Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 3
Hvers vegna var ekki strax sagt frá öllum tilboðunum í hlutabréf ríkisins í Eimskip? .HNHVER NHSTOK SEM ÉGHEFGERTMRNA" ■ Nú er lítið sem bendir til þess að Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sé um það bil að ganga frá sölu á hlutabréfum ríkisins í Eimskipafélagi íslands, þó svo að Tíminn hafí sl. miðvikudag þann 1. þessa mánaðar greint frá því í samtali við fjármálaráðherra að hann hygðist á næstu dögum ganga frá sölu á hlutabréfum ríkisins til Eimskipafélags íslands, þar sem hann teldi tilboð Eimskipafélags íslands í hlutabréf ríkisins vera aðgengilegt. Viðtalið við Albert Guðmundsson tók Tíminn þann 31. janúar, en einmitt þann dag rann út tilboðsfrestur í þessi hlutabréf ríkisins, samkvæmt auglýsingu fjármálaráðuneytisins, en síðar sama dag barst fjármálaráðherra annað tilboð í sömu bréf, eins og fjármálaráðherra greindi frá í fjölmiðlum daginn eftir, eða þann 1. febrúar. Fjármálaráðherra segir nú að honum hafi borist fleiri tilboð í þessi hlutabréf, áður en frestur til að skila inn tilboðum rann út, þ.e. 31. janúar. Tíminn ræddi þetta við fjármálaráð- herra í gær, og spurði hann m.a. hversu mörg tilboðin í hlutabréf ríkisins í Eimskip væru orðin: „Ég held að þau séu þrjú, frekar en fjögur," sagði fjár- málaráðherra. Hann var spurður hvort hann gæti tekið til greina fleiri tilboð, en þau tvö fyrstu, sem bárust fyrir 1. febrúar: „Já, já, ég get það, Þau komu öll fyrir 1. febrúar." Fjármálaráðherra var að því spurður hvers vegna hann hefði sagt í viðtali við Tímann. sem tekið var 1. febrúar, og birt í blaðinu þann annan „að það myndi liggja fyrir í dag hvort tilboðið væri hagstæðara, en hann sagðist reikna fast- lega með því að því tilboði sem talið væri hagstæðara yrði tekið".: „eða með öðrum orðum að hann hefði aðeins talað um tvö tilboð, eins og fleiri tilboð hefðu ekki borist. „Ef þú hefur talað við mig þann fyrsta um þessi mál, þá er bara um einhver mistök hjá mér í okkar samtali." Þriðja tilboðið sem borist hefur í hlutabréf ríkisins í Eimskip er frá Sjóvátryggingafélaginu, og sagði fjár- málaráðherra að hann teldi það vera betra en hin tvö, því um tvöfalt nafnverð væri að ræða, og greiðslu á talsvert skemmri tíma að ræða, en gert væri ráð fyrir í tilboði Jóns Guðmundssonar, sem bauð fyrir hönd Fasteignamarkaðarins 5 milljónir 250 þúsund, með 20% útborg- un, og eftirstöðvar til 10 ára, bundnar lánskjaravísitölu. Tíminn spurði fjármálaráðherra hvað hann vildi segja um þá skoðun manna að hann sniðgengi eðlilega viðskiptahætti, með því að taka til greina tilboð, eftir að frestur til að skila tilboðum væri útrunn- inn: „Það getur vel verið að þetta sé einhver feill hjá mér, að hafa ekki greint frá því að þessi tilboð komu fyrr.” Fjármálaráðherra var spurður hvort hann gæti sýnt fram á það að þessi tilboð hefðu borist honum áður en 1. febrúar rann upp: „Ég get bara sýnt fram á það með bréfinu, sem er dagsett þann 31. janúar, og það komu tveir menn með þetta tilboð þann dag." Fjármálaráðherra var þá spurður hver skýringin gæti verið á því að hann talaði aðeins um tvö tilboð í viðtali við Tímann og útvarp þann 1. febrúar, fyrst hann hafði þá þegar a.m.k. þrjú tilboð í höndunum og sagði hann þá: „Þetta eru bara mín mistök og ekkert annað. Þetta eru bara einhver mistök sem ég hef gert þarna, það er alveg augljóst." Fjármálaráðherra var spurður hvort þessi frásagnarmáti af