Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1984, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 fþróttir ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR: HandboKi: ■ í dag er einn leikur í 1. deild karla á fslandsmótinu í handbolta, FH og KR keppa í Hafnarfirði klukkan 14.(K). Á morgun leikasvo Þróttur oog Valur í sömu deild, í Laugardals- höll klukkan 20.15. f annarri deild eru þrír lcikir í dag. Kópa- vogssiagur í Kópavogi, Breiðablik-HK klukkan 14.00, Fylkir-ÞórVestmannaeyjum íSeljaskóla klukkan 14.00 og ÍR-Grótta á sama stað klukkan 15.15. f fyrstu deild kvcnna keppa í dag Valur og Fylkir í Laugardalshöll klukkan 15.15, og á morgun KR-ÍR í Laugardalshöll klukkan 21.30. KörfuboKi: Á morgun eru þrír leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. KR og Valur keppa í Hagaskóla klukkan 14.00, ÍR og Keflavík í Seljaskóla klukkan 20.00, og Haukar-Njarðvík í Hafnar- firði klukkan 14.00. í 1. deild kvcnna er einn leikur á morgun, Haukar-KR í Hafnarfirði klukkan 15.30. 1. deild karla cr í fullunt gangi um helgina, Þór og Laugdælir leika tvo leiki, í dag klukkan 14.(X) á Akureyri, og aftur á morgun á sama tíma og sama stað. Þá keppa Skallagrímur og Fram á sama tíma í Borgarnesi. Blak: í dageru fimm leikir á Islandsmótinu í blaki. í 1. deild karla kcppa ÍS og Þróttur klukkan 16.40 í Hagaskóla og í Digranesi í Kópavogi keppa HK og Víkingur klukkan 15.50. Í 1. deild kvenna keppa Víkingur og KA klukkan 14.00 í Hagaskóla og strax á eftir ÍS og Völsungur. í annarri deild karla cr cinn leikur, Breiða- blik og Þróttur frá Neskaupstað keppa í Digranesi í Kópavogi klukkan 17.10. Frjálsar íþróttir: Meistaramót íslands í frjálsunt íþröttum innanhúss vcrður haldið í Laugardalshöll og Baldurshaga í dag og á morgun; Keppni í dag hcfst klukkan 11.30 í Laugardalshöll, og klukk- an 14 t Baldurshaga en á morgun verður byrjað klukkan 10.30 í Baldurshaga og klukkan 14.00 í Höllinni. Sund: Sundmót Ægis er um hclgina, í Sundhöll Reykjavíkur. Mótið hefst klukkan 15 á morgun, en upphitun byrjar klukkan 14.00. Badminton: Unglingameistaramót TBR er í TBR húsinu við Gnoðarvog í dag og á morgun. -SÖE umsjón: Samúei Öm Erlingsson ■ Þorgils Óttar Mathiesen (liggjandi) og Sveinn Bragason í FH verða í baráttunni í dag gegn KR. KR er það lið sem hefur tapað með ininnslum mun fyrir FH í vetur, en FH hefur fullt hús stiga. FH vann 23-22 í síðasta leik liðanna í I. deild karla í handknattlcik, hvað gerisl í dag? LEXÍU í DUSSELD0RF — vörnin má ekki fara út ur vítateignum — Dusseldorf vann 4-1 - Atli skoraði Frá Gísla Á Gunnlaugssyni íþróttafrétta- manni Tímans í Dússeldorf: ■ - Bayern Múnchen lærði þá lexíu hér í Dússeldorf í gær, að lið skyldu vara sig á að fara með vörnina út úr vítateign- um, þegar leikið er gegn Fortuna Dúss- eldorf. Dússeldorf burstaði risann frá Múnchen 4-1 í Dússeldorf í gær að viðstöddum 60 þúsund áhorfcndum. - Þar með hefur Dússeldorf staðfest svo