Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 7 ■ Cliff Richard og Sue Barker virðast alltaf jafn ástfangin, -en aetla þau ekki að fara að láta verða af því að gifta sig? spyrja vinir þeirra. Ætla þau að láta verða af því? ■ Bresku blöðin, sem skrifa um fólk í skemmtibransanum eru uppfull af bollaleggingum um það, hvort Cliff Richard söngvari og Sue Barker tennis- stjarna láti nú verða af því að gifta sig. Þau hafa lengi verið saman og virðist samband þeirra hið innilegasta, að sögn blaðanna T.d. hafa þau söniu áhugamál; Sue hefur áhuga á söng, ásamt tennisleik sínum, og Cliff hefur heilmikið snúið sér að tennis í frístundum og bæði eru þau mjög trúuð. Nýjasta lag Cliff Richards heitir: „I’m begging you babv. please..." svo sumir búast við því að Sue svari þessu kalli hans og slái til með vorinu að ganga að eiga hann. Cliff er orðinn fertugur og liðlega það, en heldur sér svo vel að hann er eins og ungur maður. „Ef hann væri eitthvað unglegri en hann er, þá kæmi hann meira að segja til greina sem kærasti fyrir Britt Ekland“, sagði Jimmy Tarbuck, blaðamaður, ■ grein um Cliff. Britt Ekland er þekkt fyrir það að kjósa sér sífellt yngri og yngri elskhuga - eftir því scm hún eldist sjálf! Háskolanam í gríni! í Dallas auðvitað! ■ Hvernig kem ég fólki til að hlæja? Hvernig get ég best sagt sögu? Hvernig get ég gert skrýtlu áhrifameiri með svipbrigðum? Áreiðanlega eru það margir, sem vildu gjarna fá svör við þessum spurningum, eins konar upp- skrift sem aldrei bregst. Nú lítur út fyrir að í sjónmáli sé einmitt þessi einfalda lausn. Við háskólann í Dallas í Texas hefur verið komið á fót einni deild, sem einfaldlega ber nafnið „Skop“. Þar er eins og nafnið bendir til veitt tilsögn í alls kyns gríni og skemmtilegheitum og m.a.s. kennt að hlæja! Aðal- kennarinn er enginn annar en sjálfur Bob Hope, sem um langt árabil hefur verið ókrýndur kon- ungur gamanleikaranna í Banda- ríkjunum. Hann er orðinn átt- ræður, en ber aldurinn vel og reynsla hans í að fara með grín- hlutverk er ómetanleg. Bob segir sjálfur, að hann hafí þegar leikið í svo mörgum kvik- myndum og útvarps- og sjón- varpsþáttum, að hann sé orðinn hálfleiður á því. Aftur á móti horfi hann með tilhlökkun til þess að gerast kennari. Þá er ekki annað eftir fyrir misheppnaða grínista en að öngla saman fyrir skólagjöldum og sækja síðan um inngöngu í gamandeild háskólans í Dallas! Að námi loknu þar eiga þeim að vera allar leiðir færar til að skemmta sjálfum sér og öðrum. aði nám í Myndlista og Handíðaskóla íslands, og Myndlistarskólanum í Reykjavík en hélt að því loknu til framhaldsnáms við Konstfackskolan í Stokkhólmi sem er einn þekktasti listaskólinn þar í landi, auk þess starfaði hún sjálfstætt í tengslum við þann skóla í eitt ár eftir að hún lauk þar námi. Jónína er einn af stofn- endum og núverandi for- maður Leirlistarfélagsins en hún segir þann félags- skap vera fólk sem vinnur að skapandi list í leir, félagsskapurinn er ekki mjög fjölmennur, 14-15 manns en fer fjölgandi með ári hverju. „Við höfum staðið fyrir sýningum þar sem leirlist er kynnt en yfirleitt er þetta lítið þekkt listgrein hér á landi og kannski ekki