Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 4
■ Þcir sem þekkja leikkonuna Audrey Landers sem Afton í DALLAS, finnst kannski, að þar fari „flagð undir fögru skinni“, eins og sagt er, en það þótti ekki Þjóðverjum þegar hún var þar nýlega á ferð. Þeir voru yfir sig hrifnir af Audrey sem leikkonu, söngkonu, - og þá ekki síst hrifnir af henni sem þýskri fegurðardís, en hún er þýsk í móðurxtt og heldur því sjálf mjög á lofti. Móðir hennar og móðuramma eru báðar fædd- ar í Heidclberg. Audrey var í auglýsingaferð fyrir plötu, sem hún var að gefa út,og hefur hlotið nafnið „Littie River“. Hún kom nú til Heidel- berg í fyrsta sinn og var alveg hugfangin af borginni. Hún sagði, eins og í hinu gamla og góða sönglagi: „Ich hab’ mein Herz in Heidelberg verloren". „Ég þekki svona gamlar og ævintýralegar borgir bara af myndum", sagði Audrey, „en þær eru enn fallegri þegar komið er á staðinn. Ég er heilluð af Heidelberg. Hingað ætla ég að koma aftur.“ í viðtali við þýska blaðamenn ■ sagði Audrey, að hún hefði mik- inn hug á því að ferðast um Þýskaland með Judy systur sinni og syngja á skemmtistöðum. Audrey Landers DALLAS) á ferð Heidelberg: (Afton í r I ---------------- ■ Audrey Landers — stödd uppi i hinum sögufræga kast- ala í Heidelberg „Dásamleg borg“ TEKST YOKO AÐ SMALA BÍTLUNUM SAMAN Á NÝ? um að hún hafi alltaf gert rétt og muni halda því áfram. Þess vegna hefur hún nú rétt einu sinni stórbrotið verkefni á prjón- unum. Hún hefur sett sér að kalla saman á ný þá 3 af þeim einu og sönnu Bítlum, sem enn eru lífs, þá Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison. Sjálf hyggst hún ganga inn í hlutverk Johns. Yoko hefur þegar látið til skarar skríða og kallað saman fund með fyrrum félögum manns síns og lagt fyrir þá áætlanir sínar. Sér til mikillar furðu fékk hún heldur daufar undirtektir, en er síður en svo á þeim buxun-, um að gefast upp við svo búið. Þeir, sem gerst þekkja til mála, sjá litla von til þess að Yoko Ono takist ætlunarverk sitt. Benda þeir á, máli sínu til stuðnings, að það sé síður en svo gleymt, eða fyrirgefið, hversu stóran þátt hún átti í að splundra Bítlunum og stía þeim í sundur. ■ Yoko Ono hefur löngum þótt ráðrík og viljað taka þátt í að móta mannkynssöguna. T.d. hefur henni löngum verið kennt um upplausn Bítlanna á sínum tíma og ekki voru allir sáttir við þá breytingu, sem þótti verða á John Lennon undir hennar stjórn. En Yoko lætur slíka gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og hefur alltal' gert. Hún er handviss ■ Yoko Ono hefur löngum þrautseig verið. En að henni takist það ætlunarverk sitt að ná Bítlunum saman á ný og taka sjálf sæti Johns, þykir fremur ólíklegt. EHC CLAPTON HEFUR SKIPT UM GALLA ■ Eric Clapton, hinn þekkti gítarleikari, er hér ásamt konu sinni, Patti, að koma til veislu. Hann cr ekki neitt líkur því í klæðaburði og gerðist hér á árum áður, þegar þótti tilheyra fyrir tónlistarmenn og hljóm- sveitargæja að vera til fara eins og leppalúðar. Patti var áður gift Bítlinum George Harrison, og má því segja að hún hafi haldið sig við tónlistarmennina í makavali. viðtal dagsins „ASTANDBIANG- VERSTHÉRAF NORDURLÖNDUNUM" — segir Esther Guðmundsdottir um bók sína „Konur og stjórnmál“ sem nýkomin er út ■ „Norræna bókin Det uferd- ige domokratiet, Kvinncr i nord- isk politik, byggir kafla sinn um ísland á þessari bók minni," sagði Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags ís- lands m.a. er Tíminn spjallaði stuttlega við hana í gær um bók hennar sem nýkomin er út hjá Jafnréttisráði og nefnist bók hennar Konur og stjórnmál. í formála bókarinnar segir m.a.: „Rit þetta, sem hér birtist, er að mestu leyti þær upplýsing- ar, sem undirrituð hefur safnað saman um stjórnmálaþátttöku kvenna á íslandi, vegna verkefn- isins, „Kvinner i nordisk poli- tik.“ „Ég hef unnið að þessu verkefni í tæp tvö ár,“ sagði Esther, „og svo smámsaman þró- aðist þelta, fleiri og fleiri upplýs- ingar bárust og þær fóru inn í þetta norræna samstarf, sem var um norrænu bókina, en síðan var ákveðið að gefa út sérstak- lega heima það sem snéri að íslandi.” - Hvernig fannst þér þetta verkefni? „Mér fannst það mjög skemmtilegt. Þetta var mjög ■ Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur og formað- ur Kvenréttindafélags Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.