ekki verður um villst að liðið spilar skemmtilegasta sóknarboltann í þýsku Búndeslígunni, enda hefur liðið skorað langflest mörk allra í deildinni, alls 47 í 19 leikjum. Atli Eðvaldsson átti mjög góðan leik í gær, skoraði gott mark og vann vel. Áhorfendur voru 60 þúsund á Rhein- stadion, og hefðu sjálfsagt verið 68 þúsund og þar með allt fullt, ef ekki hefði rignt mikið í eftirmiðdaginn í gær. I upphafi sótti Dússeldorf mjögstíft eins og venjulega. Bayern var greinilega við þessu búið, og lék mjög aftarlega, nánast allir leikmenn inni í vítateig. Eftir fyrstu 20 mínúturnar, þar sem Dússeldorf átti mörg tækifæri, Thiele misnotaði illa gott færi eftir að Atli hafði leikið hann frían, og Atli skaut yfir, kom Bayern fram á völlinn. Um leið færðist mikið fjör í leikinn, og sótt á báða bóga, Dússeldorf þó hættulegra. Dusend skoraði fyrsta mark- ið á 30. mín. eftir fyrirgjöf Bockenfeld, en Atli hafði skallað til hans. Þremur mínútum síðar skoraði Thiele eftir horn- spyrnu, og á 39. mínútu skoraði Nacht- wei leikmaður Bayern sjálfsmark. í síðari hálfleik sótti Bayern meira í upphafi, og á 73. mínútu skoraði Dúrn- berger bakvörður Bayern glæsimark af 22 metra færi í blávinkilinn, 1-3. Dúss- eldorf hleypti Bayern ekki lengra, og á 90. mínútu skoraði Atli 4-1, eftir að Pfaff hafði varið hörkuskot frá Bommer en ekki haldið. Atli náði boltanum og skoraði af 10 metra færi með hörkuskoti. Þórarar eru óstöðvandi - lögðu Fram 24-18 í gær ■ Þórarar frá Vestmannaeyjum eru lítt stöðvanlegir þessa dagana í 2. deild karla í handbolta. Þórarar, með Þorberg Aðalsteinsson fremst- an í flokki, lögðu Framara sannfær- andi í Laugardalshöll í gærkvöld 24-18, eftir að staðan hafði verið 13-5 þeim í hag í hálfleik. Þórarar gengu frá Frömurum í fyrri hálfleik. Þorbergur var þá óstöðvandi og skoraði 7 mörk, en Frömurum gekk lítið áleiðis. í síðari hálfleik léku Framarar betur, en ekki tókst þeim að höggva stórt skarð í forystu Þórara. í lokin var leikurinn lítils virði handknattleiks- lega séð, mikill æsingur á báða bóga. Mörkin: Fram: ErlendurDavíðs- son 5, Hermann Björnsson og Tryggvi Tryggvason 4 hvor, Agnar Sigurðsson 3, Dagur Jónasson 2 og Viðar Birgisson 1. Þór: Þorbergur Aðalsteinsson 12, Gylfi Birgisson 4, Ragnar Hilmarsson 2, Karl Jóns- son 2, Sigbjörn Óskarsson, Þór Valtýsson, Páll Schewing og Óskar E Brynjarsson 1 liver. -SÖE Stjörnumenn lögðu Hauka — 22-17 í Digranesi í gær ■ Stjarnan úr Garðabæ sigraði Hauka frá Hafnarfirði í 1. deild karla á íslands- mótinu í handknattleik í gær 22-17 i Digranesi í Kópavogi, heimavelli Garð- bæinganna. Staðan í hálfleik var 9-7. Þeir Hannes Leifsson og Brynjar Kvaran fleyttu Stjörnumönnum til sigurs með góðum leik, en Haukarnir voru daufleg- ir, helst að Þórir Gíslason tæki sig til, en þó bar óvenjulítið á honum, og Snorri Leifsson átti góða spretti. Stjörnumenn byrjuðu af miklum krafti, og komust í 7-1. Ekki hélst þeim þó mjög á forskotinu, og