tilboðunt. benti ekki einmitt til þess að einhver maðkur væri í mysunni. og að tilboðið frá Sjóvá hefði ekki borist fyrir 1. febrúar, en hann hygðist samt sem áður taka það til greina: „Tilboðin bárust mér á réttum tíma, svo ég tek þau til greina. Fjármálaráðherra var þá spurður hvort hann hefði einfaldlega gleymt því að honum hefðu borist fleiri tilboð en þau tvö, sem hann hafði þegar greint frá: „Ja, cg bara átta mig ekki á því hvernig á þessu stendur, - þetta hefur bara dottið úr mér, og það þykir mér mjög leiðinlegt." - Fjármálaráðherra varspurður hvort hann hefði tekið afstöðu til þess hvaða tilboði yrði tekið og sagði hann þá: „Það er ekkert víst að við teljum neitt þessara tilboða nógu há, og ef einhver heldur að það sé maðkur í mysunni, hvað varðar þessi útboð, þá mun ég ekki telja þetta viðunandi tilboð. Þá mun enginn aðil- anna fá þessi hlutabréf, og ég verð þá að bjóða þau út á nýjan lcik." - AB Tónlistarskólinn á Akureyri: Arlegir fjáröfl- unartónleikar ■ Tónlistarskólinn á Akurcyri heldur í dag sína árlegu fjáröflunartónleika fyrir Minningarsjóð um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Undanfarin ár hafa 14efnilegirncm- endur skólans hlotið styrki úr þessum sjóði. Tónleikarnir verða í Borgarbíói í dag kl. 17.(K). Flytjendur að þessu sinni verða bæði úr röðum kennara og nemenda Tónlistarskólans og flutt veröur fjölbreytt efnisskrá. Ekki verð- ur unt ákveðinn aðgangseyri að ræða, en tekið viö frjálsum framlogum sem renna óskipt til styrktar nemendum. Skilyrði f'yrir styrkveitingu er að nem- andi hafi lokið VIII stigi og hyggi á framhaldsnám í tónlist. Sá síðasti laus i Lag- arfossmálinu ■ Maðurimvsem sat í gæsluvaröhaldi vegna Lagarfossmálsins var látinn laus í gær. Maðurinn, sem mun hafa fjár- rnagnað að hluta kaup í fíknicfnum, sem skipverji á Lagarfossi reyndi aö smygla til landsins í desember. hefur setið í gæsluvaröhaldi í bb dagn. Fíkniefnadcild lögreglunnar hefur þar mcð lokið frumrannsókn á þessu máli. Það veröur síðan scnt Sakadómi í ávana og fíkniefnamálum sent tekur síðan ákvörðun hvort máliö verður þegtir sent RíkissaksókAara eða hvort frekari rannsókn verður óskað. - GSH HVERS VEGNA VARÐ UNO BÍLL ÁRSINS Þaö er ekki nóg crð vera ,,bara” íallegur og sparneytinn til þess aö nákjöri, sem bíll ársins. Áöur en atkvœöagreiöslan íer íram eru allir helstu þœttir hvers bíls grandskoöaöir aí bílasérfrœöingum og lokaniöurstaöa þeirra er byggö á gaumgœfilegu mati á hverju atriöi. Grundvallarþœttir í slíku mati eru heildar- hönnun, þœgindi, öryggi, akstursþœgindi og aksturseiginleikar, dugnaöur og sparneytni, notkunarmöguleikar og ánœgja viö akstur. FIAT UNO var þvíkjörinn bíll ársins vegnaþess aö hann fékkbestu útkomunaþegar tillit haföi veriö tekiö til allra þeirra kosta, sem góöan bíl mega prýöa. TVEIR BÍLAR FENGU 10 í EINKUNN, FIAT UNO OG MERCEDES BENZ f atkvœöagreiöslunni um bíl ársins eru gefnar einkunnir frá 1 uppí 10. Aöeins tveir bílar fengu einkunnina 10 hjá hinum 53 sérfrœöingum, UNO tvisvar og MERCEDES BENZ einu sinni. FRÁBÆRT FIAT-UNO-VERÐ Þó lof og hrós hlaöist á UNO bjóöum viö hann enn á sama frábœra veröinu. UNO er dýr og vandaöur bíll en vegna hagstœörar gengis- þróunar undanfarnamánuöi kostar hann ekki fleiri krónur en raun ber vitni. FIAT UNO 45. SUPER. 3 DYRA lu. 233.000.- OPIÐ VIRKA DAGA 9- -19 LAUGARDAG 10- -17 aaaa Unol VIL.njALM£>Z>UN Mh. Snvðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.