Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1984 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1984 13 iþróttir Einar Jón mun þjálfa Grindvíkinga í 3. deildinni í knattspymu í sumar ■ Einar Jón Ólafsson íþróttakennari hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar- liðs Grindvíkinga. Einar hefur leikið með liðinu um árabil, en lék ekki með síöasta sumar. Á síðasta keppnistímabili þjálfaði Kjartan Másson lið Grindvíkinga, og var það ofarlega í toppbaráttu 3. deildar SV. Liðið hefur reyndar verið í toppbaráttu 3. deildar í fjöldamörg ár, og lék oft í úrslitum áður en 4. deildin varð til. Nú verður sjálfsagt svo, og spurning hvernig Einari tekst til. Hann hefur fengist talsvert við þjálfun, og þá aðallega þjálfað yngri flokka Grindvíkinga í knattspyrnunni með mjög góðum árangri. -Tóp/SÖE KRISTfNARNAR VORII STERKAR — sigrudu í tvflidaleik A-flokks á Jafnréttismóti TBR ■ Þær stöllur, Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berglind létu talsvert aö sér kveða á Jafnréttismóti Tennis og Bad- mintonfélags Reykjavíkur um síðustu helgi. Þær nöfnur sigruðu þar í tvíliða- leik í A-flokki, og stóð ekkert karlapar þeim snúning. Það sama gilti reyndar um fleiri konur í tvfliðaleiknum, en Kristínarnar léku við þær Þórdísi Edwald og Elísabetu Þórðardóttur í úrslitum og sigruðu 9-15,15-8 og 15-8. í einliðaleik í A-flokki sigraði Snorri t>. Ingvarsson TBR allar dömurnar, þar á meðal Kristínarnar báðar, og sigraði Þórdísi Edwald í úrslitum 15-2 og 15-2., í meistaraflokki léku eingöngu karlar. Þorsteinn Páll Hængsson TBR sigraði Víði Bragason í A í úrslitum einliðaleiks- ins 15-10 og 15-5. Broddi Kristjánsson var ekki með í mótinu vegna prófa. f tvíliðaleik sigruðu Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson fslands- meistarana Sigfús Ægi Árnason TBR og Víði Bragason 15-6, 10-15 og 15-9, en keppni var mjög jöfn og spennandi í tvíliðaleik. Eingöngu karlar léku í B-flokki, Har- aldur Hinriksson ÍA sigraði Bjarka Jó- hannesson ÍA 15-10 og 18-17 í úrslitaleik einliðaleiksins, og þeir Haraldur og Bjarki sigruðu svo saman í tvíliða- leiknum, unnu Hákon Jónsson og Frí- mann Ferdinandsson Víkingi 15-12 og 15-8 í úrslitum. -SÖE ■ Kristín Magnúsdóttir t.v. og Kristín Berglind, sigurvegarar í tví- liðaleik í A-flokki á Jafnréttismóti TBR. Njarðvík vann KR ■ Einn leikur var í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helgina. Njarð- vík vann KR í íþróttahúsi Haga- skóla 36-24. Staðan er nú þessi: ÍR....... 11 9 2 532-424 18 ÍS....... 11 8 3 498-429 16 Haukar ... 10 6 4 456-321 12 Njarðvík.. 11 5 6 375-443 10 Snæfell .. 9 2 7 275-355 4 KR ...... 