beint metið sem list- grein“ sagði hún. „Við byrjuðum nokkur saman í FÍM salnum í gamla daga með „Líf í leir“ og síðan þróaðist sá hópur upp í að verða Leir- listarfélagið“. Aðspurð um hvort hún ynni mikið að nytjalist á sínu sviði, sagði Jónína að hún væri að því um heiming ársins en hinn helminginn reyndi hún að hafa fyrir sig sjálfa og vinna þá að eigin list- sköpun. Jónína hefur haldið einkasýningar í Unuhúsi 1968. Norræna húsinu 1975 og Sólon íslandus 1977 auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands sem utan, nú síðast sýning- unni Scandinavia Today í Bandaríkjunum. erlent yfirlit ■ Sitthvað bendir til þess, að fjármálastarfsemi Marks Thatcher, sonar Margarets Thatcher forsætisráðherra, geti átt eftir að valda henni pólitísk- um erfiðleikum. Vegna þeirrar starfsemi hefur hún orðið að svara fyrirspurn í þinginu. Hún vék sér undan því að svara beint. Hún sagði að hér væri um persónuleg einkamál sonar síns að ræða og slík mál væru yfirleitt ekki rædd í þing- inu. Þetta svar munu andstæðingar hennar sennilega ekki láta sér nægja. Tvö brezk blöð, sem ekki eru æsifréttablöð og þykja frekar vönd að virðingu sinni, Observer og Daily Telegraph, hafa þegar rætt um fjármálastarfsemi Marks Thatcher á þann veg, að nauð- synlegt sé, vegna móður hans, að þessi mál verði upplýst betur. Háskólabygging í fjarlægu landi, Oman, varð upphaf þess- ara umræðna. Soldáninn þar ákvað fyrir nokkru að reisa þar veglega byggingu fyrir háskóla. Hann lét gera teikningu og var áætlað samkvæmt henni, að byggingarkostnaðurinn yrði ekki undir 300 milljónum sterlings- punda. Um það leyti, sem byggingin var tilbúin, heimsótti Margaret ■ Tvíburarnir Mark og Carol hiftust á flugvellinum í London á laugardaginn var, þegar þau voru að fara hvort í sína áttina. ■ Brask Marks Thatcher veldur móður hans vanda Ábyrg blöð kref jast frekari upplýsinga Thatcher litlu olíuríkin við Persaflóa, ásamt Oman. í við- ræðum hennar við soldáninn, þcgar þau ræddu um viðskipti landanna, lét hún m.a. svo ummælt, að það yrði vel séð, ef brezkt fyrirtæki yrði fengið til að annast byggingu háskólans. Um svipað leyti og Margaret Thatcher var í Oman, eða litlu síðar, var Mark Thatcher þar á ferð, en ekki í fylgd móður sinnar eða í beinum tengslum við ferðalag hennar. Mark Thatcher var í erindum brezka byggingarfyrirtækisins Cementation, en það hefur notið þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Mark Thatcher rekur og staðsett er í Surrey í Bretlandi. Mark Thatcher fór ekki erind- isleysu til Oman. Hann kom heim með samning um, að Cem- entation hefði verið falið að byggja háskólann. Þetta vakti fljótt þær grun- semdir, að Mark hefði átt það ætterni sínu að þakka, að hann sigraði í samkeppninni um há- skólabygginguna. MARGARET Thatcher er tveggja barna móðir. Hún eign- aðist tvíbura í ágúst 1953. Annar tvíburinn vardrengur, sem hlaut nafnið Mark, en hinn var stúlka, sem hlaut nafnið Carol. Þau Mark og Carol eru sögð ólík að ýmsu leyti. Mark er félagslyndari. Hann hefur áhuga á íþróttum og vissri ævintýra- mennsku. Eitt sinn var hann týndur, ásamt félaga sínum, á eyðimerkurferðalagi í Afriku, og var það