Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 11
FÓSTUDAGUR 23. MÁRS 1984 BLABAUKI 44 HAFNARFJORPURll Kvenfélagið færir Kapellunni altarisklæði ■ Fyrir skcmmstu færði Kvenfélag Hafnarijarðarkirkju Kapellunni sem nú er verið að byggja í Hafnarfjarðar- kirkjugarði altarisklæði að gjöf. Það var formaður kvenfélagsins, frú Júhanna Andrésdóttir sem afhenti klæðið en Eggert ísaksson formaður kirkjugarðs- stjórnar veitti klæðinu viðtöku. Þá flutti prófasturinn, séra Bragi Friðriksson bæn og helgaði klæðið en viðstaddir sungu sálminn „Son guðs ertu með sanni" við undirleik Smára Olafsonar. Klæðið gerði Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir og er það ofið úr hvítum hör með javavefnaði sem er einfaldasta vefnaðargerð sem þekkt er. Við gerð klæðisins er gengið útfrá þeim einfald- leika sem verður á formi hússins og nýtt ofanbirtan til að draga fram áferð kross og súlna sem ofin eru með grófari áferð á javavef. í krossinn eru saumuð fimm strik í bláum lit sem tákn fyrir sár Krists á krossinum, en ofan á klæðinu eru einnig ísaumaðir fimm krossar í sama lit sem tákn þess sama. - b. Malbik og gangstétt- argerð í Hafnarfirði ■ Á bæjarstjórnarfundi í febrúar- mánuði var samþykkt að bjóða út rrialbik á 11 götum bæjarins, gangstígum í Hvömmum og Norðurbæ og yfirlögnum á eldra malbik. Þá var einnig samþykkt úboð á gangstéttargerð við götur. Göturnar sem verða malbikaðar eru Klaustur- og Túnhvammur, hlutar af Mosa-,Háa- og Svalbarði, botnlanginn Hrauntunga, Suðurvangur, Flatahraun og Hólshraun, húsgatan Lækjargata og Lækjarberg að Hamrabergi. Þá verður lagt malbik á bílastæði við Norðurberg og lóð Iðnskólans við Reykjavíkurveg. Gangstígar verða lagðir við þessar götur: Glitvang, Hraunbrún, Lækjargötu, Suður-, Fagra-, Háa-, Lækjar-, og Fjólu- hvaúyin og að hluta Hvammabraut, Hjallahraun og Stakkahraun. - b. Sttub AÐEINS I RAFHA, AUSTURVERi Nýja heimilishjálpin frá BRAUN, Multipractic MC 1 vario; hakkar kjöt og fisk, rífur grænmeti, sker franskar kartöflur og margt fleira. Nýjungar: Stiglaus hraðastillir og þeytari fyrir rjóma, eggjahvituro.fi. Nýtt á íslandi! y\d stigum skrefid til ffulls og bjóðum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgð ( kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri llmingu einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að taka (setningu með ( framleiðsluábyrgðina. í þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við þvl meira en að útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn, setjum rúðuna I og fjarlægjum þá gömlu - við- skiptavininum algerlega að kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður (fullu gildi því tölvan okkar man aLlt um einangrunar- glerið mörg ár aftur í tímann. Oft reynist ísetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er því loks komin örugg og fullkomin fram- teiðsluábyrgð sem undirstrikar ótvíræða yfir- burði tvöfaldrar Kmingar einangrunarlgers. Tef Idu ekki í tvísýnu tvöfalda límingin margfaldar öryggið, endinguna og ábyrgðina Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 IÐNAÐARMENN OG AÐRIR HAFNFIRÐINGAR Við aukum fjölbreytnina. Boltar og skrúfur í öllum stærðum og gerðum á frábæru verði. Harðviður væntanlegur á næstu vikum: Beyki - Mahony - Ramin - Abbaci - Meranti. ^Uipxi/&tniAíi/sl&Ai#* k.|. o|n« r|irÁi Slmar: 50393 - 50483 - 50817 Pósthólf 208 50292 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41-53159

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.