Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1984 5 TRÉÐ, SEM BREGÐUR SÉR í ALLRA KVIKINDA LÍKI ■ Hálf er hann nú umkomulaus og undrandi á svipinn litli púðlu- hundurinn á myndinni, enda ekki furða. í hans augum gegna nefnilega trjábolir einu ákveðnu hlutverki og það er ekki gott að átta sig á sköpulagi þessa óvenju- lega trés, eða eigum við heldur að kalla þetta runna? Það eru hjónin William og Eileen Tasker í Brixham, Devon, Englandi, sem eru eig- endur og „höfundar" þessa sköpunarverks. Upphaflega klipptu þau tréð til eins og hund. Síðar meir breyttist myndin í hangsaform og síðast, þegar til fréttist, var bangsinn orðinn að ffl. Sem nærri má geta, vekur þetta listaverk mikla athygli veg- farenda og margir leggja hrein- lega Ivkkju á leið sína til að skoða það. mikil vinna, að vísu skorpuvinna svolítil, en strembin eigi að síður. Það var mikið um ferðalög í tengslum við þetta verkefni. Við hittumst reglulega í fyrravet- ur að meðaltali einu sinni í mánuði, og unnum þá alltaf um helgar. Það var sem sagt mjög strangt, en skemmtilegt." - Var eitthvað í þeim upplýs- ingum sem þú viðaðir að þér í tengslum við þetta verkefni, sem komu þér á óvart? „Nei, í rauninni ekki. Þessar upplýsingar staðfesta miklu fremur það sem maður hafði á tilfinningunni. Það er að segja þetta lélega ástand, hversu fáar konur eru í ábyrgðarstöðum og í pólitíkinni." Esther sagði að ástandið væri langverst hér á landi, af Norður- löndunum, en fremstir stæðu Finnar og Svíar. Finnar hefðu best hlutfall kvenna á þingi, en Svíar hefðu best hlutfall kvenna í sveitarstjórnum. Aðspurð um hvar hón teldi ástandið vera verst, hér á landi, sagði Esther: „Þessi könnun nær náttórlega fyrst og fremst til hluts kvenna á Alþingi og í sveitarstjórnum. Það má segja að ástandið sé verst í málaflokk- um sem fjalla um efnahagsmál og best er það líklega þar sem fjallað er um menntamál, fé- lagsmál og barnauppeldi." Aðspurð hvort hún teldi að jákvæð þróun hefði orðið á þessu sviði, eða ekki, sagði Esther: „Það hefur aðeins þokast, frá ári til árs, en sú þróun er mjög hægfara." - Ertu þá svartsýn á framhald- ið? „Nei, maður verður að vera bjartsýnn, annað væri uppgjöf. Auðvitað varð mikil breyting á í síðustu sveitarstjórnarkosning- um og síðustu Alþingiskosning- um, þar sem hlutur kvenna í sveitarstjórnum tvöfaldaðist og þrefaldaðist á Alþingi, og maður verður bara að vona að só þróun haldi áfram." - Nú hafa margir leitt að því getum að sérstök kvennafram- boð myndu líða undir lok næst þegar verður kosið - hvað vilt þú segja um það? „Maður þorir náttúrlega engu um slíkt að spá. Það verður bara að koma í ljós.“ -AB erlent yfirlit HERSHÖFÐINGJARNIR, sem tóku völdin í Nigeríu um áramótin, hafa aðallega fært tvær ástæður fyrir valdaráninu. Önnur ástæðan er sú, að mikil spilling hefði myndazt í landinu á þeim fjórum árum, sem lýð- ræðisstjórn hefði farið með völd. Hin ástæðan er sú, að fjárhag- ur landsins væri kominn í hreinar ógöngur. Herinn yrði að skerast í leikinn og taka völdin til að uppræta spillinguna og rétta við fjárhaginn. Margir fréttaskýrendur hafa vakið athygli á því, að það sé ekki nýtt, að hershöfðingjar, sem ræna völdum, rökstyðji að- gerðir sínar á þennan hátt. Þetta sé hefðbundinn rökstuðningur fyrir valdaráni. Reynslan hafi samt orðið sú, að hershöfðingjastjórnum hafi gengið illa að efna loforðin. Að vísu hafi þær oft refsað fyrirrenn- urum sínum og fundið til þess nóg rök. Hins vegar hafi ný spilling myndazt í skjóli þeirra og oftast ekki minni en sú, sem ■ var fyrir. hinn fræga herskóla í Aldershot í Bretlandi. í sambandi við nám sitt þar heimsótti hann fleiri lönd, t.d. Indland og Kanada. Eftir heimkomuna til Nigeríu varð Buhari strax liðsforingi í her Nigeríu og vann sér álit samverkamanna sinna. Hann var einn þeirra liðsforingja, sem skipulögðu byltingu gegn Yak- ubu Gowan hershöfðingja sumarið 1975. Gowan var leiðtogi hershöfð- ingjastjórnarinnar, sem hafði farið með völd síðan 1966, og meðal annars kom við sögu í Biafrastyrjöldinni 1969-1970. Eftir styrjöldina hafði Gowan lofað að endurreisa lýðræðis- stjórn, en ekki sýnt fullan áhuga á því. Nokkrir liðsforingjar urðu þá ásáttir um að nota tækifærið, þegar hann var erlendis, til