttu þau sjö
börn.
En svo dró ský fyrir súlu, því
að heimilishamingjan virtist allt
í einu vera farin út í veður og
vind, þegar Michael varð yfir
sig hrifinn af stúlku, sem var
áratugum yngri cn hann. Þetta
cndaöi með skilnaði Michaels
við fyrri konu og hann fór frá
henni og börnunum.
Síðan giftist Landon ungu
stúlkunni, Cindy Clerico, og síð-
ustu fréttir herma, að þau hafi
eignast erfingja, svo nú á
Michael átta börn.
■ Michael Landon er virðulegur með sitt gráa hár, en Cindy
kona hans er Ijóshærð og litfríð og lítur helst út fyrir að vera
dóttir hans.
„ÞETTA ER STRAKUR-
INN MINN“, SAGÐI
KEN KERCHEVAL
(CLIFF BARNES)
■ Ken Kercheval, sem við
þekkjum best sem Cliff Barnes
úr sjónvarpsþáttunum
DALI.AS, er hér á góðgerða-
skemmtun í „Glingurborg" (Tin-
seltown), en Hollywood gengur
undir því nafni hjá mörgum. A
skemmtuninni var auðvitað Ijós-
myndari, sem kepptist við að ná
inyndum af frægu fólki. Þegar
hann rakst á Ken Kercheval
spurði Ijósmyndarinn hann
hvaða ungi leikari væri þarna á
ferð með honum.
„Þessi herra hér?“ sagði Ken,
„hann er ekki leikari og eftir því
sem ég kemst næst, hcfur hann
sko alls ekki hug á aö verða
leikari. Þetta er strákurinn niinn,
hann Kaleb, og vinkona hans úr
skólanum", sagði Ken Kerche-
val hinn hreyknasti.
Reyndar er Ken Kcrcheval
kunnugur mörgum hér á Islandi
frá því að hann kom hér fram á
skenmitun til ágóða fyrir SAA á
sl. ári.
viðtal dagsins
Starfsnám í Verslunarskólanum:
„ERFYRSTOG
FREMST HUGSAÐ SEM
ENDURMENNTUN“
— segir Helgi Baldursson viðskiptafræðingur sem
umsjón hefur með náminu
■ Starfsnám Verslunarskóla fræðum. Frá þeim tíma hafa „Þetta er fyrst og fremst hugs- viðskiptafræðingur í samtali við
íslands hófst árið 1982 með sífellt bæst við ný námskeið og að sem endurmenntun og þá Tímann en hann hefur umsjón
námskeiðahaldi í nokkrum við- eru þau nú á vorönn 1984 alls 90 handa fólki sem komið er yfir með starfsnámi Verslunarskól-
skiptagreinum, vélritun < 'ölvu- talsins. tvítugt" .sagði Helgi Baldursson ans.
■ Helgi Baldursson viðskiptafræðingur.
Tímamynd Róbert.