mikið fréttaefni um skeið, því að móðir hans var þá nýorðinn forsætisráðherra. Þá hneigðist hugur Marks fljótt að viðskiptum og annarri fjármálastarfsemi. Það leiddi m.a. til stofnunar ráðgjafafyrir- tækis þess, sem hann rekur í Surrey, en viðskiptamönnum þess mun hafa fjölgað verulega eftir að móðir hans varð forsætis- ráðherra. Carol er sögð hlédræg og hampa því lítið, að hún sé dóttir forsætisráðherrans. Þótt gott sé milli þeirra mæðgna, vill hún ■ Margaret og Mark Thatcher ekki standa í skjóli móður sinnar. Þetta mun m.a. ástæðan til þess, að hún flutti til Ástralíu, þar sem hún stundar blaða- mennsku, en hugur hennar hneigðist fljótt í þá átt. Það eiga þau systkin sameigin- legt, að þau hafa áhuga á ferða- lögum. Síðastliðinn Iaugardag hittust þau á flugvellinum í London, þegar Mark var að koma frá New York og Carol var að leggja upp í ferð til Los Angeles. BLAÐASKRIFIN um há- skólabygginguna í Oman voru að mestu hjöðnuð, þegar Mark Thatcher varð umræðuefni blað- anna á ný. Upphafið var heim- sókn Margarets Thatcher til Hong Kong nokkru áður en viðræður hófust milli Bretlands og Kína og framtíð borgarinnar. Thatcher lofaði því hátíðlega, að Bretar myndu gæta hagsmuna íbúanna. Samkvæmt samningi frá síð- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ ustu öld, fengu Bretar megin- hluta þess lands, þar sem Hong Kong er nú, leigðan til 100 ára. Samningurinn rcnnur út 1997. Kínverjar fara ekki dult með, að þá vérði Hong Kong innlimuð í Kínaveldi. Thatcher reyndi í fyrstu að fá yfirráð Breta framlengd, en sá fljótt, að það myndi reynast vonlaust. Engin tök voru á því að senda brezka flotann til Hong Kong, enda yrði það engin sigur- för eins og til Falklandseyja. Það kom Thatcher hins vegar til hjálpar að vegna Taiwans vilja Kínverjar sýna, að þeir séu sanngjarnir. Þeir hafa boðizt til að láta kapitalískt skipulag hald- ast í Hong Kong í 50 ár eftir að þeir taka við yfirráðum þar, en það á að gerast 1997. Thatcher mun nú hafa fallizt á þetta. Líklegt er talið að form- lega verði gengið frá samningum á þessu ári, en eftir er að jafna ágreining um ýmis minniháttar atriði. Hinar miklu breytingar, sem vofa yfir Hong Kong, valda vax- andi losi í fjármálalífinu þar. Margir munu reyna að koma fjármunum sínum þaðan, enda þótt Kínverjar lofi’ , að engin hætta vofi yfir nýrri fjárfestingu þar. Það var undir þessum kring- umstæðum, sem Mark Thatcher skaut upp kollinum í Hong Kong um svipað leyti og móðir hans var þar, eða rétt á eftir. Síðan hefur hann verið þar oft á ferð. Þetta hefur leitt til þess, að hann er nú skráður framkvæmdastjóri þriggja fyrirtækja þar og meðeig- andi gullmunaverzlunar. Eitt þessara fyrirtækja er sænskt að uppruna og fæst við innflutning á húsgögnum, ásamt ýmissri fjármálastarfsemi. Hin fást við gullverzlun og fleiri viðskipti. Brezk blöð eru farin að fylgj- ast vel með starfsemi Marks Thatcher í Hong Kong og þykir ekki ólíklegt, að þau eigi eftir að leiða til fyrirspurna í brezka þinginu ef þau færast í aukana. Þá mun forsætisráðherranum tæpast nægja að svara, að hér sé um einkamál sonar hennar að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.