Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 5
fTtmtmi FOSTUDAGUR 23. MARS 1984 HAFNARFJORÐUR 5 stórþjóðirnar. Pess vegna kemur bilið alltaf til með að breikka. Og svo eru menn að svekkja sig yfir því að við skyldum ekki vinna heimsmeistarana. Þeir hafa svo miklu meiri breidd, geta valið hornamann úr 100 hæfum á meðan við verðum að velja úr kannski 3.“ - Er ekki reynt að gera eitthvað fyrir toppmennina hér? „Jú, það er helst fyrirgreiðsla, ekki peningar, það er útveguð góð atvinna, og íbúð og þ.h.“ - Hafa ekki orðið framfarir í ís- lenskum handknattleik? „Jú, vissulega. Það landslið sem Bogd- an hefur í höndunum er mjög sterkt. En framfarirnar hjá okkur eru mun hægari en hjá öðrum." „Maður hefur orðið svolitla innri þekk- ingu á handboltanum. Það vantar núna líf í kringum handboltann, það vantar áhorfendur. í kringum 1970 voru 2000 manns á áhorfendabekkjunum, en núna þekkist það að kannski 50-100 manns komi á 1. deildarleiki. Skipulagiðerekki nógu sniðugt, þetta er ekki nógu spenn- andi. Handboltinn er sú íþróttagrein sem best á við okkur íslendinga, út af veðráttunni, og í gegnum árin höfum við náð lengst í henni á alþjóðlegan mæli- kvarða.“ - Hvað er þér minnisstæðast frá ferlinum? „Ég held að það sé þátttaka FH í Evrópukeppninni. Hún hefur skilað al- veg geysilega miklu. Hvað varðar ein- stök atriði þá er það minnisstæðast hvað það munaði litlu að íslenska landsliðið kæmist í toppúrslit á Ólympíuleikunum 1972. Þá spiluðum við við Tékkana í síðasta leik og þeim tókst að jafna á lokamínútunum eftir að við höfðum verið 3 mörk yfir 5 mínútum fyrir leikslok. Þeir komust í úrslitin á marka- hlutfalli og urðu svo í öðru sæti í keppninni. Annað, og ekki eins skemmtilegt er líka minnisstætt. Það er landlægt hjá okkur íslendingum ef einhver skarar framúr eða er í sviðsljósinu hvað menn verða að þola af áreitni. Þetta sýnir hvað mannskepnan getur verið harkalega grimm. Það var í lokin orðið þannig að ég þurfti að taka símann úr sambandi frá hádegi á föstudegi til mánudags. Annars fékk maður hringing- ar úr öllum partíum í landinu. Þegar maður fer að hugsa um þetta eftirá þá mundi ég hugsa minn gang um hvort að ég vildi fara þessa braut aftur. Einhvemveginn var of mikið af nei- kvæðu þáttunum." - Að lokum, heldurðu að FH muni vinna 1. deildina í ár? „Ja, liðið hefur ekki tapað leik síðan í sumar og ef sálræna álagið fer ekki með strákana munu þeir vinna. FH hefur alltaf miðað við toppinn. Við höfum aldrei gert okkur ánægða með 2. sætið." -ÁDJ. STERKASTI HLEKKURINN BLADIÐ KEMUR NÝIR KAUPENDUR UM HÆL HRINGIÐ! SÍMI 86300 spennubreytar ---Sími 54745 - Box 400 's«^ Trönuhraun 5 - Hafnarf, Fermingarkjóll / Urvals barnafatnaður á hagstœðu verði Reykjavíkurvegi KVENFA TNAÐ UR í ÚRVALI 62 - Sími 54600 og 54630

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.