10 1 9 325-448 2 FRIÐBERT ENN MEÐ ÍS - er að jafna sig eftir kinnbeinsbrot ■ Leið villa slæddist inn í frásögn hér í blaðinu í gær af blaktÞar var sagt að Friðbert Traustason aðaluppspilari ÍS léki með Breiðabliki. Þetta er ekki rétt, Friðbert leikur enn með sínu gamla félagi ÍS, en hefur ekki getað leikið að undanförnu vegna kinnbeinsbrots er hann hlaut í árekstri við félaga sinn í upphitun á æfingu. Hins vegar þjálfar Friðbert bæði Fram og Breiðablik, þrátt fyrir að hann hafi ekki getað sinnt því undanfarið vegna meiðslanna og læknisaðgerða sem fylgt hafa. „Ég mun leika áfram með ÍS í vetur, og vonast til að geta farið að æfa aftur“, sagði Friðbert í samtali við Tímann í gær. -SÖE Valsmenn kærðu Pétur - telja hann ólöglegan með ÍR ■ Valsmenn hafa kært úrslit leiks þeirra gegn ÍR síðastliðinn sunnu- dag, á þeim forsendum að Pétur Guðmundsson hafi leikið ólöglegur með ÍR. Segja Valsmenn að Pétur hafl leikið með öðru liði síðastliðið I sumar erlendis, og sé því ólöglegur ■ með ÍR. I ÍR-ingar telja sig örugglega í I rétti, það hafi verið athugaðgaum- ■ gæfilega fyrir Pétur, hvort hann I væri löglegur með ÍR enn, áður en I hann tók að leika með ÍR á ný. . Munu Kristinn Jörundsson formað- | ur Körfuknattleiksdeildar ÍR og | Þórdís Anna Kristjánsdóttir for- ■ maður Körfuknattleikssambands- I ins hafa kannað málið, og komist ! að þeirri niðurstöðu að Pétur væri I löglegur með ÍR, því hann hafi • aldrei tilkynnt félagaskipti úr ÍR | síðan hann lék þar á síðasta vetri. I Hann hafi því verið ólöglegur með ■ hvaða liði sem hann hafi leikið með I , hafi hann gert það. BL/SÖEj STÓRIEKIR f HAND- BOLTANUM f KVÖLD j — r Laugardalshöll — Víkingur-FH og Þróttur-KR síðan, ■ I kvöld eru tveir leiklr í fyrstu deild karla á Islandsmótinu í handknattleik, báðir í Laugardalshöll. Klukkan 20.00 eigast við Islandsmeistarar Víkings og FH, sem nú er efst í 1. deild og hefur ekki tapað leik í mótinu í vetur. Klukkan 21.15 keppa svo KR og Þróttur, og ræður sá leikur sennilega fremur öðrum úrslitum um, hvort liðið mun komast í úrslitakeppnina í vor. FH og Víkingur léku í Hafnarfirði í október. Þá sigruðu FH-ingar 28-21 eftir hörkuleik. Höfðu FH-ingar haft yfir 15-11 í háifleik, en Víkingar gengið á lagið í síðari hálfleik, og aðeins tveggja marka munur var um miðjan hálfleik. Þá tóku FH-ingar mikinn lokasprett, sem endaði í áðurnefndum tölum. Síðan er töluvert vatn runnið til sjávar, FH hefur 20 stig á toppi deildarinnar eftir 10 leiki, en Víkingar eru í þriðja sæti með 12 stig eftir jafnmarga leiki. Víkingar hafa skipt um þjálfara síðan þá, og spurningin er sem sagt, tekst Víkingum að stöðva sigurgöngu FH?—Stigin kæmu Víkingi örugglega vel, því þótt þeir séu í þriðja sæti eru þeir engan veginn öruggir í úrslitakeppnina. Þróttur og KR berjast nú hatrammri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Þróttarar standa örlítið betur að vígi, og verður áreiðanlega barist til þrautar fyrir stigunum í kvöld. Liðið sem vinnur í þessum leik á góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en það sem tapar aftur á móti minni möguleika. Þó er sá möguleiki fyrir hendi að þessi tvö lið komist í úrslitakeppnina, en Víkingur ekki, en telja verður það þó ólíklegra en hitt. Þróttur og KR mættust í október í