Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. MARS 19M ftnmm BLAÐAUKI _ HAFNARFJORÐUR / „Undanfarin ár hefur verið gert mikið átak í skipulagsmálum og við höfum fengið staðfest nýtt aðalskipulag og sömuleiðis deiliskipulag fyrir miðbæinn sem gerir ráð fyrir talsverðri uppbygg- ingu í verslun og þjónustu. Þá hefur verið unnið deiliskipulag fyrir íbúða- byggð við Setberg en úthlutun lóða þar hófst í fyrra. Þá var úthlutað um 80 lóðum og í ár verður úthlutað þar 40 lóðum.“ Var ekki eftirspurnin eftir þessum lóðum mun minni en þið bjuggust við? „Jú, nokkrum lóðum þarna var skilað og eftirspurnin reyndist mun minni en hún var fyrir nokkrum árum. Það sem liggur þarna að baki er tengt efnahags- ástandinu í þjóðfélaginu en einnig er það þannig núna að flest sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu eru með nokkurt framboð af lóðum. Eftir mikinn lóða- hörgul undanfarinna ára er núna mikið af lóðum á markaðinum. Annars held ég að það sé að lifna yfir þessu aftur.“ Hundabann! vandamál og meginástæðan sú að það hefur ekki verið byggt nóg af stofnbraut- um. Hér var fyrir nokkrum árum gert töluvert átak varðandi Hafnarfjarðar- veginn þar sem hann liggur í gegnum Garðabæ og nú eru á döfinni breytingar á Reykjanesbrautinni sem miða að því að beina þeirri umferð sem ekki á erindi inn í bæinn eftir nýjum vegi ofan við bæinn og þar inn á Keflavíkurveginn. Fyrsti áfangi þessa verks verður að leggja nýju Reykjanesbrautina frá Kaplakrika og þaðan inn í Breiðholt. Sá hluti sem nær inn að Vífilsstöðum er áætlað að verði tekinn í notkun á þessu ári en endanlega verður hann svo tilbú- inn áíið 1986. Nú. næsti áfangi er svo áformað að verði að færa veginn ofan byggðar við Setberg og tengja hann núverandi Reykjanesbraut sunnan við kirkjugarð- inn. í lengri framtíð er þá gert ráð fyrir að brautin verði vestan við Ásfjall og tengist Reykjanesbraut við Straumsvík. Með þessu væri þá búið að beina umferð sem ekki á erindi í bæinn utan byggðar." „Það hafa verið í gildi hér reglur sem leggja bann við hundahaldi. Forsaga þess máls er að í sveitarstjórnarkosning- um 1982 fór fram skoðanakönnun á afstöðu bæjarbúa til hundahalds og yfir- gnæfandi þeirra reyndist þá á móti hundahaldi. í framhaldi af því voru reglur um hundahald endurskoðaðar þannig að hundahald er óheimilt nema í sérstökum undantekningartilvikum, svo sem hvað varðar hunda hjálparsveitar- innar.“ Hefur þetta ekki skapað neitt vanda- mál gagnvart þeim sem ekki vilja farga gæludýrunum sínum? „Þetta er ekki beint vandamál þó að hér hafi komið upp einstök tilvik varð- andi hunda og lögreglan hefur haft eftirlit með þessum málum. Á síðasta ári voru það eitthvað um 100 tilvik, og auðvitað er hér alltaf eitthvað af hundum og búið að vera það lengi. Það er erfitt að framfylgja banni og ekki síður þó að það séu reglur sem leyfa hundahald." Reykjanesbrautin ofan Hafnarfjarðar „Það er ekkert nýtt að vegamál á Reykjavíkursvæðinu eru orðin töluvert Gjald frá ÍSAL Nú hefur Hafnarfjarðarbær átt í nokkrum deilum við ríkið um hlut bæjarfélagsins í framleiðslugjaldi ÍSAL? „Já, samkvæmt samkomulagi við iðn- aðarráðuneytið frá 1976 um skiptingu framleiðslugjaldsins er heimild fyrir endurskoðun á því samkomulagi ef þró- un fasteignagjalda og framleiðslugjalds yrðu bænum óhagstæð. Undir árslok 1978 fórum við fram á að slík endur- skoðun færi fram. Síðan hafa staðið yfir viðræður við ríkisvaldið með nokkrum hléum en án þess að hafa borið neinn árangur ennþá. I dag er staðan þannig að sá hlutur sem við fáum frá ÍSAL er ekki helmingur af því sem við fengjum ef álverið greiddi venjuleg fasteignagjöld og aðstöðugjöld fyrir sín umsvif. Við teljum okkur því eiga rétt á leiðréttingu á þessum málum." Þið eruð samt ekki að fara fram á hækkun framleiðslugjaldsins sem ÍSAL greiðir heldur aðeins stærri hlut af því? „Við erum ekki aðilar að þeim samn- ingum sem kveða á um hversu hátt framleiðslugjaldið á að vera. Það eru samningar milli ÍSAL og ríkisins og við eigum aðeins í deilum við ríkið í þessu máli.“ GLfiESIR TRÖNUHRAUNI2 HAFNARFJÖRÐUR 53895 FLJÓT OG GÓO PJÓNUSTA ! REYNIÐ VIÐSKIPTIN Utboð-Framræsla Skv. jarðræktarlögum býður Búnaðarfélag (slands út skurðgröft og plógræslu á 9 útboðssvæðum. Útboðsgagna má vitja hjá Búnaðarfélagi íslands Bændahöllinni við Hagatorg. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. apríl kl. 14.30. Búnaðarfélag íslands. Bændahöilinni Sílf IIU INN ISVEFNINN Á SPRINGDVNU Framleiðum sérhannaðar sjúkradýnur fyrir hakveika. Endurnýjum gamlar dýnur samdœgurs Ragnar Björnsson h.f. Húsgagnabólstrun Dalshraun 6 Hafnarfirði Sími: 50397 pÖKKunARiímBnnD r Aprentað og óáprentað ÓDÝRRRn cn HfiUR IMPAK sí'. hefur nú tekið í notkun aikastamikla prentvél sem sker niður stórar límbandsrúllur, prentar á límbandið og skilar því á handhægum rúllum sein passa í öll handstatíi'. Þessi hagræðing gerir þér klevít að iá þitt merki prentað á pökkunarlímband - án þess að auka j)ökkunarkostnað Við bjóðum þetta sterka PXXMímband í brúnu, hvítu og glæru. Handstátíl (ódýr oggóð) Ivrirliggjandi. ÞriTLÍMBAND - ÞÍN AUGLÝSINC;.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.