söxuðu Haukar það niður fljótlega. Staðan í hálfleik 9-7 Stjörnunni í hag. í upphafi síðari hálf- leiks gekk svo Stjörnumönnum allt í haginn og á meðan Brynjar Kvaran varði allt sem að Stjörnumarkinu kom, skoruðu félagar hans grimmt hinum megin. Stjarnan komst í 14-9, og þann mun náðu Haukar aldrei að brúa. Mun- urinn varð svipaður það sem eftir var leiks, og úrslitin 22-17. Mörkin: Stjarnan: Hannes Leifsson 8, Magnús Teisson 5, Gunnlaugur Jónsson .2, Guðmundur Þórðarson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Eyjólfur Bragason 1 og Sigurjón Guðmundsson 1. Haukar: Þórir Gíslason 5, Lárus Karl Ingason 3, Snorri Leifsson 3, Hörður Sigmarsson 3, Guðmundur Haraldsson 2 og Jón Örn Stefánsson 1. Leikinn dæmdu Rögnvaldur Erlings- son og Stefán Arnaldsson og gekk það vel- - SÖE. FRAMSTULKUR SIGRUÐU FH — í 1. deild kvenna íhandbolta 16-15 ■ Framstúlkurnar unnu stöllur sínar FH, í hörkuleik í Laugardalshöllinni í gærkvöld, með eins marks mun, 16-15. Staðan í hálfleik var jöfn, 9-9. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 4, Oddný Sigsteinsdóttir 4, Hanna Leifs- dóttir 3, Margrét Blöndal 2, Arna Steins- en 2 og Kristín Birgisdóttir 1. Mörk FH: Kristjana Aradóttir4, Mar- grét Theódórsdóttir, 3, Kristín Péturs- dóttir 3, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Kat- rín Danivalsdóttir 1, Ardís Aradóttir 1, og Hiidur Harðardóttir 1. Þessi sigur gefur Framstúlkunum tvö dýrmæt stig í toppbaráttu fyrstu deildar kvenna i handknattleiknum. Þar berjast þrjú lið um titilinn, Fram. ÍR og FH. Nú í bili er baráttan orðin mest milli ÍR og Fram, en liðin hafa tapað jafnmörgum stigum. - SÖE/BL. Eftir þetta skoraði Dússeldorf eitt mark enn, þar var Weickel á ferð, einlék í gegn og skoraði, en dæmd var rangstaða, fáránlegur dómur, einn af mörgum. Bæði lið áttu mikið af færum í leiknum, og mörkin hefðu getað verið fleiri á báða bóga. Sigurinn var verð- skuldaður hjá Dússeldorf, og allir léku vel, ekki síst markvörðurinn Kleff sem varði oft frábærlega hjá Rummenigge- bræðrum. -GÁG/SÖE ■ Atli Eðvaldsson átti stórleik með Fortuna Dússcldorf í gærkvöld og skoraði eitt mark af fjórum mörkum liðsins gegn Bayem Múnchen. NJARBVIKINGAR BETRI f NÁGRANNASIAGNUM — sigrudu Keflvíkinga 95-82 í gær í körfuboltanum ■ Það var hart barist í íþróttahúsinu í Njarðvík, í gærkvöldi, þegar erkifjend- urnir af Suðurnesjum, Njarðvík og Keflavík, leiddu saman hesta sína. Hörkugóðum leik þessara liða lauk með sigri Njarðvíkinga 95-82. Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum, þó svo að Keflvíking- ar hefðu heldur frumkvæðið. í hálfleik var staðan 45-44 Keflvíkingum í vil. í síðari hálfleik tóku Njarðvíkingar leik- inn í sínar hendur og um miðjan síðari hálfleikinn var staðan orðin 77-57 Njarð- víkingum í vil. Leiknum lauk síðan eins og áður var getið, 95-82. „Það er alltaf gaman að sigra Keflvík- inga“ sagði Njarðvíkingurinn ungi, ísak Tómasson eftir leikinn. „Við getum