Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 2
FÖ$f ÚDÁfctlfe 2Í. MÁÍtS lW ^tTOtíWJ BOLLAN Söluskáli við Flatahraun KALT ÖL HEITAR OG KALDAR SAMLOKUR PYLSUR SÆLGÆTI - TÓBAK O.FL. Opið kl. 9.00-23.30 TAKIÐ Frarnlcitt ur eik, antikeik, furu, furulamel og beyki UNGLINGAHUSGÖGN allt í Stíl tisi % X f 11 P * w* -Ji 1 IL r IL j 4wðK ■ : mmmmmJ | u í r #il a>«.« jjr*^ É I f| á m i GOÐ GREIÐSLUKJÖR Opið laugardag kl. 10—16 Opið sunnudag kl. 14—16. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi. S.: 54343. BLAÐAUKI HAFNARFJORÐUR 2 ■ „Meginágreiningur- inn í bæjarstjórninni við afgreiðslu fjárhags- áætlunar þessa árs var við mat á hækkun rek- strargjalda annarra en launa frá 1983 til 1984. Þar vildi meiri- hlutinn miða við 40% hækkun sem er mun meira heldur en út- reikningar Þjóðhags- stof nunar gefa tilefni til, og bæði við f járlagagerð og útreikninga annarra sveitarfélaga er miðað við mun lægri tölu. Það er eins og hafnfirskir sjálfstæðismenn hafi ekki trú á efnahagsráð- stöfunum núverandi ríkisstjórnar“, sagði Markús Á Einarsson veðurfræðingur í stuttu spjalli við Tímann. Mar- kús er eins og allir Haf n- firðingar vita fulltrúi Framsóknarmanna í bæjarstjórninni og því einn minnihlutamanna þar. Meirihluta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar skipa Sjálfstæðismenn og fulltrúar óháðra borgara. ■ Markús Á Einarsson veðurfrxðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á skrifstofu Við fengum Markús til þess að segja sinni á Veðurstofunni. Tímamynd GE HAFA HAFNFIRSKIR SIÁLF- STÆÐISMENN EKKITWJ Á RÍKISSTJÓRNINNI? — rætt við Markús Á.Einarsson bæjarfulltrúa í Hafnarfirði okkur aðeins frá þeim skoðanamun sem er milli bæjarstjórnarfulltrúanna í mál- efnum Hafnarfjarðar og ágreiningi Hafnarfjarðarbæjar við fjármálaráð- herra Albert Guðmundsson. „Það er rétt að taka það fram í upphafi að samstarfið milli meirihluta og minni- hluta í bæjarstjórn hefur yfirleitt verið fremur gott og það eru miklu fleiri mál sem við erum sammála um en hin þar sem ágreiningur rís. I vetur var þó óvenjumikill árgreiningur um fjárhags- áætlun 1984 sem var afgreidd í lok síðasta mánaðar. Meginágreiningurinn var vegna mats á hækkun rekstrargjalda annarra en launa frá árinu 1983 til 1984. Þar vill meirihlutinn miða við 40% hækkun sem er mun meira en útreikningar Þjóðhags- stofnunar gefa tilefni til og bæði við fjárlagagerð og útreikninga annarra sveitarfélaga er miðað við mun lægri tölu. Þegar spurt var um rökstuðning var fátt um svör. Það er eins og hafnfirskir sjálfstæðismenn hafi ekki trú á efnahags- ráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar. Við í minnihlutanum vildum að þarna yrði miðað við 34% hækkun sem er þó alveg í efri mörkum þess sem gerist annars staðar. Hefði sú hækkunarpró- senta verið notuð hefðu rekstrarliðir kostað tæpum 6,3 milljónum króna minna og því verið svigrúm til að nota þá upphæð til mikilvægra framkvæmda og þjónustu". Hvað með önnur ágreiningsmál við afgreiðslu fjárhagsáætlunar? „Við í minnihlutanum töldum víða að svigrúm væri til aukinna fjárveitinga til ýmissa þjónustu og framkvæmdaliða en rákum okkur á að meirihlutinn hefur gersamlega gleymt því að ekki er lengur óðaverðbólga. í stað þess að samþykkja tillögur okkar um auknar fjárveitingar samþykkti meirihlutinn að auka Ián- tökur bæjarfélagsins um 1 milljón króna sem við töldum alveg fráleitt. Það hefur oftast áður verið meiri þörf aukinnar lántöku. Af þeim málum sem við vildum helst veita meira fé til má nefna byggingu verkamannabústað við Móabarð og dag- heimilisdeildar leikskólans við Smára- barð. Þá er enn ótalinn ágreiningur sem varð vegna áætlunar um upphæð fram- leiðslugjalds ÍSALS, en Hafnarfjarðar- bær fær ákveðna prósentu þeirrar upp- hæðar. Þar reiknar meirihlutinn með óbreyttu gengi dollars allt árið og áætlun um framleiðslu var lækkuð úr 82.000 tonnum í upphaflegum tillögum í 75.000 tonn. Á þessum tíma var þó Ijóst að ekki kæmi til raunverulegs verkfalls hjá ÍSAL og fyrir lá að framleiðslutap vegna vinnudeilna hefði aðeins orðið um 500 tonn“. Hefur ekki Hafnarfjarðarbær átt í deilum við fjármálaráðuneytið vegna viðbyggingar við Sólvang? „Jú þar höfum við átt í stríði við Albert Guðmundsson sem í haust stöðv- aði með öllu útboð í 1. áfanga þessa verks, en þarna erum við að byggja heilsugæslustöð og viðbyggingu við sjúkrahúsið. Við fengum leiðréttingu á þessu en síðar skeður það að Albert grípur aftur í taumana og bannaði að bæði húsin yrðu gerð fokheld. Önnur stjórnvöld höfðu samþykkt heildarútboð fyrir sitt leyti og ljóst að tafir sem þessar hafa mikinn aukakostnað í för með sér. Ekki er enn séð fyrir endann á þessu máli en bæjarstjórnin er einhuga um að stuðla að hröðum framgangi þess“. Svona í lokin hver eru að þínu mati helstu framfaramál bæjarins til langs tíma litið? „Mikilvægustu málin framundan tel ég vera atvinnumálin í víðasta skilningi. Þar hefur verið unnið mjög mikilvægt starf með uppbyggingu suðurhafnarinn- ar og nú fer að hefjast úthlutun nýrra lóða til iðnaðar og þjónustu á svæði sunnan Hvaleyrarholts. En ég vil líka vekja athygli á því að á Straumsvíkur- svæðinu er ein besta aðstaða á landinu til stóriðju. Samgöngur eru miðsvæðis, þarna er óþrjótandi ferskvatn frá náttúr- unnar hendi og jarðhiti skammt frá. Með tilkomu ÍSAL er þarna góð höfn sem má stækka og aðgangur raforku er greiður. Því tel ég brýnt að vandað verði val þeirrar tegundar stóriðju sem þarna kann að rísa, og raunar ekkert áhorfsmál að mun rísa í komandi framtíð".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.