fyrri leik sínum. Þá sigruðu KR-ingar 20-14, eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 8-8. í síðari hálfleik tóku KR-ingar mikinn sprett og Gísli Felix varði grimmt, og tryggði það þeim sigur. Síðan hefur margt breyst, bæði liðin eru nú sterkari en þau voru þá, en Þrótturum líklega farið mun meira fram þrátt fyrir allt. Þróttarar hafa tekið mikinn sprett upp stigatöfluna undanfarnar vikur, og safnað stigum grimmt. Eru þeir nú komnir upp fyrir KR. Það er því útlit fyrir spennandi leik í Höllinni í kvöld. Staðan í 1. deild er nú þessi: 0 307-098 20 2 244-215 17 4 238-215 12 4 219-232 10 5 117-171 9 6 213-255 9 8 195-249 3 8 176-224 2 -SÖE GETRAUNALEIKUR TIMANS Umsjón: Jón Ólafsson 23.1eikvika 2 Garðar Bergendal (2) Arsenal/ Notts County Ég ætla nú að gerast svo djarfur að tippa á County sigur, ha??? Helgi Hilmarsson háskólanemi Watford/ Stoke Alltaf hef ég stutt við bakið á Watford og geri það enn. Heimasigur. Guðjón Ben. Sigurðsson (2) í talstöð: „Everton" Everton/ Tottenham Kristín Jónsdóttir skrifstofumær Wolves/ Luton Úlfarnir sigra liðið frá Hattaborginni frægu, Luton X Eiríkur Jónsson Leicester/ safnvörður (1) Coventry Ég held mig bara við jafnteflin. Kristin Gunnarsd. skrifstofumær Blackburn/ Man. City Blackburn er svo fallegt nafn, þeir vinna. Hannes Hilmars- Man. Utd/ son Toppmaður (1) Southampton Giskum bara á einn, og enn kalla ég mig Þorvarð sem lukkumerki. X Helgi Daníelsson Chelsea/ Sheff.Wed Erfiður leikur þetta, tippa þó á Lundúnalið- ið Chelsea. JónÞór Víglunds- NoU. Forest/ son nemi (1) Norwich Forest taka á honum risastóra sínum og vinna stórsigur. Einn, einn... X Eysteinn Helgason Cr. Palace/ framkvæmdastjóri Newcastle Það verður erfitt fyrir strákana frá kolaborg- inni Newcastle. Jafntefli. Ólafur Haraldsson bassi (1) Sunderland/ QPR Hucker markvörður QPR er enginn aukvisi og ég spái útisigri. Jón Diðrik Jónsson Oldham/ félagsfræðinemi Derby Derby án Charlie George er sem höfuðlaus her... Hvað gerist í úrslitakeppninni??? Enn er getraunaleikurinn á sínum stað, ykkur vonandi til óblandinnar ánægju, les- endur góðir. í dag er miðvikudagur, sé klukkan min rétt, og vonandi líður ykkur jafnvel og mér líður núna. Sex manns halda nú áfram frá þvi síðast, en aðrir sex þurfa að bíta í súrt epli og falla út, en þó með heiðri og sæmd. Þó það nú væri... Garðar Bergendal og Guðjón Ben, standa sig með prýði enda góðir menn sjálfsagt. Guðjón tippaði meira að segja í gegnum talstöð með þriðja mann sem millilið. Veit ég ekki betur en hann sé fyrsti maðurinn til að tippa i gegnum falstöð í Getraunaleiknum og óskar undirritaður honum innilega til hamingju með þennan áfanga. Guðjón lengi lifi, húrra, húrra, húrra... Eiríkur á DV er enn með enda sagðist hann ekki hafa búist við neinu öðru. Greind- ur maður Eiríkur. Jón Þór og Ólafur Haralds- son slógu rækilega í gegnum og komust áfram þeim sjálfum að óvörum. Hannes er vinur minn og kemst auðvitað áfram þess vegna (Nú