að steypa honum af stóli. Eftirmaður Gowans varð Ruf- ari Mohammed, en hann var myrtur hálfu ári síðar. Þá átti Buhari þátt í því, að Obasanjo hershöfðingi yrði forseti, en jafn- framt yrði því lofað að endur- Tekst Buhari að uppræta spillinguna í Nigeríu? Herforingjastjórnir hafa ekki gefizt vel í þeim efnum Þá hafi ýmsar nýjar hershöfð- ingjaklíkur hrifsað völdin, eða hershöfðingjastjórnin, sem með völdin fór, talið það hyggilegast að efna til kosninga og endur- reisa lýðræðisstjórn. Slíkar stjórnir hafa oftast tekið mildilega á hershöfðingjunum, sem skiluðu völdunum í hendur þeirra, og látið þá sleppa án teljandi refsingar. Undantekning virðist ætla að verða hin nýja lýðræðisstjórn í Argentínu. Shehu Shagari, sem var kosinn forseti 1979, þegar lýðræðis- stjórn var endurreist í Nigeríu, lét hershöfðingjana, sem þá létu af völdum, sleppa mjög vægi- lega. Þeir héldu flestir áfram störfum sínum og titlum. Þeir voru aðeins færðir til í kerfinu. Það átti sinn þátt í því, að hernum reyndist auðvelt að steypa Shagari af stóli. Það má líka segja, að lýðræðis- kerfið hafi átt sinn þátt í því að fella Shagari. Á síðastliðnu ári fóru fram bæði þingkosningar og forsetakosningar í Nigeríu. í kosningabaráttunni var haldið uppi hörðum áróðri gegn Shagari og stjórn hans borin hvers konar ósómi á brýn, bæði réttilega og ranglega. Þetta undirbjó jarðveginn fyr- ir hershöfðingjana. Mikill meiri- hluti kjósenda hafði hafnað Shagari í forsetakosningunum og syrgði ekki fall hans. Aðalfylgi sitt átti hann hjá Múhameðstrúarmönnum í norðurhluta landsins. Hinn nýi leiðtogi Nigeríu er sprottinn af sömu rótum. Þess vegna geta Múhameðstrúarmenn unað skiptunum. AF ÝMSUM ástæðum fylgja Mohammed Buhari, hinum nýja leiðtoga Nigeríu, betri vonir úr hlaði en mörgum þeirra hers- höfðingja, er hafa staðið fyrir byltingum í Afríku. Hann þykir hafa sýnt, að hann muni hafa vilja til að bæta stjórnarfarið. Buhari er fæddur 17. desem- ber 1942 og er því nýlega orðinn 41 árs. Hann innritaðist í her- skóla í Nigeríu að loknu gagn- fræðaskólanámi og sóttist námið ■ Mohammed Buhari svo vel, að brezkir liðsforingjar, sem kenndu við skólann, fengu á honum sérstakt álit og komu því þess vegna til leiðar, að hann færi til frekara náms til Bretlands. Buhari fékk einnig gott orð þegar hann stundaði nám við Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar reisa lýðræðisstjórn. Þetta loforð efndi Obasianjo 1979 og dró sig síðan í hlé. Flestum heimildum bersaman um að mikil spilling hafi átt sér stað í stjórnartíð þeirra Gowans og Obasanjos, en þetta var að mestu eða öllu fyrirgefið af lýð- ræðisstjórninni, sem kom til valda undir forustu Shagari 1979, eins og áður segir. Buhari hófst til mikilla áhrifa í stjórnartíð Obasanjos. Fyrst var hann hækkaður í tign í hernum en síðan skipaður olíu- málaráðherra, sem þá var ein mesta valdastaða í Nigeríu vegna þess, að olía er mesta auðlind landsins og aðalútflutningsvara. Sæmilega er látið af þessari stjórn Buharis. Útlendingar, sem kynntust honum þá, lýsa honum sem hlédrægum og að- gætnum manni og sama gera fréttamenn, sem ræddu við hann á þessum tíma. Hann hafi varazt að segja of mikið og verið mjög nákvæmur í svörum sínum. Hann vakti því traust. FYRSTU viðbrögð Buharis sem leiðtoga Nigeríu virðast stað- festa þessa lýsingu. Buhari hefur enn varazt að gera mikla grein fyrir áformum sínum öðrum en þeim, að láta Nigeríu standa við allar skuldbindingar sínar út á við, jafnt gagnvart samtökum og einstöku ríkjum. í innanlandsmálum hefur hann lofað því einu, að reyna að rétta við fjárhaginn, sem kominn er í ógöngur vegna þess að ráðizt var í of mikla fjárfestingu meðan olíugróðinn var mestur. Þá hefur hann að sjálfsögðu heitið því að vinna gegn spillingu. Buhari hefur enn engu svarað því, hvort hann hyggist endur- reisa lýðræðisstjórn. Það mál þurfi að hugsa og ræða betur. Ef til vill er Buhari þeirrar skoðunar, eins og reyndar marg- ir aðrir, að reynslan hafi sýnt, að evrópskt lýðræðiskerfi, sem byggist á mörgum flokkum, eigi ekki við í Afríku, heldur verði að setja lýðræði þar þrengri mörk, t.d. með eins flokks kerfi, en innan þess geti þrifist viss skoðanamunur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.