Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 12
BLAÐAUKI HAFNARFJORÐUR Kristinn Guðnason form. körfuknattleiksdeildar Hauka: .4RANGURINN kemur okk UR EKKERT A ÖVART ■ Eins og margir vita náði Hafnarfjarðarliðið Haukar mjög langt í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur, eftir að hafa unnið 1. deildina á síðasta ári. Formaður körfuknattleiksdeildar Hauka er Kristinn Guðnason. Við náðum tali af honum í tilefni af árangrinum. - Hvað hefur þú verið lengi formaður körfuknattleiksdeildarinnar? „f fjögur ár.“ - Nú hafa Haukar náð langt í körfu- bolta að undanförnu. Hverju þakkarðu það? „Körfuboltaáhugi í Hafnarfirði er ekki eins nýtilkominn og menn virðast halda. Það var 1956 sem fyrst kom fram vísir að körfuboltaáhuga í Hafnarfirði, og það voru þeir Eiríkur Skarphéðinsson og Rúnar Brynjólfsson sem stóðu fyrir því. Eftir það náðu yngri flokkarnir sæmilegum árangri. Á áratugnum 1960- 1970 kom lægð í körfuboltaiðkun í Hafnarfirði, en svo kom aftur trukk í þetta eftir 1970. Síðan þá hafa mörg þekkt nöfn komið við sögu. Guðmundur Þorsteinsson var fyrsti þjálfarinn. Meðal annarra má nefna þá Einar Ólafsson, Einar Bolla- son, Jón Sigurðsson og Birgir Örn Birgis. Jóhannes Eðvaldsson var meira að segja með okkur fyrir 10-12 árum, alveg þangað til hann fór í atvinnumennskuna. Grunnurinn að velgengninni núna var lagður fyrir 10 árum. Þá voru strákarnir sem nú eru á toppnum í meistaraflokki að byrja. Þetta eru allt okkar menn, sem hafa fæðst og alist upp, ef svo má segja í félaginu og hafa verið þar síðan. Það var Ingvar Jónsson sem var potturinn og pannan í starfinu, eftir að hann gerðist íþróttakennari í Hafnarfirði. Hann var þjálfari hjá yngri flokkunum og þjálfaði þessa stráka. Þeir urðu síðan margir hverjir margfaldir íslandsmeistarar í yngri flokkunum. Það er Einar Bollason sem hefur þjálfað meistaraflokk undanfarin tvö ár, og við hefðum ekki náð þessum árangri nema af því að hafa hann. Hann er toppþjálfari og hefur náð að skila sinni þekkingu vel í gegn um þessa stráka." DALSHRAUNI 14 PÓSTHÓLF 283. HAFNARFIROI ^ SÍMI 5 35 88 Tímamynd Róbert „Okkur var ekki spáð verulegum frama í vetur í úrvalsdeildinni. Aðrir telja að við höfum komið á óvart, en það kom okkur ekkert á óvart hve góðum árangri við náðum. Við erum með það góða körfuboltamenn að árangurinn þurfti ekki að koma á óvart." - Hafiði haft útlenda körfubolta- menn? „Það voru gerðar fáránlegar sam- þykktir á þingi Körfuknattleikssam- bandsins í fyrra til að koma í veg fyrir að Webster, sá sem hefur leikið með okkur, fengi að spila með okkur í vetur. Það var samþykkt að enginn fengi að spila með körfuboltaliði nema hann hefði íslensk- an ríkisborgararétt. Við töldum og telj- um þetta mikið mannréttindabrot fyrir mann eins og hann, því að hann er giftur hér og á barn, og fær svo ekki að iðka þá íþrótt sem hann hefur lifað og hrærst í alveg frá barnsaldri. En hann fær að öllum líkindum ríkisborgararétt fyrir vorið og leikur líklega með okkur næsta vetur.“ „Það er oft einblínt á velgengni topp- anna, en við erum það heppnir að hafa toppmenn í yngri flokkunum, þannig að velgengnin hjá okkur er ekkert stundar- fyrirbrigði. Við höfum mjög efnilega yngri flokka. Hafnarfjörður hefur hing- að til verið þekktari fyrir handbolta, og það er kannski ekkert skrýtið því að hafnfirskur handbolti hefur verið mjög framarlega. En velgengni körfuboltans hefur ekkert dregið frá handboltanum, og það er mikil lyftistöng fyrir bæjarfé- lagið þegar margar íþróttagreinar ná góðum árangri. Handbolti, fótbolti, fim- leikar og nú körfubolti, allt eru þetta íþróttagreinar sem Hafnfirðingar hafa náð langt í.“ - Og þið stefnið á meistaratitil á næsta ári? „Að sjálfsögðu." - Verður Einar þjálfari áfram? „Það er ekki búið að ganga frá því, en það er mikill áhugi á að hafa hann með þriðja árið.“ - Eitthvað að lokum. “1 þessu, eins og í öllum greinum íslenskra íþrótta eru gífurlegir fjárhags- erfiðleikar. Það fer mestur tíminn í það að ná endum saman í peningamálum. Ég vil segja að allir þeir sem hafa stutt okkur í vetur eiga þakkir skildar. Og árangurinn er kannski ekki því síst að þakka að við höfum fengið stuðning margra fyrirtækja í Hafnarfirði. Ég hef haft mikið yndi af því að vera innan um þetta unga fólk, sem sumir telja tryllt og taumlaust. En frá minni hendi er ekkert nema gott um það að segja og ég vil undirstrika það að samstarfið hefur verið ánægjulegt. -ÁDJ 4? co % a í sjálfra okkar vegna! yujgEnQW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.