er ég að grínast). Nei, annars hann spáði barasta rétt og mér finnst það gott hjá honum. Nýju mennirnir koma héðan og þaðan, en þó aðallega þaðan. Helgi Hilmarsson, bróðir Hannesar, er fínn piltur og nemur nú lögfræði við þá frómu stofnun, Háskóla íslands. Stínumar tvær eru algjörar dúllur og vinna á Samvinnu- ferðum og það gerir grínarinn Helgi Dan. líka. Eysteinn er land- og lýð kunnur og kommentið hans er gáfulegt, ekki satt, enda Eysteinn alvanur Tippari. Jón Diðrik veit ég ekki hvort ég eigi nokkuð að tala um, ég held ekki, hans vegna og fjölskyldu hans. Þegar tíu umferðir eru eftir í Ensku fyrstudeildarkeppninni koma inn í Getr- aunaleikinn þeir 12 sem oftast hafa getað verið. Séu margir jafnir þá verður einfald- lega dregið. Kem ég þá til með að setja miðana inn í lúffumar minar og láta ein- hverja sæta stelpu eða kött draga úr lúffunum. Ég kýs að hafa þann hátt á í úrslitakeppninni að menn njóti góðs af tipp-hæfileikum sínum í undankeppninni og taki með sér stigin í úrshtakeppnina. Segjum t.d. að einhver maður, segjum bara Bjarni Rósa einhver, hafi getað 3svar rétt i undankeppninni áður en hann féll út, þá fær hann þessi 3 skipti metin í úrslitakeppn- inni, þ.e. þau telja með. Sá sem síðan er með flest skiptin rétt eftir að keppninni er „Hver er nú óþekkur strákur, ha?“ lokið hann fær vegleg verðlaun, afar vegleg verðlaun, sem em nú reyndar enn leynd- armál. Þeir sem í úrslitakeppnina komast falla ekkert úr henni þó þeir geti ekki rétt. Þeir eru bara áfram með allan tímann. Sikhð, nei ég meina Skhð, nei Skihð??? Fínt. Ég kveð þá í bih og vona að allir hafi það gott þar til ég hitti ykkur næst að máli og myndum. Bæó... _j^i 2 raðir með 12 rétta í 19. leikviku í 19. leikviku komu fram tvær raðir með 12 rétta og var vinningur fyrir hvora röð kr. 190.010,- og 90 raðir komu fram með 11 rétta og vmningur fyrir hverja röð kr. 1.809.-. Synd að Liverpool - Wolves skyldi ekki vera með á seðlinum - eða hvað? John McEnroe í stuði WILANDER OG LENDL LÁGU 1 STAÐAN Staðan í efstu deildunum á 1 I Englandi eftir leiki á laugar-1 dag. 1.DEILD: Liverpool ...23 13 6 4 37-18 46 Man. Utd ...23 12 7 4 41-26 43 West Ham .... ...23 12 4 7 37-24 40 NottFor ...22 12 3 7 41-29 39 Southampton ... 22 11 6 5 26-18 39 Coventry ...23 10 7 6 32-27 37 Q.P.R ...22 11 3 8 34-22 36 A. Villa ... 23 10 6 7 36-36 36 Luton ... 23 11 2 10 39-35 35 Norwich ... 24 9 8 7 30-26 35 Arsenal .. 23 10 3 10 40-33 33 Tottenham .... ... 23 9 6 8 37-38 33 WBA ,.. 23 9 3 11 28-35 30 Sunderland... ... 23 8 6 9 25-32 30 Ipswich .. 23 8 5 10 32-31 29 Watford ... 23 8 4 11 38-41 28 Leicester ... 24 7 7 10 37-42 28 Everton ..23 7 7 9 14-24 28 Birmingham ... -.23 6 4 13 20-28 22 Notts C ..23 5 4 14 3147 19 Stoke -.22 3 8 11 21-36 17 Wolves ...23 4 5 14 20-50 17 2.DEILD: Sheíf.Wed ..24 15 6 3 47-21 51 Chelsea ..26 13 9 4 53-29 48 Man.City ..24 14 5 5 42-25 47 Newcastle .. 23 14 3 6 46-32 45 Grimsby -.24 12 8 4 37-26 44 Carlisle .. 