Tíminn - 04.04.1984, Síða 2

Tíminn - 04.04.1984, Síða 2
2' Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan ......................16/4 Jan.......................30/4 Jan ......................14/5 Rotterdam: Jan ......................17/4 Jan ...................... 1/5 Jan ......................15/5 Antwerpen: Jan ......................17/4 Jan ...................... 2/5 Jan.......................18/5 Hamborg: Jan ...................... 6/4 Jan ......................19/4 Jan ...................... 4/5 Jan ......................18/5 Helsinki/Turku: Hvassafell................25/4 Hvassafell................20/5 Larvik: Francop .................. 9/4 Francop ..................23/4 Francop .................. 7/5 Francop 21/5 Gautaborg: Francop ..................10/4 Francop ..................24/4 Francop .................. 8/5 Francop ..................22/5 Kaupmannahöfn: Francop ..................11/4 Francop ..................25/4 Francop .................. 9/5 Francop ..................23/5 Svendborg: Francop ..................12/4 Francop ..................26/4 Francop ..................10/5 Francop ..................24/5 Árhus: Francop ..................13/4 Francop ..................27/4 Francop ..................11/5 Francop ..................25/5 Falkenberg: Helgafell.................12/4 Mælifell..................25/4 Helgafell.................10/5 Gloucester Mass.: Jökulfell...................13/4 Skaftafell..................25/4, Halifax, Canada: Skaftafell...................26/4 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 . Caterpillar 6D og B Tíl 'sölu varahlutir í Caterpillar] 6D og B. ; , / / : Ýmislegt í mótora, grjg^ spyrnur á 6B, p.mj, EignigJ Cat.8D. . Upplýsingar í síma 32101 ,J MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1984 ■ Erlendur Einarsson forstjórí Sambandsins býður Axel Gíslason, nýjan aðstoðarforstjóra velkominn til starfa. Skipulagsbreytingar hjá Sambandinu: „Stöðugrar endur- skoðunar er þörf “ — segir Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins ■ „Skipulag Sambandsins hefur ekki þróast markvisst síðustu ár í samræmi viö undangengnar breytingar á rekstrinum. Stærð fyrirtækisins og fjölbreytileiki gerir rekstur þess flókinn, sem þýðir að þörf er stöðugrar endurskoðunar á skipulagi til einföldunar og aukinnar samhæflngar innan þess,“ sagði Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins þegar kynntar voru skipulagsbreytingar hjá fyrirtæk- inu á fundi með fréttamönnum í gær. ; Skipulagsbreytingarnar hafa í för með sér aukna ábyrgð forstjórans, svo og ýms- ar tilfærslur í æðstu stöðum fyrirtækisins. Nýjar stöður verða til en aðrar leggjast niður. Þá breytist starfsvettvangur deilda nokkuð, sumar leggjast niður í núver- landi mynd og nýjar eru stofnaðar. Framkvæmdastjórar verða nú ráðnit af forstjóra og bera ábyrgð gagnvart honum. Framkvæmdastjórn, sem áðut var hluti af formlegu skipulagi Sam- , bandsins, verður lögð niður. I I nýja skipulaginu er gert ráð fyrir að starf stjórnarformanns verði smám sam- an fullt starf að málefnum Sambandsins ,og samvinnuhreyfingarinnar. Tilgangur jbreytingarinnar er að auka þátttöku og áhrif lýðræðislega kjörinna fulltrúa á stjórnun Sambandsins og efla hinn fé- lagslega þátt hreyfingarinnar. Sambandið ræður sér aðstoðarfor- stjóra til að fara með daglega yfirstjórn