Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1984 Toyota Crown diesel árg. i98i Chrysler LeBaron árg. 1979 Með öllu Mercedes Benz 300 diesel árg. 1976 Skipti möguleg Bíll í sérflokki Bílasala Guðfinns sími 81588 Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri óskar aö ráöa hjúkrunarfræðing í stööu DEILDAR- STJÓRA Á SÓTTHREINSUNARDEILD. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra fyrir 1. marz n.k. Ennfremur eru lausar stööur hjúkrunarfræöinga á ýmsum deildum sjúkrahússins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, sími 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknastofa Hef opnað stofu að Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 86311. Sigurður Stefánsson, sérgrein: Háls-, nef- og eyrnalækningar ■ Örkin í smíðum. íslenska óperan frumsýnir í dag NÓAFLÓÐW EFTIR BENJAMIN BRITTEN ■ Islenska óperan frumsýnir í dag barnaóperuna Nóaflóðið eftir breska tónskáldið Benjamín Britten. Þetta er önnur barnaóperan, sem íslenska óperan setur upp eftir þennan merka höfund og tónlistaruppalanda, margir muna eftir barnaóperunni Litla sótaranum, eða Búum til óperu, sem flutt var í Gamla bíói í fyrra. í Nóaflóðinu notar Britten nær óbreyttan texta ensks undraleiks frá miðöldum, sem varðveist hefur í handriti síðan á 15. öld. Undraleikirnir voru leikþættir sem hefð var að sýna árlega á Dýradeginum í Englandi á miðöldum og fjölluðu um tiltekin efni úr heilagri ritningu. Dýridagurinn var annars annar fimmtudagur eftir hvítasunnu og var haldinn til minningar um heilaga kvöld- máltíð. Leikurinn sem Britten tók upp kallaðist á miðaldaensku Noyes Fludde, og svo nefndi hann óperu sína. Söguþráðurinn í Nóaflóðinu er óþarft að rekja, allir sem komnir eru til vits og ára þekkja söguna um Nóa og örkina hans. En það ætti að vera ómaksins vert að lýsa því hvernig þessi saga tekur á sig form óperu í meðförum Brittens. Aðeins örfáir af öllum þeim fjölda sem fram kemur í óperunni í hlutverkum manna og dýra eða sem undirleikarar í hljómsveitinni eru atvinnumenn í tónlist, eða þjálfaðir tónlistarmenn. Þannig taka þátt í flutningi Nóaflóðsins 56 börn í kórnum, þar af fara 10 með einsöngshlutverk, og í hljómsveitinni er fjöldi barna misjafnlega langt á veg komin í tónlistarnámi sínu. Flest hlut- verkin eru tvísetin og taka alls á þriðja hundrað börn þátt í sýningunni. Óperan hefst með einföldu sálmalagi sem áhorfendur syngja með flytjendum. Því næst heyrist rödd guðs, sem skipar Nóa að byggja örk. Nói kveður fjöl- skyldu sína saman og í sameiningu smíðar hún örkina. Þar næst hefst mars dýranna, börn í ýmsum dýragervum streyma inn á sviðið og um borð í örkina og syngja Kyrie eleison (Drottinn mis- kunna þú oss), en synir Nóa og konur þeirra telja dýrin inn í örkina. Kona Nóa þráast hins vegar við og vill heldur skemmta sér með skrafskjóðum en ganga í örkina. Að lokum er hún borin um borð og hljómsveitin líkir eftir löðrungnum, sem hún gefur manni sínum í bræði sinni. Þá hefst fárviðrið með regni og vindi. Hljómsveitin líkir eftir sjávarhljóðinu og örkin hrekst um í vaxandi öldugangin- um. Þegar fárviðrið nær hámarki er sunginn sálmur sem alltaf er sunginn á sjómannadaginn í Bretlandi, bæn um vernd öllum sjómönnum til handa. Síðan lygnir. Nói sendir fyrst hrafn út af örkinni, en hann kemur ekki til baka. Þá sendir hann dúfu, sem .kemur aftur til arkarinnar með ólífugrein. Rödd guðs skipar Nóa að ýfirgefa örkina, menn og ■ Dýrin marséra í örkina, Nói og fjölskylda hans telja um borð. Tímamyndir Róbert dýr yfirgefa hana og ganga á land og dýrin syngja lofsöng. Guð setur regnbog- ann á himininn og sem tákn um að reiði hans muni ekki framar ógna lífi á jörðinni snýr strengurinn til jarðarinnar en boginn er spenntur til himins. Síðan kemur sálmalag sem Nói og fjölskylda hans syngja og loks taka dýrin öll undir. Sól tungl og stjörnur birtast á festingunni og Nói stendur einn frammi fyrir guði sem blessar hann. Verkinu lýkur með bjölluhljómi og trompettleik. Benjamin Britten fæddist í Englandi árið 1913 og starfaði þar alla tíð og sótti fyrirmyndir sínar oft til genginna landa sinna í hópi tónskálda. Hann var undra- barn og þegar hann var 10 ára hafði hann samið 6 strengjakvartetta og 10 píanó- sónötur. Hann samdi mikið af verkum til söng, m.a. þrjústórverk sem hannsamdi sérstaklega fyrir vin sinn, tenórsöngvar- ann Peter Pears. Fræg er einnig styrjald- arsálumessa hans, War Requiem. Þá samdi hann allmargar óperur. Mörg verka hans eru til vitnis um að hann vildi vera jafnt leiðbeinandi sem tónskáld án þess, að slaka á listrænum kröfum má þar nefna bamaóperur hans og hljóm- sveitarverkin Simple Simphony. Einföld sinfónía, og A young Persons Guide to the orchestra, Leiðsögn um hljómsveit- ina fyrirþá ungu. Britten lést árið 1976. Leikstjóri Nóaflóðsins í íslensku óper- unni er Sigríður Þorvaldsdóttir og hljóm- sveitarstjóri Jón Stefánsson. Halldór Vilhelmsson fer með hlutverk Nóa og Hrönn Hafliðadóttir syngur konu hans. Syni Nóa syngja Guðmundur Hafsteins- son, Lárus ísfeld og Júlíus Pálsson. Tengdadætur Nóa, syngja Hrafnhildur Björnsdóttir, Bergdís Eysteinsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Leikmynd gerði Gunnar Bjarnason og búninga Hulda Kristín Magnúsdóttir. Brynhildur Þor- geirsdóttir hannaði dýragervin. Jón Hjör- leifur Jónsson þýddi óperuna, lýsingu gerði Ai ni Baldvinssonogsýningarstjóri er Guðný Helgadóttir. - JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.