24 11 9 4 28-16 42 Blackburn ..24 11 9 4 33-29 42 Charlton -.24 11 7 6 29-29 40 Huddersfíeld ...,24 10 8 6 34-29 38 Shrewsbury ... ..24 8 8 8 30-31 32 Portsmouth .... 24 9 4 11 40-31 31 Middlesboro ... ..24 8 7 9 28-27 31 Brighton ..24 8 6 10 39-37 30 Barnsley .. 24 8 5 11 34-33 29 Cardiff -.22 8 1 13 27-33 25 Oldham -.24 7 4 13 26-45 25 Leeds .. 22 6 6 10 29-35 24 Fulham .. 24 5 8 11 27-36 23 CÞalace ..23 6 5 12 23-32 23 Derby ..24 6 5 13 22-44 23 Cambridge .... 24 2 7 15 18-44 13 Swansea ..24 3 4 17 20-48 13 ■ Bandaríkjamaðurinn Jolin McEnroe sigraði Svíann Mats Wilander í undanúrslitum Grand-Prix keppninnar í tenn- is í New York um helgina. Bandaríkjamaðurinn vann ör- ugglega, 6-2 og 6-4. Wilander hefur unnið McEnroe í þremur síðustu viðureignum þeirra, og var Bandaríkjamaðurinn orð- inn langeygur eftir sigri. í hinum undanúrslitunum sigraði Tékkinn Ivan Lendl Jimmy Connors frá Bandaríkj- unum 6-3 og 6-4. - I úrslitaleiknum á sunnu- dag sigraði svo McEnroe Tékk- annörugglega, 6-2,6-4 og 6-4. Verðlaun í keppninni voru alls um 400 þúsund dollarar, sem jafngildir um 12 milljónum tsl. króna. McEnroe lagði því heilmikið inn á reikninginn sinn eftir keppnina, og einnig . inn á reikning sinn hjá þeim sem útnefna besta tennis- leikara heims, en það val mun verða endanlega ákveðið fljót- lega. - SÖE. MEIÐSLI HRIÁ ÍR ■ Meiðsli hrjá nú úrvals- deildarlið ÍR mjög. Fyrir skömmu var Jón Jörundson skorinn upp í hné, og í dag verður Ragnar Torfason skor- inn upp vegna rifins liðþófa í hné. Þeir leika því hvorugur meir í vetur. - Þá hefur Hirfi Oddssyni, hinum efnilega bak- verði liðsins verið ráðlagt að hætta að leika körfuknattleik vegna veikinda í hnjáliðum. Sveitakeppni Júdó- sambandsins ÁRMANN A SIGRADI ■ A-sveit Ármanns sigraði í Sveitakeppni Júdósambands Islands um síðustu helgi, en keppnin var haldin í íþrótt- ahúsi Kennaraháskólans á laugardag. Fjórar sveitir kepptu, A og B sveitir Ármanns, sveit Gerplu og sveit UMFK. Athygli vakti að engin sveit mætti til leiks frá hinu gamalgróna félagi, Júdófélagi Reykjavíkur, og er manneklu kennt um. A-sveit Ármanns sigraði ör- ugglega í keppninni. I öðru sæti varð sveit Keflvíkinga, UMFK, og í þriðja sæti B-sveit Ármanns. í A-sveit Ármanns glímdu eftirtaldir glímumenn, talið frá 60 kg flokki og.upp úr: Þorsteinn Jóhannesson, Örn Arnarson, Hilmar Jónsson, Gísli Wiium, Garðar Skapta- son, Bjarni Friðriksson og Kol- beinn Gíslason. Keppt var um skjöld sem gefinn var til keppninnar fyrir tíu árum, og hefur verið keppt um síðan. Þau ákvæði fylgdu þessum skildi í upphafi, að hann skyldi verða verðlauna- gripur í keppninni í tíu ár, og það félag sem ynni hann oftast á þeim tíma fengi hann til eignar að tíu árunum liðnum. Það er Júdófélag Reykjavíkur sem fær skjóldinn til eignar, að loknu því ári sem Ármann mun nú varðveita skjöldinn. - SÖE. umsjón: Samuel Örn Erlingsson Laugdælir unnu Skallagrím ■ Laugdælir sigruðu lið Skalla- gríms í 1. deildinni