Tíminn - 06.01.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 06.01.1984, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 d á vettvangi dagsins Öeðlileg gagnrýni — eftir Pál Sigurjónsson, Galtalæk „Last á grannann liggur falt Leitar fár hins sanna", er upphafið á gamalli stöku Það hefur oft komið fram í huga mér 'þetta stef þegar Dagblaðs- og Vísisherr- unum tekst hvað best upp, í sinni rógsiðju. Ekki ber þó að skilja orð mín svo, að ég telji gagnrýni ekki eðlilega og nauðsynlega í lýðræðis þjóðfélagi. Held- ur hitt, að málflutningur á borð við þann, sem iðulega er fluttur á síðum síðdegisblaðsins, á að mínu viti ekki neitt skylt við þá meiningu sem ég legg í þetta hugtak, gagnrýni. Hann ber öðru fremur merki þess, er einhversstaðar finnst í gamalli speki. „Finni hann laufblað fölnað eitt, for- dæmir hann skóginn," Því miður er sú raunin á, að DV er öðrum fjölmiðlum dómharðari. Oft er upphaf greinarkorns þess, ólánlega nærri málflutningi áðurnefnds fjölmiðils. Mér finnst sem gagnrýni verði að ráðast af tveimur megin þáttum. Af ádeilum á sannanleg mistök, eða þá af eðlilegum skoðanaágreiningi. Gagnrýni má ekki byggja á, (eins og Viðreisnar- ráðherrann sagði forðum) „Vanhugsaðri skammsýni". Ef það er gert lenda gagn- rýnendur óhjákvæmilega í sporum þess er fordæmdi skóginn. Þó er sá hlutur næsta meinlaus saman- borið við það, að vega í tíma og ótíma að þeim undirstöðum, er landsmenn byggja afkomu sína á. Það er kaid- hæðnislegt að fjölmiðill, sem telur sig bæði frjálsan og óháðan, skuli ástunda jafn fólskulegar árásir á bændur og sjómenn, eins og raun ber vitni. Mér hlýtur að koma í hug, að ábyrgð- ar- og útgerðarmönnum títtnefnds blaðs komi betur að landsmenn almennt, átti nmtK SVíWðÚt i-.mtfí MMZÍX nrtm «Ý8dÖUC uitm mm* umia tmitíkt tmm ttímiii* tmm tmm nmtm nitm zm m nmtz 'stíim sig ekki lengur á, að frá framleiðslu áðurnefndra stétta komi bæði megin útflutnings tekjur okkar og matvæla- öflun innanlands. Auk þess verður að geta allra þeirra þúsunda, er lifa af vinnslu og dreifingu, sjávar og landbún- aðarvara. Hafa þeir bændahatarar DV áttað sig á því, að í Reykjavík eru furðu margir aðilar (aðrir en SIS), sem dunda við það í hjáverkum, að selja sveitamanninum ýmiskonar vélar, varahluti og rekstrar- vörur? Er ekki kominn tími til að huga betur að raunverulegri þýðingu landbúnaðar í okkar þjóðlífi? Næst bændum, er uppáhalds skot- markið svonefndir milliliðir. Það má, með hóflegri sanngirni, skilja það svo að allt frá því bóndinn mjólkar kúna til þess fernan kemur í kæliskáp neytandans, sé allur kostnaður af því illa. Mér eins og fleirum finnst launþegar í þéttbýli ekkert of sælir af sínu, en geri þó þá kröfu, að þeim detti ekki til hugar að mjólkin komi innpökkuð úr kúnum, lendi niður eins og regn af himni, þar * nsrm 3xm# sem kvöldbænir kynnu að hljóða uppá. Auðvitað dettur engum í hug að hlutirnir gerist svona. Því er krafa, að Forrustuguðir DV bendi á hvernig á að ná niður milliliða- kostnaði. Á að láta mjólkurbílstjóra hætta sín- um störfunt? Á að segja upp mjólkurfræðingum? Á að afnema smásöluálagningu? Eða á kannski að slaka á gæðakröfum? Öll þessi atriði og miklu fleiri koma víst, ef marka má DV, til álita. En gallinn er bara-sá, að.það er sama hvaða hlekkur brestur, því þó bóndinn geti framleitt ntjólkina verður að flytja hana til bú- anna, vinna hana, gæta fyllsta öryggis og dreyfa til neytenda. Mér hefur vafalaust skotist yfir það sem DV sér athugavert, þvíT mínum augum er ekkert af upptöld- unt atriðum óþarft. Ég sleppi því að minnast á aðdrætti og rekstrarkostnað bænda, því ég geri ekki kröfu til að árásaraðilinn skilji þær ástæður sem þar liggja að baki. Því menn sent, ekki átta sig á, að við á hjara veraldar, þurfum að berjast við óblíð náttúruöfl, mikla verðbólgu, fáránlega vexti og dreifðar byggðir. Skilja naumast að örðugur verður santanburður við marg niðurgreiddar vörur granna vorra, framleiddar við allt aðrar veðurfars að- stæður. Ef draumur ófriðaraflanna rætist, langar ntig að spyrja, hvaðan fáum við gjaldeyri til kaupa á hefðbundnum land- búnaðarvörum? Hefur gamli málshátturinn „Hollur er heimafenginn baggi“ brunnið upp í verðbólgunni? Páll Sigurjónsson Galtalæk Opið bréf til forsætisráðherra — Frá Árna Hjartarsyni, formanni miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga