Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 1
FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! I Miðvikudagur 18. janúar 1984 15. tölublað - 68. árgangur Siðumula 1S-Postholf 370 ReyKjavtK -Ritstjorr 8630C - Augtysingar 18300- Afgreiðsla og asKrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Hundamálið vekurathygli úti í heimi: ALBERTí BEINNIÚT- SENDINGU í ÁSTRALÍU ■ Þaö er meö ólíkindum hversu mikla athygli kæra Rafns Jónssonar fréttamanns á hendur Albert Guðmunds- syni fjármálaráðherra hefur vakið víða um beim. Til að mynda hefur síminn bæði í ráðuneytinu hjá Albcrt og heima hjá honum verið rauð- glóandi síðan að fregnin birtist í íslenskum fjölmiðlum og hafa þar verið erlendis fjölmiðlar, svo sem sjónvarps- og frétta- stöðvar víða um heim, að spyrja fjármálaráðherra fregna af málinu. „Síminn bókstaflega stöðv- ast ekki hjá mér. Það er búið að hringja í mig frá fjölmörg- uni Evrópulöndum, og nú í morgun var m.a.s. hringt í mig alla leið frá Ástralíu," sagði Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, erTíminn ræddi við hann í gær. Albert sagði að upphringing- in frá Ástralíu hefði verið frá ástralskri útvarps- og sjón- varpsstöð. Hann sagði aðfrétta- maðurinn sem hefði talað við sig hefði greint honum frá því að þetta kærumál hefði vakið mikla athygli í Ástralíu, og að hann væri að hringja í hann úr beinni sjónvarpsútsendingu. -AB ■ Lögreglumenn komnir með „sogskálar11 á ruðuna. Stuttu siðar tóku þeir rúðuna úr og einn þeirra fór inn i íbúðina og opnaði hann utidyr stuttu síðar. Timamynd KGA ÍSLENSK KVIKMYND í V-ÞÝSKA SIÓNVARPINU ■ Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni, sem Þráinn Bert- elsson gerði eftir sögu Guðrún- ar Hclgadóttur, verður sýnd í vestur-þýska sjónvarpinu á föstudaginn kemur. Kvikmyndin verður sýnd á tíma sem sérstaklega er ætlað- ur fyrir barnaefni. Myndin hef- ur fengið góða umfjöllun í þýskum sjónvarpstímaritum og þykir forvitnileg., Kvik- myndin Jón Oddur og Jón Bjarni verður sýnd með þýsku tali. -GSH KVIKNAÐI í FJÓSIÍ EYJAFIRÐI ■ Eldur kom upp i fjósinu á bænum Litla-Hamri í Öngul- staðahrepp i Eyjafirði síðdegis í gxr og var slökkviliðið á Akureyri kallað út á staðinn. Eldur reyndist laus í cin- angrun í torfi með vegg fjóssins og þurfti að rífa þak til að komast fyrir hann. Litlar skemmdir urðu af eldinunt að sögn slökkviliðsins á Akureyri og búpeningur sá, sem inni i því var, beið ekki skaða af þar sem tókst að koma honum öllum út. Eldsupptök eru ókunn. _FRI TVEIR FANGAR STRUKUAF LÍTLA-HRAUNI Sátt gerd um að fresta útburdinum á Akureyri um einn mánud: „FLYTJUM AFTUR INN í jBÚDINA OG.MUNUM LATA REYNA A DÓMINN” — segir Ólafur Rafn Jónsson, menntaskólakennari ■ „Við munutn flytja í annað húsnæði fyrir 17. febrúar tii bráðabirgða og inununt síðan flytja aftur í íbúð okkar og láta reyna á dóminn“, sagði Olafur Rafn Jónsson á Þingvallastræti 22 á Akureyri, eftir að sam- komulag tókst með deiluað- ilum í útburðarmálinu svo- kallaða, en til stóð að Ólafur Rafn og kona hans, Dani- ella Somers ásamt 5 börnum þeirra yrðu borin út úr íbúð sinni í gærmorgun, og dómi Hæstaréttar þannig fullnægt. Fulltrúi bæjarfógeta ásamt fjölmennu lögreglu- liði komu að húsinu Þing- vallastræti 22, í gærmorgun, eftir að Ólafur Rafn mætti ekki til fundar á skrifstofu bæjarfógeta fyrr um morg- uninn til viðræðna. Lögregl- an varð að taka rúðu úr glugga á húsinu til að fógeta- fulltrúi og lögregla kæmust inn í húsið en þegar inn var komið tilkynnti fógetafull- trúi að hann hefði meðferðis sáttatillögu á þá lund að Ólafur Rafn og fjölskylda fengju mánaðarfrest til að hlýta dómi Hæstaréttar og fara úr íbúð sinni en annars rnyndi útburðurinn fara fram. Málsaðilar skrifuðu undir samkomulagið. „Úr því sem komið er erum við ánægðir. Við vilj- um að móðir okkar geti búið í íbúð sinni í friði í ellinni, hér vill hún vera og hvergi annarsstaðar”, sagði Guðmundur Arnaldsson, sonur Grímu Guðmunds- dóttur,sem á sínum tíma fór fram á útburðinn, þegar samkomulagið' hafði verið undirritað. GSH/GK Sjá nánar blaðsíðu 2. ■ Tveir fangar struku af Litla Hrauni i gærkveldi og talið er að þeir hafi haldið til Reykja- víkur. Þeir fóru í venjulcgan útivistartima i langelsinu og siðan hefur ekkert til þcirra spurst. Að sögn Gústafs Lilliendahl er í sjálfu sér ekkert vandamál fyrir fanga að strjúka af Hraun- inu, ef hann vill, þarsem svæðið cr ógirt og aliar leiðir því opnar. „Það hefur lengi verið í bígerð hjá okkur að koma upp hér girðingu en ekki fengist fjármagn í það enda þyrfti sú girðing að vera rammger til að koma að haldi“, sagði Gústaf í samtali við Tímann. Hann sagði að sennilega hefðu fangarnir húkkað sér bíl á leið t bæinn enda stanslaus umferð um þjóðveginn þarna hjá fangelsinu. _pRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.