fyrirtækisins með forstjóra og í það starf hefur verið ráðinn Axel Gíslason, sem undanfarin ár hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra skipadeildarinnar. Axel mun gegna því áfram fyrst í stað þar sem eftirmaður hans þar hefur enn ekki verið ráðinn. Innflutningsdeild og Véladeild hafa verið lagðar niður í núverandi mynd. Stofnuð hefur verið ný deild, sem sér um neytendavörur og er nefnd Verslunar- deild. Hún yfirtekur ýmsa starfshætti frá Innflutningsdeild, Iðnaðardeild, Véla- deild og auglýsingadeildina frá sameigin- legum rekstri. Framkvæmdastjóri versl- unardeildar er Hjalti Pálsson. Landbúnaðarþjónustudeild heitir ný deild, sem sér um sölu á fjárfestingar- og rekstrarvörum til landbúnaðarins, ásamt viðgerðar- og vélaþjónustu á tækjum til landbúnaðarins. Hún yfirtekur starfs- i þætti frá Véladeild, Innflutningsdeild og i frá Dráttarvélum h/f, en starfsemi þeirra 'verður lögð niður. Framkvæmdastjóri Landbúnaðarþjónustudeildar er Jón Þór Jóhannsson. Þá verður stofnað sjálfstætt 1 fyrirtæki, Bílvangur s.f. sem mun sjá um rekstur bifreiðaumboða. Framkvæmda- stjóri er Tómas Óli Jónsson. Fjármáladeild er lögð niður, en í staðinn kemur Fjárhagsdeild, sem hefur með höndum öll fjármál Sambandsins. Auk þess mun hún hafa með höndum ýmsa starfsþætti aðra, svo sem hagdeild, áætlanagerð, tölvumál, skrifstofu í London, o.fl. Framkvæmdastjóri Fjár- hagsdeildar er Eggert A. Svavarsson. Iðnaðardeildin verður fyrst og fremst útflutningsiðnaður, ullar- og skinnavara. Framkvæmdastjóri hennar er Hjörtur Eiríksson. Starfsemi Sjávarafurðadeild- ar verður óbreytt, að því viðbættu að skrifstofa Sambandsins í Hamborg fellur undir hana. Framkvæmdastjóri hennar er Sigurður Markússon. Starfsemi bú- vörudeildar verður óbreytt, nema hvað verslun með ull, gærur, skinn og húðir færist yfir til Iðnaðardeildar. Fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar er Magnús Friðgeirsson. Starfsemi Skipadeildar verður óbreytt. Innan forstjóraskrifstofu mun sér- stakur framkvæmdastjóri starfa að þró- unarverkefnum og nýsköpun í rekstri Sambandsins. Því starfi gegnir Þorsteinn Ólafsson. Fræðslu- og kaupfélagsdeild mun sjá um öll fræðslumál, útgáfustarfsemi og starfsmannahald, auk þjónustu og tengsl við kaupfélögin. Skipulagsbreytingar þessar eru gerðar samkvæmt tillögum norska ráðgjafafyr- irtækisins Ásbjörn Habberstad A/S og voru þær samþykktar í meginatriðum í Sambandsstjórn þann 30. mars og ganga í gildi 1. júlí. Það var í apríl 1983, að stjórnin skipaði sérstaka skipulagsnefnd og í henni áttu sæti þeir Valur Arnþórs- son stjórnarformaður, Ólafur Sverrisson og Ingólfur Ólafsson. Skyldi nefndin vinna að endurskoðun skipulagsins ásamt Erlendi Einarssyni forstjóra. Norska ráðgjafafyrirtækið var ráðið í september 1983 og skilaði það tillögum sfnum í desember síðastliðnum. „Við vonum að þessar breytingar verði til þess að skapa ný atvinnutæki- færi, þegar þær verða komnar vel í gang,“ sagði Erlendur Einarsson for- stjóri Sambandsins á fundinum. í því sambandi nefndi hann hugsanlegt fisk- eldi, og sagði að margt fleira væri á döfinni. -GB SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA SKIPULAt: 1 . JÚLÍ 1984 ■ Þannig mun skipulag Sambandsins líta út frá 1. júlí næstkomandi, þegar skipulagsbreytingarnar verða að fullu komnar til framkvæmda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.