Hr. forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson. ■ Áramót eru stundir góðra fyrirheita. Þá stíga menn á stokk með heitstreng- ingum um bætt líferni, nýja starfshætti eða framkvæmdasemi. Þetta hef ég gert og af því tilefni vil ég leyfa mér að hefja starfsárið 1984 á því að rita þér opið bréf og spyrja þig um fyrirheit þín um mál málanna í dag. Árið 1983 var ár friðarbaráttu og friðarhreyfingum hefur sífellt verið að vaxa fiskur um hrygg bæði erlendis og ekki síst hérlendis. Hreyfingar þessar eru safn sundurleitra hópa sem þrátt fyrir það berjast fyrir mikilvægum sam- eiginlegum markmiðum. Þar liggur fyrst og fremst til grundvallar sá sameiginlegi skilningur þeirra, að hermálastefna kjarnorkuveldanna og hernaðarbanda- laga þeirra sé mesta vá sem að mannkyn- inu stafar um þessar mundir. í Evrópu hafa friðarhreyfingarnar sem fyrr helst beint sér gegn uppsetningu meðaldrægu kjarnorkuskeytanna í álfunni og hér- lendis hafa þær sameinast í aðgerðum gegn samábyrgð íslands á helstefnu kjamorkuvígvæðingarinnar. Friðarbaráttan á íslandi 1983 ber þess ótvírætt vitni, að meirihluti fólksins í landinu er á öndverðum meiði við opin- bera stefnu stjórnvalda í hcrmálum. Hvað eftir annað hefur komið í ljós mikil andstaða við uppsetningu meðal- drægu flauganna í Evrópu sem íslensk stjórnvöld hafa þó stutt kappsamlega. Hugmyndirnar um hinar nýju ratsjár- stöðvar bandaríska hersins fyrir norðan og vestan hafa mætt almennri andstöðu, ekki síst þeirra sem mega eiga von á þessum hernaðarmannvirkjum í ná- grennið. Þegar tillaga Svíþjóðar og Mexíkó á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um stöðvun kjarnorkuvopna- framleiðslu kom til atkvæðagreiðslu í desember s.l. má segja að afstaða íslands til kjarnorkuvígvæðingarinnar hafi birst alheimi í hnotskurn. Annað árið í röð neita ráðandi öfl í landinu að standa gegn kjarnorkuvígvæðingunni. Þessi afstaða gagnvart lífshagsmunamáli mannkynsins alls er landi og þjóð til skammar. Viðbrögð landsmanna sýna líka svart á hvítu almenna andstyggð á þessu athæfi. Fyrir atkvæðagreiðsluna voru uppi háværar raddir um að ísland skyldi greiða atkvæði með þessari tillögu og bar þar hæst áskorun 11 friðarhreyf- inga þessa efnis til ríkisstjórnar og Alþingis. Þessar friðarkröfur voru huns- aðar. Á Þorláksmessu voru farnar geysi fjölmennar friðarblysfarir í Reykjavík og víðar um land. Aðgerðir þessar voru skýrar andófsaðgerðir og beindust gegn ógnarjafnvægi gereyðingarvopna þ.e.a.s. grundvallarhermálastefnu ■ Frá blysförinni á Þorláksmessu sem vikið er að í greininni. NATO og þar með íslenskra stjórn- valda. Önnur krafa var um stuðning við hugmyndir um stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og þar með nýja stefnu í þessum málunt innan Sameinuðu þjóð- anna. Nú vil ég spyrja þig hr. forsætisráð- herra, hyggst þú og stjórn þín koma til móts við þann almannavilja sem þarna birtist. I hinni ágætu áramótaræðu þinni í gærkvöldi settir þú fram þá kröfu að stórveldunum bæri að stöðva frantleiðslu gereyðingarvopna og eyði þcim sem nú eru til. Hliðstæðar hugmyndir neitaðir þú og stjórn þín að styðja á Allsherjar- þinginu fyrir þremur vikum. Er hér unt stefnubreytingu að ræða og munt þú beita þér fyrir að ísland greiði atkvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó verði hún á ný borin upp á þessu ári? I gærkvöldi sagðirðu líka, að hvorki yrði leyft að koma fyrir kjarnorkuvopn- um né eldflaugum á íslenskri grund. Þessar yfirlýsingar koma af gefnu tilefni og ég fagna þeim, en er góður vilji allt sem þarf? Árið 1949 gerðist ísland aðili að NATO og þá var svarið og sárt við lagt að því fylgdi ekki herseta. Þremur árum síðar var herinn kominn. Vilt þú og flokkur þinn beita þér fyrir því, að gefnar verði bindandi yfirlýsingar, t.d. í stjórnarskrárgrein, um að hérlendis verði aldrei leyfð nokkurskonarmeðferð kjarnorkuvopna? Hver er afstaða þín og flokks þíns til ratsjárstöðvanna? Samrýmast þær þeirri stefnu flokksins að standa gegn útþenslu herstöðvanna? Munt þú leyfa utanrtkis- ráðherra þínum að biðja um þessar stöðvar eins og hann hefur haft á orði? Að lokum vil ég óska þér og þínum árs og friðar og velfarnaðar í hvívetna. Á nýársdaginn 1984 Árni Hjartarson forntaður miðnefndar SH A.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.