þakkað sterkri liðsheild þennan sigur" sagði ísak ennfremur. Bestu menn Njarðvíkinga voru þeir Valur Ingimund- arson, Gunnar Þorvarðarson og ísak Tómasson. „Við misstum mikið af fráköstum til þeirra og einnig fóru margar sendingar inní vítateiginn forgörðum" sagði besti maður Keflavíkinga í leiknum í gær, Jón Kr. Gíslason. „Einnig var slæmt að allt byrjunarlið okkar var komið með 4 villur um miðjan síðari hálfleikinn". Ásamt Jóni áttu þeir Þorsteinn Bjarna- son og Pétur Jónsson ágætan leik fyrir Keflavík. „Þetta er besti fyrri hálfleikur okkar í vetur“ bætti Jón Kr. Gíslason við „og vonandi náum við að leika heilan leik þannig innan skamms". Stig UMFN skoruðu: Valur Ingi- Afturelding lagði Tý - í 3. deildinni í handknattleik ■ Afturelding vann mikilvægan sigur á Tý i Veslmannaeyjum í gærkvöld í 3. deildinni í handbolta. Afturelding, undir handleiöslu þjálfarans Axels Axelssonar fyrrum hand- boltakappa á Islandi og V-Þýskalandi, lagði heimamenn í jöfnum og spennandi leik 18-15, eftir að staðan hafði veriö 8-8 í hálfleik. Hetja Aftureldingar var markvörðurinn Ásgeir Ragnarsson, sem varði alls 22 skot í leiknum. Skyttur Týs komust ekkert áleiðis, og liðið var illa statt án Sigurlásar Þorleifsson- ar fyrrum þjálfara, sem nú leikur knattspyrnu í Svíþjóð frá áramótum. Markahæstir Týrara voru Þorvarður Þorvaldsson þjálfari með 5 og Benedikt Þorvaldsson með 4. Ingvar Hreinsson, Steinar Tómasson og Magnús Guðmundsson voru markahæstir Mosfelling- anna með 4 mörk hver. -SGG/SÖE mundarson 24, Gunnar Þorvarðarson 20, Árni Lárusson 13, ísak Tómasson 12, Kristinn Einarsson 12, Sturla Örlygs- son 4, Júlíus Valgeirsson 4, Ingimar Jónsson 4, og Ástþór Ingason 2. Stig IBK skoruðu: Jón Kr. Gíslason 23, Þorsteinn Bjarnason 20, Pétur Jóns- son 11, Sigurður Ingimnndarson 11, Óskar Nikulásson 7, Björn V. Skúlason 7, og Guðjón Skúlason 4. - TóP/BL. VIGGÓ IGAMIA F0RMINU — Og Víkingur vann KA 26-20 á Akureyri ■ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. og með sigri erum við búnir að tryggja okkur í fjögurra liða úrslitin. Það hefur verið mikill stígandi í Víkingsliðinu, og þessi leikur er sá besti hjá liðinu í nokkuð langan tíma. Þó þurftum við að hafa mikið fyrir sigrinum, en að sjálfsögðu er ég ánægður með mörkin mín 12“, sagði Viggó Sigurðs- son, langbesti maður vallarins í leik Víkings og KA á Akureyri í gærkvöld eftir leikinn. Leikurinn fór jafnt af stað, KA komst yfir 5-4 en síðan skildu leiðir. Víkingur komst í 7-5 og 12-7. Staðan 14-9 í hálfleik. í miðjum síðari hálfleik minnk- aði KA muninn í þrjú mörk, 15-18, en það var aldrei spurning um hvort liðið væri sterkara. Víkingur vann 26-20. Viggó Sigurðsson fór á kostum í leiknum, var langbesti maður vallarins. Þá fór aldursforseti KA-liðsins Þorleifur Ananíasson á kostum í leiknum, skoraði 9 mörk og var með 100% skotanýtingu. Þorleifur fór oft illa með Kristján markvörð. Hinn ungi og efnilegi Jón Kristjánsson átti ogstórgóðan