í körfuknatt- leik á Selfossi á sunnudaginn með 86 stigum gegn 62, eftir að staðan í hálfleik var 43-27 Laugdælunt í vil. Stigahæstir hjá Laugdælum voru Sigurður Matthíasson með 23 stig og Ellert Magnússon með 20. Hjá Skallagrímsmönnum skor- aði Guðmundur Kr. Guðmunds- son 24 stig en Hafsteinn Þórisson skoraði 11. _BL Atli skoraði 14 ■ í frétt um leiki helgarinnar í annarri deild karla í blaðinu í gær misritaðist fjöldi marka þeirra sem Atli Þorvaldsson ÍR-ingur skoraði gcgn Þór í Vestmannaeyjum. Atli skoraði 14 mörk, þar af 8 úr vítum, ekki 12 eins og stóð í blaöinu í gær. -SGG/SÖE Fyrirtækjakeppni Badminton- sambandsins ■ Fyrirtækjakeppni Badminton- sambands íslands fer fram sunnu- daginn 29. janúar í húsi Tennis- og Badtnintonfélags Reykjavíkur (T.B.R.) við Álfheima, og hefst kl. 13.30. Aðeins er spilaður tvíliðalcikur, og er gert ráðfyrir að a.m.k. annar keppandinn sé frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Ekki mega tveir meistaraflokksmenn spila saman ncma annar þeirra sé yfir 40 ára, og sé annar aðilinn kona, verður hún að véra neðar en í öðru sæti á styrkleikalista B.S.Í. Er þetta gcrt til að jafnagetu liðanna. Hvert lið sem tapar fyrsta leik er sett í „heiðursflokk'* og fær þar annað tækifæri. Fyrirtæki og stofnanir og/eða fulltrúar þeirra, scm áhuga hafa á þátttöku, eru beðnir um að skrá sig sem fyrst hjá Vildísi Kr. Guð- mundsson, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar, í símum 13743 og 15833 á daginn, en 41449 á kvöldin. JafntefliáAkureyri hjá Tý og Þór - Týrarar efstir ■ 5 leikir voru í þriðju deild karla í handknattleik um helgina. Týr frá Vestmannaeyjum kom til lands, og lék einn leik á Akureyri, og einn í Reykjavík. Uppskeran varð þrjú stig, jafntefli 18-18 á Akureyri, og stórsigur 36-6 á Ögra. Staðan f hálfleik í þeint lcik var 16-1. Ármann sigraði Aftur- eldingu 24-21 í Laugardalshöll, og er nú Ármann vísastur til að veita Tý harða keppni um sigurinn í dcildinni, þar eð þjálfari og aðal- sprauta Týs, Sigurlás Þorleifsson er farinn til Svíþjóðar til knatt- spyrnuiðkunar. Heimir Tómasson var marka- hæstur Mosfellinga í leiknum gegn Ármanni, skoraði 9 mörk. Óskar Ármannsson var bestur Ármenn- inga í þcssum sigri, skoraði hvorki meira né minna en 11 mörk. Knattspyrnukappar eru at- kvæðamiklir í liði Týs. Þannig skoraði Kári Þorleifsson 7 mörk gegn Ögra, og það gerði Benedikt Guðbjörnsson einnig. Hlynur Stefánsson skoraði 5 niörk. Úrslit urðu þessi: í A - Selfoss..........28-15 ÞórAk-Týr............. 18-18 Keflavík - Skallagrímur . 22-9 Ármann - Afturelding . . 24-21 Ögri - Týr............. 6-36 Staðan: Týr....... 11 9 2 0 264-157 20 Ármann.... 11 9 0 2 322-243 18 Afturelding .. 10 7 0 3 250-167 14 Þór Ak.... 9 6 1 2 228-150 13 Akranes... 10 6 1 3 245-196 13 Keflavík.. 10 6 0 6 235-310 10 Selfoss... 11 2 0 9 187-235 4 Skallagrímur. 11 1 0 10 157-297 2 Ögri...... 11 0 0 11 152-385 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.