leik, skor- aði 2 mörk, fiskaði tvö víti og gaf fjórar línusendingar sem gáfu mörk. Leikurinn í heild var mjög harður, baráttan í fyrirrúmi. Dómarar voru Kjartan Steinbeck og Aðalsteinn Sigur- geirsson. Þeir gerðu sín mistök eins og aðrir, en það kom jafnt niður. Mörkin: Víkingur: Viggó 12, Hörður Harðarson 4, Sigurður Gunnarsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Guðmundur Guðmundsson 2 og Steinar Birgisson 1. KA: Þorleifur Ananíasson 9, Sigurður Sigurðsson 5, Erlingur Kristjánsson 3, Jón Kristjánsson 2, Magnús Birgisson 1. -gk Akureyri/SÖE SCHOSTER heim a nv? — margt bendir til að Barcelona selji kappann í sumar - Frá Gísla A Gunnlaugssyni, íþrötta- fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: Margt bendir nú til að „Ljöshærði engill- inn“ frá V-Þýskalandi, Bernd Schuster, verði seldur frá Barcelona á Spáni. Helst eru nefnd í sambandi við kaupin v-þýsku störliðin Bayern Múnchen og Hamburger S V. Schúster framlengdi samning sinn við Barcelona síðastliðið haust. Gildir sá til 1988. Þrátt fyrir þetta segir Schúster nú að ýmsir í stjórn félagsins vilji nú losna við hann, og það sem fyrst. Schúster hefur átt við þrálát meiðsli að stríða. Hann var frá keppni lengi eftir að „Slátrarinn frá Bilbao“, Goicoechea, slasaði hann fyrir tveimur árum, hann var lengi meiddur í fyrra, og í haust var hann einnig meiddur. Nú nýlega meidd- ist hann enn. Nú er reiknað með að Schúster verði seldur í sumar, og hægt verði að fá hann fyrir svo sem 3,6 milljónir marka, eða um 38 milljónir ísl. króna (það eru um ■ Bernd Schúster er lengst til hægri á myndinni. Með honum eru fyrrum stórstjama Barcelona, Daninn Allan Simonsen, og argentinska goðið Di- ego Armando Maradona. Nú þykir allt benda til að Schúster, Ijóshærði cngillinn, fari heim til V-Þýskalands i sumar. 930 þús. sterlingspund), svo borið sé saman við kaupverð í Bretlandi). Helstu liðin sem talin eru geta keppt um Schúster í V-Þýskalandi eru HSV og Bayern Múnchen, og talið er að Schúster hafi mestan hug á að fara heim, ekki síst þar sem hann hefur átt í erfiðleikunt með að fá að æfa og spila með v-þýska landsliðinu, síðan hann hóf feril hjá „El Barca“. Þá er fyrrverandi þjálfari Bar- celona Udo Lattek, nú starfandi hjá Bayern Múnchen, og eru þeir Schúster góðir félagar. Þó er vitað um mörg fleiri lið sem hafa áhuga á Schúster, svo sem PSV Eindho- ven í Hollandi, og ýmis frönsk lið. - GÁG/SÖE. Bflasýning ídagkl. 10-17 Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. TVerð vi^ birtin9u auglýsingar kr. W «9-500.- Bifreiðar & Slfelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 VERÐLISTI Lada 1300 ..... Lada 1300 SAFÍR Lada 1200 station Lada 1500 station Lada 1600 ..... Lada SPORT ... IJ 2715 sendibill . UAZ 452 frambyggður UAZ 452 m/S-kvöð .. 163.500. - 183.000,- 175.500, - . 196.500.- 206.000,- 294.000.- 109.5000,- 298.100, - 234.100, -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.